Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 25

Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 25 LISTIR Birta og ylur MYNDLIST Norræna húsiö MÁLVERK, HÖGGMYNDIR OG BLÖNDUÐ TÆKNI Samsýning. Opið alla daga kl. 14-19 til 23. apríl. Aðgangur kr. 300. SAMSÝNINGAR listamanna eru af ýmsu tagi, og ekki síður erfiður vettvangur myndlistar en önnur form. Á stórum samsýningum þarf að marka rammann vel, því annars er hætt við að þar ægi saman afar ólikum hlutum, og gæðamunur reynist hinum veikari erfiður hjalli að yfirstíga; þeir hverfa í skugg- ann. Á smærri samsýningum þarf einnig að gæta jafnvægis sýnenda, þannig að allir njóti sín sem skyldi, hvort sem efniviður og efnistök eru skyld eða ólík. Þetta hefur tekist með sóma á sýningunni hér. Allir eru þátttak- endurnir — þau Bjöm Birnir, Haf- steinn Austmann, Helgi Gíslason og Valgerður Hauksdóttir — þekkt listafólk með gifturíkan feril að baki; Hafsteinn hélt 'sína fyrstu einkasýningu 1956, Bjöm og Helgi 1977 og Valgerður 1985. Auk einkasýninga hafa þau öll tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis, og verið áberandi á í myndlistarlífinu, hvert í sinni grein. Það er gott jafnvægi milli verka þeirra á sýningunni, þrátt fyrir misjafnan fjölda, sem orsakast að nokkru af eðli þeirra miðla sem þau vinna í. Þannig sýnir Helgi aðeins fjögur verk, allt höggmyndir frá þessu ári, en myndir Valgerðar em á annan tug, flest unnin með bland- aðri tækni á pappír á síðustu þrem- ur árum. Björn Birnir vinnur sem fyrr með stóra, miðlæga litfleti í sínum verk- um, sem virka líkt og samanbrotin form eða klettar sem svífa um verk- ið. Við nánari skoðun reynast ýmis Iitbrigði leynast undir yfírborðinu, og í myndaflokknum „Á sandinum" er það einkum birta litanna sem heillar. Þar kemur verk nr. 6 sterk- ast út. í málverkinu „Minning" (nr. 4) vinnur Björn með allt aðra liti, og er ekki ólíklegt að hann sé þar að vísa til verka Lyonel Feininger, sem var vissulega í fararbroddi af- straktlistarinnar á sinni tíð. Hafsteinn Austmann sýnir hér einnig hluta úr myndaflokki þar sem hann_ er á svipuðum slóðum og fyrr. Á síðastliðnu hausti var haldin athyglisverð sýning á svart- hvítum verkum bandaríska lista- mannsins Franz Kline (1910-62), og er skyldleiki myndbyggingarinn- 30 ára söngafmæli Selfoss. Morgunblaðið. Vortónleikar Karlakórs Selfoss verða haldnir í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun sumardaginn fyrsta klukkan 21.00. Fjölbreytt efnisskrá verður á tónleikunum sem eru liður í tón- leikaröð kórsins í apríl. Stjórnandi kórsins er Ólafur Sigurjónsson og undirleikari Stefán Jónsson. Karlakór Selfoss heldur upp á 30 ára starfsafmæli á þessu ári og eru tónleikarnir liður í afmælis- haldinu. Kórinn var stofnaður 2. mars 1965, en upphaf hans var að 16 starfsmenn Mjólkurbús Flóamanna tóku að sér að syngja á starfsmannaskemmtun undir stjórn Guðmundar Gilssonar. Karlakór Selfoss heldur uppi öflugu félagslífí og er styrkur hornsteinn menningarlífs á Sel- fossi. Næstu tónleikar eftir sumar- daginn fyrsta verða í Þjórsárveri 23. apríl og á Flúðum 29. apríl. ar hér við þau verk augljós; Haf- steinn vinnur hins vegar dýpra með litina, sem ólga undir hinum hvítu yfirborðinu og magna grósku alls flatarins. Mynd eins og „Tactus 11“ (nr. 9) sameinar þessa kosti einkar vel. Helgi Gíslason hefur nú horfið um stund frá því að vinna í brons og gler, og sýnir hér höggmyndir úr tré og járni. Formgildin eru svip- uð og fyrr — hið spennta jafnvægi styrks og fínleika — og njóta sín vel í þessum efnum, m.a. vegna lit- unar trésins; hér koma verkin „Sjóndeild" (nr. 14) og „Súla“ (nr. 16) einna best út. Valgerður Hauksdóttir á flestar myndirnar á sýningunni, en þær LISTAFÓLKIÐ við uppsetningu sýningarinnar. flokkast einnig að nokkru niður. Hér ber myndaflokkinn „Sjö skref“ (nr. 19—25) hæst; þessi verk eru unnin með blandaðri tækni á papp- ír, þar sem öflug teiknun er ríkj- andi þáttur. Af þessum heillaðist undirritaður mest af „Utanaðkom- andi“ og „Norður" (nr. 21-22), þar sem hrynjandi lita og teikningar nær mjög góðu jafnvægi. Uppsetning sýningarinnar er þannig að verk þeirra Björns og Valgerðar dreifast nokkuð og geng- ur það þokkalega upp, þar sem um ákveðna myndflokka er að ræða. Sýningarskrá hefur að geyma al- mennar upplýsingar um listafólkið og feril þess, en ljósmyndir af verk- um þeirra njóta sín engan veginn í svart-hvítu. Inngangur skrárinnar er almenns eðlis, og bryddar þrátt fyrir allt ekki upp á nýjum hug- myndum um listsköpun þessa ágæta listafólks. Á heildina litið er hér á ferðinni góð samsýning, þar sem unnið er á kunnuglegum slóðum rannsókna í formum og litum, birtu og yl. Þó hugurinn leiti um síðir meiri átaka og ertingar í myndlistinni, getur slíkt einnig verið ánægjulegt á stundum. Eiríkur Þorláksson Verkiastillandi og hitalækkandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.