Morgunblaðið - 19.04.1995, Page 20

Morgunblaðið - 19.04.1995, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Árás und- irbúin í tvö ár JAPANSKA lögreglan telur að sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinri Kyo (Æðsti sannleikur) hafí komið á fót hópi vísinda- manna fyrir tveimur árum til að framleiða taugagasið sarin, sem notað var í eiturefnatil- ræði á járnbrautarstöðvum í Tókýó í síðasta mánuði. Heim- ildarmenn innan lögreglunnar segja söfnuðinn hafa lagt sig fram um að ná til sín náms- mönnum í verkfræði og efna- fræði á sama tíma og hafíst var handa við að undirbúa framleiðsluna. Mafíuréttar- höldum frestað RÉTTAR- HÖLDUM yfir sikil- eyska guð- föðurnum Salvatore „Toto“ Riina, sem sakaður er um að hafa staðið að morði á dómaranum Giovanni Falcone, var í gær frestað um mánuð. Astæðan er formsgalli að sögn eins saksóknarans í málinu. Auk Riina eru 40 aðrir sakað- ir um aðild. Tyrkir vísa Þjóðverjum úr landi TYRKIR vísuðu í gær 11 Þjóð- verjum úr landi fyrir að taka þátt í ólöglegum mótmælaað- gerðum Kúrda í suð-austur- hluta landsins. Þjóðveijarnir, sem flestir eru meðlimir í stuðningshópum við málstað Kúrda voru handteknir á sunnudag er þeir mótmæltu árásum tyrkneska hersins á þorp Kúrda. GATT rædd- ur frekar? GATT-samninginn þarf ef til vill að taka upp til frekari umræðu, linni ekki sveiflum í gjaldeyrismálum sem trufla alþjóðaviðskipti, að sögn Edouards Balladurs forsætis- ráðherra Frakklands. Að sögn heimildarmanna innan hins opinbera gruna Frakkar Bandaríkjamenn um að hafa viljandi leyft dollaranum að falla til að bæta stöðu útflutn- ingsgreina. Þjónustu- stúlka fyrir aftökusveit ÞJÓNUSTUSTÚLKA frá Sri Lanka, sem myrti fjögurra ára dóttur vinnuveitanda síns, var leidd fyrir aftökusveit í Sam- einuðu arabísku furstadæ- munum í gær. Stúlkan, sem var á þrítugsaldri, myrti bam- ið með naglaþjöl í bræði sinni, er það hafði bitið hana. Dauð- arefsing liggur við morðum, nauðgunum og eiturlyfja- smygli. Salvatore Riina. 300 manns bjargað af franskri feiju í Ermarsundi Reuter FRANSKA ferjan Saint Malo með slagsíðu eftir að hafa steytt á skeri undan Jersey. Um 300 farþegar urðu að yfirgefa skipið. Stytti sér leið og steytti á skeri St. Helier, Jersey. Reuter. RANNSÓKN hófst í gær á orsökum þess að franska feijan Saint Malo, sem er tvíbytna, sigldi utan í sker í Ermarsundi með þeim afleiðingum að mikil slagsíða komst á skipið og 300 farþegar urðu að fara frá borði. Rannsóknin beinist að því hvort öryggisreglum hefði verið fylgt eft- ir um borð í feijunni. Farþegar segj- ast ekki þafa fengið neinar leiðbein- ingar um öryggismál í upphafi ferð- ar og aldrei hafi verið gefin fyrir- skipun um að yfírgefa skipið þó það hefði lagst á hliðina. Þá hafi neyðar- bjöllur ekki farið í gang fyrr en 10 mínútum eftir óhappið. Skelfing hefði gripið um sig og ráðleysi ver- ið ríkjandi. Engir kaðalstigar hefðu verið til að klifra niður í bátana og farþegar því orðið að stökkva ofan í þá. Talsmaður útgerðarinnar vísaði þessu á bug í gær og sagði að ströngum öryggisreglum væri jafn- an framfylgt um borð. I upphafi ferðar hefði notkum björgunarvesta t.a.m. verið sýnd. „Vandinn er sá að athygli farþega er venjulega annars staðar í upphafi siglingar," sagði Frederic Avierinos, talsmaður útgerðarinnar, Channiland. „Björg- unin öll gekk eins og í sögu og það greip engin skelfing um sig. Hvað mig áhrærir skiptir mestu að 300 manns var bjargað á skipulegan hátt og allir eru heilir á húfi,“ sagði hann. Um borð í feijunni voru 185 Þjóð- veijar, 40 Frakkar og 75 Bretar. Leggja varð 30 inn á sjúkrahús vegna brotinna útlima. Feijan var á leið frá eynni Jersey til eynnar Sark. Rannsóknin á slys- inu beinist m.a. að því hvers vegna skipstjórinn stytti sér leið um sund sem einungis er fært um á stór- straumsflóði. Krókurinn styttir klukkustundar siglingu einungis um fimm mínútur. Til stóð að yfirheyra bæði franska skipstjórann og áhöfn hans i gær. Dóttir Brandos svipti sig lífl Hollywood. Reuter. CHEYENNE Brando, 25 ára gömul dóttir leikarans Marlo Brando, stytti sér aldur á heim- ili móður sinnar á Tahítí á páskadag, fimm árum eftir að hálfbróðir hennar, Christian Brando, banaði unnusta hennar. Nánir vinir Brando-fjölskyld- unnar sögðu, að Cheyenne hefði verið sálsjúk og ekki getað á sér heilli tekið frá því unnusti hennar Dag Drollet lést. Hún er sögð hafa reynt tvívegis áður að stytta sér aldur. Lætur hún eftir sig fimm ára son þeirra Drollet. Christian Brando banaði hon- um á heimili Marlo Brando í Los Angeles í maí 1990 og var dæmdur fyrir manndráp af gá- leysi. Cheyenne var kærð fyrir að- ild að manndrápinu en kom aldrei fyrir rétt þar sem hún flýði til Tahítí og yfirvöld þar neituðu að framselja hana til Bandaríkjanna. Samkomulag Kanada o g Evrópusambandsins í grálúðudeilunni Talið móta nýja stefnu ábyrgrar veiðistjórnar Reuter JOHN Broderick, foringi á kanadíska strandgæsluskipinu „Sir Wilfred Grenfell", afhendir hér Brian Tobin sjávarútvegsráðherra líkan af togvíraklippunni, sem notuð var gegn spænskum togur- um. Með þeim er Clyde Wells, forsætisráðherra Nýfundnalands. Brussel, Madrid, Lissabon. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kanada og Evr- ópusambandið, ESB, leystu grá- lúðudeiluna á sunnudag með samn- ingi, sem hvorirtveggju fögnuðu sem miklum sigri. Annars vegar munu Kanadamenn hætta afskipt- um af veiðum skipa á alþjóðlegu hafsvæði og hins vegar verður fisk- veiðistjómunin og eftirlit með veið- unum stórhert. Stjórnvöld í Portúg- al er þó mjög óánægð með sam- komulagið og sjómenn í Galisíu á Spáni, þaðan sem flestir úthafs- veiðitogaranna eru gerðir út, eru æfareiðir Spánarstjórn. Emma Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjóm ESB, sagði, að samkomulagið væri öllum í hag og yrði vonandi upphaf að ábyrgari stefnu í fiskveiðimálum. Með því hefði sögulegur og löglegur réttur til fiskveiða á opnu úthafi verið tryggður auk þess sem eftirlit með veiðum og veiðarfærum yrði hert mikið. Sektin endurgreidd Þá sagði hún, að Kanadastjóm hefði samþykkt að endurgreiða sekt, sem eigendur togarans Estai hefðu verið dæmdir til að inna af hendi, og afnema lög, sem heimul- uðu töku skipa utan fískveiðilögsög- unnar. Fulltrúar Kanadastjórnar og umhverfisvemdarsinnar þar í landi hafa fagnað samkomulaginu og segja, að það geti markað nýja tíma í vernd fiskstofna um allan heim. Stjórnvöld í Bretlandi tóku í sama streng en Spánarstjórn er hins veg- ar mjög óánægð með mikinn stuðn- ing Breta við málstað Kanada- manna í deilunni. Var því mótmælt formlega í fýrradag þegar breski sendiherrann í Madrid var kallaður í spænska utanríkisráðuneytið. Luis Atienza, landbúnaðarráð- herra Spánar, sagði um samkomu- lagið, að það hefði verið það besta, sem unnt var að ná, en í Galisíu er það orðið að miklu, pólitísku hita- máli. Endalok úthafsveiðiflotans „Þetta er skelfilegt samkomulag og innsiglar endalok fiskiðnaðarins í héraðinu. Eftir tvö ár mun spænski úthafsveiðiflotinn heyra sögunni til,“ sagði Reinaldo Iglesias, tals- maður útgerðarmanna í Galisíu, og hann spáði því, að 80% af 8.000 störfum í fiskiðnaðinum myndu hverfa á skömmum tíma. Boðað hefur verið til mótmæla vegna samkomulagsins í Santiago de Compostela, höfuðborg Galisíu, en sveitarstjórnarkosningar verða á Spáni 28. maí nk. Er búist við, að stjórnarflokkurinn, sósíalistaflokk- ur Felipes Gonzalez forsætisráð- herra, muni þá bíða mikinn ósigur. Meginatriði samkomulagsins í grálúðudeilunni Brussel. Reuter. Eftirfarandi eru meginatriði samkomulagsins, sem Evrópu- sambandið, ESB, og Kanada- stjórn gerðu með sér um grál- úðuveiðar utan fiskveiðilögsög- unnar við Nýfundnaland: ■ Heildargrálúðukvótinn má ekki vera umfram 27.000 tonn á þessu ári en ESB-skipum verð- ur Ieyft að veiða 5.013 tonnum meira á árinu en þau hafa þeg- ar gert. ■ Frá og með næsta ári verður kvótinn í samræmi við tillögur NAFO, Norðvestur-Atlantshafs- fiskveiðiráðsins, og munu ESB og Kanada fá 41% af heildark- vótanum hvort um sig. Það eru 11.070 tonn miðað við kvóta þessa árs. ■ Eftirlit með fiskveiðum og framkvæmd þess verður hert. Óháður eftirlitsmaður verður um borð í öllum skipum og 35% þeirra eiga að vera búin tækjum til að auðvelda eftirlit frá gervi- hnöttum. ■ Sett verða lög um, að hætt verði notkun pólýamíð-neta með 120 mm möskvastærð á ákveðnum tíma, sem NAFO ákveður. Kanadasljórn túlkar það þannig, að bannaður verði smærri möskvi en 130 mm. ■ Verði eftirlitsmönnum neitað um samstarf, ranglega skýrt frá afla, ólögleg möskvastærð not- uð eða átt við gervihnattabún- aðinn verður litið á það sem rnjög alvarlegt brot á samkomu- Iaginu. ■ Kanadastjórn mun skila sekt- arfénu, sem eigendum togarans Estai var gert að greiða, og andvirði upptæks afla. ■ Kanadastjórn mun nerma úr gildi lög frá 3. mars sl. sem, heimiluðu töku spænskra og portúgalskra togara á alþjóð- legu hafsvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.