Morgunblaðið - 19.04.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 19.04.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Macmill- an-for- lagið selt? MACMILIjAN-fjölskyldan í Bret- landi mun líklega bjóða bókaforlag það sem við hana er kennd til sölu á næstu mánuðum að sögn brezka blaðsins Financial Times. Blaðið spáir því að mörg erlend útgáfufyrirtæki, sem vilji auka um- svif sín í Bretlandi, muni keppast um að komast yfir Macmillan-forlagið. Macmillan er stærsta óháða bóka- útgáfan í Bretlandi. Pappírskiljufor- lagið Pan er í eigu hennar og um- svif fyrirtækisins ná til Bandaríkj- anna og Asíu. Fyrirtækið skilaði 15 milljóna punda hagnaði fyrir skatta 1993. Fjölskyldan á nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu. Hambro-banki er fjöl skyldunni til ráðuneytis, en kunnasti fulltrúi hennar var Harold Macmill- an, fyrrum forsætisráðherra. í fyrstu mun hafa verið í athugun að gefa út fleiri hlutabréf. Kaupir Bertelsmann? Þýzkir útgefendur munu hafa sýnt Macmillan-forlaginu áhuga. Bertels- mann, umsvifamesta útgáfufyrirtæki heims, hefur þó ekki viljað staðfesta að viðræður við Macmillan standi yfír. Bertelsmann hefur sagt að fyrir- tækið vilji auka útgáfu sína á sér- fræðiritum annars staðar en í Þýzka- landi. Jafnframt bendir margt til þess að bókaútgáfa í Bretlandi sé að rétta úr kútnum, þrátt fyrir skuldir Dillon- bóksölukeðjunnar, sem er komin í eigu Thoprn EMI tónlistarfyrirtækis- ins. -----» ♦ ♦---- CompuServe býðurlnter- nethugbúnað Reuter/Variety BANDARÍSKA tölvunotendaþjón- ustan CompuServe ætlar að útvega áskrifendum sínum ókeypis hugbún- að til að gera þeim kleift að rekja sig um Veraldarvef Internetsins. Þriggja klukkustunda aðgangur að Intemetinu verður innifalinn í mánað- argjaldi CompuServe, en það er nú 9,95 dollarar (650 krónur). Hugbún- aðurinn sem dreift verður endur- gjaldslaust heitir CompuServe Net- Launcher og byggir á SPRY Mosaic, hann þykir auðveldur í notkun og veita greiðan aðgang að Veraldar- vefnum. CompuServe keypti hugbún- aðarfyrirtækið SPRY Inc. í síðasta mánuði fyrir 100 milljónir dala. CompuServe ætlar að fjölga tengi- gáttum fyrir notendur úr 40 þúsund nú í 90 þúsund í árslok. Þá verður vélbúnaður endurnýjaður til að geta þjónað 28,8 kbaud mótöldum í byrjun næsta árs. CompuServe mun bjóða PPP Internet-tengingu sem gerir notendum fjölda stýrikerfa kleift að tengjast. Fyrirtækið ráðgerir að fjár- festa 301 milljón dala næstu þrjú ár í tækni, búnaði og öryggi sem við- kemur Internetinu. -----♦ ♦ ♦---- Matsushita selurmynd- geislaspilara Tokyo. Reuter. JAPANSAKA rafeindafyrirtækið Matsushita markaðssetur á næsta ári nýjan diskspilara, sem verður hægt að nota fyrir nýja myndgeisla- diska og venjulega geisladiska. Matsushita segir að notuð verði sérstök „ljósdós", sem geti numið nýja, stafræna myndgeisladiska (DVD) og venjulega geisladiaka. Kvikmyndum má koma fyrir á diski, sem er á stærð við venjulegan geisla- disk, en getur geymt 15 sinnum meira efni. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 17 '95 Iínan frá Philips - þú færð ekkert betra! PHILIPS hefur verið brautryðjandi í sjónvarpstækni um árabil. Gæði Philips tækjanna er löngu heimsþekkt bæði hjá fagfólki og almenningi. Þau þykja bera af hvað varðar mynd- og hljómgæði og ótrúlega góða endingu. Philips hefur kynnt hverja tæknibyltinguna á fætur annarri og sem dæmi um það má nefna 100 Hz tækin með „Digital Scan“ sem tryggir að titringur á mynd er algjörlega horfinn. Ekki má heldur gleyma hinni frábæru „Crystal Clear“ tækni sem eins og nafnið gefur til kynna eykur myndskerpu til mikilla muna. PHILIPS PT-472, 28" • Nýr BLACK-MATRIX myndlampi. Stóraukin myndgæði og lítill sem enginn glampi á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI “ litaskerping. (Colour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. {Surround hljúmur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. • 2x25W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp með íslenskum stöfum. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld i notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 94.700 kr. PHILIPS PT-532, 28" • BLACK-LINE S flatur myndlampi með sérstakri skerpustillingu og litlum sem engum glampa á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI“ litaskerping. (Cotour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. (Surround híjómur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. • Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • 2x30W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld i notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 119.900 kr. PHILIPS PT-912, 29" • 100 riða „BLACK-LINE S, CRYSTAL CLEAR, EXTRA FLAT“ háskerpumyndlampi. Myndgæðin gerast ekki betri! Ekkert flökt. • „Mynd í mynd“ 'möguleikar. • Kyrrmynd á skjá. • „PICTURE STROBE” Ramma fyrir ramma stilling. • „DIGITAL SCAN“ eyðir öllu flökti I mynd. • „CINEMASCOPE" breiðtjaldsstilling. • „CTI“ litaskerping. (Colour transient improvement) • NICAM STEREO hljómur og þrjú SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „POWER BASS REFLECT SYSTEM“ kraftbassastilling. • Úttak fyrir hljómflutningstæki og aukatengingar fyrir viðbótarhátalara fyrir „SURROUND“ hljóm. • 2x50W innbyggður magnari. • Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • Tenging fyrir heyrnartól. <ö> PHILIPS Nýjungar fyrir þig! • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Mjög fullkomin fjarstýring. Sérlega einföld I notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. verð 199.900 kr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umbobsmenn um latid allt. fMffltttutMjiMfe

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.