Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 15

Morgunblaðið - 19.04.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 15 LANDIÐ 4 Bretar safna fyrir mænuskaddaða Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir GÖNGUMENNIRNIR Alan Chambers, Sean Chapple, Simon Barnes og Tim Welford á áningarstað á leið yfir Fagradal, frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar. Förin yfír hálendið gengið að óskum A Norðlensk ínnrás á Hótel Island Rökkurkórinn. Egilsstöðum- Fjórir Bretar hafa gengið á skíðum yfir há- lendi Island, frá ysta odda Snæ- fellsness í vestri til Gerpis í austri. A páskadag fóru þeir um Egilsstaði og voru þá á 44. degi göngunnar. Að sögn Simons Barnes, upp- lýsingafulltrúa hópsins, hefur ferðin gengið mjög vel og ljúka þeir henni fyrr en áætlað var. A göngunni hafa þeir komist yfir 20 km á dag að meðaltali. Ferðin hefur verið ævintýraleg og þrátt fyrir erfið veður stund- um hafa þeir ekki lent í neinum erfiðleikum. Ferðinni lýkur á 48. degi, fimmtudaginn 20. apríl, og mun þyrla frá varnarl- iðinu sækja þá félaga að Gerpi og flylja til Keflavíkur. Áheitasöfnun Ferðin er farin til styrktar mænusködduðum á Bretlandi o g er áheitasöfnun í gangi. Sim- on sagði að safnast hefðu um 50.000 pund til þessa og færi upphæðin hækkandi. Skagfirðingar og Húnvetningar á rammnorðlensku skemmtikvöldi Sauðárkróki - Hótel ísland hefur á undanförnum misserum verið ann- að heimili þeirra norðlensku skemmtikrafta sem sótt hafa Reyk- víkinga heim og hefur það sérstak- lega átt við um karlakórinn Heimi, sem verið hefur á undanförnum árum með skemmtanir á þessum glæsilega veitingastað. Nú bregður svo við að breið- fylking skemmti- krafta af Norð- urlandi vestra mun bjóða Reyk- víkingum og öðr- um þeim sem áhuga hafa upp á glæsilegt skemmtikvöld á Hótel Islandi, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Skemmtikvöldið verður föstudagskvöldið 21. apríl. Tveir kórar, Rökkurkórinn, bland- aður kór úr Skagafirði, og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, munu koma fram ásamt einsöngvurum, en stjórnandi kóranna beggja er Sveinn Árnason og undirleikari Thomas Higgerson. Hinn landskunni Geir- mundur Valtýsson mun verða veislu- stjóri og hljómsveit hans mun leika fyrir dansi að borðhaldi og skemmti- dagskrá lokinni. Ardís Björnsdóttir, formaður Rökkurkórsins, sagðist vænta þess að bæði Húnvetningar og Skagfírð- ingar og allir sem búsettir eru á suðvesturhorninu og þekkja til hinn- ar norðlensku hefðar í skemmtana- lífínu, ættu að geta upplifað þarna norðlenskt skemmtikvöld eins og það gerist best. Tvísöng með Rökkurkórnum syngja Hallfríður Hafsteinsdóttir og Ragnar Magnússon, en einsöngvarar eru Ásgeir Eiríksson og Jóhann Már Jóhannsson. Svavar Jóhannsson, bróðir Jóhanns, ásamt dóttur sinni, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur, eru einsöngvarar með karlakórnum. Þar syngja einnig tvísöng Svavar og Sig- fús Guðmundsson. Þá syngja tvísöng bræðurnir Jóhann Már og Svavar og einnig feðginin Svavar og Jóna Fanney. Þingmenn í hagyrðingaþætti Árdís sagði að í tilefni þess að kosningar væru að baki hefði þótt við hæfi að fyrrverandi og núver- andi alþingismenn sameinuðust í einingu andans og skemmtilegheit- um, þar sem orrahríðin væri afstað- in og menn þyrftu að fara að stilla saman strengina í kjördæmabarátt- unni og sagði að þeir Páll Péturs- son, sr. Hjáimar Jónsson, Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson myndu sitja fyrir svörum í hagyrð- ingaþætti undir stjórn Eiríks Jóns- sonar, en þeir Páll og Hjálmar eru báðir fyrrverandi formenn karla- kórsins, og einnig myndi sr. Hjálmar flytja gamanmál. Síðast en ekki síst vildi Árdís nefna að þrír Skagfirðingar og þrír Húnvetningar myndu flytja kristal- tærar norðlenskar gangnastemmur eins og þær gerðust allra skemmti- legastar á haustkvöldum í hinum ýmsu gangnakofum á Norðurlandi. Að þessu öllu loknu myndi Geir- mundur hætta hlutverki veislustjór- ans, en taka til við að leika fyrir dansi og hin ósvikna skagfirska sveifla þá ráða ríkjum á Hótel ís- landi þetta eftirminnilega kvöld. Boðið er upp á þriggja rétta mál- tíð, hvítvínslagaða rækjusúpu, lambavöðva með rósmarinsósu og koníakstopp með súkkulaðisósu og perum. Ásdís Björnsdóttir Þrisvar í viku til Kaupmannahafnar meö SAS f/W/9 SSÆ/9/V Sumaráætlun SAS milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar stendur til 15. september. Flogiö veröur á þriðjudögum og föstudögum og frá 3. júní til og meö 19. ágúst bætist þriöja flugið við á laugardögum. Haföu samband viö ferðaskrifstofuna þína eöa söluskrifstofu SAS. /M/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.