Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 60

Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Helft Purrksins. Kamarorghestar Fræfill Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS STUÐ RIFJAÐ UPP Sid Vicious og Steinþór Stefánsson eiga margt sameigin- legt. Báðir voru þeir langir, grannir, svarthærðir og spiluðu á bassa með tímamóta pönkhljómsveitum; Sid með Sex Pistols og Steinþór með Fræbbblunum. Sid fékk strax eftir andlátið þá viðurkenningu sem hann átti skilið; andlit sitt á merki og stuttermaboli en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að andlits Steinþórs fór að gæta á húsveggjum Reykjavíkur. Ástæðan; minningartónleikar á Tunglinu 10. nóvember. Það var létt yfir tónleikunum, enginn jarðarfararsvipur á fólki, ættingjar og vinir fylltu salinn. Hljómsveitin Október reið á rokkvaðið. Tölvuvæddur kvart- ett með Hönnu Steinu (áður í Dá) í fararbroddi. Mér fannst hljómsveitin fremur ósannfær- andi, lögin máttlaus og sneydd öllu sem hugsanlega gæti náð inn fyrir haus áhorfandans. Ef gítarleikarinn Frikki hefði ekki sýnt ágætis stuðtakta hefði það sem fyrir augu bar allt eins get- að verið leiðinlegt myndband á lélegum styrk. Pönkelliheimilið Daprinsip var næst. Pollock- bræður og Gunnþór bassahetja vitnuðu í gömul afrek og rokk- frasa. Maðurinn við hliðina á mér var samt frekar hrifinn og sagði: „Gömlu greyin standa sig.“ Fleiri ellibelgir fylgdu í kjöl- farið: Q4U. Þau hefðu gjarnan mátt æfa sig aðeins því á tón- leika kemur fólk ekki til að hlýða á hljómsveitaræfingar. Þeim tókst að haltra í gegnum nokkr- ar gamlar lummur en flestir höfðu þó mest gaman af því þegar söngkonan Ellý missti af sér hárkolluna. Kamarorghest- arnir komust næst varla fyrir á sviðinu en orguðu samt nokkra kamarslagara með öldruðu leik- klúbbs- og Kristjaníuyfirbragði. Sýndist mér nokkrir hippar í salnum hafa gaman af en ég fór og keypti mér popp í sjoppunni við hliðina. Þegar ég kom inn aftur var Sniglabandið leður- gallað á sviðinu og allmargir sniglar í móð á dansgólfinu. Greinilegt var að margir voru í huganum komnir á sniglaball. Líklega er það vænsti markaður- inn fyrir hið gamaldags iðnaðar- rokk sem Sniglebandið flytur. Þó mega þeir eiga það að þeir eru meira sannfærandi mótor- hjólamenni án eurovision-Stef- áns og útfærsla þeirra á „Born to be wild" var markviss og góð. Næstir læddust á sviðið Bragi og Einar Örn og djömm- uðu tvö Purrkslög til heiðurs snigiar Steinþóri. Mæltist það vel fyrir og fengu sumir jafnvel krampa í aðra stórutána. Oft hefur maður heyrt sagt í gamansömum tón að „pönk- árin“ yrðu örugglega rifjuð upp á öldurhúsi eftir tíu ár eða svo. Víst er að þegar Fræbbblarnir stigu á'sviðið fór um allflesta gamalkunnug spennu- og fagn- aðartilfinning ættuð úr Kópa- vogsbíói eða Hótel Borg og upp- rifjunarspakmælið fékk byr undir báða vængi. Fræbbblarnir eru að mínu mati vanmetnasta rokk- hljómsveit íslandssögunnar. Þeir hafa aldrei verið góðir hljóð- færaleikarar en lögin eru flest snilld og runnu nú eitt af öðru framan í gapandi salinn. „Bjór“, „Hippar", „Dauði" og fleiri gull- korn hristu dansgólfið og allt var sem áður: Valli hoppaði með áhorfendum, Stebbi var í kryppu við trommusettið, skyrætan Tryggvi lamdi gítarinn líkt og um teygjuæfingar væri að ræða og Kiddi og Arnar svifu sem gufu- bólstrar í vinstra horninu. Nei fyrirgefiði: Ekki var allt sem áð- ur, þungbrýnda bassaleikarann vantaði og þessvegna eru litlar líkur á að þetta rosalega „come-back" endurtaki sig. Vegna skipulagsgalla (Fræbbbl- arnir hefðu vitanlega átt að vera síðastir) stigu norðanmennirnir í Lost á sviðið næst. Þeir stát- uðu af tveimur söngvurum og léku nokkur lög, þ. á m. nokkur eftir Steinþór sem lék með þeim á kafla. Fengu Lost þokkalegar móttökur þrátt fyrir að almennt væru menn enn í Fræbbbla- hrifningarvímu. Lost hafa allt sem nægja ætti í ágætis rokk- hljómsveit; ágæta spila- mennsku, sviðsframkomu og texta en samt er eins og ein- hvern „neista" vanti — kannski er það neisti betri lagasmíða. Eitt af fimm bestu rokkböndum á íslandi í dag var síðast á svið- ið: Langi Seli og Skuggarnir. Öll tímasetning var riðluð svo Skuggarnir léku aðeins fimm eða sex lög, meistaraverkin „Morgan Kane“ og „Horfinn Heimur" þar á meöal og eitt nýtt sem var undir miklum bítla- og hippaáhrifum, lag sem jafnvel gæti kallast tónverk ef menn vilja. Skuggarnir og Seli eru óneitanlega mest „töff" bandið í dag og eru töffheitin saman- sett úr meðfæddum hæfileika og leikrænum tilþrifum. í lok tónleikanna var húsið á suðupunkti og sumir heyrðu í lúðrum almannavarria fyrir utan. Linnti ekki látum fyrr en Fræbbblarnir höfðu þeyst í gegnum „Nekrófíll í paradís" og móðir Steinþórs hafði þakkað fyrir gott kvöld. GLH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.