Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, VlilSKÍPÍlAIVINNUllF ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 47 Athugasemd í FRÉTT í viðskiptablaði Morg- unblaðsins um útvarpshlustun í bif- reiðum láðist að taka tillit til sér- stakrar leiðréttingar Skáís í niður- stöðum. í umræddri frétt og með- fylgjandi töflu voru settar fram nið- urstöður þar sem litið var á Svæðis- útvarpið á Akureyri sem sérstaka útvarpsstöð og hún því höfð undir liðnum „annað". Svæðisútvarpið er hins vegar sent út á sömu bylgju- lengd og telst til Rásar 2. Niður- .stöður fyrir landið í heild breytast því þannig að Rás 2 hefur sam- kvæmt könnuninni 19% hlustun í stað 18,6% og hlutfall fyrir „annað" verður 35,4% í stað 35,8%. Morgunblaðið/Fríða Proppe PALLBORÐIÐ — Á myndinni eru þeir Guðmundur G. Þórarinsson, Geir Gunnlaugsson, Jóhann G. Bergþórsson, Friðrik Sophusson, Jóhannes Nordal og Árni Grétar Finnsson. Aliðnaður Aðstæður nú minna á Verðbréf Alþýðubmik- innaðili að Verð- bréfaþingi STJÓRN Verðbréfaþings íslands hefúr samþykkt aðild Alþýðu- bankans hf. að þinginu og eru þingaðilar nú orðnir 11 talsins. Þá hefúr stjórn þingsins einnig samþykkt til skráningar þriðja flokk D 1988 til 3, 5 og 8 ára. Vegna samkomulags um sölu- tryggingu spariskírteina var unnt að skrá á þinginu skirteini í þessum flokki strax við útgáfú þ.e. áður en tilskilin sala hafði náðst á almennum markaði segir í fréttatilkynningu frá Verð- bréfaþingi. ÍSAL og Búrfell - sagði Jóhannes Nordal í pallborðsumræðum um álmálið í pallborðsumræðum þeim sem urðu að loknum framsöguerindum á ráðste&iunni „Nýtt álver á íslandi“ kom fram í máli dr. Jóhannesar Nordal að aðstæður nú væru svipaðar og þegar framkvæmdir hóf- ust við ÍSAL og virkjun BúrfeUs á sínum tíma. Er aðalframkvæmd- irnar hófiist við álver ÍSAL og Búrfellsvirkjun stefiidi í mikið atvinnu- leysi vegna aflabrests er sfldarstofiiinn hrundi upp úr miðjum sjö- unda áratugnum. Sagði dr. Jóhannes Nordal víst að þessar fram- kvæmdir þá hefðu átt verulegan þátt í að jafna út niðursveifluna á vinnumarkaðinum. Nú stefndi í sama farið, það er verulegur sam- dráttur í afla er framundan. Það voru sjálfstæðisfélögin í Hafúar- firði og orkunefiid Sjálfstæðisflokksins sem stóðu að ráðstefnunni. Fjölmenni var og hvert sæti setið á Gaflinum í Hafnarfirði. Þátttakendur í pallborðsumræð- unum voru auk Jóhannesar, þeir Guðmundur G. Þórarinsson, Friðrik Sophusson, Geir Gunnlaugsson og Ámi Grétar Finnsson. Umræðunum stjórnaði Jóhann G. Bergþórsson. Jóhann hóf umræðuna með því að varpa spumingum til pallborðs- manna. Fyrrgreind orð dr. Jóhann- esar Nordal voru í framhaldi af spumingu sem Jóhann beindi til hans um hvort hann teldi að bygg- ing nýs álvers myndi hafa það mik- il þensluáhrif að til vandræða horfði. Taldi Jóhannes svo ekki vera. Geir Gunnlaugsson var spurður um tímasetningar í þessu máli og taldi hann ekkert vafamál að nú væri rétti tíminn til að taka af skar- ið enda ástandið á álmörkuðum nú þannig að mikil þörf væri á nýjum álverum. Hann sagði jafnframt að ýmsar aðstæður hérlendis gætu valdið því að bakslag kæmi í seglin, hár innlendur kostnaður gæti koll- varpað dæminu. Guðmundur G. Þorarinsson var spurður um meðferð málsins á Al- þingi. Hann benti á að hagkvæmn- iskönnun þeirri sem í gangi er væri ekki lokið og því erfitt að svara spumingunni. Hann sagði að um tvær leiðir væri að velja fyrir Al- þingi að afgreiða málið. Hægt væri að gera það eins og gert var um ÍSAL samninginn en aðalsamning- urinn var lagður í heild sinni fyrir þingið til staðfestingar. Einnig væri hægt að gefa ríkisstjóminni umboð til samningsgerðar við þá aðila sem áhuga hafa á að reisa nýtt álver hérlendis. Taldi Guðmundur þetta eðlilegri leið og þá sem ætti betur við allar timasetningar í málinu. Friðrik Sophusson var spurður hvemig honum litist á umfjöllun og yfirlýsingar um þetta mál hingað til. Friðrik sagði áð hann styddi stefnu Jóns Sigurðssonar í málinu eins og Jón setti hana fram í um- ræðum um málið á Alþingi nýlega. Taldi Friðrik þá umræðu hafa verið bæði tímabæra og gagnlega þar sem erlendum viðsemjendum ís- lendinga f málinu væri nauðsyn á að vita hvort þeir ættu að taka mark á íslenskum stjómvöldum í málinu. Hann vildi að meginsiefnu þeirri sem mörkuð var 1983 yrði framfylgt þrátt fyrir yfirlýsingar einstakra stjómarþingmanna. Hann benti á að Alþýðubandalagið væri samþykkt hagkvæmniskönnuninni og vissi hann ekk' betur en að meirihluti þingflokks þess væri hlynntur málinu. Vegna orða Friðriks um umræð- una á Alþingi vildi Guðmundur G. Þorarinsson taka fram að hann teldi umræðuna bæði ótímabæra og óvit- urlega. Hefði hún verið notuð í pólitískum leik og framgangi sjálfs malsins stefnt í hættu. Friðrik sagði á móti að umræðan hefði síst verið til að skaða þetta mál enda hefði komið fram í henni að Ólafur Ragn- ar Grímsson væri ekki mótfallinn hagkvæmniskönnuninni. Ámi Grétar Finnsson var spurður um framtíðaráhrif af nýju álveri í ljósi reynslunnar af því fyrra. Hann sagði að mikil samstaða væri um málið innan bæjarstjómar Hafnar- fjarðar og vilji hjá bæjarbúum að fá nýtt álver. Þetta kæmi ekki á óvart því reynslan af ISAL hefði verið góð og ljóst að mikil upp- bygging hefði verið í bænum frá því að núverandi álver tók til starfa. Er orðið var gefið laust spunnust nokkrar umræður milli pallborðsins og fundarmanna um gengismál í tengslum við fyrirhugað álver. í þessu sambandi sagði Guðmundur G. Þórarinsson að hann teldi að raungengi krónunnar gæti ráðið úrslitum í málinu, það þyrfti að lækka. Þá var einnig spurt um hafn- armál og kom fram að Hafnarfjörð- ur eignast Straumsvíkurhöfn, skuldlausa, árið 1994. Dr. Jóhannes Nordal var spurður hvort íslendingar væra ekki of bjartsýnir í þessu máli. Hann sagði erfitt að meta það fyrr en hag- kvæmniskönnunin lægi fyrir. Hins- vegar nefndi hann að ísland ætti í samkeppni við fjóra staði í heimin- um hvað byggingu nýs álvers varð- aði. Þeir væra Kanada, Venezúela, Ástralía og Persaflóasvæðið. í máli hans kom fram að vitað væri að tvö af þeim fyrirtækjum sem skipa Atlantal-hópinn væra að kanna möguleikana á öðram staðsetning- um fyrir álver en íslandi. Geir Gunnlaugsson sagði í þessu sambandi að ljóst væri að menn biðu ekki í biðröðum við landstein- ana hér eftir því að fá að byggja álver. Þar segir einnig að stjóm Verð- bréfaþings hafi nú í athugun að endurbæta viðskiptakerfi þingsins. í því skyni hafi hún með auglýsingu leitað tilboða í tölvubúnað ijölnoten- daviðskiptakerfís fyrir þingið, þ.e. hugbúnað, vélbúnað, viðhald kerfis- ins og þjónustu við notendur. Fáist viðunandi tilboð sé gert ráð fyrir að taka megi endurbætt kerfi í notkun á vori komanda. Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir og Brynjar Eymundsson eigendur Veislunnar. Veitingaeldhús á Seltjamamesi VEITINGAHÚSIÐ Veislan tók hún starfaði í nokkur ár sem nýlega til starfa á Austurströnd smurbrauðsdama á Imperial- 14. Tilgangurinn er að sjá um hótelinu í Kaupmannahöfii eftir veislur af öllum stærðum og nám i Danmörku. gerðum. Eigendur fyrirtækisins Viðskiptavinum er boðið upp á eru Brynjar Eymundsson sem þá nýjung að taka með sér hluta síðustu 5 ár var yfirmatreiðslu- veislunnar og sjá svo um annað meistari Gullna hanans og Guð- sjálfir, t.d. steikina eða forréttinn björg Elsa Guðmundsdóttir en og ábætinn. Frábær fyrsti hugbúnaður fyrir einkatölvuna Fyrsta val (First Choice v3.0) Einn mestseldi samofni fyrirtækjapakkinn í Bandaríkjunum innifelur 6 forrit sem eru: Ritvinnsla, grafík, samskiptaforrit með sjáhermi, töflureikni, skráarmeðhöndlun og stafsetningarforrit fyrir ensku. Meðhöndlar íslensku og raðar samkvæmt íslensku stafrófi. Verð kr. 14.400,- Fyrsta útgáfa (First Publisher v.2.0) Umbrotsforrit sem er einfalt og þægilegt. Fjöldi mynda fáanlegur. Hentar vel fyrir fréttabréf, verðlista og tilkynningar. Fjöldi íslenskra leturgerða. Mögulegt að lesa inn myndir. Verð kr. 9.500,- PC TOOLS deluxe Þjónustuhugbúnaður til að auka nýtingu vélbúnaðarins, pökkun á gögnum og hröð afritun ásamt mörgu fleiru. Verð kr. 3.920,- Sameind hf. býður margs konar bugbúnað bæði fyrir sérfræðinga og byrjendur í tölvuvinnslu. SAMEIND BRAUTARHOLTI 8, SÍMI 25833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.