Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Bolungarvík: Lions gefiir líknar- og menningarstofiiunum Lionsklúbbur Bolungarvíkur afhenti fyrir nokkru ýmsum líknar- og menningarstofnunum í bænum gjafir, sem segja má að hafi verið afrakstur siðasta starfsárs. Klúbburinn afhenti Sjúkrahúsinu í Bolungarvík, svo nefndan Med- imac búnað, eða rennidýnusett sem er notað sem hjálpartæki fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Þessi einfaldi búnaður er gagnlegur þegar flytja þarf sjúklinga á milli herbergja eða rúma, eða til að færa þá til í rúmum. Þá gaf klúbburinn Leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík pen- ingagjöf sem notuð var til kaupa á leiktækjum fyrir leikskólann. Þess má geta að bolvískir Lionsmenn áttu þátt í uppbyggingu leikskólans og fannst þeim því kominn tími til að koma til liðs við leíkskólann nú með einhveijum hætti. Loks færði Lionsklúbbur Bolung- arvíkur bókasafninu allmargar myndbandsspólur að gjöf. Voru þetta fræðsluspólur sem keyptar voru frá Sjónvarpinu og hafa að geyma fjölbreytilegan fróðleik, sem öllum, þar á meðal námsfólki á ýmsum stigum, ætti að nýtast. Lionsklúbbur Bolungarvíkur hef- ur komið til liðs við margháttaða menningar- og líknarstarfsemi á undangengnum árum. Hefur eink- anlega verið lögð áhersla á starfið innan bæjarins, þó vitaskuld hafi kröftunum einnig verið beint annað, eftir því sem tilefni hefur gefist til og aðstæður hafa leyft. (Fréttatilkynning) Þjóðhagsstofiiun geri efiiahags- lega óttekt á meimingarstarfeemi MEI'ÍnTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefúr óskað eftir því við Þjóð- hagsstofnun að gerð verði efna- hagsleg úttekt á menningarstarf- semi hér á landi í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu segir að aflað verði vitneskju um hve margir þiggi laun fyrir störf að menningarmál- um, og áætlað hve greiðslur fyrir slík störf nemi miklum hluta af heildarlaunagreiðslum í landinu. Þá staðar. verði kannað hver framlög ríkisins til menningarmála eru sem hlutfall af ríkisútgjöldum annars vegar og vergri þjóðarframleiðslu hins vegar. Kannað verði hver framlög til menningarmála eru í nálægum löndum, metin sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu og ríkisútgjöldum í heild, og hver þrúnin hefur verið í þessu efni hér á landi og annars Gerð verður úttekt á hver fram- lög sveitarfélaga hér á landi eru til menningarmála og hlutfallslegt vægi þeirra borið saman við það sem gerist annars staðar á Norðurl- öndum. Loks verði kannað hveijar tekjur ríkis og sveitarfélaga eru af menningarstarfsemi, bæði beinar og óbeinar miðað við skilgreindan matsgrundvöll. Kristín Magnúsdóttir forstöðukona Bókasafnsins flytur Lionsmönn- um þakkir fyrir gjöf þeirra. Á myndinni eru annars, talið frá vinstri: Selma Friðriksdóttir forstöðukona leikskólans, Einar K. Guðfinns- son, fráfarandi formaður Lionsklúbbs Bolungarvíkur, Hulda Karls- dóttir hjúkrunarfræðingur, Hreinn Eggertsson, fráfarandi gjaldkeri Lionsklúbbsins, Einar Jónatansson, forseti bæjarsfjórnar Bolung- arvíkur, og Ólafúr Kristjánsson bæjarstjóri. Eftirprentun af „Svanasöngur", verki Jóhannesar S. Kjarvals. Listasafii íslands: Eftirprentanir af verkum listamanna LISTASAFN íslands hefúr látið gera eftirprentanir af verkum islenskra myndlistarmanna í eigu safnsins og eru þau til sölu í húsi safnsins á Fríkirkju- vegi 7. Safiiið er opið daglega klukkan 11 til 17, nema mánu- daga. Eftirprentanimar eru tilvaldar sem jólakort, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýkomin eru út fjögur lit- prentuð kort af eftirtöldum verk- um: Svanasöngur eftir Jóhannes S. Kjarval, í fúgustfl eftir Svavar Guðnason, Örlagateningurinn eft- ir Finn Jónsson og Topino 2001 - For Stanley Kubrick eftir Erró. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Stefán Steinarsson í nýju húsnæði Hornabæjar. Homabær í nýju húsnæði Hðfh, Hornafirði. HORNABÆR á Höfii, sem hafin var bygging á fyrir hálfú ári, var opnaður 16. nóvember. Horna- bær er í eigu hjónanna Stefáns Steinarssonar og Steinunnar Margrétar Friðriksdóttur. I Homabæ er verslað með tísku- fatnað og þar er almennur sölu- turn. Þá er myndbandaleiga í hús- inu og billjardsalur með 3 borðum. Aðstaðan er nú á 340 fermetra gólffleti í stað 65 fermetra áður, en að vísu var þar hvorki billjardinn né sölutuminn. Verslunarhúsið er byggt á homi Víkurbrautar og Álaugareyjarvegar og fellur vel inn í umhverfið þar. Handmeimtanámskeið í Varmahlíðarskóla amar, sem sóma mundu sér vel við hvaða háborð sem væri. Kennari í öllum þessum greinum var Guðrún Sigurðardóttir, hand- menntakennari frá Egilsstöðum. Auk þess sem hún hefur starfað þar við kennslu handmennta í grunnskóla hefur hún sinnt kennslu af þessu tagi víða um land. Guðrún rekur einnig verslun á Egilsstöðum og verslar með ýmislegt sem tengist handavinnu og listvinnu. Guðrún telur handmenntakennslu í skólum eiga verulega undir högg að sækja. Þessi grein sé homreka víðast, bæði í húsnæði og tækjakosti og ekki síst sé kennaraskortur í greininni. Það heyrir til undantekn- inga, segir Guðrún, ef sérmenntaður handmenntakennari er við kennslu- störf við grunnskóla úti á landi. Dæmi eru til um, að byggðir hafa verið skólar og ekkert til sparað að því er virðist, en handavinnustofa bara gleymst. Slík er nú virðingin fyrir faginu. Nýlega var birt skýrsla sem lýsir ástandi þessara mála á Norðurlandi vestra og kemur þar fram að víða er pottur brotinn í húsnæði, kennslu- tækjum og fleiru. Til eru dæmi þess að kennslu verður að fella niður í greininni af því enginn hefur fengist til að kenna. Margir skólamenn segja sem svo að þetta ástand mála sé ekkert annað en endurspeglun ríkjandi viðhorfa í þjóðfélaginu, þar sem hin bóklega ítroðsla hafí sér- stakan forgang, að ekki sé nú talað um tölvur. Verkmenntun sé ætíð homreka í umræðunni og enn frekar í framkvæmdinni, bæði hjá almenn- ingi og ráðamönnum. - P.D. Varmahlíð. NÁMSKEIÐ voru haldin nýverið í Varmahlíðarskóla { Skagafirði { ýmsum greinum handmennta og listvinnu. Námskeiðin, sem stóðu samfellt yfír í 10 daga, hófust með því að handavinnukennarar við grunnskóla á Norðurlandi vestra sátu til að byija með þriggja daga námskeið í búta- saumi, þar sem kennd var ný hraða- tækni. Sfðan hófust námskeið í búta- saumi, postulfnsmálun og blóma- skreytingum. Þau námskeið voru sótt af konum víðs vegar úr Skaga- fírði og af Sauðárkróki og var unnið hörðum höndum, stundum fram á nætur, enda ófáir fermetrar af hinum skrautlegustu teppum sem urðu til, að ekki sé minnst á blómaskreyting- Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson Guðrún Sigurðardóttir hand- menntakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.