Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 51 John Tchicai Jazzviðburður vetrarins í Reykjavík eftirLisu von Schmalensee Tónlist John Tchicai er áleitin án þess að í henni votti fyrir reiði; hún hittir mann beint í hjartastað án þess að vera væmin og í henni er myndugleiki gagnvart öllu sem við höfum af einhverjum ástæðum ekki leyft okkur eða höfum útskúfað úr sálum okkar — og hún birtist okkur í ótal tilbrigðum forms og tjáningar. John Tchicai er að mínu áliti með fjölhæfustu tónlistarmönnum nútíma- og tilrauna-jazzmúsíkur. Hann er Dani, þó að sú staðreynd sé alls ekki það fyrsta sem manni hvarflar í hug, þegar maður ber hann augum, því að hann er ekkert sérlega danskur í útliti. Faðir hans er frá Kongó, en móðir hans dönsk. Hann er fæddur í Kaupmannahöfn og alinn upp í Arósum, 52 ára að aldri, og hóf að spila á altsaxófón tæplega tvítugur. Þegar hann segir frá sjálfum sér, eins og til dæmis í óútgefnu viðtali við Roland Bagg- enaes, kemur hins vegar í ljós, að jazzmúsík hefur verið fyrirferðar- mikil í lífí hans frá blautu barns- beini. Hann segir meðal annars frá því, að hann hafi farið til Svíþjóðar skömmu eftir stríðið, þegar jazz- músík var enn torfengin í Dan- mörku, og keypt allt sem hann kom höndum yfir. Ekki bara það sem hann hafði heyrt í danska útvarp- inu, eins og Gerry Mulligan og Duke Ellington, heldur bókstaflega allt. Þegar maður er að rifja upp gamlar endurminningar, skýtur því oft upp á yfirborðið, sem skilið hef- ur eitthvað eftir. Þannig talar Tchicai oft og einatt um Lee Kon- itz, þegar hann segir frá því, hvað hreif hann mest og hafði mest áhrif á hann til langframa. Mjúkur tónn hans, yfirveguð rósemd og óum- ræðilega sefandi hljómur, þrunginn friði. Og þó að Tchicai hafi valið sér önnur tjáningarform en Konitz, eru það einmitt þessar eigindir tón- listar hans, sem mest hafa hrifið mig. Þar sem Tchicai er að eðlisfari maður tilrauna, hefur tjáningar- háttur hans verið margs konar. En það hefur engu breytt, hvort það hefur verið seint eða snemma á hveiju þessara skeiða eða hvort'það hefur verið afrískur ngoma-dans eða kalypsó sem veitti honum inn- blástur hveiju sinni — alltaf hefur þessi fyrirmannlegi myndugleiki verið til staðar, þetta alvarlega en leikandi innsæi í örlög okkar mann- anna. Og ég hef aldrei farið svo af tónleikum hjá honum, að mér hafi ekki fundist ég nær guðunum og hinum bláu fjöllum en áður — eða höggorminum sem ef til vill var alls ekki í Paradís. Þar sem vonlaust var að afla sér menntunar í jazzmúsík í Danmörku á sjötta áratugnum, fór Tchicai í tónlistarskólann og lærði á klarí- nettu í tæp þijú ár. En áhugann vantaði, og þar sem hann hafði þá þegar stofnað eigin kvintett og hafði ærið að starfa fyrir hana á hinum nafnkennda jazzstað Vinga- arden í Minefeltet á sunnudagseftir- miðdögum og Montmartre á mánu- dagskvöldum, auk þess sem atvinn- utilboð létu ekki á sér standa og undirtektir voru ævinlega góðar, hætti hann náminu í tónlistarskó- lanum. Og Tchicai fór til New York til þess að hressa upp á andann. Þar var hann í sex ár í byijun sjö- unda áratugarins, þar til samkvæm- islífið með hassi og öðru tilheyrandi ýtti við samvisku hans, svo að hann ákvað að hreyfa sig. Hann hélt heim til Danmerkur og jók við þekk- ingu sína í jóga, en komst að raun um, að jazzlífíð í Kaupmannahöfn, sem áður hafði fyllt hann inn- blæstri og sköpunarþrá, heyrði nú sögunni til. Þetta fékk á hann. Hann taldi, að tækifæri ungra jazztónlistar- manna í Danmörku væru af of skornum skammti. Og hann hélt fyrstu uppákomuna af mörgum, sem á eftir fylgdu (og runnu saman við æskulýðsuppreisnina), í mat- stofu útvarpshússins, þar sem hann lét bakka með glösum á detta á gólfið, hélt ræðu og mölbraut saxó- fóninn sinn. Þetta kann að hljóma eins og þarna hafi farið einn af þessum ungu, reiðu mönnum, sem básúnuðu dómsdagshróp, en frýjun hans er sem sagt ævinlega grund- valluð á svo innilegri vinsemd, að hún verkaði ekki eins og sú reiði, sem egnir upp í manni mótþróann. Svo þessi sögulega uppákoma hafði í för með sér, að ný jazzbylgja vakn- aði og tækifærin urðu mörg, ekki síst hjá Tchicai sjálfum. I byijun áttunda áratugarins John Tchicai gerði Tchicai meðal annars tilraun með hundrað manna hljómsveit í Danska ríkisútvarpinu. Áskell Más- son tónskáld, sem var í Kaup- mannahöfn um þessar mundir, ung- ur að árum, og langaði mikið til að spila með Tchicai, sagði mér eitt sinn, að hann hefði gert sér ferð í útvarpshúsið, þegar hljómsveitin átti að koma fram, og spurt, hvort hann mætti vera með. „Já, blessað- ur vertu með!“ á Tchicai að hafa svarað, og það varð úr. Það mátti heyra á undruninni í rödd Áskels, sautján árum eftir að þetta gerðist, að þetta hafði verið óvenjuleg upp- lifun fyrir hann. Þeir áttu þó eftir að spila saman aftur, meðal annars í Djúpinu í Reykjavík 1980, Tchicai á saxófón- inn og Áskell á slagverkið. Ég hef heyrt upptöku af hluta tónleikanna og get ekki ímyndað mér, að at- burðurinn hafí liðið neinum þeirra, sem viðstaddir voru, úr minni. Þama lék Tchicai sér að því sem endra nær að snúa því upp, sem venjulega snýr niður. Jafnvel hið þekkta lag, „Det var en lördag aft- en“, sem allajafna er með því hátt- bundnasta, sem til er, varð honum tilefni til að leika sér með svokall- aða falska kadensu, eða kadensu d(inganno, þar sem stefnt er að fullkomnum lokasamhljómi, en raunin verður önnur og í stað loka- hljómsins, sem búist er við, er end- að á óvæntum, leikandi hljómóróa. Kannski er það mesta frelsunin. Það hefði verið skemmtilegt að fá að heyra þá Tchicai og Áskel leika saman á ný, því að það er eitthvað svo einstaklega kröftugt við sam- leik þeirra. Ég sagði áðan, að gamli hús- gangurinn „Det var en lördag aft- en“ hefði endað á hljómóróa, en í rauninni er það ósatt, því að Tchicai endar aldrei á einum hljómi, heldur hljómaklasa sem ómar allur í einu. Eins og hjá Mozart. Hversu fjarri sem segja má að Mozart sé frá Tchicai og Tchicai frá Mozart, þá er Tchicai engu að síður Mozart danskrar jazztónlistar. Það er á hinn bóginn fremur dauft yfir jazzlífínu í Danmörku nú um stundir. Þegar John Tchicai var í Reykjavík í maímánuði síðastliðið vor og spilaði Færeyingnum Christ- ian Black, spurði ég hann, hvernig loftvog jazzins stæði í Kaupmanna- höfn, hló hann aðeins og sagði: „Oh, það er víst óhætt að fullyrða, að hún stendur ekki eins vel og einu sinni.“ Og orðin „einu sinni“ hljómuðu næstum því eins og í ævintýrum H. C. Ándersen, sem ævinlega hafa þau að upphafsorð- um. Þar merkja þau, að á ákveðnum tíma hafi eitthvað spennandi gerst. I New York starfaði Tchicai með fólki, sem var á sömu bylgjulengd og hann: Bill Dixon, Steve Lacy, Roswell Rudd, Archie Shepp - og ekki síst Coltrane, sem hann vann mikið með; lék meðal annars með honum inn á plötuna The Ascension Session for Impulse árið 1965. Honum hefur gengið treglega að fínna samstarfsfólk á sömu „nót- um“ heima fyrir. Og það er einnig dæmigert fyrir Tchicai, að hann hefur um árabil spila meira í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og Sviss en heima í Danmörku. Hann segir sjálfur, að hann sé ævinlega álitinn aðkomumaður í dönsku tónlistarlífi. Þó hefur hann leikið inn á nokkrar plötur með dönskum jazzistum. Má þar nefna plötuna Real Tchicai, John Tchicai Trio, 1977, með Niels-Henning Örsted Pedersen og Pierre Dörge, sem svo sannarlega er gegnheil Tchicai-skífa, uppfull af kadensum d)ingannos, svo að maður hlustar í forundran, og sér alla hluti í nýju ljósi, meðan maður hlustar, og leng- ur, kannski alltaf upp frá því. Einn- ig má nefna plötuna Put up the Fight, 1987, með John Tchicai Gro- up: Ole Römer á slagverk, Bent Clausen á víbrafón og Peter Dans- trup á bassa, auk Tchicai sjálfs á saxófón. Það var býsna furðulegt að hlusta á þessa plötu, af því að Tchicai leikur sér þar að nýjum, glaðlegum samhljómum, eins og til dæmis í laginu Calypso Boswell, sem er greinilega undir áhrifum frá kalypsótónlist, en þó svo tchicaísk vegna þess hvernig meistarinn leik- ur sér með hrynjandina, að mér varð á að hugsa: „Ja, hvert í þreif- andi. Ég hélt, að kalypsó væri vopn almúgans til að spauga með vald- hafana, en augsýnilega getur snill- ingurinn einnig nýtt sér það, þegar hann gerir grín að einræðisherran- um!“ það einnig orðið verkfæri valdsmannsins, sem gerir gys að undirsátanum!" Þannig snýr hann ævinlega öllu við í tónlist sinni. Tchicai vinnur hins vegar mest með útiendingum, og meðal nýlegra platna, sem ég þekki, ber að nefna De Zes Winden, 1986, Live at the Bim and More, þar sem spilar ásamt. fímm hollenskum saxófónleikurum,' svo að múrar Jerikó-borgar hefðu glaðir hrunið saman. Sérstaklega upplífgandi fínnst mér „Kampen om 7)eren“ og „Swanijis Mood“, sem er ur.dirfurðulega heillandi. Þá er heldur betur fjör í tuskun- um á plötunni Cassava Balls, sem gerð var í Aþenu árið 1985. Þar leikur Tchieai með tveimur Grikkj- um og er undir áhrifum frá afríska ngoma-dansinum. Á plötunni er meðal annars lagið Cassava Snake One Pot, og hvílíkt lag, því að þar holdgast heimspeki Tchicais í tón- list. Af því að slangan er þar lif- andi komin — í tónlistinni — og við höfum þörf fyrir hana þar, við kunn- um því vei að hafa hana þar, okkur þykir gaman að leika okkur að henni, við höfum ánægju af svolitl- um hrolli og hlátursgusu og af því að vita, að munum aldrei komast að raun.um, hvað það merkir allt saman. Þetta er frábært lag og minnir mig ævinlega á, að það er unnt að vera manneskja og vera þó fuilkomlega laus við umhugsun- ina um syndafall. Þetta er heim- spekileg flugeldasýning. Tchicai hvarf samt sem áður frá hinni afrísk-ættuðu tilraun, af því að hann þurfti á að halda þeim samhljómum, sem við þekkjum æu vestur-evrópskri tónlist. En hvað gerir það til, þegar Cassava Snake One Pot er til? Hvernig sem allt veltist, mun Tchicai ævinlega vekja furðu okk- ar, og hversu langt sem hann held- ur á braut samhljómanna, munu fölsku kadensurnar ávallt setja svip sinn á mjúkan tóninn hjá honum, og yfirveguð rósemdin og ólýsan- legur friðurinn vera aðalsmerki tón- listar hans. Ég segi því aðeins: Bon appetit! John Tchicai kemur fram í Du- us-húsi miðvikudaginn 30. nóvem- ber. Meðspilarar hans verða Szym- on Kuran á fíðlu, Pétur Grétarsson á slagverk og Tómas Einarsson á bassa. Þá kemur Tchicai einnig fram í Norræna húsinu hinn 1. des- ember ásamt sellóleikurunum Hauki Hannessyni, Oliver Pentisj og Gary McBretney og þeim Reyni Sigurðssyni, Szymon Kuran, Steingrími Guðmundssyni og Tóm- asi Einarssyni. Á efnisskránni eru verk eftir John Tchicai og fijáls jazz! Höfundur er sendikennari í dönsku. Morgunblaðið/Bjami Sigrún Guðmundsdóttir myndhöggvari við listaverk sitt. Garðabær: Höggmynd afhjúpuð KVENFÉLAG Garðabæjar hefur fest kaup á höggmynd eftir Sig- rúnu Guðmundsdóttur mynd- höggvara og ftert Garðabæ að gjöf. Þetta er höggmynd, unnin úr sedrus-viði og er 2,30 m á hæð. Þetta er fyrsta útilistaverk- ið sem Garðabær eignast. Kvenfélag Garðabæjar er 35 ára og hefur unnið að ýmsum menning- armálum. Frú Ulfhildur Kristjáns- dóttir frá Dysjum sem var fyrsti formaður Kvenfélags Garðabæjar afhjúpaði styttuna. Núverandi formaður félagsins er Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. Kaupmannahöfii: í SLENDIN GUR í DANSKA GULLSMIÐASKÓLANUM Jónshúsi, Kaupmannahöfn. NEMENDUR Gullsmiðaháskól- ans í Kaupmannahöfn halda sýn- ingu í húsakynnum danska ut- anríkisráðuneytisins þessa dag- ana. Gefúr þar að líta margan fagran og forvitnilegan grip. Meðal 12 nemenda á siðasta ári er íslenska stúlkan Katrín Did- riksen, en nemendur eru aðeins teknir í skólann annað hvert ár og er oftast einn íslendingur meðal þeirra. Er það ekki síst velvilja Ib Andersen skólastjóra að þakka. Katrín Didriksen var nemandi Reynis Guðlaugssonar gullsmiðs hjá verslun Guðlaugs A. Magnús- sonar á Laugavegi, en var á nám- skeiðum hér í Höfn, áður en hún hóf nám við Gullsmiðaháskólann. Katrín tók þátt í sýningu á Gallerí Metal á síðasta skólaári og munir- hennar voru sýndir í vor á Listiðnað- arsafninu, er hún fékk „Kunst- haandværkerprisen af 1879“ í bronzi fyrir ofnar nælur og eyrnask- art úr stáli og silfri. Á sýningunni, sem Listafélag utanríkisráðuneytisins gengst fyrir í gamla pakkhúsinu við Asiatisk Plads, eru hringir Katrínar úr gulli og stáli og ofín armbönd úr kopar Jolakort: MS-félags íslands MS-FÉLAG íslands hefúr gefíð út jólakort eftir listaverki Leifs Breiðfjörð. Kortin eru 8 saman í pakka sem kostar 400 krónur. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til dagvistunar MS-sjúkl- inga. MS-félagið rekur dagvistun í Álandi 13, Reykjavík, þar sem fram fer iðju- og sjúkraþjálfun. Þar eru kortin afgreidd. og stáli. Listafélagið hefur keypt einn hringa hennar og fleiri aðilar pantað slíkan grip. Sýningin er opin til 2. desember. - G.L.Ásg. Mynd af listaverki eftir Leif BreiðQörð prýðir jólakort MS- félags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.