Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 15 Fiskeldi hvert er næsta skrefið? eftir Kristberg Kristbergsson Fyrir þrem til fjórum árum tókum við Islendingar við okkur og fórum að rækta lax, og fiskeldi varð á mjög skömmum tíma að hlutfalls- lega stórri atvinnugrein. Fram að því má segja að það hafi verið litið á fiskeldi sem hálfgert tómstunda- gaman hjá sérvitringum. Það má þó með sanni segja að menn eins og Skúli á Laxalóni hafi verið ára- tugum á undan sinni samtíð og unnið mikið og gott brautryðjenda- starf á þessu sviði. Nú er skriðan hinsvegar komin af stað og lax og silungur er ræktaður út um allt land. Þann 1. janúar 1988 voru 113 fiskeldis- og hafbeitarstöðvar á skrá hjá Veiðimálastofnun. Fáar at- vinnugreinar hér á landi búa yfir jafn miklum vaxtarmöguleikum og fískeldi. Á íslandi er nóg af ómeng- uðu héitu og köldu vatni. Ekki þarf að flytja inn raforku til dælingar, reyndar er undarlegt að fiskeld- isstöðvar njóti ekki sömu kjara í innkaupum á raforku og t.d. Álver- ið. Auk þess búum við ekki við þau mengunarvandamál sem aðrar þjóðir búa við eins og t.d. Norð- menn. Aðstæður hér á landi eru því allar hinar ákjósanlegustu. Hingað til höfum við einkum lagt áherslu á uppbyggingu eldisstöðv- anna, þ.e. mannvirkjaframkvæmdir svo og að koma eldinu af stað, auka heimtur úr hafbeit o.s.frv. Nú stöndum við hinsvegar frammi fyrir því að laxinn er að vaxa úr grasi og kominn til manndóms ef svo má að orði komast. Hvemig eigum við að selja þennan lax til að fá sem mest fyrir hann? Þann 13. október síðastliðinn birtist eftirfarandi for- síðufrétt í DV: „Mun hærra verð á norskum laxi en íslenskum.“ DV heldur áfram daginn eftir með frétt inni í blaðinu: „Skýringin á mun hærra verði fyrir norskan lax en íslenskan í New York: íslendingar eru annars flokks laxaframleiðend- ur“. Þó stærðarflokkun hafi hér ef til vill eitthvað að segja eru það þó gæðin sem mestu máli skipta. Lax- inn þarf að vísu að ná ákveðinni lágmarksstærð sem er um þrjú kíló en það er ekki allt unnið með því að hafa laxinn sem stærstan og hefur verð á stórlaxi (8—12 kg) lækkað í hlutfalli við smærri lax (3—4 kg). Og ekki að undra þegar borið er saman við önnur matvæli. Matreiðslumeistari vill t.d. frekar matreiða lambalæri en kjöt af gam- alli kind, á ekki svipað við um lax- inn? Fram til þessa hefur lítil sem engin áhersla verið lögð á meðferð laxins fyrir og eftir slátrun. Gæða- mati og gæðastöðlum hefur ekki verið komið á hér á landi. Hver er t.d. besta sláturaðferðin? Alþekkt er að sumir laxveiðimenn rota lax- inn en blóðga hann ekki, aðrir blóðga. Eldislaxi er oftast slátrað með því að skera á tálknin í stað þess að nota venjulega blóðgun eins og við þorsk eða ýsu. Fleiri sláturað- ferðir koma til greina eins og raf- lost eða t.d. að setja fiskinn í vatn Kristberg Kristbergsson „Eitt er víst að ef þessi atvinnugrein á að verða sá vaxtarbroddur í at- vinnulífí og þjóðartekj- um sem hún getur orðið þá þarf að gera stór- átak í þróun og með- ferð þessarar vöruteg- undar.“ mettað koldíoxíði en þá kafnar fisk- urinn strax. Norðmenn eru mikið famir að nota sérstakar „ryksugur" til að hreinsa innyfli og blóð úr lax- inum eftir slátrun sem gefist hefur mjög vel. Er rétt að svelta laxinn fyrir slátrun? Norðmenn svelta sinn lax í 7 daga á sumrin og 12—14 daga á vetuma fyrir slátran til að auka geymsluþol og gæði. Lax fullur af fóðri skemmist fyrr vegna örvera og ensíma sem era í fóðrinu. Einn- ig er sýrastig í vöðva lægra í laxi sem er slátrað ósveltum en í svelt- um, en það ásamt öðrum atriðum er talið auka los í holdi og gefa af sér lélegri afurð. Hvað þyngdina varðar er hinsvegar að sjálfsögðu best að fóðra fiskinn sem lengst til hann nái sem mestri þyngd fyrir slátran. Hér á landi hafa engar kannanir verið gerðar á áhrifum sveltis á gæði og geymsluþol. Þaðan af síður hefur verið kannað hve lengi sveltið ætti að standa. Ekki hefur verið skilgreindur hver gæðamunur er á villtum laxi samanborið við lax úr strand-, sjókvía- eða hafeldi og þá í hveiju þessi gæðamunur liggur. Ekki hafa verið gerðar nema mjög takmarkaðar athuganir á geymsluþoli lax hér á landi og gild- ir það jafnt um ferskan sem frystan lax. Ef flytja á út ferskan lax þarf að athuga á hvem hátt er best að gera það, í flugi (ísaðan í kössum) eins og nú tíðkast, eða er t.d. unnt að flytja hann sjóleiðina í gámum með því að nota koldíoxið sem er væg rotvörn og mjög hefur ratt sér til rúms á undanförnum áram. Ef flytja á laxinn út frystan, hvaða frystiaðferð er best og hag- kvæmust; plötufrystir, blásturs- Guði gleymdir Ný bók eftir Sven Hassel komin út ÆGISÚTGÁFAN/Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út nýja bók e'ftir þýska stríðsbókahöfund- inn Sven Hassel. Neftiist hún „Guði gleymdir" og er þýdd af Óla Hermanns. Allmargar bækur eftir Sven Hass- el hafa komið út á íslensku, en þær hafa margar verið metsölubækur víða um heim. Höfundur barðist í þýska hemum á dögum heimsstyij- aldarinnar síðari og byggir á þeirri reynslu sinni. í þessari nýju bók segir frá her- sveit hinna fordæmdu og sem fyrr koma þar fyrir félagarnir Porta, Lilli, Gamlingi og Flóðhesturinn og era hafðir í fremstu víglínu, að því er segir í tilkynningu frá útgáfunni. frystir, leifturfrystir o.s.frv. Japanir gera t.d. mjög strangar kröfur um frystiaðferðir og geymslur. Þeir vilja helst hafa laxinn hengdan upp á sporðinum og snöggfrystan með fljótandi köfnunarefni eða koldíox- íði og síðan geymdan helst við -60°C. Gera má ráð fyrir að ekki verði allur laxinn fyrsta flokks og henti því betur til vinnslu en útflutnings ferskur eða frystur. Gera þarf átak í vöraþróun með afurðir unnar úr laxi ef á t.d. að reykj^ laxinn þarf að athuga hvaða reykingaraðferðir henta best. Hvernig á að pakka þessum afurðum; í loftdregnar umbúðir, í skinnpakkningar eða í loftskiptar umbúðir? Það er nánast sama hvar drepið er niður, þessi mál hafa lítið sem ekkert verið rannsökuð eða kynnt hér á landi. Fiskeldið sem slíkt fell- ur undir Veiðimálastofnun, hins- vegar er ekki óeðlilegt að þær rann- sóknir sem gera þarf á laxi sem matvöra séu sameiginlegt átak Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, Rannsóknastofnunar landbún- aðarins og Háskóla íslands, vegna þeirrar þekkingar sem er fyrir hendi á þessum stofnunum. Það þarf að vera samvinna á þessu sviði vegna þess hve verkefnin era brýn og mörg. Fiskeldisstöðvar era flestar í miklum fjárhagsörðugleikum um þessar mundir enda ekki að furða því hingað til hefur uppbygging eldisins átt sér stað án þess að um mikla sölu hafi verið að ræða. Það er ekki fyrr en á næsta ári sem veralegt magn af laxi verður komið í söluhæfa stærð. Því er þess ekki að vænta að fiskeldisstöðvamar hafí fjárhagslegt bolmagn til að standa undir þeim rannsóknum sem óneitanlega þarf að gera og það áður en á að selja laxinn. Eðlileg- ast er að á meðan svo er ástatt komi meginhluti þess fjármagns sem til þarf, til þessara rannsókna, frá opinberum sjóðum eins og Rannsóknasjóði Rannsóknaráðs, sem ætlað er það hlutverk að efla rannsóknir í þágu íslensks atvinnu- lífs, eða Iðnlánasjóði sem veitir lán eða styrki til vöraþróunar og til- raunastarfsemi. Innan sjávarút- vegsins era hins vegar engir sjóðir sem styrkja rannsókna- og þróunar- starf. Eitt er víst að ef þessi atvinnu- grein á að verða sá vaxtarbroddur í atvinnulífí og þjóðartekjum sem hún getur orðið þá þarf að gera stórátak í þróun og meðferð þessar- ar vörutegundar. Því er ekki nóg að rækta lax ef hann stenst ekki þær kröfur sem neytendur gera þegar hann er kominn á diskinn. Höfundur er sérfræðingur á Rannsóknastofhun fískiðnaðarins og kennir matvælaefnafræði við Háskóla íslands. TOSHIBA örbylgjuofnarnir. 10 GERÐIR. Verð við allra hæfi. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚNI28, SfM116995. Lalð 4 stoppar vlð dymar Skúli Pálsson á Laxalóni lýsir viðburðaríkri ævi sinni, segir frá ætt sinni og samferðamönnum, frumkvæði sínu í fiskeldi og áratugabaráttu fyrir að fá að rækta regn- bogasilung. „Framkoma valdastofnana í minn garð er eitt mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar“ segir Skúli. Mörgum þykir bókin vera kjaftshögg á kerfið. \ )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.