Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Smásögnr eftir Agnar Þórðarson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefúr gefið út smásagnasafnið Sáð í sandinn eftir Agnar Þórð- arson í tilefni sjötugsafmælis lians i fyrra. Flytur það niu sög- ur, og hafa þijár þeirra ekki birst áður. Utgefandi kynnir höfund þannig á kápu: „Agnar Þórðarson er kunn- astur af leikritum og skáldsögum, en einnig sérstæður smásagnahöf- undur. Sáið í sandinn er fyrsta bók hans þeirrar gerðar og flytur níu sögur ritaðar á löngu áraskeiði. Bera þær glöggan svip af leikritum höfundar, segja annars vegar frá yfirlætislausu hversdagsfólki og hins vegar grátbroslegum brodd- borgurum. Agnar rekur atburða- þræði af hófsemi og alúð, en varpar gjarnan einkennilegri birtu á frá- sagnarsvið og sögupersónur. Stundum beitir hann skopi og ádeilu, einkum þegar hann túlkar smæð þeirra sem hreykja sér og þykjast yfír aðra hafnir, en eru tæpir ef á reynir. Sögumar bera eftirtaldar fyrir- sagnir: Sáð í veikleika, Bréfíð sem kom ofseint, Litla-Blá, Hjúkrunar- konan góða, Þjófurinn, Kata — Mrs. Baden-Smith, Mikið voðalega á fólkið bágt, Gróðrarskúr, Aðmír- állinn. Sumar þeirra hafa unnið til verðlauna og verið þýddar á erlend mál.“ Agnar Þórðarson Sáð í sandinn er 118 blaðsíður að stærð. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Bókin er unnin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Níljánda bindi björgunar- og sjó slysasögu íslands ÚT ER komið hjá Erni og Örlygi 19. bindi björgunar- og sjóslysa- sögu íslands, Þrautgóðir á raunastund, eftir Steinar J. Lúðvíksson. Þetta nýja bindi fjallar um árin 1972, 1973 og 1974. Á þessum árum gerðust margir stórviðburðir og má þar m.a. nefíia er togarinn Hamranes sökk út af Jökli í júní- mánuði 1972, en mikil réttarhöld fylgdu í kjölfar þess atburðar, hörmuleg sjóslys er urðu í skaða- veðrum í febrúar 1973 en þá fórust vélbátamir María og Sjöstjaman með allri áhöfn. Stóð leitin að Sjö- stjömunni í tíu daga og mun vera umfangsmesta leit á sjó við Island. Þá segir í bókinni frá strandi breska togarans Port Vale við ósa Lagar- fljóts og ljölmargar aðrar frásagnir eru í bókinni. í formála höfundar kemur ffarn að þetta er næstsíðasta bindið í bókaflokknum, a.m.k. í bili. Verið sé að vinna nafnaskrá bindanna nítján og sé ætlunin að sú bók komi út að ári. Höfundur þakkar að lok- um slysavamafólki um land allt fyrir áralangt samstarf og nefnir sérstaklega nöfn þeirra Hannesar Þ. Hafetein, forstjóra Slysavamafé- / Kvæðaþýðingar efltir Jón Oskar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefúr gefið út safii kvæðaþýð- inga úr frönsku eftir Jón Óskar. Nefiiist það Ljóðastund á Signu- bökkum. Útgefandi kynnir bók og höfund m.a. þannig á kápu: „Jón Óskar hóf tímabært og áhrifaríkt kynning- arstarf með Ljóðaþýðingum úr frönsku 1963. Ljóðastund á Signu- bökkum er framhald þess, en jafn- framt nýtt verk. Þýðingamar úr fyrri bókinni em hér allar, en miklu bætt við og formáli Jóns Óskars umbreyttur í ágrip af sögu franskr- ar ljóðagerðar á nítjándu og tuttug- ustu öld, en þar rekur hann hvemig nútímaljóðlist varð til. Þýðingamar frá 1963 hefur Jón Óskar einnig endurskoðað með samanburði við frumtextann. Höfundar kvæðanna sem Jón Óskar þýðir í Ljóðastund á Signu- bökkum eru þessin Théophile Gautier, Sully Prudhomme, Charles Baudelaire, Comte de Lautréamont, Arthur Rimbaud, Guillaume Apoll- inaire, Blaise Cendrars, Saint-John Perse, Paul Eluard, Tristran Tzara, Robert Desnos og Jacques Prévert." Ljóðastund á Signubökkum er sjöunda bók frumsaminna og Steinar J. Lúðvíksson lagsins, og Gunnars Friðrikssonar, fyrmrn forseta þess, sem báðir lögðu þessari útgáfu lið af ódrep- andi áhuga og ræktarsemi. Jón Óskar þýddra kvæða eftir Jón Óskar. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Bókin er 227 blaðsíður að stærð, unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Unglingabók eftir Andrés Indriðason KOMIN er út hjá Máli og menn- ingu ný unglingabók eftir Andr- és Indriðason. Bókin heitir Ég veit hvað ég vil og er sjálfstætt framhald bókarinnar Með stjörn- ur í augum. I fréttatilkynningu útgefanda segir um efni sögunnar. „Sif er í menntaskóla og nýbúin að eignast bam með skólabróður sínum, Am- ari. Þau era hætt saman en ekki búin að gieyma hvort öðra. Sagan Ijallar um hvemig menntaskóla- stúlkan tekst á við ábyrgðina sem fylgir móðurhlutverkinu, um vanda og gleði sem takast á hjá hinni ein- stæðu móður. Viðbrögð pabbans skipta ekki síður máli, tilfínningar Andrés Indriðason hans, ást og togstreita. Sagan er sögð frá sjónarhóli þeirra tveggja til skiptis." Bókin er 154 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda, en ljósmynd á kápu var tekin í Frostfilm af Páli Stefánssyni. Unglinga- saga efltir Guð- laugu Richter MÁL OG menning hefúr gefið út unglingasögu eftir Guðlaugu Richter, Jóra og ég, og er þetta önnur bók hennar um unglinga á söguöld. I fréttatilkynningu frá útgefanda segir „Jóra er uppi á Suðurlandi í Heklugosi árið 1104. Flóttinn undan eldinum er barátta upp á líf og dauða og óvíst hvað tekur síðan við. Sögu þessarar stúlku fínnur ung Reykjavíkurstelpa í fomu handriti og kemst að því að þrátt fyrir að aldir aðskilji þær Jóra þá eiga þær ýmislegt sameiginlegt. Ástin, vonin og mannlegar tilfínningar eru samar við sig. Bókin er saga um líf og ör- lög tveggja ólíkra kynslóða." Ljósmynd á kápu er eftir Egil Sig- Bók eftir Njörð P. Njarðvík IÐUNN hefúr gefið út nýja bók eftir Njörð P. Njarðvík og nefiiist hún í flæðarmálinu. í fréttatilkynningu Iðunnar segir m.a.: „í flæðarmálinu er æskusaga þar sem segir frá upp- vaxtarárum drengs í sjávarplássi. Bókin er byggð upp á nokkrum þáttum og lesa má hvern þeirra sem sjálfstæða frásögn, en þætt- imir tengjast þó innbyrðis og skapa heilsteypta mynd af aðal- sögupersónunni, drengnum, og því umhverfí sem hann lifir og hrærist í. í fáguðum og drátthreinum svipmyndum kynnumst við því hvemig hann vaknar til meðvit- undar um sjálfan sig og umhverf- ið. Fjörðurinn er sá ytri veruleiki sem markar sögusviðið og í bó- karlok, þegar drengurinn hverfur á braut, verður fjörðurinn, innri vemleiki hans, hluti af honum sjálfum. Þannig em þessir þættir Njörður P. Njarðvík ritaðir, í senn úr ijarlægð og inn- an frá, eins og gerist um góðar minningabækur. Undir kyrrlátu yfírborði frásagnarinnar vakir næm tilfínning og ýmsar persónur sem hér bregður fyrir verða le- sanda minnisstæðar. í eftirmála segir höfundur að hann láti sér „detta í hug að einhveijir ísfírð- ingar þykist kannast við suma atburði og ef til vill einhveijar sögupersónur líka. Hins vegar er svo fíjálslega með efnið farið á stundum að ekki er skynsamlegt að líta á bókina sem sjálfsævi- sögulega nema að litlu “ Hausthefti Skírnis HAUSTHEFTI Skírnis, tíina- rits Hins islenska bókmennta- félags, er komið út. Heftinu fylgja Bókmenntaskrá 1987 og Félagatal og reikningar HÍB. Efni þessa Skímisheftis er að mestu um bókmenntir. Svava Jakobsdóttir ijallar um samskipti Gunnlaðar og Óðins í Hávamálum og ber þau saman við svipaðar frásagnir meðal annarra þjóða. Helgi Hálfdanarson gerir grein fyrir þýðingum og uppfærslum á leikritum Shakespeares hérlendis og þau Kirsten Wolf og Julian M. D’Arcy skrifa um áhrif Eyr- byggju á Walter Scott. í ritgerð um „Fyrstu nútímaskáldsöguna" túlkar Ástráður Eysteinsson stöðu Vefarans frá Kasmír, Bréfs til Lám og Tómasar Jónssonar í íslenskri bókmenntasögu. Tvær greinar era um sagn- fræði. í greininni „Frá land- námstíma til nútíma" gagnrýnir Sveinbjöm Raftisson villandi notkun á landnámstímahugtakinu og Helgi Skúli Kjartansson segir sögu áveitnanna miklu á Skeið og Flóa frá fjórða áratug þessar- ar aldar. Loks fjallar Atli Harðar- son um meginatriðin í stjómspeki Johns Locke. Guðlaug Richter urðsson og teikningar í bókina gerði Ingibjörg Hauksdóttir. Bókin, sem er 107 blaðsíður, er unnin í Prent- smiðjunni Odda. Jakobína Sigurðardóttir er skáld Skímis og birtir hún tvö ljóð í heftinu. Skímismál era tvö. Jón R. Gunnarsson reifar mál- flutning efasemdamanna og dá- semda- um tölvur og Þór Vil- hjálmsson skýrir rökfærslur í dómum og stjómvaldsákvörðun- um. Sex ritdómar era í heftinu. Ritstjóri Skímis er Vilhjálmur Árnason. Ólafiir Haukur Símonarson Unglinga- bók eftir ÓlafHauk Símonarson MÁL OG menning hefúr sent frá sér fyrstu unglingabók Ól- afs Hauks Símonarsonar. Bók- in heitir Gauragangur. í fréttatilkynningu útgefanda segir að í bókinni segi frá Ormi Óðinssyni 16 ára og þeim gaura- gangi sem fylgir því að bijótast inn í fullorðinsheiminn. Sagt sé frá lífinu í skólanum og utan hans, fjölskyldunni, félögunum og ástamálunum. Allt þetta sé býsna flókið en oft hlægilegt og mjög spennandi að taka þátt í því öllu. Bókin er 260 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda en kápuna gerði Guðjón Ketilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.