Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Flaggað á Akureyri Fyrirspum til Ammmidar Backman háyfirdómara fiá fyrrverandi menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni Veleðla herra hæstaréttarlög- maður! Sl. laugardag komst ég yfir svo- hljóðandi fréttatilkynningu frá Menntamálaráðuneytinu. „Fréttatilkynning vegna sam- komulags sem gert hefur verið á milli menntamálaráðherra og Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra í Norðurlandskjör- dæ_mi eystra. I samkomulaginu felst: Sturlu var boðið að taka á ný við fyrra starfi sínu sem fræðslu- stjóri Norðurlandskjördæmis eystra eða þiggja styrk til náms- dvalar erlendis í 2 ár. Sturla valdi hinn síðari kost. Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið að draga áfrýjun dóms bæjar- þings Reykjavíkur í máli Sturlu gegn fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs til baka. Með því er unað við þá niðurstöðu héraðsdóms að uppsögn Sturlu hafi verið ólög- mæt. Hann fær því greiddar skaðabætur auk sérstakra miska- bóta, með hliðsjón af 3. mgr. 11. gr. sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 38/1954. Með þessu samkomulagi er deila málsaðilja endanlega út- kljáð með fullum sáttum. Sturla skal í engu gjalda þess- arar deilu í framtíðinni gagnvart ráðuneytinu og njóta trausts, sannmælis og fyllsta réttar í sam- ræmi við embættisgengi við hugs- anlega starfsumsókn á sviði fræðslumála í framtíðinni. Trúnaðarmaður menntamála- ráðherra í þessu samkomulagi var Ammundur Backman, hrl.“ Þar sem þér eruð tilgreindur sér- stakur trúnaðarmaður mennta- málaráðherra í máli þessu sný ég mér auðmjúklega til yðar, sem greinilega eruð einnig skipaður sér- stakur umboðsmaður laga og réttar í þessu sambandi og hafíð verið fenginn til þess af fjármálaráðherra og menntamálaráðherra að finna lagalega niðurstöðu í málinu í stað Hæstaréttar. Mér er alveg sérstaklega mikið niðri fyrir að fá útlistun yðar á loka- dómi yðar, þar sem Svavar Gests- son, menntamálaráðherra, gefur eftirfarandi yfírlýsingar í Morgun- blaðinu sl. laugardag: „Ráðunejrtið hefír strikað yfír þennan kafla í sögu sinni með þessari niðurstöðu," þ.e. niðurstöðu yðar, herra hæsta- réttarlögmaður, sem vafalaust er byggð á grunnmótaðri lögspeki yð- ar og réttdæmi. Það vill nefnilega svo til að undir- ritaður var aðalhöfundur að þessum kafla í sögu Menntamálaráðuneyt- isins. I honum er að finna eitthvað af starfsæru hans og því miður ýmissa helztu starfsmanna Mennta- málaráðuneytisins. Einhver myndi nú segja að mín vegna sæi ekki á svörtu. En Svavar Gestsson er raun- ar af því húsi, þar sem alsiða er að færa sögulegar staðreyndir út og inn úr mannkynssögunni eftir „smag og behag“. (Að ég sletti dönsku er til virðingar- og áherzlu- auka.) Þegar Sovét-ísland, óska- landið, kemur, er aldrei að vita hvemig íslandssagan muni líta út. Ef armur Ó. Grímssonar í Alþýðu- bandalaginu verður ofan á er hætt við að lítið muni fara fyrir sögu Svavars. Nema maðurinn verði strikaður út með öllu! Og þá er nú vissara að vera bú- inn í tíma að skjóta stoðum undir kaflann minn með lögvísi eða rétt- vísi, sanngimi og óhlutdrægni. Þess vegna skrifa ég yður ærbödigst til, þar sem þér sitjið uppr með allt þetta og meira til og enginn vafí að þér þurfíð að fá öndinni frá yður hmndið eins og Ármóður skegg forðum. Það sem veldur mér líka vökun- um m.a. er eftirfarandi úr umsögn ríkislögmanns um dóm bæjarþings Reykjavíkur í máli fyrrverandi fræðslustjóra á Norðurlandi eystra: „Dómurinn skilur í raun eftir óútfylltan tékka fyrir forstöðu- menn stofnana til umframeyðslu að vild. Samkvæmt dóminum get- ur slík fjármálastjóm ekki varðað öðmm viðurlögum en áminningu." Ég veit að þér skiljið manna bezt að undir svona leka þarf strax að setja og verður yður vafalaust ekki skotaskuld úr því, þar sem Svavar og Ó. Grímsson hafa í raun sett yður yfír Hæstarétt í málinu, og ítreka ég lukkuóskir mínar til yðar vegna svo sérstæðs virðingarauka, sem fáum mun hlotnast, og engum utan Alþýðubandalagsins. Ó. Grímsson, foringi yðar og fyr- irsagnarmaður, segir svo orðrétt í viðtali við Morgunblaðið 24. nóvem- ber sl.: „Allur aðdragandi verður að vera með þeim hætti að enginn geti dregið í efa að prófmálið sé byggt á eðlilegum siðferðilegum gmnni. Þess vegna vildi ég sem ráðherra ekki taka við agavaldi sem jafnvel Hæstiréttur (leturbr. mín), úrskurðaði mér á gmndvelli forsögu þessa máls.“ Ég vek athygli yðar á þessu, sem getur orðið yður til leiðbeiningar við útlistunina og styrktar ef ein- hver skyldi voga sér að fetta fingur út í að Hæstiréttur var settur af í málinu og þér í staðinn. Ó. Grímsson leggur áherzlu á siðferðið. Robespierre hinn franski endaði allar ræður sínar á að tala um_ dyggðina. Ó, Grímsson segir á öðmm stað í viðtalinu við Morgunblaðið að fræðslustjóramálið hafi verið svo persónulegt, og pólitíska moldviðri, sem Alþýðubandalagið þyrlaði upp, svo villugjamt, að nauðsyn hafi borið til að taka það af Hæstarétti og fá yður í hendur. Til lukku, há- velbomi herra lögmaður! Annars vaknar spumingin hvort hér er ekki góður leki á ferðinni, sem þér þurf- ið ekki að setja undir. Gætu ekki brennivínskaupin í Hæstarétti orðið hápersónuleg og að fjármálaráð- herra vildi ekki af þeim sökum taka við „agavaldi" í því úr höndum dóm- stóla og fá yður í staðinn málið í hendur? Þá yrði nú glatt í Hæstarétti! í samræmi við dóm yðar í fræðslu- stjóramálinu mynduð þér senda dómaranum dobbelt það brennivíns- magn sem hann var búinn að verða sér úti um. Að því búnu myndi fjár- málaráðherra kosta dómarann í tvö ár á heilsuhæli erlendis á fullu kaupi, auk þess sem þér mynduð taka fram til öryggis að hann héldi kjörgengi til embættis forseta lýð- veldisins ásamt smærri embættun- um. En nú er komið að aðalatriði er- indis míns við yður og bið ég yðar velborinheit enn á ný afsökunar á framhleypninni og ónæðinu. Það huggar mig að ég veit að þér hafíð ígrundað allt af stakri nákvæmni og eigið í fórum yðar nákvæma útlistun á yfír-hæstaréttardómi yð- ar. Þess vegna bið ég yður allra náðarsamlegast um upplýsingar og síðan skýringar á eftirfarandi atrið- um í niðurstöðum dóms bæjarþings Reykjavíkur í fræðslustjóramálinu, upgkveðnum 8. apríl 1986: 1 Á bls. 48, efst, segir í niðurstöðu dómsins að umframnotkun fræðslu- stjórans á fé árið 1986 hafi numið kr. 10.363.000,- — tíumilljónum- þijúhundruðsextíuog þremur þús- undumkróna oo/lOO. Spuming; Hvaða viðurlög teljið þér, herra lögspekmgur, að eigi við um slíkt misferli? í þessu sambandi ber að upplýsa að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að þetta gerði fræðslustjórinn af ráðnum hug og þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Menntamálaráðuneytisins. Gæti það auðveldað yður svarið að minna á að útsöluverð dómarabrennivíns- ins er talið nema aðeins einum fímmta hluta af óráðsíu fræðslu- stjórans.? 2. Á bls. 49, efst, segir svo í dómi undirréttar: „Stefnanda, (þ.e. fræðslustjóranum — Aths. mín) var skylt að hlíta fyrirmælum ráðuneyt- isins að því er almennt viðkom §ár- sýslu í fræðsluumdæminu. Með því að heimila ofangreinda umfram- kennslu brást hann því starfs- skyldu sinni“ (Lbr. min). Spuming: Hversu mikið af miska- bótunum, sem þér dæmduð fræðslu- stjóranum, er til komið vegna ofan- greindra starfshátta fræðslustjór- ansfyrrverandi? 3. Á bls. 50 í dómnum, efst, segir svo: „Fallast verður á, að stefnandi hafí með baráttuaðferðum sínum fyrir aukinni stuðnings- og sér- kennslu í umdæminu eigi gætt þeirrar hófsemi sem krefjast verður af manni í slíku trúnaðarstarfí og þar með brugðist trausti yfírboð- ara sinna í Menntamálaráðuneyt- inu, m,a. með ummælum í fjölmiðl- um, þar sem ekki er farið rétt með staðreyndir um kennslu- þörf' (Lbr. mínar). Spuming: Hversu mikið ákváðuð þér í dómi yðar að Ó. Grímsson, fjármálaráðherra, skyldi greiða í verðlaunafé fyrir umgetnar starfs- aðferðir? 4. Á bls. 52, efst, segir svo í dómi bæjarþings Reykjavíkur frá 8. febr- úar 1986: „Einnig telur dómurinn að stefnandi hafi við stjómun emb- ættisins og í opinberri umijöllun brotið trúnað við Menntamála- Kvikmyndaverðlaun Evrópu Margir tilnefiidir en aðeins fáir útvaldir Berlín, firá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. „ÍSLENSK kvikmyndagerð er að stíga fyrstu sporin og við getúm verið mjög ánægð með það eitt að hafa komið til greina sem verðlaunahafar fyrstu Kvik- myndaverðlauna Evrópu," sagði Helgi Skúlason, leikari, í samtali við Morgunblaðið eftir verð- launahátíðina i Berlín á laugar- dagskvöld. „Það hefði verið hálf ónotalegt ef við hefðum komist lengra svona snemma." Helgi var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í „í skugga hrafnsins" og norsku myndinni „Leiðsögumaðurinn". Tinna Gunnlaugsdóttir var tilnefnd sem besta leikkonan fyrir leik sinní„í skugga hrafnsins". Hún sagðist hafa fundið hvemig innri spenna leið úr henni þegar úrslitin voru kunngerð. „Ég gerði mér litlar vonir um að vinna en viss spenna hafði þó myndast í undirmeðvitund- inni,“ sagði hún. Leikkonunum var haldið í óvissu á meðan úthlutaram- ir skemmtu sér og sögðu að Roger Moore hefði sigrað. Tinna sagði að hún hefði haft gaman af því. „Það var Íétt yfír hátfðinni og mér fannst þetta allt í lagi.“ Hrafn Gunnlaugs- son, leikstjóri, var uppnuminn af kvöldinu. „Það var stórkostlegt að vera þama. Stórmerkur atburður gerðist hér í Berlín í kvöld. Og við hlutum tvær útnefningar. Geri aðr- ir betur næsta ár!“ Kvikmyndagerð Spánveija, Dana, Þjóðvetja, Hollendinga, Frakka og Pólveija vegnaði betur á hátíðinni en íslenskri. Pólska myndin „Krotki Film o Zabijaniu" (A Short Film about Killing) var valin besta kvikmynd Evrópu 1988. Leikstjórinn Krzysztof Kieslowski gerði hana en hún er ein af tíu myndum sem hann er að vinna að um boðskap boðorðanna tíu. Þessi fjallar um boðorðið: Þú skalt ekki morð fremja. Hún sýnir tvö morð: fyrst þegar drengur myrðir leigubíl- stjóra og síðan aftöku drengsins samkvæmt dómsúrskurði. Hún sýn- ir hversu reiðubúnir menn eru að myrða samborgara sína. í samtali við Morgunblaðið sagðist Kieslow- ski vilja mótmæla öllum morðum með myndinni. Hann sagðist vera ánægður að hafa hlotið þessa evrópsku viður- kenningu við verðlaunaafhending- una af því að það benti til að Pól- land væri í Evrópu. Á blaðamanna- fundi á sunnudag sagðist hann stundum efast um að svo væri. „Aðstæðumar sem við lifum við benda ekki til að Pólland sé í Evr- ópu,“ sagði hann. „Þegar ég fer þangað aftur lendi ég á skítugum flugvelli, ég hitti reitt fólk, dimmör og skítugur bær bíður mín. Það er ekki Evrópa. En ef hugsunarháttur okkar og menning er evrópsk þá er ég ánægður að vera hér.“ Hann sagðist aldrei hafa reynt að starfa erlendis í samtali við Morgunblað- ið.„En ég myndi gjaman vilja gera það ef ég fengi tilboð erlendis frá.“ Spænska gamanmyndin „Mujer- es al borde de un ataque de nervi- os“ (Woman on the Verge of a Nervous Breakdown) var valin besta „unga“ myndin. Pedro Almodovar leikstýrði henni. Spænska leikkonan Carmen Maura var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni sem fjallar um sam- band þriggja kvenna og eins manns. Vestur-þýski leikstjórinn Wim Wenders hlaut verðlaun besta leik- stjórans fyrir myndina „Der Himm- el Uber Berlin" (Wings of Desire). Hinn háaldraði Curt Bois fékk verð- laun besta leikarans í aukahlutverki í sömu mynd. Hún er óður til Berlín- ar, sögð mögnuð af sumum en lang- dregin af öðmm. Max von Sydow hlaut verðlaun besta leikarans fyrir leik sinn í dönsku myndinni „Pelle Erobreren" (Pelle the Conqueror). Pelle Hvenegaard hlaut verðlaun besta unga leikarans fyrir leik sinn í sömu mynd. Von Sydow var ekki í Berlín. Hvenegaard virtist feiminn en ánægður. Hann er enn í skóla í Danmörku. Franski kvikmynda- gerðarmaðurinn Louis Malle var ekki heldur í Berlín. Hann hlaut verðlaun fyrir besta handritið að myndinni „Au revoir les enfants“ (Goodbye Children). Hún fjallar um ráðuneytið og ráðherra þess“ (Lbr. mín). Spuming: Hvað er að bijóta trún- að, hr. Höjesteretssagförer? Og hvað vó trúnaðarbrotið þungt í miskabótarupphæð ykkar Svavars? Fleiri spurningar set ég nú ekki fram að sinni, en ég bið og vona að yður verði greitt um svör. Ég hefí rætt við ritstjóra Morgunblaðs- ins um að gefa yður rúm fyrir svör yðar og lærdómsríkar útlistanir. Ef þér skylduð ekki lesa Morgunblaðið hefí ég til vonar og vara sent bæna- kvabb þetta til Tímans og Þjóðvilj- ans einnig og veit að þau blöð myndu fúslega Ijá yður rúm fyrir lærdómslistir yðar. Ég bið og segi að þér farið ekki að blanda veslings fræðslustjóran- um fyrrverandi of mikið inn í þetta mál úr því sem komið er. Hann er orðinn algjör aukapersóna í þessum sjónleik, sem Alþýðubandalagið á allan heiður af að hafa sett á svið. Ekkert má skyggja á lokaatriðið, þar sem sjálfír ráðherrarnir Ó. Grímsson og Svavar, hafa tekið að sér að syngja lokaaríuna með ör- uggu lögfræðilegu undirspili yðar. Ég vona að þér sjáið yður fært að svara mér fljótt og vel, svo ég komist hjá frekara umstangi. Rétt er að mál þetta fari sem mest af hljóði, því annars er ekki að vita nema fjölmiðlafólk hrökkvi upp af værum blundi. Þá verður fjandinn laus. Það er ekki gustuk að vera að stugga við fréttamönnum, sízt hinum hlutlausu, því Atli Rúnar t.d. á Útvarpinu mun hafa oftekið sig í fyrra á þrotlausri vinnu í þágu réttlætisins og hlutleysisins, vikum saman, nætur og daga, í máli þessu. Á hinn bóginn má auðvitað segja að það sé til skammar að hinn nýi háyfirdómur yðar skuli ekki vekja meiri athygli á þeim bæjum, en raun ber vitni. Allravirðingarfyllst, Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráð- herra. P.S. Ég vil vekja sérstaka athygli yðar á því að þegar háyfirdómur yðar féll, var flaggað fyrir yður og Svavari og Ó. Grímssyni og hele herskabet á Akureyri. Uppalend- umir og skólastjóramir Sverrir Pálsson og Benedikt Sigurðarson drógu íslenzka fánann alveg að húni á skólum sínum í fögnuði yfír réttum framgangi göfugs og góðs máls og yður til ævarandi lofs og dýrðar og afganginum af Alþýðu- bandalagsinu. Yðar auðmjúkur og undirdánugur, Sv. Hermannsson. sannsögulega atburði frá æsku- ámm hans. Þrír ungir drengir hefja nám í kaþólskum bamaskóla árið 1944 og einn vekur forvitni Juliens með framkomu sinni. Þeir verða góðir vinir. En þeir fá ekki að njóta vináttunnar lengi því raunvemleiki stríðsáranna snertir líka þeirra heim. Julien missir góðan vin þegar Gestapó handtekur böm gyðinga í skólanum. Johanna ter Steege hlaut verð- laun fyrir besta kvenaukahlutverkið í hollensku myndinni „Spoorloos“ (The Vanishing). Hún er nýútskrif- uð úr leiklistarskóla og þetta var fyrsta kvikmyndahlutverkið henn- ar. Sovéskir framleiðendur myndar- innar Aschik Kerib fengu verðlaun fyrir framúrskarandi afreksverk. Marcello Mastroianni, Richard Att- enborough og Ingmar Bergman vom heiðraðir fyrir stórkostleg af- rek á lífsleiðinni og dómnefndin úthlutaði Bemardo Bertolucci og Juri Chanin sérstök verðlaun fyrir myndina „The Last Emperor" og tónlistina í „Dni Zatmenija" (Days of Darkness). Verðlaunin fyrir bestu myndina námu 100.000 v-þýskum mörkum, eða um 2,5 millj. ísl. kr.. Sömu upphæð var veitt fyrir bestu „ungu“ myndina. Til viðbótar fengu höf- undar þeirra styttuna Felix, eins og evrópsku kvikmyndaverðlaunin em kölluð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.