Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 fclk f fréttum Sigri hrósandi Shirley Temple Black heldur hér á skrautffl og fagnar sigri George Bush í bandarísku forseta- kosningunum. Ffllinn er flokks- merki repúblíkana en þeim hefur Shirley Temple fylgt að málum frá því að hún var barn að aldri. Frægðina ávann hún sér einmitt á þeim árum fyrir leik sinn í kvik- myndum. Hin síðari ár hefur hún snúið sér að þjóðmálum og meðal annars verið sendiherra Banda- ríkjanna. Er líklegt að hún sinni opinberum störfum fyrir Bush for- seta. Frá vinstri eru: Sigurður Kristinsson, ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, Hermann Árnason umdæmis- stjóri, Arni Helgason formaður Lionsklúbbs Stykkishólms, Smári Lúðvíksson svæðisstjóri og Björgvin Þorvarðarson gjaldkeri Lionsklúbbs Stykkishólms. STYKKISHÓLMUR U mdæmisstj óri Lionshreyfing- arinnar í heimsókn Stykkishólmi. Umdæmisstjóri Lionsumdæm- is I09B, Hermann Árnason endurskoðandi á Akureyri, sem tók við embættinu nú í sumar, hefir undanfarið ferðast um og heimsótt klúbbana á svæði sínu. Þeir eru dreifðir um hálft landið, eða frá Raufarhöfn til Borgar- ness. Alls eru það 44 klúbbar sem hann verður að heimsækja á vetrinum en það er starfsár klúb- banna, frá september til maí. Laugardaginn 12. nóvember heimsótti hann Lionessuklúbb og Lionsklúbb Stykkishólms í fylgd með Smára Lúðvíkssyni svæðis- stjóra á Hellissandi. Hann ræddi hin ýmsu mál og kynnti sér störf hvors klúbbs fyrir sig. Um þessa helgi heimsótti hann einnig alla aðra Lionsklúbba í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu. - Árni Borgarsfióri eins og Elvis Bruce Borders, borgarstjóri í Jasonville í Indíanaríki í Bandaríkjun- um, er fjölhæfur. Eftir að hann hefur lokið dagsverki í ráðhúsinu skiptir hann um gervi og klæðir sig að hætti Elvis heitins Presleys og tekur til við að syngja lög goðsins á skemmtistöðum. Hann segist ekki líkjast Elvis en rödd sína telji margir eins og rokksöngvarans mikla. Bruce Borders ætlar ekki að snúa sér alfarið að söngnum. „Ég vil halda áfram að vera eiginmaður, faðir og bogarstjóri," segir hann. Á myndinni er Bruce í Elvis-gervinu. AFMÆLISPLATA „Maggi með öllu“ Magnús Ólafsson, leik- ari og skemmtikraft- ur, sendir frá sér hljómplötu með dægurmúsík nú á næst- unni. Magnús gefur hana út sjálfur og syngur flest lögin einn en nýtur þó aðstoðar Sigríðar Beinteinsdóttur í tveimur laganna. Útgáfufyr- irtækið Steinar hf. annast dreifingu. Flestir textar eru eftir Magnús, Þorstein Eggerts- son og Ómar Ragnarsson. Eitt laganna er eftir móður Magnúsar, Rósu Guðjóns- dóttur, við texta Steins Steinars, „Elín Helena". Er þetta hennar fyrsta útgefna lag. Meðal þess sem er að finna á hljóm- plötunni er fyrsta bjórlag íslendinga sem ber heitið „Úmpapa, úmpapa" og er þar á gamansaman hátt lýst þróun bjórsins héríendis. „Þessi plata er gefin út í tilefni þess að ég er búinn að vera tíu ár í skemmtanaiðnaðinum. Hún er sambland af gríni og alvöru og lög- in eru bæði íslensk og erlend og meðal annars er þar að finna eitt lag eftir Kim Larsen." Magnús er þekktur fyrir að bregða sér í gervi hinna ýmsu grínkarla og það gerir hann einnig á þessari plötu. Hann verður í vetur með nýtt skemmtidagskrá fyrir árs- hátíðir og önnur mannamót og flyt- ur þar meðal annars efni af nýju plötunni. Á myndinni má sjá Magn- ús sem „Villa Vinnipeg" er hann syngur lagið „Lækkaðu ljósin beib“. ALGARVE Útsýnargolf Fyrir skömmu dvaldist hópur á vegum Útsýnar við golfiðkun í Portúgal, nánar tiltekið í Algarve- héraði. Þar eru golfvellir mjög góð- ir og af mörgum taldir þeir bestu í Evrópu. Vellimir eru ólíkir þeim íslensku enda skógi vaxnir. Flesta daga var leikið á golfvelli sem ber nafnið Quinta do Lago. Hann er byggður upp af þremur 9 holu völl- um. Var veður hagstætt til golfiðk- ana og yar haldið mót í lok ferðar- innar. I fyrstu þremur sætunum urðu Sigurður Hólm, Golfklúbbnum Keili, Þorsteinn Sigurðsson, Golf- klúbbi Suðurnesja, og Magnús Bjamason frá Golfklúbbi Eskifjarð- ar. Púttmeistari hópsins varð síðan Unnur Bjarklind úr Reykjavík. Á myndinni er golfhópurinn ásamt fylgdarliði á 18. holu á Quinta do Lago-vellinum. Ljósm./Helgi Hólm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.