Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Ólafíir Gústafsson múrari - Minning Fæddur 8. ágúst 1934 Dáinn 19. nóvember 1988 Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér. Mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Hve lítil við verðum mannanna böm, þegar skarð kemur í raðir vina og vandamanna. Þegar eigin- maður minn sagði mér að Óli bróð- ir hans væri dáinn, fannst mér það ekki geta verið satt; hann Óli sem alltaf var svo lífsglaður, fullur af orku og dugnaði. Það hefur enn sannast, að enginn ræður sínum næturstað. Óli var einn af sjö bömum hjón- anna Ólafíu Sigurðardóttur og Gústafs Adólfs Gíslasonar. Gústaf faðir hans fórst í október árið 1942 með togaranum Jón Ólafssyni. Var Óli þá átta ára. Móðir Óla giftist aftur og bættust þá tvö hálfsystkini í hópinn. Eru öll systkini Óla á lífi. Eg man hve gustaði af honum og systkinum hans þegar ég kom í fyrsta skipti með bróður hans, Guðna Steinari, í litla húsið á Fálka- götunni þar sem tengdamóðir mín bjó. Það var í þá daga þegar spilað var á spil þegar fjölskyldur komu saman. Það leyndi sér ekki, þegar bræðumir spi’uðu, hver var að vinna. Hlátrasköll og háværar at- hugasemdir gáfu það til kynna. Fór Óli þar fremstur í flokki. Það breytt- ist lítið þótt árin liðu. Óli steig sitt mesta gæfuspor 1959, þegar hann kvæntist Þuríði Runólfsdóttur frá Skaftafelli í Ör- æfum. Eignuðust þau sitt fyrsta heimili á Hverfisgötunni hér í Reykjavík og síðan bjuggu Óli og Dúa í Gufunesi í nokkur ár. Þá áttu ekki aljir bíla og langt þótti í Gufunesið. í næsta nágrenni er nú verið að byggja upp stórt hverfi, sem kallað er Grafarvogur. Óli og Dúa byggðu síðan hús sitt að Hraunbæ 3, þar sem þau komu sér vel fyrir með bömum sínum. Veitti ekki af rúmgóðu húsnæði því fjölskyldan var orðin stór. Böm- in urðu fimm: Elstur er Gústaf Bjarki, sem kvæntur er Björk Steingrímsdóttur og eiga þau eina dóttur, Ömu Rún. Þau búa í Dan- mörku. Næstur er Víðir, sem kvæntur er Erlu Jónsdóttur. Eiga þau tvo syni, Snævar og Andra. Þau búa á ísafirði. Runólfur Ingi er næstur, þá Ólöf María, sem á eina dóttur, Maríu Ósk, og yngst er Berglind. Samviskusemi, vandvirkni og kapp voru aðalsmerki Óla. Við hjón- in vomm svo lánsöm að njóta starfs- krafta hans, þegar við byggðum okkur hús. Foreldrar mínir, sem hann starfaði einnig fyrir, höfðu oft orð á því hve hressilega hann tók til hendinni og hve mikið líf og §ör var í kringum hann. Að endingu vil ég þakka Óla fyr- ir allar ánægjustundirnar og bið honum Guðs blessunar. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og bamabörnum votta ég mína dýpstu samúð og megi góður Guð halda vemdarhendi sinni yfír þeim á þess- um erfiðu tímum. Gulla Hinsta kveðja frá móður og systkinum Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Sonur minn og bróðir okkar, Ólafur Gústafsson, er látinn. Öll vitum við að líf okkar hér í heimi hefur tilgang, en þegar menn á besta aldri hverfa svo snöggt á braut reynist afar erfitt að skilja og sætta sig við það. Saman geym- um við minninguna um góðan dreng. Óli var þriðji í röðinni af sjö börn- um hjónanna Ólafíu Sigurðardóttur og Gústafs Adolfs Gústafssonar. Árið 1942 fórst Gústaf með togar- anum Jóni Ólafssyni og stóð móðir- in þá ein eftir með barnahópinn. Nærri má geta að erfitt hefur verið að halda saman svo stóru heimili á þeim tíma, þegar tryggingar og önnur aðstoð voru af skomum skammti. Óli var þá aðeins átta ára gamall, en frá því er hann hafði aldur til hjálpaði hann móður sinni á allan hátt sem hann gat. Þegar Óli var á ellefta ári giftist móðir hans aftur og eignaðist Óli þá tvö hálfsystkini. Er góðum syni og bróður nú þakkað af syrgjandi móður og systkinum fyrir allt og allt. Á unglingsárum sínum dvaldi Óli mörg sumur á bænum Kollsá í Hrútafírði og undi hag sínum þar vel. Hélt hann æ síðan tryggð við fólkið og sveitina þar. Þann 28. mars 1959 kvæntist Óli Þuríði Runólfsdóttur frá Skafta- felli í Öræfum. Bjó hún manni sínum hlýlegt og fallegt heimili. Þangað er gott að koma. Þau hjón voru samhent og góðir vinir og fé- lagar. Þau eignuðust fimm börn. Kristín Sigurðar- dóttir - Minning Nú er fallin fyrir sláttumanninum mikla öðlingskonan Kristín Sigurð- ardóttir, Seljahlíð í Breiðholti, eftir langt og oft þjáningafullt sjúkr dómsstríð. Þó séð yrði að hverju stefndi, var erfitt að trúa, að enda- lokin væru svo skammt undan. Kristín fæddist á Auðshaugi þ. 26. júlí 1912, dóttir hjónanna Sig- urðar Pálssonar bónda þar og Val- borgar Elísabetar Þorvaldsdóttur. Hún giftist Baldvini Sigurðssyni árið 1937 og eignuðust þau 5 böm, 4 dætur og einkasoninn Sigurð, sem lést um aldur fram skömmu eftir útför föður síns, sem lést erlendis 1980. Ég kom fyrst á heimili Kristínar og Baldvins er ég kynntist dóttur þeirra, Hrafnhildi, þegar við báðar stunduðum nám við Verzlunarskól- ann, þá 15 ára gamlar. Heimili þeirra var þá í Drápuhlíð 31. Uppeldi bamanna og heimilis- störf öll mæddu mest á húsmóður- inni eins og löngum hefur verið á heimilum verkamanna. Baldvin heitinn vann myrkranna á milli til að sjá sinni stóm fjölskyldu far- borða. Ég minnist ótal skipta sem ég kom á þeirra góða og glaðværa heimili. Þar var Kristín með glað- lega brosið sitt að bjóða mig vel- komna, oftar en ekki með skúffu- tertuna sína góðu, sem ég jafnan gerði mér gott af, jafnvel meira en góðu hófí og kurteisi gegndi. Senni- lega hefur Kristín oft hugsað með sér, að betra hefði verið að baka tvær kökur þegar mín var von. Og árin liðu við margskonar æskugleði og sorgir og við uxum úr grasi og lukum námi. Eftir að Hrafnhildur, eða Abba, eins og ég hef alltaf kallað hana, stofnaði sitt eigið heimili, rofnaði að mestu það góða samband, sem ég hafði alltaf haft við heimili Kristínar og Bald- vins, enda var þá flutt í annan bæjarhluta. Ég hafði þó alltaf fregnir af þeim, þar sem vinátta okkar Öbbu hefur haldist óbreytt í meira en 30 ár. Ég minnist, er ég sá Kristínu í síðasta sinn nú í haust. Abba leit inn til mín á leið í heimsókn til mömmu sinnar, og ég ákvað að fara með henni. Þetta var fagur og sólríkur haustdagur og bjart var Þau eru: Gústaf Bjarki, kvæntur Björk Steingrímsdóttur; Víðir, kvæntur Erlu Jónsdóttur; Runólfur Ingi, Ólöf María og Berglind. Bamabömin eru orðin fjpgur. Þegar við minnumst Óla kemur margt upp í hugann. Hann var glað- lyndur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, hvort sem hann var með sinni stóm fjölskyldu, vinum sínum eða á vinnustað. Framan af starfsævinni stundaði hann sjómennsku, en hóf síðan múraraiðn og vann við það til dauðadags. Hann var hamhleypa til vinnu, samviskusamur og vand- virkur svo af bar. Hann þoldi illa að menn stunduðu vinnu sína með hangandi hendi. Hann lagði mikið kapp og metn- að í vinnu sína og hafði það tak- mark að gera meira og betur í dag en í gær. Algengt var að samstarfs- menn hans sýndu þreytumerki að afloknu verki. Hafði Óli gaman af og hafði á orði að þeir þyrftu nú að fara að læra að vinna svo gagn væri að! Þessum athugasemdum Óla fylgdi smitandi hlátur hans. Fyrir nokkrum árum eignaðist fjölskyldan hesta og stundaði hesta- mennsku saman. Margar góðar minningar eru frá þessum stundum, sem urðu svo alltof fáar. Hann var, ásamt dætrum sínum, að sinna hestum sínum í haga, þegar kallið kom svo fyrirvaralaust þann 19. nóvember sl. Sár harmur er kveðinn að eigin- konu, bömum, tengdabörnum og bamabömum við fráfall Óla, hann var drengur góður. Góður Guð geymi hann og gefí aðstandendum hans styrk á sorgarstund. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bomin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson) yfír minningunum. Margt var spjall- að og brosað var að gömlum atvik- um. Ég ætlaði vissulega að koma aftur, en því miður dró ég það of lengi. Ég vona að Kristín fyrirgefi mér það. Nú er Kristín horfin yfir móðuna miklu til fundar við elskaðan eigin- mann og einkason, sem áreiðanlega hafa tekið vel á móti henni. Eftirlifandi dætrum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning góðrar konu. Gígja Leikn sf.y félagsrádgjafa- og læknastofa Höfum opnað stofu í Lágmúla 5,7. hæð. Upplýsingar og tímapantanir í síma 84075. Önnumst ráðgjöf og stuðning við börn, ungl- inga, fjölskyldur, hjón og einstaklinga. Halla Þorbjörnsdóttir, barnageðlæknir Hrefna Olafsdóttir, félagsráðgjafi Kristín Kristmundsdóttir, félagsráðgjafi Lára Pálsdóttir, félagsráðgjafi. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Sóleyjargatao.fl. Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Skúlagata Laufásvegur 58-79 o.fl. Skipholt 40-50 o.fl. KOPAVOGUR Sunnubraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.