Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 37 Fullveldiskröfur þings Eistlendinga óþolanai - segir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi sagði í ræðu er hann flutti á laugardag að yfírlýsingar Eistlendinga þess efíiis að landið væri fullvalda ríki innan Sov- étríkjanna væru „öldungis óþol- andi“. Gorbatsjov lét þessi orð Ástralía: Sendiráðs- maður svipt- ur friðhelgi Canberra. Reuter. ^ JÚGÓSLAVAR hafa fallizt á að starfsmaður ræðismanns- skrifstofu þeirra í Sydney í Ástralfu verði yfirheyrður vegna skotárásar á hóp kró- ata, sem efiidu til mótmælaað- gerða við skrifstofuna á sunnudag. Um 1.500 króatar, sem bú- settir eru í Ástralíu, hafi verið saman komnir fyrir utan ræðis- mannsskrifstofu Júgóslavíu. Þegar hópurinn reyndi að ryðj- ast inn á skrifstofulóðina hóf vörður skothríð og særðist 16 ára piltur. Hann var á batavegi í gær. Vegna skotárásarinnar kom til harðra orðaskipta milli ástral- skra og júgóslavneskra yfir- valda. „Það gildir einu hver ögr- unin er, notkun skotvopna er með öllu óvéijandi," sagði Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr- alíu, er hann skýrði frá þeirri ótvíræðu kröfu að varðmaður ræðismannsskrifstofunnar yrði afhentur áströlsku lögreglunni. Júgóslavar féllust á kröfuna um síðir og afhentu einnig skotvop- nið. falla er hann ávarpaði forseta Sovétlýðveldanna 15 og aðra háttsetta embættismenn á lokuð- um fundi i Kreml og var ræða hans sýnd í sjónvarpi tæpum sól- arhring síðar. Miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins fúndaði í gær um breytingar þær sem Gorbatsjov hefúr lagt til að gerð- ar verði á stjórnarskrá Sovétríkj- anna en í dag, þriðjudag, kemur Æðsta ráð Sovétríkjanna saman til að ræða tillögur hans og er gengið að því sem visu að þær verði samþykktar. Tillögurnar hafa kallað hafa fram hörð við- brögð i Eystrasaltsríkjunum og i Georgiu en lengst hafa Eist- lendingar gengið í mótmælum sinum. Gorbatsjov vék í upphafi máls síns að samþykktum þings Eist- lands en mikill meirihluti þing- manna samþykkti nýverið að lög lýðveldisins skyldu vera æðri sov- éskum lögum samtímis því sem landið var lýst fullvalda ríki innan Sovétríkjanna. Gorbatsjov vísaði samþykktum þessum algjörlega á bug og barði í borðið er hann sagði: „Yfírlýsingum þessum ber að hafna þar sem þær eru ekki í samræmi við lög“. Sovétleiðtoginn beindi fíngri sínum að Arnold Ruutel, for- seta Eistlands, sem sat fundinn, og sagði að Ruutel hefði betur gert fulltrúum á þingi Eistlands grein fyrir afleiðingum þessa áður en yfír- lýsingamar voru samþykktar. For- setar nokkurra lýðvelda tóku undir þessi orð Gorbatsjovs en flokksleið- togar frá Lettlandi og Georgíu tóku ekki til máls. Gorbatsjov vék einnig að þjóðem- isróstum í Armeníu og Azerbajdz- han, sem blossað hafa upp að nýju vegna deilunnar um yfírráð yfír héraðinu Nagomo-Karabakh í Az- erbajdzhan. Sagði hann „öfgafulla þjóðemissinna" vera þar að verki sem og í fleiri lýðveldum Sovétríkj- anna. Er þetta í fyrsta skipti sem Gorbatsjov minnist á átökin í Az- erbajdzhan sem kostuðu að minnsta kosti tíu mannslíf í síðustu viku. Armenar fullyrða á hinn bóginn að mun fleiri hafí týnt lífí. Hafa heim- ildarmenn í röðum þeirra sagt blóð- baðið ennþá hroðalegra en í Súmgajt í Azerbajdzhan í febrúar er 32 menn vom myrtir í skipuleg- um ofsóknum gegn Armenum í borginni. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, skýrði frá því á laugardag að sex manns, fjórir hermenn og tveir Azerar, hefðu fallið í borginni Kírovobad í Azerbajdzhan í síðustu viku en starfsmaður hinnar opin- bem fréttastofu Azerbajdzhans, Azerinform sagði fjóra Azera hafa týnt lífí í átökum þar. Talsmaður stjómvalda í Azerbajdzhan skýrði frá því á sunnudag að leiðtogum kommúnistaflokksins í Kírovobad og í Nakhítsjevan-héraði í Az- erbajdzhan hefði verið vikið frá vegna óeirðanna. Afganistan: Reuter Mannlífí Beirút Mannlifið komst i eðlilegt horf í Beirút síðdegis í gær, ef svo má að orði komast, eftir harða bardaga vopnaðra sveita múslima undanfarna fimm daga. Sýrlenzkar hersveitir skárust i leikinn, lögðu hald á vopn og tóku 300 skotmenn fasta. Á myndinni ber kona vatn heim á brúsum í skjóli sýrlenzks hermanns, sem stend- ur vörð á götuhorni i vesturhluta Beirút. Viðræður skændiða og Sovétmanna Islamabad. Reuter. FULLTRÚAR Sovétstjórnarinn- ar og talsmenn skæruliða i Afg- anistan ræddust á sunnudag við um afdrif sovéskra hermanna er skæruliðar hafa náð á sitt vald. Er þetta i fyrsta sinn sem þessir aðilar ræðast við milliliðalaust siðan Afganistan-striðið hófst 1979. Viðræðumar áttu sér stað í pa- kistanska utanríkisráðuneytinu. Talsmaður skæruliða, Abdul Ra- him, sagði að rætt hefði verið um fleira en fangana. „Við áttum einn- ig almennar viðræður um raun- verulegt ástand í Afganistan," sagði Rahim við fréttamann Reut- ers-fréttastofunnar. „Við fullvis- suðum þá um það að ríkisstjóm okkar yrði óháð og ekki fjandsam- leg Sovétmönnum," bætti hann við. Rahim sagði sovésku fulltrúana hafa heitið því að koma þessum skilaboðum áleiðis til Kremlar- stjórnarinnar. Sovétmenn telja að 311 sovéskir hermenn séu í fangelsum skæmliða en foringjar skæmliðanna segja þá mun færri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.