Morgunblaðið - 29.11.1988, Page 37

Morgunblaðið - 29.11.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 37 Fullveldiskröfur þings Eistlendinga óþolanai - segir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi sagði í ræðu er hann flutti á laugardag að yfírlýsingar Eistlendinga þess efíiis að landið væri fullvalda ríki innan Sov- étríkjanna væru „öldungis óþol- andi“. Gorbatsjov lét þessi orð Ástralía: Sendiráðs- maður svipt- ur friðhelgi Canberra. Reuter. ^ JÚGÓSLAVAR hafa fallizt á að starfsmaður ræðismanns- skrifstofu þeirra í Sydney í Ástralfu verði yfirheyrður vegna skotárásar á hóp kró- ata, sem efiidu til mótmælaað- gerða við skrifstofuna á sunnudag. Um 1.500 króatar, sem bú- settir eru í Ástralíu, hafi verið saman komnir fyrir utan ræðis- mannsskrifstofu Júgóslavíu. Þegar hópurinn reyndi að ryðj- ast inn á skrifstofulóðina hóf vörður skothríð og særðist 16 ára piltur. Hann var á batavegi í gær. Vegna skotárásarinnar kom til harðra orðaskipta milli ástral- skra og júgóslavneskra yfir- valda. „Það gildir einu hver ögr- unin er, notkun skotvopna er með öllu óvéijandi," sagði Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr- alíu, er hann skýrði frá þeirri ótvíræðu kröfu að varðmaður ræðismannsskrifstofunnar yrði afhentur áströlsku lögreglunni. Júgóslavar féllust á kröfuna um síðir og afhentu einnig skotvop- nið. falla er hann ávarpaði forseta Sovétlýðveldanna 15 og aðra háttsetta embættismenn á lokuð- um fundi i Kreml og var ræða hans sýnd í sjónvarpi tæpum sól- arhring síðar. Miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins fúndaði í gær um breytingar þær sem Gorbatsjov hefúr lagt til að gerð- ar verði á stjórnarskrá Sovétríkj- anna en í dag, þriðjudag, kemur Æðsta ráð Sovétríkjanna saman til að ræða tillögur hans og er gengið að því sem visu að þær verði samþykktar. Tillögurnar hafa kallað hafa fram hörð við- brögð i Eystrasaltsríkjunum og i Georgiu en lengst hafa Eist- lendingar gengið í mótmælum sinum. Gorbatsjov vék í upphafi máls síns að samþykktum þings Eist- lands en mikill meirihluti þing- manna samþykkti nýverið að lög lýðveldisins skyldu vera æðri sov- éskum lögum samtímis því sem landið var lýst fullvalda ríki innan Sovétríkjanna. Gorbatsjov vísaði samþykktum þessum algjörlega á bug og barði í borðið er hann sagði: „Yfírlýsingum þessum ber að hafna þar sem þær eru ekki í samræmi við lög“. Sovétleiðtoginn beindi fíngri sínum að Arnold Ruutel, for- seta Eistlands, sem sat fundinn, og sagði að Ruutel hefði betur gert fulltrúum á þingi Eistlands grein fyrir afleiðingum þessa áður en yfír- lýsingamar voru samþykktar. For- setar nokkurra lýðvelda tóku undir þessi orð Gorbatsjovs en flokksleið- togar frá Lettlandi og Georgíu tóku ekki til máls. Gorbatsjov vék einnig að þjóðem- isróstum í Armeníu og Azerbajdz- han, sem blossað hafa upp að nýju vegna deilunnar um yfírráð yfír héraðinu Nagomo-Karabakh í Az- erbajdzhan. Sagði hann „öfgafulla þjóðemissinna" vera þar að verki sem og í fleiri lýðveldum Sovétríkj- anna. Er þetta í fyrsta skipti sem Gorbatsjov minnist á átökin í Az- erbajdzhan sem kostuðu að minnsta kosti tíu mannslíf í síðustu viku. Armenar fullyrða á hinn bóginn að mun fleiri hafí týnt lífí. Hafa heim- ildarmenn í röðum þeirra sagt blóð- baðið ennþá hroðalegra en í Súmgajt í Azerbajdzhan í febrúar er 32 menn vom myrtir í skipuleg- um ofsóknum gegn Armenum í borginni. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, skýrði frá því á laugardag að sex manns, fjórir hermenn og tveir Azerar, hefðu fallið í borginni Kírovobad í Azerbajdzhan í síðustu viku en starfsmaður hinnar opin- bem fréttastofu Azerbajdzhans, Azerinform sagði fjóra Azera hafa týnt lífí í átökum þar. Talsmaður stjómvalda í Azerbajdzhan skýrði frá því á sunnudag að leiðtogum kommúnistaflokksins í Kírovobad og í Nakhítsjevan-héraði í Az- erbajdzhan hefði verið vikið frá vegna óeirðanna. Afganistan: Reuter Mannlífí Beirút Mannlifið komst i eðlilegt horf í Beirút síðdegis í gær, ef svo má að orði komast, eftir harða bardaga vopnaðra sveita múslima undanfarna fimm daga. Sýrlenzkar hersveitir skárust i leikinn, lögðu hald á vopn og tóku 300 skotmenn fasta. Á myndinni ber kona vatn heim á brúsum í skjóli sýrlenzks hermanns, sem stend- ur vörð á götuhorni i vesturhluta Beirút. Viðræður skændiða og Sovétmanna Islamabad. Reuter. FULLTRÚAR Sovétstjórnarinn- ar og talsmenn skæruliða i Afg- anistan ræddust á sunnudag við um afdrif sovéskra hermanna er skæruliðar hafa náð á sitt vald. Er þetta i fyrsta sinn sem þessir aðilar ræðast við milliliðalaust siðan Afganistan-striðið hófst 1979. Viðræðumar áttu sér stað í pa- kistanska utanríkisráðuneytinu. Talsmaður skæruliða, Abdul Ra- him, sagði að rætt hefði verið um fleira en fangana. „Við áttum einn- ig almennar viðræður um raun- verulegt ástand í Afganistan," sagði Rahim við fréttamann Reut- ers-fréttastofunnar. „Við fullvis- suðum þá um það að ríkisstjóm okkar yrði óháð og ekki fjandsam- leg Sovétmönnum," bætti hann við. Rahim sagði sovésku fulltrúana hafa heitið því að koma þessum skilaboðum áleiðis til Kremlar- stjórnarinnar. Sovétmenn telja að 311 sovéskir hermenn séu í fangelsum skæmliða en foringjar skæmliðanna segja þá mun færri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.