Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 31.05.1988, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Rallkeppni Eikagrills og Bylgjunnar: „Ég ætlaði mér of mikið og ók of hratt - segir Ragnar Aðalsteinsson sem eyðilagði bílinn í Kapelluhrauni „Þegar ég var búinn að skríða útúr flakinu var ég dauðsvekktur og argur út í sjálfan mig. Ég ætlaði mér of mikið og ók of greitt, billinn snarsnerist á veg- inum fór þversum á gijóthrúgu, kastaðist upp og valt ofan í gjótu. Mér skilst að við höfum farið 4—5 veltur, það er ekki alveg ljóst, en þetta var rosalegur útafakst- ur,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson sem missti stjórn á keppnisbíl sínum í Kapelluhrauni og gjör- eyðilagði hann i veltu. „Ég hef alltaf verið hálfsmeykur við óhapp, en þegar maður skríður heill útúr svona ævintýri, hlýtur maður að verða kaldari næst. Við fórum útaf á tæplega 170 km hraða og eftir að bfllinn fór að velta man ég fátt, bara það að ég barðist við að ná hendinni inn í bfl. Ég skildi óvart gluggann eftir opinn og í veltunni fór hendin af stað, ég þurfti að taka á öllu sem ég átti til að ná henni inn fyrir gluggapóst- inn. Það eru ótrúlegir togkraftar sem myndast í svona hamagangi." „Við skriðum út um fram- gluggann og þegar við vorum búnir að ná áttum sáum við að bfllinn var ónýtur. Við ætlum að finna nýja yfirbyggingu og mæta í næstu keppni. Bfllinn var orðinn dasaður fyrir keppni, en það var samt óþarfi að fara svona með hann. Maður er reynslunni ríkari, við vorum bara of kappsfullir eftir að hafa náð góðum aksturstímum og þegar við sprengdum svo dekk og féllum í 15. sæti úr því sjötta ók ég of grimmt...“ sagði Ragnar. Úrslitin réð- ust á síðustu mínútunum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ragnar Aðalsteinsson og Ingvar Ágústsson virða fyrir sér flakið af Opel-keppnisbQ sínum, sem fór útaf á miklum hraða og valt ofan i gjótu. „Sigurgleðin dugir nú ekki nema tíu mínútur, ég er strax far- inn að hugsa um næstu keppni. Það sem er mest spennandi er það að núna eru komnir 4—5 keppnisbílar, sem standa jafnfætis og geta unnið. Það er enginn með yfirburðastöðu," sagði norðan- maðurinn Steingrímur Ingason, sem sigraði rallkeppni Eika- grills og Bylgjunnar um helgina á Nissan 510. Hann ók með Pólverjanum Witek Bogdanski, voru þeir að aka saman í fyrsta skipti og unnu sína fyrstu rallkeppni eftir rnikla baráttu við feðgana Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson. Úrslitin réðust á lokaleið keppninnar, á ísólfsskálavegi. Þriðja sæti náðu Guð- mundur Jónsson og Bjartmar Arnarson á Nissan, en í flokki óbreyttra bíla unnu Árni Sæmundsson og Snorri Gíslason á fjór- hjóladrifnum Mazda 323. „Mér fannst gaman að vinna Jón Ragnarsson, en það hefur oft gengið illa hjá mér að ljúka keppni. Núna var ég yfirvegaður og náði að halda uppi hraðanum,“ sagði Steingrímur. Keppnin fór fram á sérleiðum á Reykjanesi og um Lyngdalsheiði á föstudag og laug- ardag. Eftir fyrri daginn var Steingrímur með 12 sekúndna for- skot á Jon, en 17 sekúndum frá öðru sæti var Guðmundur Jónsson og allir áttu þeir góða möguleika á sigri. Á fyrstu leiðum föstudags- ins náðu Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson forystu, en þá fór heddpakkning í vél Porsche 911 þeirra og síðar sprengdu þeir dekk og töpuðu tíma. í viðgerðarhléi fyrir seinni daginn náðu þeir ekki að gera við í tæka tíð og féllu úr leik, þá í fjórða sæti. Einvígi milli Steingríms og Jóns Steingrímur byijaði laugardag- inn vel, jók forskotið um 17 sek- úndur á tveimur fyrstu sérleiðun- um. En Jón náði 8 sekúndum til baka á næstu tveimur leiðum og spennan magnaðist, ekkert mátti út af bera hjá toppmönnnunum og Guðmundur var skammt undan fyrstu tveimur keppnisbílunum, 23 sekúndum á eftir Jóni. Þijár sér- leiðir voru eftir og þessir þrír bílar gátu allir sigrað, þó Steingrímur hefði trompin á hendi — forystuna. „Spennan var mikil og á ísólfs- skálavegi gerði ég mistök. Ég fór of hratt miðað við grip dekkjanna, sem voru farin að fljóta mikið á Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Rallinu tapað. Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson voru jafnir Steingrími og Witek fyrir síðustu leiðina, en sprengdu þá dekk og misstu af sigurmöguleikanum. mölinni, og bíllinn snerist á vegin- um og framhjólin fóru útaf. Það drapst á vélinni og ég var dágóða stund að komast af stað aftur, tapaði líklega um 20 sekúndum á þessu brölti," sagði Steingrímur. Jóni gekk betur á þessari leið og eftir leiðina hafði hann jafnað stöðuna. „Ég sá um morguninn að annað hvort yrði ég að bíta á jaxlinn og aka hraðar eða gefast upp. Ég valdi fyrri kostinn og sá að það var hægt með grimmum akstri," sagði Jón. Guðmundur hins vegar sprengdi dekk á leið- inni og tapaði miklum tíma, þann- ig að hann mátti vera ánægður að halda þriðja sætinu. Keppnin Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fyrsta sigrinum fagnað. Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski unnu sína fyrstu keppni þegar þeir komu í mark í rallkeppni Eikagrills og Bylgj- unnar. Þeir voru að aka saman í fyrsta skipti og óku Nissan- keppnisbíl. var orðin einvígi milli Steingríms og Jóns. „Ók 13 km á felgunni“ Ekin var stutt leið um Stapa- fell og Steingrímur náði sekúndu betri tíma en Jón. Aðeins átti eft- ir að aka um ísólfsskála, 19 km ieið á hröðum en krókóttum og hæðóttum vegi. Steingrímur fór fyrstur inn á leiðina." Við vorum nýkomnir inn á leiðina þegar bíllinn festist í fímmta gír. Ég reyndi að skipta en það gekk ekki og ég varð að sætta mig við það. Við ókum mjög djarft, en ég af- skrifaði fyrsta sætið í fyrstu, en ákvað svo að Jón gæti líka lent í óláni. Við fórum geyst í gegnum beygjumar, hraðar en áður, og náðum að halda ferðinni þó við værum fastir í fímmta. Þegar ég var búinn að aka leiðina var ég fúll yfír bílnum. Reiður að hafa tapað keppninni á síðustu leiðinni. Svo þegar Jón kom ekki strax, þá vissi ég að eitthvað hafði gerst. Þegar hann kom á sprungnu vissi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.