Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Málefni fatlaðra í Reykjavík: Hvað á að gera við fram- kvæmdasjóð fatlaðra? eftírÁstuM. Eggertsdóttur Um þessar mundir er verið að kanna fjárþörf vegna framkvæmda í þágu fatlaðra. Með því er hafinn undirbúningur að framkvæmda- áætlun í málefnum fatlaðra til næstu fjögurra ára í samræmi við stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun rikisstjómarinnar. Framkvæmdasjóður fatlaðra var stofnaður skv. lögum um málefni fatlaðra en þau tóku gildi þ. 1. jan. árið 1984. Sjóðurinn hefur haft mikil áhrif á uppbyggingu á þjón- ustu og stofnunum fyrir fatlaða undanfarin ár. Stofnanir hafa risið um land allt þar sem engin þjón- usta var áður og má segja að gjör- bylting hafi orðið í lífi þeirra sem njóta þjónustunnar. En þrátt fyrir miklar breytingar til batnaðar vant- ar mikið á til að geta sinnt öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda. Lög um málefni fatlaðra spanna vítt svið. Undir þau heyra mála- flokkar þriggja ráðuneyta þ.e. fé- lagsmála-, menntamála- og heil- brigðis- og tiyggingamálaáðuneyt- is. En það þýðir að lögin ná til margvíslegrar þjónustu. Þess vegna er sótt um fé til fram- kvæmda úr sjóðnum til verkefna vegna sérkennslumála, atvinnu- mála, vistunar- og húsnæðismála, endurhæfingarmála, framkvæmda á vegum hagsmunasamtaka fatl- aðra og svo mætti lengi telja. í ár eru 180 milljón krónurtil ráðstöfun- ar fyrir landið allt. í Reykjavík sóttu framkvæmda- aðilar um kr. 263 milljónir á þessu ári en fengu tæpar 58 milljónir. Til menntamála og félagsmála er út- hlutað svipaðri fjárhæð, um 25,5 og 25,4 milljónum króna, en til heilbrigðismála 7 milljónum króna. Auk þessarar úthlutunar til Reykjavíkur er úthlutað 33,4 millj- ónum króna til viðfangsefna og stofnana á landsvísu en það eru viðfangsefni sem heyra beint undir félagsmálaráðuneytið, t.d. Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Framlag til hennar nam 25 milljón- um króna til innréttinga og búnað- ar. Á næstu mánuðum verður fram- lag ríkisins til framkvæmdasjóðs fatlaðra endurskoðað í ljósi fenginn- ar rejmslu undanfarinna ára og þá verður væntanlega tekið tillit til stöðunnar í málum fatlaðra í dag. í Reykjavík þar sem ég þekki best til hefur hraði í uppbyggingu á nýjum úrræðum ekki haldið í við eftirspum eftir þjónustu. Á undan- fömum fjórum árum h°.fa t.d. bo- rist 112 umsóknir um vistun en 46 fengið og hafa því 66 einstaklingar bæst við á biðlista á þessum árum. Um þessar mundir eru þar skráð tæplega 100 nöfn einstaklinga á aldrinum 3ja til 57 ára sem bíða eftir vistun. Samkvæmt reynslu síðastliðinna ára bárust að meðaltali 27 umsókn- ir um vistun á sambýli árlega. Að jafnaði er gert ráð fyrir að á hveiju sambýli búi fimm manns. Til að halda í við eftirspum eftir vistun þyrfti þvf að koma á fót fimm til sex sambýlum á ári hveiju í Reykjavík. Þar fyrir utan em marg- ir hópar fatlaðra sem enn hafa ekki sótt um aðstoð í húsnæðismálum, t.d. hreyfíhamlaðir og geðsjúkir. Stoftikostnaður sambýla er mis- munandi hár eftir því hvort íbúam- ir nota hjólastóla og önnur hjálpar- tæki eða ekki. Venjuleg íbúðarhús og búnaður kosta um 10 milljónir króna á verðlagi í dag en reynst hefur erfítt að fínna hús sem eru Vistheimilið við Holtaveg i Laugardal. Þar búa fimm fjölfötluð börn. Fyrsta (og eina) sérhannaða hú- sið fyrir fjölfatlaða í Reykjavík. Húsið var tekið í notkun 31. okt. 1987. Framkvæmdasjóður fatlaðra fjármagnaði bygginguna. (Myndin er tekin i júlí ’87, greinarhöf.). Sambýlið í Drekavogi 16. Þar búa sex fjölfatlaðir íbúar. Fyrsta sambýlið i Reykjavík sem keypt var með fé úr framkvæmdasjóði öryrkja og þroskaheftra árið 1983. „Það er fullreynt að framkvæmdasjóður fatlaðra hefur ekki haft bolmagn til að fjár- magna nauðsynlegar framkvæmdir í þágu fatlaðra undanfarin ár. Fjárþörf vegnafram- kvæmda í Reykjavík einni á næsta ári er á fjórða hundrað milljón krónur.“ aðgengileg fyrir hjólastóla. Eitt hús hefur verið byggt í Reykjavík fyrir 5 Qölfótluð böm með sérþarfir þeirra í huga. Kostnaður við það var rúmlega tvisvar sinnum hærri. Ef gera ætti átak í því að leysa uppsöfnuð vistunarmál fatlaðra í Reykjavík þyrfti að kaupa 17 venju- leg íbúðarhús og byggja þijú. Ef ofangreind viðmiðun er notuð kost- ar það um 245 milljónir króna. Margir fatlaðir sem vistaðir eru á sólarhringsstofnunum og sjúkra- húsum gætu nýtt sér umhverfi sem lítið heimili býður upp á, en það er ekki fullnægjandi lausn nema með viðeigandi stoðþjónustu. Þess vegna þarf að koma upp ýmiskonar dag- þjónustu samhliða sambýlum eða litlum heimilum og fjölga þarf plássum á vemduðum vinnustöðum. Vemdaðir vinnustaðir gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir þá sem ekki geta skilað ffamleiðni nema að takmörkuðu leyti. Einn vemdaður vinnustaður er í sjón- máli í Reykjavík en óvíst er um framtíð hans um þessar mundir vegna þess að framlag úr fram- kvæmdasjóði til hans náði ekki þriðjungi þess sem til þurfti til að geta staðið við áætlun um upp- byggingu á framleiðslu. Á næsta ári þarf því rúmlega 20 milljónir króna ef vinnustaðurinn á að verða að veruleika. Sérkennslumál eru einnig þýð- ingarmikill málaflokkur fyrir fatl- aða. Á undanfömum ámm hafa byggingarframkvæmdir staðið yfir við sérskóla í Reykjavík sem enn er ekki lokið við. Undanfarið hafa verið miklar umræður um hvort sérskólabyggingar eigi rétt á sér. Yfirlýst stefna er að fatlaðir eigi ekki að vera aðgreindir frá ófötluð- um og á það við skóla sem aðra opinbera þjónustu. Komið hefur í ljós að þó vilji sé fyrir hendi að veita fötluðum kennslu og þjálfun í almennum skólum í auknum mæli vantar vfða bæði aðstöðu og búnað til þess. Margir telja að blöndun fatlaðra bama í almennar bekkjar- deildir yrðu báðum hópunum í óhag við núverandi aðstæður. Það þarf því að gera hvort tveggja — bæta aðstöðuna í almennum skólum og jafnframt útbúa sérdeildir og sér- skóla með fullnægjandi hætti. Sótt er um fé úr framkvæmda- sjóði fatlaðra til þess og nemur sú upphæð um 50 milljónum króna á næsta ári. Á þessu ári er stefnt að því að koma á fót þremur heimilum í Reykjavík, einu á vegum Svæðis- stjómar og tveimur á vegum Styrktarfélags vangefinna. At- hyglisvert er að stofnkostnaður vegna húskaupa heimilanna sem Styrktarfélagið beitir sér fyrir að koma á fót er fjármagnaður með lottófé en ekki úr framkvæmdasjóði fatlaðra. Á næsta ári eru gerðar tillögur til fjárlaga um rekstur þriggja sam- býla í Reykjavík auk skammtíma- vistheimilis og meðferðarheimilis fyrir einhverf böm. Jafnframt gerir Blindrafélagið tillögu um að koma á fót einu sambýli. Stofnkostnaður þeirra til húsakaupa/nýbygginga og búnaðar er um 100 milljón krón- ur. Hagsmunasamtök fatlaðra hafa staðið fyrir umtalsverðum fram- kvæmdum í þágu meðlima sinna á undanfömum áratugum. Mörg þeirra hafa komið sér upp eigin ijár- öflunarleiðum og eru happdrætti þar á meðal. Fjáröflun með þessum hætti er mikilvæg fyrir félögin og gerir þeim kleift að hafa frum- kvæði að nýrri þjónustu. Félaga- samtök fatlaðra sækja jafnframt um fé úr framkvæmdasjóði fatlaðra vegna þess að happdrættiságóði dugar ekki til að standa straum af kostnaðarsömum framkvæmdum. Nýjasta fjáröflunarleiðin, lottóið, gefur hagsmunasamtökunum kost á að bæta úr brýnum húsnæðis- vanda öryrkja. íbúðir em keyptar um land allt og leigðar öryrkjum gegn vægri leigu. Tilurð lottósins má m.a. rekja til skerðingar framkvæmdasjóðs fatl- aðra en með skerðingu sjóðsins sem nemur hundruðum milljóna króna var kollvarpað upphaflegum til- gangi hans að gera átak í því að rétta hlut fatlaðra í velferðarríkinu. Á sama tíma og lottóið hóf göngu sína voru afleiðingar af skerðingu sjóðsins þær að tillögur svæðis- stjómum ný úrræði drógust á lang- inn eða náðu ekki fram að ganga vegna fjárskorts og verklok skóla- bygginga og framkvæmda á vegum félagasamtaka drógust ár eftir ár. Lottóið var því einskonar himna- sending fyrir hagsmunasamtök fatlaðra sem standa að lottóinu og nú var dæminu snúið við. í stað þess að hagsmunasamtökin sæktu um fé til ríkisins sækja svæðis- stjómir (sem era ríkisstofnanir) um fé til hagsmunasamtaka. Þetta er öfugsnúið ekki síst fyrir það að með þessari þróun stendur lottóið til hliðar við áform ríkisins um skipu- lagða uppbyggingu á þjónustu og stofnunum samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Það er fullreynt að framkvæmda- sjóður fatlaðra hefur ekki haft bol- magn til að fjármagna nauðsynleg- ar framkvæmdir í þágu fatlaðra undanfarin ár. Fjárþörf vegna framkvæmda í Reykjavík einni á næsta ári er á ijórða hundrað millj- ón krónur. Hér er aðeins verið að nefna töl- ur til þess að menn átti sig á að framkvæmdasjóður verður að fjór- faldast ef gera á átak í því að bæta hag fatlaðra frá því sem nú er. Ríkisstjómin getur tryggt það fjármagn, því það er ákvörðun hennar hve stóran hluta af þjóðar- kökunni eigi að skammta fötluðum. Því ber að fagna að ríkisstjómin beiti sér á næstu mánuðum fyrir markvissum aðgerðum með gerð framkvæmdaáætlunar til næstu flögurra ára. Höfundur er frtunkvsemdasljóri svæðissijómar um málefni fatl- aðra í Reykjavík. Námskeið í ferðamennsku Björgunarskóli Landssam- bands hjálparsveita hélt nýiega námskeið fyrir almenning í ferðamennsku. Kennd vora ýmis atriði sem ferðafólk ætti að vita skil á, m.a. notkun áttavita og landabréfa. Þetta fyrsta námskeið, sem stóð 4 kvöld, sóttu 15 manns, en ráðgert er að halda fleirí námskeið með haustinu. (Fréttatilkynning) Nokkrir af þátttakendum á nám- skeiði Landssambands hjálpar- sveita skáta I ferðamenpsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.