Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 34______ Panama: Noríega kveðst búinn til frekarí viðræðna Panama-borg, Reuter. MANUEL Antonio Noriega, hers- höfðingi og æðsti valdamaður i Panama, tilkynnti á Panama-þingi á föstudag að hann hefði visað úrslitakostum Bandaríkjastjórnar um að hann segði af sér til föður- húsanna. Á hinn bóginn sagðist Noriega enn vera boðinn og búinn til frekari viðræðna við Banda- ríkjamenn. Á sama tima var greint frá þvi i Washington, höf- uðborg Bandaríkjanna, að forset- ar Mið-Ameríkurikjanna og sjálf- stæð stofnun beittu sér nú fyrir því að farin yrði önnur leið til þess að leysa vanda Panama, eft- ir að upp úr viðræðum Noriegas og Bandaríkjasijómar slitnaði í vikunni. Áætlun þessi felur í sér að komið skuli á viðræðum með Noriega og pólitiskum andstæðingum hans og freista þess að koma landinu á lýð- ræðisbraut. Fremstir í flokki þeirra, sem beita sér fyrir þessari lausn mála, eru Vinicio Cerezo Guatemala- forseti, Juan Sosa, sem er helsti for- ystumaður stjómarandstöðunnar í Panama, og Lýðræðismiðstöðin (Center for Democracy), sem er sjálf- stæð stofnun í Washington. Noriega svaraði fyrirspumum Hincrmamia í 3V* tfma í ETær Og sagði meðal annars: „Við erum tilbúnir til þess að ræða við hvem sem er, svo framarlega sem okkur em ekki sett- ir úrslitakostir." Hann sagði að mánaðarlangar samningaviðræður ráðgjafa sinna við Michael Kozak, fulltrúa Bandaríkja- stjómar, hefðu mnnið út í sandinn vegna ákafa Bandaríkjamanna, sem hefðu beitt sig óþolandi þrýstingi í von um að ná skjótum samningum. „Þeir settu okkur þá úrslitakosti að Panama yrði þegar að fallast á síðustu tillögu þeirra ella yrði hún dregin til baka. Þetta veit ég af þvf að ég var þama. George Shultz [ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna] ekki.“ Shultz sagði á miðvikudag að ráð- gjafar Noriegas hefðu fallist á sam- komulag um að Noriega segði af sér. Hins vegar hefði Noriega sjálfur heykst á samkomulaginu á síðustu stundu. Bandaríkjastjóm hefur um langt bil reynt að efla stjómarandstöðuna í Panama í von um að koma Noriega frá völdum. Róðurinn var hertur til muna fyrir skömmu eftir að saksókn- ari í Flórídu ákærði hershöfðingjann fyrir aðild að stórfelldu eiturlyfja- smygli til Bandaríkjanna. Vinningstölurnar 28. maí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.413.192,- 1. vinningur var kr. 2.208.360,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 736.120,- á mann. 2. vinningur var kr. 662.286,- og skiptist hann á milli 302 vinningshafa, kr. 2.193,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.542.546,- og skiptist á milli 7.242 vinn- ingshafa, sem fá 213 krónur hver. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasimi: 685111 Reuter Lögreglumenn rannsaka bilinn sem talið er að mannræningjarair hafi notað til að ræna leiðtoga kólumbíska íhaldsflokksins, Alvaro Gomez Hurtado, á sunnudag. Billinn var sprengdur stuttu eftir mannránið. Stj ómmálamanni rænt í Kolumbíu Bogfota, Reuter. VOPNAÐIR menn rændu Al- varo Gomez Hurtado, einum leiðtoga kólumbiska íhalds- flokksins, og skutu lífvörð hans til bana í Bogota á sunnudag. Talið er að Gomez hafi særst. Ættingjar sögðust hafa þekkt rödd Gomezar á snældu sem send var til útvarpsstöðvar, en þar sagði hann: „Ég er að deyja." Sjónar- votlar sögðu hins vegar að Gomez virtist ekki hafa særst þegar hon- um var rænt. Hringt var í útvarps- stöðina og sagt að skæruliðahreyf- ing sem kennd er við Simon Boli- var bæri ábyrgð á mannráninu. Lögreglan var hins vegar ekki viss um hvort vinstrisinnaðir skærulið- ar eða eiturlyfjasmyglarar, sem fyrirhugað er að framselja til Bandaríkjanna, hefðu rænt Gomez. Daginn áður hafði lögregl- an handtekið Fabio Ochoa, en syn- ir hans eru sagðir leiðtogar eitur- lyfjasmyglhrings. Nokkrum klukkustundum áður en Gomez var rænt hafði sérfræð- ingur í eiturlyfjamálum sagt í sam- tali við fréttamann Reuters að eit- urlyfjasmyglarar myndu hefna sín á kólumbískum embættis- og stjómmálamönnum vegna hand- töku Ocheas. Gomez er fyrrum sendiherra, var framkvæmdastjóri dagblaðs- ins El Siglo og hefur tvisvar verið í framboði í forsetakosningum. JEAN-Pierre Chevenement, varnarmálaráðherra Frakk- lands, segir að franski herinn hafi farið illa að ráði sínu er hann batt enda á umsátur um mannræningja á Nýju Kale- dóníu á blóðugan hátt. Ráð- herrann segir að þeim sem tóku þátt í árásinni skuli refsað. Chevenement segir að samn- ingaleiðin hafi ekki verið fullreynd þegar Jacques Chirac, þáverandi forsætisráðherra, fyrirskipaði ár- ásina, þremur dögum fyrir síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi. í árásinni féllu 19 að- skilnaðarsinnar og 2 franskir her- Svíþjóð: Flotinn sprengir tundurdufl Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKI flotinn sprengdi í gær tundurdufl í sænska sketja- garðinum vegna fregnar um að erlendur kafbátur væri þar á ferli. Einnig var leitað úr lofti nærri Uto, bannsvæði hersins suður af Stokkhólmi, en þar fór viðvörunarkerfi í gang sem gaf til kynna að óþekktur hlutur væri á sveimi neðansjávar. Þijú ár eru nú liðin síðan Svíar sprengdu síðast tundurdufl úti fyr- ir ströndum landsins. Þá lék grun- ur á að kafbátur væri á siglingu nærri Karlskrona í suð-austur Svíþjóð. Þrátt fyrir að fregnum fjölgi af kafbátaferðum erlendra ríkja við Svíþjóð hefur flotanum aldrei tekist að standa slíkan að verki. Árið 1981 sigldi sovéskur kaf- bátur í strand nærri sænskri flota- stöð en Sovétmenn kenndu hafvillu um. Ríkisstjómin hefur fyrirskipað hemum að skjóta á grunsamlega neðansjávarfley í stað þess að reyna að neyða þau til að koma upp á yfírborðið. menn. Chevenement segir að liðs- foringinn sem stjómaði árásinni hafí verið látinn víkja. Menn af ættflokki melanesa, frumbyggja Nýju-Kaledóníu, halda þvi fram að tveir mannræningj- anna hafí verið myrtir með köldu blóði eftir að þeir gáfust upp. Leið- toga þeirra, Alphonso Dianou, hafí verið látið blæða út eftir að hann var fluttur særður til nærliggjandi þorps. Chevenement gefur í skyn að eitthvað hafi verið gruggugt við dauða Dianous. Búist er við því að Frakklandsstjóm fyrirskipi nú opinbera rannsókn á árásinni á Nýju Kaledóníu. Blóðbaðið á Nýju-Kaledóníu: Misgjörðir hers- ins viðurkenndar París, Reuter. LEEDfl MERKI UM GÖDAN ÚTBÚNAÐ f ' f '■ V '.*• (&%?: , FLUGUHJÓL \ • j r • • Fást í nœstu sportvöruverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.