Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Skagafjörður: Aðalvandí loðdýrabænda er of hátt fóðurverð - segir Páll Þorgilsson refabóndi á Eyrarlandi Sauðárkróki. í ÞEIRRI umræðu sem nú fer fram um vanda loðdýrabænda, og sérstaklega þeirra sem fást við refarækt, hefur komið fram að höfuðvandinn liggur i of háu fóðurverði, sem á síðastliðnum 6 til 8 árum hefur nánast tifald- ast, meðan skinnaverð hefur rúmlega tvöfaldast. Þegar haft var samband við Pál Þorgilsson bónda að Eyrarlandi í Hofshreppi, benti hann á að þegar hann hóf refarækt 1981 hefði meðalverð á skinni verið um það bil 570 krónur en verð á fóð- urkflói 1,35 kr. Nú væri hinsvegar meðalverð á skinni um 1.300 krón- ur en fóðurverðið einhversstaðar á bilinu 13 til 14 krónur hvert kfló. Það mætti því hver maður sjá að sá grundvöllur sem loðdýra- rækt á íslandi átti að byggjast á, það er lágt fóðurverð, er alls ekki lengur fyrir hendi. A síðasta ári var fóðurkostnaður um það bil 1.700 krónur á hvert skinn, auk vaxtakostnaðar, en um 120 kfló fóðurs þarf til framleiðslu hvers skinns. Ein fóðurstöð getur þjónað öllu landinu Á síðastliðnum vetri fengu bænd- ur vaxta og verðbótalaust lán, til 6 ára, 500 kr. á hvem hvolp og 800 kr. á læðu, en þetta lán gerði varla meira en að jafna halla síðasta árs á beinum útlögðum kostnaði. Til úrbóta taldi Páll helst að refa- bændur drægju stórlega saman seglin, eða færu að hluta til út í aðra ræktun, þannig að ein grein taki verðfallssveiflur af annarri. Einnig að létt verði fjármagns- kostnaði af fóðurstöðvunum, en sá kostnaður verður til þess að fóður- verð er óhóflega hátt. í þessu til- viki mætti nefna fóðurstöð Mel- rakka á Sauðárkróki, sem á sínum tíma var byggð svo stór að hún getur þjónað nánast öllu landinu. Þetta var gert þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir stjómarmanna og varið til þess að að minnsta kosti einn stjómarmaður sagði sig úr stjóminni og taldi sig ekki geta borið ábyrgð á þeirri fjárfestingu. Mál standa nú þannig, sagði Páll, að við þolum engar verðsveifl- ur á skinnunum, við verðum alltaf að fá toppverð og það dugir þó varla til. „Búgreinin þarf tíma til að þróast" Þegar haft var samband við Ein- ar Gíslason bónda á Skörðugili, sem er formaður Sambands fslenskra loðdýraræktenda, sagði hann að í vetur hefðu verið gerðar tillögur til landbúnaðarráðuneytis og ráðherra um að gripið yrði til afkomutrygg- inga í formi útflutningsbóta á refa- afurðir. Taldi Einar það betri kost heldur en niðurgreiðslu á fóðri, þar sem hennar væri síður þörf hjá minkabændum og ef til vill meiri hætta á misnotkun heldur en ef form útflutningsbóta væri notað. Á stuttum tíma hefðu bændur aflað sér góðra dýra og mikillar þekking- ar og mjög ámælisvert ef öllu þessu yrði kastað á glæ. Nú þegar lægju um 6—700 milljónir í refabúum, 800 milljónir í minkabúum og 300 millj- ónir í fóðurstöðvum, og væri það spuming hvort láta ætti þessa fjár- muni §úka út í veður og vind og einnig kippa afkomu undan um það bil 250 fjölskyldum víðsvegar um landið. Það verður að gefa þessari bú- grein tíma til einhverrar þróunar, sagði Einar, aðlögunartími hefur verið mjög skammur og jafnvel bjartsýnustu menn munu varla hafa gert ráð fyrir að í byijun yrði alltaf siglt á sléttum sjó, en það er höfuð- mál að fljótlega verði ákveðið hvað gert verði og hvenær, því að þyngst sé á metum þegar goti er lokið hvort bændur eigi yfír höfuð að halda hvolpum lifandi, miðað við það óvissuástand sem nú er. Ætla Markmiðið þroski o g þjálf- un í mannlegnm samskiptum - segir Hilda M. Firer, varaforseti 5. sviðs ITC ITC er skammstöfun fyrir Int- ernational Training in Com- munication sem mætti þýða sem Alþj’oðasamtök samskiptaþjálf- unar. Þessi samtök hafa starfað hér á Iandi i um 15 ár undir nafninu Málfreyjur, en þar sem samtökin eru einnig opin körlum og um þúsund karlkyns meðlimir eru í alþjóðasamtökunum hefur nafninu verið breytt og skamm- stöfunin ITC framvegis notuð eingöngu. Hilda M. Firer, vara- forseti 5. sviðs ITC er stödd hér á landi og átti blaðamaður Morg- unblaðsins við hana stutt spjall af þvf tilefni. Þetta er í Qórða sinn sem Hilda kemur hingað til íslands og sagðist hún vera afskaplega hrifín af landi og þjóð. „Ég dáist að skapgerð og sjálfstæði fólks hér. Alls staðar mætir manni gestrisni og hlýja. Það er virkilega gott að koma til ís- lands,“ sagði hún og gat þess einn- ig að hún gæti ekki séð betur en allt væri hérí miklum blóma, þrátt fyrir að margir töluðu um kreppu. „Ég kom hingað síðast fyrir fímm árum síðan og það er ótrúlegt hvað borgin hefur stækkað mikið," sagði hún. „Sem umsjónarmaður fímmtu deildar ITC ferðast ég mjög mikið og hitti margt fólk. Því mér fínnst alveg nauðsynlegt að hitta það fólk sem ég þarf að hafa mikil sam- skipti við augliti til auglitis og það er líka mun ánægjulegra." Hilda M. Firer er frá Suður- Afríku og var einn af stofnendum ITC samtakanna þar í landi. HÚn hefur gegnt margvíslegum ábyrgð- arstöðum innan alþjóasamtakanna og er nú varaforseti 5. deildar ITC. Hun hefur yfírumsjón með félögun- um í Skotlandi, Englandi, Dan- mörku, Hollandi, Lúxemborg, Grikklandi, ísrael, Zimbabwe, Malawi, S-Afríku og á íslandi. „Það bætast sífellt ný og ný lönd í hópinn sem vilja stofna ITC félög og nú síðast Noregur, Malta og Þýskaland. Einnig höfum við fengið fyrirspum frá Peking og hafa Kínversk stjómvöld boðið fulltrúa frá ITC þangað til að kynna sam- tökin. Megin markmið okkar er að þjálfa forystuhæfiieika fólks, kenna því að tjá sig og hlusta á aðra, þjálfa skipulagshæfíleika sína og byggja uppsjálfstraust. Einnig fá félagar kennslu í fundarsköpum og þingsköpum og hafa margir með- limir átt sæti á þingi í sínum heima- löndum. Félagar læra líka að kynna sjálfa sig á sómasamlegan hátt, t.d. á vinnumarkaði. Þess eru dæmi að feimnar og óframfæmar stúlkur hafa breyst í sjálfsöruggar heims- konur á 6—9 mánuðum. Stór þáttur í þjálfun okkar er að læra mannleg samskipti, en það getur verið mikil list að læra að hafa samskipti við sér yngri og eldri manneskjur með Hilda M. Firer i ræðustól. tilhlýðilegri virðingu og láta í leið- inni aðra bera virðingu fyrir sér. ITC eru alþjóðleg samtök en starfa alls staðar eins, því fólk er í aðalatriðum eins hvar sem er í heiminum. Samtökin em öllum opin óháð kynþætti eða kynferði og em nú um þúsund karlmenn í samtök- unum en alls em 23 þúsund meðlim- ir í ITC. Alls staðar í heiminum er markmið okkar hið sama; að þroska einstaklinginn og þjálfa í mannleg- um samskiptum. “ ITC hefur starfað hér á landi í 15 ár undir nafnu Málfreyjur og em félagar nú milli 5 og 600 tals- ins og starfa í 24 deildum víðs veg- ar um landið. Sagði Hilda að deild- in hér væri í ömm vexti og ein sú öflugasta á sínu umsjónarsvæði. má að um 20% af fóðumotkun árs- ins nýtist fyrstu 7 mánuðina, en eftir að hvolpamir stálpast og fóð- umotkun eykst verður að liggja fyrir hvemig bmgðist verður við vandanum, því bændur verði að ákveða hvort þeir reyna að sleppa með hálfan skaða eða allan. BB Nýja seglskútan skríður eftir haffletinum. Siglingaskólinn: 83 nemendur útskrifast SIGLINGASKÓLINN útskrif- aði á sl. vetri 70 nemendur með 30 rúmlesta skipstjómarpróf, auk þess sem 13 nemendur út- skrifuðust með hafsiglingapróf á seglskútum. Umsjón með skipsljóraarprófi er nú i hönd- um Menntamálaráðuneytis, en var áður hjá Samgönguráðu- neytinu. í fréttatilkynningu frá Sigl- ingaskólanum segir að markmið skólans sé að auka öryggi á sjó með bóklegri og verklegri kennslu í öllum þáttum sjóferða. Bóklega kennslan fer fram á kvöld- og helgamámskeiðum, en verklega kennslan á nýrri seglskútu af gerðinni Tonic 23, sem keypt var sérstaklega í þeim tilgangi. Nú í byijun júnímánaðar hefjast verk- legu námskeiðin og eru opin öll- um, 14 ára og eldri. Siglingaskólinn hefur einnig gefíð út Siglingabókina, handbók fyrir stjómendur segl- og vélbáta. (Úr fréttatilkynningu) Morgunblaðið/Bjöm Pálsson Nýstúdentarnir 24 og 3 nemendur af tveggja ára brautum, sem brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 21. maí síðast- liðinn. Garðabær: 24 stúdentar braut- skráðir frá FG FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Garðabæ var slitið 21. mai síðast- liðmn. Þá voru brautskráðir 24 stúdentar og 3 nemendur af tveggja ára brautum. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náðu Ólafur Torfason á félagsfræða- braut og Marta Marfa Skúladóttir á eðlisfræði- og náttúrufræða- braut. Marta lauk samtals 193 ein- ingum. 400 nemendur stunduðu nám við skólann á vorönninni á 7 tveggja ára brautum ög 12 fjög- urra ára brautum, sem lýkur með stúdentsprófi. Hátíðleg athöfti var haldin í skó- lanum og fluttu ávörp Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, sem af- henti prófskírteini, Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, séra Bragi Friðriksson, sóknarprest- ur, ogÁmi J. Gunnarsson, nýstúd- ent. Gísli Ragnarsson, aðstoðarskóla- meistari, afhenti nemendum viður- kenningar fyrir góðan námsárangur. Kór skólans söng undir stjóm Guðlaugs Viktorssonar og Sigrún Þorgeirsdóttir söng einsöng við und- irleik Lám Rafnsdóttur. Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari, lýsti ánægju sinni með ár- angur nemenda í heild I ræð’u sinni, en nefndi það jafnframt að námsár- angur allmargra nemenda gæti verið miklum mun betri ef ekki kæmi til mikil vinna með náminu. Lýsti hann áhyggjum sínum af þessari þróun og gat þess að nokkmm nemendum hefði verið gert að velja á milli náms í skólanum og launaðrar vinnu. Þorsteinn kvaddi svo nemendur sína m.a. með þessum orðum:„Stritið er að baki og síðasta handtakið er eftir. Handtak sem er í senn handsal til staðfestingar því, að þið hafið lok- ið merkum áfanga í lífi ykkar og kveðja með óskum um bjarta og góða framtíð. Engin ein námsgrein skiptir sköp- um í lífi ykkar, en þau vinnubrögð, sem við höfum leitast við að kenna ykkur, munu vonandi reynast ykkur dýrmætt veganesti. Öguð vinnu- brögð, öguð hugsun er upphaf vis- kunnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.