Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 31 Vandi refabúskaparins: Bíðum eftír viðbrögð- um við tíllögum SIL - segja sunnlenskir refabændur Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Einar Guðnason á Heiðarbrún með son sinn Árna Ma. Selfossi. REFABÆNDUR eru ekki tilbún- ir að gefast upp þótt á móti blási. Þeir sem rætt var við vijja bíða átekta eftir því hvernig til- lögum frá Sambandi islenskra loðdýraræktenda (SÍL) til lausn- ar á vandanum verður tekið af stjórnvöldum. Ljóst er að bændur biða ekki endalaust, segjast vera búnir að bíða nógu lengi þvi vandamálið haf i verið til umræðu frá þvi um áramót. Þeir loðdýrabændur á Suðurlandi sem rætt var við voru sammála um að ef refaræktin liði undir lok þá hækkaði verð á fóðri óhjákvæmi- lega því framleiðslan yrði mun minni til að standa undir fjárfest- ingum fóðurstöðvanna. Það væri því mikil hætta á algjöru hruni í loðdýraræktinni ef ekki yrði brugð- ist rétt við. Hart ef refurinn þurrkast út „Ég er ekki tilbúinn að gefast upp. Þessi búgrein er ung og við eigum eftir að læra margt,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson formaður Loðdýraræktarfélags Suðurlands, bóndi á Húsatóftum V á Skeiðum. Hann er með 125 læður en auk þess fjárbúskap. „Það hefði í upphafi átt að veita fjánnagni til greinarinnar á annan hátt. Styrkur til húsbygginga hefði frekar átt að renna til fóðurstöðva, rannsókna og til sæðingarstarf- semi. Hefðum við verið fyrr á ferð- inni með sæðingamar hefðu blend- ingamir komið fram fyrr og við náð betra verði og þá verið betur í stakk búnir að takast á við vandann núna. Mér fínnst hart ef refurinn þurrk- ast út og það gerist verði ekkert gert. Þeir sem em með gömul hús geta kannski haldið áfram en allir hinir hætta sem hafa byggt ný hús. Sumir hafa leigt eða selt full- virðisrétt og ef þeir hætta verða jarðimar verðlausar. Það er sár- grætilegt að þetta skuli vera svona núna þegar gotið gengur vel Það var rekinn mikill áróður fyr- ir þessari grein í byijun og allir frammámenn hvöttu menn til að fara út í þetta. Þess vegna finnst mér að þessir aðilar og sjóðir verði Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rúnar Friðgeirsson, Réttarholti. að bregðast við þessu ástandi og styðja við bakið á mönnum með einhveijum aðgerðum. Þessir aðilar bera vissa ábyrgð. Innst inni er ég þó viss um að refurinn á eftir að ná sér á strik aftur," sagði Aðalsteinn og benti á að Finnar segðu það einsdæmi að verðið héldi svo lengi áfram að fara niðurávið. Það fæst ekkert fyrir vinnuna „Ef íbúðarhúsið væri ekki héma léti ég þetta flakka," sagði Einar Guðnason refabóndi á Heiðarbrún í Gnúpvetjahreppi. Hann er ein- göngu með refí, 136 læður, og lagði fyrst inn skinn í fyrra. Hann kvaðst hafa verið að hugsa um að stækka og fara út í minkarækt en hætt við það því þá hefði staðan versnað miðað við ástandið í dag og ekki væri á lausaskuldimar bætandi. „Maður setur hvolpana á í þeirri von að ástandið batni eitthvað. Eins og staðan er í dag þá endar með því að ég drep helminginn eða allt saman í haust verði ekkert gert til aðstoðar. Afborganir af lánum em um 400 þúsund krónur á ári auk þess sem ekkert fæst fyrir vinnuna og það næst varla inn fyrir fóðrinu. Það kæmi sér vel ef fóðrið lækkaði og að skuldbreytingar fengjust á lánum. Það drepst öll loðdýrarækt ef refurinn hverfur því hann étur miklu meira en minkurin og heldur uppi fóðurstöðvunum," sagði Einar. Hann benti á að verðið sem fékkst fyrir refaskinnin árið áður en hann byijaði samsvaraði 6.000 krónum en núna fengjust 1.400 krónur fyr- ir skinnið. Ottast að loðdýra- ræktin hrynji „Ég óttast að loðdýraræktin hrynji ef refurinn hverfur og fóðrið hækkar,“ sagði Rúnar Friðgeirsson, Réttarholti í Gnúpveijahreppi, sem byrjaði fyrir þremur árum og er með 60 refalæður og 300 minka- læður. Hann kveðst vera að skipta yfír í mink og hyggur á byggingar í sumar jrfír minkinn. „Ég er ekki talsmaður þess að sækja í sjóði en þessi búskapur gengur ekki upp nema aðstoð komi til. Það er hægt að aðstoða menn út úr refaræktinni yfir S minkinn en þá verður að bregðast við því að fóðrið hækkar. Minkurinn geng- ur með því fóðurverði sem er núna.“ Fóðrið hækkar ef refurinn hverfur „Ég bíð eftir því hvað verður gert í þessu ástandi sem nú er en Morgunblaðið/Sigurður JónsBon Viðar Magnússon, Hraunbúi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðaisteinn Guðmundsson, Húsa- tóftum V, með tvo yrðlinga. þó er ég mest hræddur um að þær aðgerðir sem farið verður út í muni bara lengja í hengingarólinni," sagði Viðar Magnússon á Hraunbúi í Gnúpveijahreppi. Hann er ein- göngu með loðdýrarækt, 127 refa- læður og 400 minkalæður. Mér fínnst það hefði átt að hugsa út í skuldbreytingu á lánum og lengja þau. Bankamir hafa hjálpað tii og reynst mönnum vel við að forðast dráttarvexti. Ég er andvígur styrkjum. Það er miklu heilbrigðara að gera mönnum kleift að vinna sig út úr vandanum. Maður fer auðvit- að á hausinn fyrir áramót ef ekkert verður gert. Það er hætt við að erfitt verði í minkaræktinni ef fóðrið hækkar sem það gerir ef refurinn hverfur. Sumir trúa þvi að refurinn muni fara upp aftur eftir svona tvö ár og það getur alveg verið," sagði Viðar í Hraunbúi um ástandið í loð- dýraræktinni. - Sig. Jóns. á klukkutíma fresti f| Amór, Ingó ogJói mm Flexello VAGNHJÓL Nylon-gúmmí pumpuð Allar stærðir Powlsen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. Fer inn á lang flest heimili landsins! s iHovguiifrlfttoife MICR0SOFT HUGBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.