Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 47
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Að Fjalli Krossins kemur fólk á hátíð heilags kross 14. september. Árið 1987 komu 150 þúsund manns. Hvað laðaði þetta fólk að? Fólkið finnur að himnamir eru nærri. Pflagrímamir koma til móður sinnar, þeir skilja að hún kemur þeirra vegna. Þeir hlýða henni, jafn- vel þótt hún biðji um breytingu á lifnaðarháttum, yfirbótum og sætt- ir. Úr munni þeirra hljómar söngur yfir akrana: „Við komum úr öllum landshomum. Við fæmm þér sorgir vorar og langanir. Líttu til okkar, hughreystu okkur, réttu okkur hendur þínar. Talaðu máli vom við Son þinn. Móðir friðarins, bið þú fyrir oss.“ Fólkið veit að aldrei hefur það komið fyrir að nokkur maður hafi árangurslaust snúið sér til hennar og ákallað hjálp hennar og ámaðar- bænir. Þess vegna kemur það með svo miklu trúnaðartrausti og í svo stómm hópum til hásætis náðarinn- ar, til drottningar himins og jarðar, til Móður sinnar. Nokkrar upplýsingar frá Miijönu í fyrstu yfirþyrmdi máttur og mikilleiki Gospu okkur svo, að það leið yfir okkur nokkmm sinnum. Síðar gaf hún okkur sérstaka náð til að þola hina daglegu fundi með henni. Gospa tók skýrt fram að hún hefði búið í Nazaret sem venjuleg óbrotin kona sem þurfti að líða margskonar raunir. Hún ræður okkur að bera bless- aða muni svo sem men og myndar- nisti og blessa okkur oft með vígðu vatni. Stórt tákn mun birtast á fjallinu Cmica, og mun það stöðugt standa þar, fyrir þá sem ekki trúa. Þá munu margir hlaupa upp fjallið og biðjast fyrirgefningar. Miijana seg- ir að einu sinni hafí djöfullinn birst sér. Hún varð stjörf af skelfingu. Hann lofaði henni öllu fögm ef hún yfírgæfi Gospu. Miijana svaraði með festu og ákveðni: „Nei.“ Djöf- ullinn hvarf þá sjónum hennar. Gospa kom til hennar og sagði að allra væri freistað, og að djöfullinn reyndi að ná öllum á vald sitt. Á aðfangadagskvöld 1982 héldu sýnimar á heimili Miijönu áfram eins og venjulega. Aðeins fáir vom viðstaddir. Eftir sýnina settist Miij- ana niður í þungum þönkum og sagði ekki orð. Allir skildu að eitt- hvað hafði komið henni úr jafn- vægi. Nokkra stund var allt hljótt. Þá spurði móðir hennar: „Hvað geðist?" Miijana grét og yfirgaf herbergið. Stuttu seinna kom hún aftur og sagði: „Þetta var næst síðasta sýnin mín. Á morgun kemur Gospa aftur vegna jólahátíðarinn- ar.“ Það kvöld var Miijönu trúað fyrir 10. og síðasta leyndardómin- um. Innihald hans er hræðilegt. Með honum mun öllu ljúka. Gospa sagði því næst: „Farðu nú hugrökk út í lífið og ræktu skyldur þínar. Nógu lengi hefur þú verið hindmð af sýnunum." Hún lofaði að koma aftur hvem afmælisdag hennar og einnig í miklum erfiðleikum lífs hennar. Á jóladag var Gospa hjá henni í 40 mín. (miklu lengur en venju- lega), fullvissaði hana og hug- hreysti varðandi allt sem gerast myndi í framtíðinni. Lögreglan vissi að henni var lof- að sýn á afmælisdegi sínum (18. mars). Þann dag var hún handtekin og yfírheyrð allan daginn. Hún kom heim kl. 9.30 og þar beið Gospa eftir henni. Aðstoðarpresturinn í Medjugoije átti langar viðræður við Miijönu. Hér er hluti frásagnar hennar. Síðustu mánuði hafði hún orðið mjög ömgg í návist Gospu. Henni fannst Gospa elska hana eins og móðir og að hún gæti spurt hana að hveiju sem væri. Einu sinni spurði hún: „Hvemig getur Guð verið svo „miskunnarlaus" að dæma syndara til helvítisdvalar að eilffu? Ef maður fremur glæp á jörðinni, er hann settur í fangelsi, tekur út sinn dóm og alit er ok.“ Gospa svar- aði: „Þeir sem em í helvíti hafa ekki lengur eina einustu góða hugs- un um Guð. Þeir bölva og rægja. Þeim dettur ekki í hug að yfirgefa helvíti." Svör Gospu um hreinsunareldinn: „Hann skiptist í nokkur stig ef svo má að orði komast. Sum em mjög nálægt helvíti, og síðan í þrep- um upp til þeirra sem næst em himnarfki. Sumar sálir þar biðja mjög til Guðs, en enginn á jörðinni biður fyrir þeim. En Guð ver til þeirra vissum hluta bæna annarra, sem beðnar em á jörðinni. Hve margir fara til helvítis? „Flestir fara í hreinsunareldinn, mjög margir til helvítis, en fæstir beint til himnaríkis. Einnig sagði hún að margir syndarar fæm til vítis, vegna þess að enginn bæði fyrir þeim, og enginn viidi fóma neinu fyrir þá.“ Gospa sagði Miijönu að fólk nú á dögum léti trú sína stjómast af hegðun prestanna, og tryði ekki á Guð væm prestamir ekki góðir. Það ætti að taka skýrt fram við fólkið að það færi ekki í kirkju til að sjá prestinn né til að skoða einkalíf hans, heldur til að biðja og heyra Guðsorð af vömm hans og til að meðtaka sakramentin. Leyndar- dómamir varða: a) allan heiminn b) alla Júgóslavíu c) hluta Júgó- slavfu d) Medjugoje e) hið mikla tákn á Qallinu Cmica. Þegar Miij- ana hafði heyrt 7. leyndardóminn og þann versta fram að þessu, grát- bað hún Gospu í hvert sinn er hún birtist að miðla málum við Guð svo hann linaði þessa hörmung. Hún hafði beðið þessa svo oft að hún var orðin nærri því „heimtufrek". Gospa sagði henni þá að kalla sam- an eins marga og hún mögulega gæti til að biðja með henni. Hún gerði svo, og gat safnað saman til bæna fjölda fólks í Sarajevo. Gospa sagði henni að með þessu hefði henni tekist að fá þessa ógæfu mildaða hjá Guði. Seinna heyrði hún 9. og 10. leyndardóminn. Þeir em jafiivel verri. Það er engin von að fá því afstýrt, vegna þess að svo margir lifa eins og Guð væri ekki til, og vilja ekki bæta ráð sitt. Fólk verður að vera undir þessa miklu atburði búið, án ótta eða ringulreið- ar, og fela sjálft sig algjörlega í hendur Guði. Það verður að haga lífi sínu þannig að það sé reiðubúið að deyja þá og þegar, jafnvel snögg- lega. Miijönu langar að hrópa til allra eins og Gospa gerði: „Snúið fr& villu ykkar vega, á meðan enn er tími til.“ Svo hljóðar frásögn Miijönu: Þjáningar Eitt sinn var Vicka veik og varð að liggja í rúminu. Jakov litli grét af samúð með henni. Þá birtist Gospa alveg óvænt og hughreysti hann. HÚn skýrði út fyrir honum að þjáningar væm nauðsynlegar til friðþægingar fyrir svo marga synd- ara, sérstaklega í stórborgum heimsins. Hinn 15. ágúst 1982 heyrðu sjá- endumir áttunda leyndardóminn. Þau sögðu hann mjög alvarlegan. Þann 29. nóvember 1982, fyrsta dag undirbúnings fyrir hátíðisdag hins Óflekkaða Getnaðar Marfu Meyjar (8.des.), heyrðu þau öll 9. leyndardóminn, nema ívan sem var í prestaskólanum. Hann var svo hræðilegur að þau grétu öll. Sfðan 14. janúar 1983 segir Gospa fjómm sjáendanna ævisögu sína. Þeir segja að hún sé yndisleg. Síðan þá svarar hún ekki oftar persónulegum spum- ingum. Mörg kraftaverk gerast í afturhvörfum og sinnaskiftum. Á jólum 1980 grét faðir nokkur í Medjugoija yfir því að synir hans vildu ekki sækja kirkju, jafnvel ekki á þessum heilaga degi. Nu em syn- ir hans hvert kvöld nálægt altarinu í innilegri bæn. Færir sérfræðingar hafa kynnt sér málin og em ályktanir þeirra mjög jákvæðar. Bestu leikarar ver- aldar geta ekki hermt eftir andlits- tjáningu sjáendanna meðan á sýn- unum stendur. Þolinmæði þeirra með allri þeirri forvitni sem þessu fylgir, og gefur þeim ekki stundar- frið, fer langt fram úr mannlegum mætti. Þau sýna heldur engin við- brögð við ljósi á meðan á sýnunum stendur, heyra ekki hljóð, finna ekki ef þau em snert. Þau skynja hvorki rúm né tíma. Boðskapur Frá 1. mars flutti hin sæla Mey á hveijum fímmtudegi boðskap til fólksins í Medjugoije, en allur heim- urinn getur lært af því. Hér em nokkur atriðin: Allir em þýðingarmikilir, einnig gamalmenni og sjúklingar. Guð sér einnig smáu fómimar og viður- kennir þær, og þá em þær ekki lengur smáar. Dramb hverfur ekki svo auðveldlega, þess vegna er fastan nauðsynleg. Ég býð ykkur að fasta uppá vatn og brauð á föstu- dögum og annan dag vikunnar, t.d. miðvikudag, minnka einnig reykingar, áfengisdrykkju og að horfa á sjónvarp. Ykkur gef ég kærleik minn til þess að þið berið hann áfram. Þetta er fallegasta en jafnframt erfiðasta köllunin. 21. nóvember 85: „Við eigum of annríkt." Nú er engin að starfi á ökmnum; stundið því eigin sálar- heill. Komið í heilaga Messu. Þar kemur flöldi fólks reglulega, jafnvel í mjög vondu veðri. Þeir vilja sýna mér ást sína á sinn sérstaka hátt. Drottin mun umbuna ykkur í ríkum mæli. Ég þakka ykkur fyrir svar við kalli mínu. 17. apríl ’86: Þið látið jarðneska hluti of miklu varða. Með því miss- ið þið gjafír þær sem Drottinn vill gefa ykkur. Hafíð ekki áhyggjur af jarðneskum hlutum. Þá hafið þið engan tíma fyrir Guð. Aðeins Guð getur fært hjarta ykkar frið. 1. maí ’86: Með bæninni getið þið breytt fjölskyldulífinu. Ef þið verðið að blómi, mun öll fjölskyldan verða fallegri. Þið eruð áþyrgir fyr- ir ástandi fjölskyldunnar. Þetta eru orð náðarinnar. Það er sárt að drekka ekki af þessari uppsprettu. 15. maí ’86: Kæru böm, í dag býð ég ykkur að gefa mér hjarta ykkar til þess að ég geti ummyndað það og gert það líkt mínu. Þið spyij- ið af hveiju þið getið ekki fram- kvæmt það sem ég býð ykkur. Þið getið það ekki af því að þið hafið ekki gefið mér hjarta ykkar. Gefið ‘ mér hjarta ykkar og ég mun gera það eins og mitt. Frá 25. janúar '87 er boðskapur ekki lengur vikulega, en er fluttur 25. hvers mánaðar. Síðasti fundur Maríu Meyj- ar með ívönku Þann 7. maí ’85 fékk Ivanka í húsi hennar sýn, sem stóð yfír eina klukkustund. Hún fékk föður Slavko blað, þar sem eftirfarandi var skrifað: Eins og dag hvem kom María Mey heilsandi: „Blessaður sé Jes- ús.“ Ég svaraði: „Megi Jesús og María alltaf vera blessuð." Aldrei sá ég Maríu svo fallega og vingjam- lega eins og þetta kvöld. Kjóll henn- ar, blæja og kóróna voru sett geisl- andi gulli og silfri. Það vom tveir englar með henni. María Mey spurði mig hvers ég vildi óska. Ég bað hana að fá að sjá mína látnu móð- ur. Þá brosti María, hneigði höfuð sitt, og allt í einu birtist móðir mín. Hún var brosandi. María sagði mér að standa upp. Ég stóð upp. Móðir mín faðmaði mig að sér, kyssti mig og sagði: „Bamið mitt, ég er hreyk- in af þér.“ Síðan hvarf hún. Þá sagði María við mig: „Kæra bamið mitt, í dag er okkar síðasta daglega samkoma. Vertu ekki döpur, því að ég mun koma til þín á hveijum aftnælisdegi, nema þetta ár. Kæra bam, hugsaðu ekki að þú hafir gert nokkuð rangt, og að það sé ástæðan að ég komi ekki lengur. Af öllu hjarta hefurðu þegið ráð frá syni mínum og mér. Vertu glöð, því að ég er móðir þín, sem elskar þig mjög. Ivanka, segðu öllum vin- um ykkar, að Sonur minn og ég séum alltaf með þeim, þegar þeir ákalla okkur." Þá bað ég Maríu hvort ég mætti kyssa hana. Hún hneigði höfuð sitt og ég kyssti hana. Ég bað hana að blessa mig. Hún gerði það, brosti og sagði: „Farðu í Guðs friði." Síðan hvarf hún ró- lega ásamt englum tveim. Svo hljóðar frásögn Ivönku. Ivanka gifti sig 28. desember 1986 og fæddi fyrsta bam sitt 11. nóvember 1987. Hún heitir Kristína. Hin sæla Mey opinberaði Miijönu margt um ókomna tíma, meira en hinum sjáendunum. Miijana segir meðal annars: María Mey segir að heimsfriði sé nú stefnt alvarlega í voða. Hún hvetur menn til afturhvarfs og sátta. Segist hún vilja skilja eftir varanlegt tákn í Medjugoije öllu mannkyni til handa. Áður en hið sýnilega tákn verður gefið koma þrenns konar aðvaranir. Tíu dögum fyrir eina aðvömnina mun Miijana gera séra Pétar Ljúbicié aðvart. Hann mun kunngera leyndarmálið þrem dögum áður en til þess kemur. Að lokum beygi ég mig undir lokadóm kirkjunnar, sem er ekki ennþá fram kominn. Hafnarfjörður, 10. mars 1988. Höfundur er prestur í Knrmelíta- klaustrinu í Hafnarfirði. uniniifiUBIX UÓSRITUNARVÉLAR _________47 ÁS-TENGI Allar gerðlr Tengið aldrei stál - í - stál SduBtaMgiaar oJ&xresffiŒxrii & <B® VESTURGOTt/ 16 SIMAR 14680 ?1480 Smábátaeigendur Eigum mjög hentuga 130 I. plastkassa með eða án loks fyrirykkur. Veitum allar upplýsingar B.Sígurðsson sf. Auðbrekku 2, sími91-46216. || ÍSLEIFUR JÓNSSON hf. Bolholti 4, Reykjavík, símar 36920 og 36921 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.