Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Boðskapur frá himnum Prestar hlýða á skríftir. Medjugorje: eftir séra Frans von Hooff Pjórum sinnum hef ég notið þeirra forréttinda að heimsækja Medjugorje, sem er smábær í Júgó- slavíu, þar sem María Mey hefur birst daglega frá 24. júní 1981 og þar til nú, fyrst sex unglingum, síðan fímm og núfjórum. Aldrei fyrr hef ég séð jafnmikinn mannfjölda biðjast fyrir svo inni- lega. Daglega kom margt fólk til að skrifta. Einu sinni stóð ég við altarið ásamt sextíu prestum. Ég gisti hjá sex bama fjölskyldu. Það elsta var gift. Þar var sjón- varp, en sjaldan kveikt á því. Sam- eiginlega baðst fjölskyldan fyrir á o»4iveijum morgni í hálfa klukku- stund. Þau fóru með rósakransbæn og fleiri bænir á króatísku, sem Drottinn skildi betur en ég. Á kvöld- in voru sumir úr þessari íjölskyldu nokkra klukkutíma í kirkjunni. Þau gáfu guði tíma. Ef aliar fjölskyldur hefðu þvílíkt bænalíf, þá væri heim- inum bjargað. Ég heyrði að 16. maí hefði María grátið vegna þess að fólk hefði ekki nóg beðið fyrir syndum heims- ins. Guðsmóðir hvetur okkur aftur og aftur til að biðja, sérstaklega innan fjölskyldunnar. Hvar mundu böm læra frekar að biðja en innan Qölskyldunnar? - Hvar mundu þau finna kærleika, ef ekki fyrst frá foreldrum? Kær- leikur vex með því að biðja saman. Medjugoije er paradfs friðar og bæna. Einnig úti í náttúrunni ríkir þar friður og kyrrð. Þar heyrist í gaukum og froskum. Þar sjást hænur með unga sína og geit tjóðr- uð að narta í Iauf af iimgerði. Göm- ul kona röltir á eftir kindahóp með talnaband í hönd. Fólk vinnur hörð- um höndum á smáökrum þar sem vex tóbak eða vínber. Einu sinni sá ég á fjalli birting- ^nna eitursnák, og mér datt í hug: „Djöfullinn, María mun kremja höfuð þitt. Þú ert héma á hættuleg- um stað.“ Hvað gerðist í Medjugoije? Þann 24. júní 1981 birtist vor blessaða móðir sex ungmennum og hefur gert daglega upp frá því. Ef þú trúir því ekki þegar í stað ertu skynsamur, því til eru falssýnir, og um raunverulegar sýnir eru oft gefnar rangar upplýsingar. María varar sjálf við því í Medjugoije. En ef boðskapurinn frá Medjugoije er sannur er mikilvægi hans ómetan- •egt. Þijár stúlkur, Vicka Ivankovic (16 ára), Miijana Dragiéevié (16 ára) og Ivanka Ivankovic (15 ára) sáu móður Guðs á fjallinu Cmica. Vicka varð svo hrædd að hún hljóp í burtu en kom aftur eftir nokkrar mínútur. Hún hugsaði með sér: „Ef þetta er Gospa, þá hef ég ekkert að óttast." (Gospa þýðir kona í bók- staflegri merkingu, en Júgóslavar nota það aðeins um Guðsmóður). Ivan Dragiéevié (16 ára) kom nú að með eplapoka í höndum. Stúlk- umar bentu á sýnina. Er hann sá hana, fölnaði hann, missti eplin og hljóp í burtu. Þegar stúlkumar komu heim gátu þær ekki falið geðshræringu sína, en allir hlógu að frásögn þeirra. Kvöldið eftir fóru Jakov Colo (10 ára) og Marija Pavlovic (16 ára) einnig með þeim. Þau voru hin einu sem höfðu trúað þeim. Er þau sáu Gospu féllu þau á kné og báðust fyrir. Móðir ívönku hafði dáið nokkmm mánuðum áður. Ivanka spurði því Gospu hvemig móður sinni liði. Gospa svaraði: „Hafðu ekki áhyggjur af henni. Hún er nú einn af englum mínum á himnum." Þau spurðu Gospu hvort hún kæmi aftur daginn eftir. Hún játti því. Þriðja daginn stökkti Vicka vígðu vatni á sýnina og sagði: „í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga anda. Ef þú ert móðir Guðs þá vertu kyrr. Ef ekki, þá farðu burt." Gospa brosti að- eins. ívanka spurði aftur um móður sína. Gospa svaraði að henni liði vel. „Bað hún þig að skila nokkm til mín?“ „Hún bað þig að hlýða ömmu þinni og hjálpa henni, af því að hún er orðin svo gömul.“ „Af hverju kemurðu aðeins til okkar? Við emm eins og allir aðrir, ekkert sérstök." „Ég leita ekki þeirra bestu. Ég kem til að vera á meðal fólksins." Síðan snéri hún sér að þeim, horfði á hvert þeirra og sagði: „Ég vil að fólk bæti ráð sitt, meðan enn er tími til.“ Bömin sögðu seinna: „Gospa var með útréttar hendur. Hún talaði króatísku, fagra Ivanka: Ein af sjáendunum. Hún giftist 28. desember 1986 og eignaðist dóttur í nóvember 1987. króatísku (tungumál Madjugoije). Rödd hennar var sem tónlist eða söngur eða klukknahljómur, ólýsan- leg.“ Fleiri og fleiri komu til að verða vitni að sýnunum. Sýnimar hófust fyrst á fjallinu Cmica, síðan í kirkjunni og mörgum öðmm stöðum, jafnvel heima hjá sjáendunum, því að öll vildu þau fá Maríu í heimsókn. Frá 14. janúar 1982 til apríl ’85 birtist María í „kapellu birtinganna", sem er lítið herbergi til hægri handar altarís í kirkjunni, Frá apríl ’85 til septem- ber ’87 á sönglofti kirkjunnar, eða þar sem sjáendumir em. Kirkjan er troðfull hvert einasta kvöld. Fólk biður rósakransinn og sækir heilaga messu. Fjöldi fólks sem kom til skrifta, messu og altar- isgöngu fór vaxandi dag frá degi. Margir sem höfðu ekki skriftað í mörg ár, komu nú til þess. Ungt fólk kom gangandi úr 60 til 80 km Qarlægð. A fyrstu fimm mánuðun- um komu fleiri en hálf milljón pflagríma. A.m.k. eitt hundrað þús- und skriftuðu hjá prestum sem sátu í kringum kirkjuna undir bemm himni í hita og kulda, marga klukkutíma á dag. Oft var kirkjan svo troðfull að varla var hægt að hreyfa sig. Úti var mannfjöldinn jafnvel meiri. Hin guðlausu yfirvöld ollu sjá- endunum miklum vandræðum. Þeim var hótað lögreglu og íþjmgt með bölvunum og svívirðilegum skömmum. Heila nótt urðu þau að dúsa í einangmnarklefa, og öðm sinni vom þau lokuð inni á geð- veikrahæli. Þar vom þau færð til lækna og sálfræðinga sem úrskurð- uðu þau alveg eðlileg og ekki í neinni þörf fyrir læknismeðferð. Sóknarpresturinn var handtekinn og sakaður um að skálda alla sög- una. En það var útilokað vegna þess að hann hafði aðeins þjónað skamman tíma í sókninni, þekkti engan sjáendanna og hafði aldrei haft neinn þeirra í trúarfræðslu. Fyrstu fímm daga sýnanna var hann á stað fjarri Medjugoije og stjómaði þar kyrrðardögum. Hann kom ekki til baka fyrr en nokkmm dögum seinna. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm. Nokkrir aðrir prestar höfðu gefið út upplýsingar um sýnimar. Þeir fengu jafnvel harðari dóm, fímm til átta ár. Síðan ’85 hafa yfirvöld verið miklu mildari, því að þeir sáu að hinn mikli fjöldi pflagríma var þeim sem hæna er verpir gulleggjum. Gospa endurtók mjög oft kall sitt um afturhvarf, á meðan enn væri tími til. Miijana gefur Gospu orðið: „Segðu öllum að ég þurfí bænir allrar þjóðarinnar til að færa Guði til málamiðlunar. Þið verðið að biðja og gera yfírbót eins oft og mögulegt er, vegna þess að svo margir kristnir menn lifa sem heiðnir væru. Það eru ennþá allt of fáir raunverulega trúaðir." Hún nefnir sig Friðardrottning- una; og segir að fólk verði að sætt- ast á öllum sviðum. Einstaklingar og fjölskyldur, þjóðfélög og ríki. í júlíbyijun 1981 sáu margiríbú- ar Medjugoije, sóknarpresturinn einnig, að yfír hinum 12 m háa krossi sem stendur á fjallinu Krizevaé (Fjalli krossins) var orðið „MIR“ skrifað með eldi (mir = fríð- ur). Nokkrum sinnum sagði Gospa bömunum að veröldin væri á barmi mikilla hamfara. Þann 8. desember bjuggust böm- in við hátíðargleði, en Gospa fór öðmvísi að. Hún kraup niður og bað með útréttum örmum: „Elsku sonur minn, ég bið þig að fyrirgefa heiminum hinar alvarlegu sjmdir hans, en með þeim misgjörir hann þér.“ Síðan bað hún með bömunum, og sagðist biðja daglega þessa sömu bæn framan við krossinn á íjallinu Krizevaé. Hundmð eða þúsundir hafa séð stórkostleg tákn á þessu ijalli. Krossinn hverfur og stórt ljós kem- ur í stað hans og Gospa birtist. Eitt sinn gat að líta mikinn eld úr Qarska. Slökkviliðið og lögregia komu á vettvang en gátu ekki séð nein merki um eld er þangað kom. Táknin era á ýmsa vegu, en þau sýna að boðskapurinn er ætlaður öllum heimi, fólki af öllum trúar- brögðum. Gospa hefur átalið kristna menn fyrir að mismuna fólki af öðmm trúarbrögðum, en tekur skýrt fram að Jesús Kristur sé hinn eini meðalgangari hjá Föðumum. Gospa kennir bömunum að biðja. Stundum syngja þau. Þau spyija einnig spuminga fyrir sig sjálf og spuminga sem aðrir hafa beðið þau að spyija. Gospa svarar þeim öllum. Hún er þeim sem allra besta móðir í friðsamri fjölskyldu, sem kennir bömum sínum allt sem þau þarfn- ast í lífinu. Einu sinni bað Gospa Vicku og Jakov að fasta í heila viku uppá vatn og brauð. Bæði lofuðu því og hún kyssti þau fyrir. Gospa leyfði sjáendunum sex að sjá Himnaríki. Ivanka þekkti þar móður sína og annan látinn. Aðeins ijögur þeirra sáu helvíti. Tvö þeirra vom ekki í Medjugoije á þeim tíma. Seinna spurði Gospa hvort þau vildu sjá helvíti, en þau vildu það ekki. Hún sagði þá: „Ég sýni ykkur það svo þið megið vita hvaða laun bíða þeirra er gjöra vilja Guðs, og refsinguna sem þeir fá er vilja ekki hlýða honum." Sumarið 1981 sá Marija Gospu óvænt við gluggann sinn. Hún kall- aði á Vicku sem var nærstödd. Gospa spurði hvort þær myndu vilja ganga í klaustur. Þær yrðu ekki að gera það, en það myndi gleðja hana. Áttu þær að hugleiða þetta mjög vel, því þetta yrði fyrir lífstíð. Seinna ákváðu báðar að verða við ósk hennar. í upphafí skólaársins fóru sjáend- umir hver í sína áttina: ívan fór í prestaskóla, Mirijana f framhalds- skóla í Sarajevo, Maríja í skóla í Mostar að læra hárgreiðslu og ívanka í framhaldsskóla í Mostar. Aðeins Vicka og Jakov vom eftir í Medjugoije. Sýnimar héldu áfram hjá hveijum þeirra á meðan á kvöld- bænum stóð. Á heimili Miijönu í Sarajevo vom oft ýmsir viðstaddir sýnimar. Er Miijana hafði lokið við heimaverk- efni sín kraup hún niður og bað og hin himneska móðir kom. Allir þeir er séð hafa segja að Miijana hafí verið eins einlæg og væri þetta í fyrsta sinn. Eitt sinn bað Gospa Miijönu að fara til Jakovs frænda síns í Medjugoije, vegna þess að hann vildi ekki fara oftar í skólann. Hann sagði: „Gospa er mér alveg nóg.“ Miijana varð að sannfæra hann um að hann ætti að halda áfram í skólanum. Vicka var í textflskóla. Hún bar ávallt lítinn kross um hálsinn. Einn kennaranna sagðist ekki lejrfa henni að taka próf ef hún tæki ekki niður krossinn, og þá félli hún. Vicka neitaði að taka niður krossinn og hætti í skólanum. Gospa sagði að henni væri í mun að einn hinna eldri sjáenda dveldi í Medjugoije. Vicka bauð sig fram. Stundum skelltu þau uppúr meðan á sýnunum stóð vegna spurninga og svara Jakovs, sem er aðeins bam. Gospa hafði einnig gaman að. Eitt sinn sgði hún við Jakov: „Þér verður að ljmda betur við skólafélaga þína. Þú verður að bera kærleik til þeirra allra." „Ég geri það,“ svaraði hann, „en þeir era bara svo leiðinlegir." „Þá verður þú að líta á það sem fóm.“ „Gospa mín ég iofa því, en segðu ekki mömmu frá því, gerðu það.“ Öðm sinni spurði Jakov: „Verður Dinamo (hið fræga fót- boltalið) sigurvegarinn?" Gospa brosti aðeins. Sýnimar veita sjáendunum ómælda gleði en fara fram á þung- ar fómir líka. Þau em útkejrrð eft- ir þúsundir spuminga frá pflagrím- um, jrfirheyrslur lögreglunnar o.s.frv. Forvitnir pflagrímar þyrpast í kringum þau, og sjáendumir svara öllum spumingunum af þolinmæði, hógværð og stundum með hnjdtn- um húmor. í apríl 1982 spurði Miijana Gospu hvort hún óskaði eftir sérstökum hátíðisdegi. Hún svaraði að hún kysi þ. 25. júní, daginn sem hún talaði í fyrsta sinn við bömin, sem hátíðisdag Friðardrottningarinnar. Þann 24. júní 1982, ári frá birt- ingu fyrstu sýnarinnar, komu marg- ir pflagrímar. Eftir hina venjulegu kvöldþjónustu í kirlgunni (rósa- kransinn, messu, trúaijátninguna, sjö faðirvor, Heil sért þú María og Dýrð sé Föðumum ásamt fyrirbæn- um), var kirkjan opin alla nóttina. AUir bekkir vom fúllir. Til miðnætt- is söng fólk og bað saman. Það rejmdi að sofa svolítið og síðan biðja aftur. Úti var jafnvel fleira fólk. Það svaf undir bem lofti. Flestir þeirra fóm heim næsta morgun, eftir að hafa tekið þátt í hl. messu. Nýir hópar pflagríma héldu áfram að strejrma að. Flestir komu gang- andi, sumir berfættir, aðrir úr 100 km fjarlægð. Þeir vom ekki vanir slíku. Vitni sagðist svo frá: „Það var eins og þeir gengju á nálum. Hitinn var 35 gráður i forsælu og malbikið var brennandi heitt. Gospa hafði beðið um jrfírbótarverk og fólkið vann þau.“ Kaþólskt tímarit, Glas Koncila, sagði svo frá: „Þann 24. og 25. júní 1982 komu um hundrað þúsund pflagrímar innlendir og erlendir til Medjugoije. Um 100 prestar hlýddu á skriftir úti fyrir kirkjunni. Sakra- mentinu var útdeilt bæði inni í kirkj- unni og fyrir utan. Eftir messur helguðu sig allir hinu óflekkaða hjarta Maríu." Þennan dag, rétt fyrir kvöld- messu, bað Gospa prestinn, í gegn- um sjáenduma, að þakka fólkinu fyrir bænir, fómir og yfírbótarverk. Hún bað það að vera stöðugt í bænum sfnum, föstum og aftur- hvarfí, og að bíða rólegt eftir því sem spáð hefði verið. Allt færi eftir áætlun Guðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.