Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 69 - Bankamir högnuðust veru- lega af gjaldeyriskaupum Motxunblaðið/RAX Brúðubillinn sýnir á 33 reykviskum gœsluvöllum i júní og júlí. Þá munu hrekkjalómarnir Kalli og Palli skemmta yngstu kynslóðinni ásamt fleirum, með dyggri aðstoð Helgu Steffensen, t.v. og Sigríðar Hannesdóttur, t.h. Á myndina vantar bUstjóra BrúðubUsins, HelgU' Sigriði Harðardóttur, sem einnig aðstoðar við hreyfingar brúðanna. BrúðubíUiim af stað á morgun HÉR FER á eftir í heild fréttatU- kynning viðskiptaráðuneytisins vegna gjaldeyrisútstreymisins dagana 9.-11. mai. Viðskiptaráðuneytinu hefur bor- ist bréf frá Seðlabanka íslands um gjaldeyrisviðskipti dagana 9,—11. maí sl. Bréf þetta er svar við skrif- legri ósk ráðuneytisins frá 22. maí en þegar hinn 12. maí óskaði við- skiptaráðherra eftir því að Seðla- bankinn skilaði greinargerð um þessi viðskipti. Greinargerðin fylgir hér með að undanskildum nokkrum töflum sem varða viðskipti ein- stakra aðila og eru því trúnaðar- mál. Áður hafði Seðlabankinn sent ráðuneytinu lista yfir þá aðila sem keyptu gjaldeyri fyrir meira en 1 milljón króna þessa daga en eins og komið hefur fram, gaf þessi listi ekki fullnægjandi mynd af gjaldeyr- isútstrejnni því úr bankakerfinu, sem var aðdragandi þess að gengis- skráning var felld niður föstudaginn 13. maí sl. og gengi krónunnar lækkað um 10% mánudaginn 16. maí. Æskilegt væri að upplýsingar um gjaldeyrisviðskipti gætu legið fyrr fyrir en nú er raunin. Við- skiptaráðuneytið hefur farið fram á það við Seðlabankann að hann kanni leiðir til úrbóta í þessu efni. í bréfi Seðlabankans kemur fram að gjaldeyrissala banka og spari- sjóða var um 800 milljónir króna á dag að meðaltali 9,—11. maí en í aprílmánuði var hún að meðaltali um 330 milljónir króna á dag. Þetta var aðalástæða þess að ekki varð hjá því komist að stöðva gjaldeyris- sölu. Gjaldeyrissalan var langsam- lega mest miðvikudaginn 11. maí eða rúmlega 1.230 milljónir króna en daginn áður var hún um 470 milljónir króna. Því var ekki gripið fyrr í taumana en gert var. Samtals seldu viðskiptabankamir gjaldeyri fyrir tæplega 2.400 millj- ónir króna 9.—11. maí. Þar af voru um 720 milljónir króna vegna greiðslu afborgana og vaxta af er- lendum lánum sem viðskiptabank- amir hafa endurlánað til innlendra aðila en 1.620 milljónir króna vegna annars. Hér vantar 60 milljón króna gjaldeyrissölu útibúa viðskipta- bankanna 11. maí sem ekki vom færðar hjá aðalbönkunum fyrr en- 13. og 16. maí. Rétt er að taka fram að í tölunni um greiðslu af- borgana og vaxta af endurlánum er innifalin endumýjun tveggja lána að fjárhæð um 370 milljónir króna. Gjaldeyrissala umrædda daga vegna annars en greiðslu endurlána skiptist á margvíslega notkun. Um 950 milljónir króna vom vegna inn- flutnings, rúmlega 180 milljónir vegna ferðakostnaðar, um 110 milljónir vegna íslenskra skipafé- laga og tæplega 100 milljónir vegna greiðslu á vömvíxlum og erlendum reikningsskuldum og em þá stærstu liðimir taldir. Þá daga sem hér um ræðir vom gjaldeyriskaup banka og sparisjóða af Seðlabankanum og viðskipta- mönnum rúmlega 1.010 milljónir króna umfram gjaldeyrissölu til við- skiptamanna og er ljóst að innláns- stofnanir höfðu vemlegan hagnað af þessum gjaldeyriskaupum þegar gengi krónunnar var lækkað. Þessi gjaldeyriskaup innlánsstofnana vom þó í samræmi við gildandi regl- ur á þessu sviði. í þessu sambandi er rétt að benda á að gjaldeyrisjöfn- uður viðskiptabanka í heild versnaði töluvert fyrstu vikuna í maí. Þá gátu bankamir að óbreyttu búist við mikilli gjaldeyrissölu og þurft að hafa gjaldeyri til reiðu til að verða við óskum viðskiptamanna sinna um gjaldéyri. Heildargjald- eyrisjöfnuður viðskiptabankanna var um 100 milljónum króna lakari 17. maí sl. en hann var 29. apríl. Þessi heildartala segir þó ekki alla söguna. Þannig versnaði gjaldeyris- jöfnuður sumra bankanna á þessum tíma en annarra batnaði að sama skapi. Þótt þessi gjaldeyriskaup banka og sparisjóða af Seðlabankanum 9.—11. maí samrýmist gildandi reglum gefa þau tilefni til að at- huga rækilega fyrirkomulag á gjaldeyrissölu Seðlabankans til við- skiptabankanna. Salan fer nú fram á því gengi sem er skráð þegar gjaldeyrispöntun er staðfest en af- hending gjaldeyrisins getur dregist um 1—2 daga eftir því hvemig stendur á hjá Seðlabankanum. Seðlabankinn ber því almenna gengisáhættu í þessum viðskiptum og er ljóst að hann tapaði nú á þeim vemlegum gengismun. Seðla- bankinn seldi innlánsstofnunum gjaldeyri fyrir 2.210 milljónir króna 9.—11. maí. Þar af vom staðfestar pantanir frá 10. og 11. maí 1.580 milljónir króna sem átti að afgreiða 13. og 16. maí. Langstærsti hluti þess gjaldeyris sem viðskiptabank- amir keyptu af Seðlabankanum í aðdraganda gengislækkunarinnar var því enn í Seðlabankanum þegar gengisskráning var felld niður. Ástæða er því til að breyta reglum um gjaldeyrissölu Seðlabankans til banka og sparisjóða þannig að dreg- ið verði úr gengisáhættu hans. SÝNINGAR Brúðubilsins hefjast á morgun með frumsýningu á leikritinu „í fjörunni" i Halla- garðinum kl. 14. BrúðubUlinn mun síðan ferðast milli reyk- viskra gæsluvalla í júní og júlí með sýningar sinar, alls 66 tals- ins. Sýnt verður tvisvar á hveij- um stað. Önnur sýning verður 2. júní kl. 10 á gæsluvellinum við Rauðalæk og kl. 14 verður Brúðubfllinn við Tunguveg. Þann 3. júní verða sýn- ingar kl. 10 á gæsluvellinum við Vesturgötu og kl. 14 í Sæviðar- sundi. 6. júní verða sýningar í Iðu- felli kl. 10 og kl. 14 við Njálsgötu. 7. júní verða sýningar á gæsluvell- inum í Skeijafírði, við Bauganes kl. 10 og kl. 14 í Ljósheimum. 8. júní verður Brúðubfllinn á gæslu- vellinum við Gerðuberg og kl. 14 við Árbæjarsafn. 9. júní verða sýn- ingar við Austurbæjarskóla kl. 10., 10. júní verða sýningar í Barðavogi kl. 10 og 13. júní í Dalalandi kl. 10. Þann 14. júní verður Brúðubíll- inn við Fannarfold kl. 10, 15. júní á gæsluvellinum við Feyjugötu kl. 10 og 16. júní við Gullteig kl.' 10. 20. júní verða sýningar í Hvassa- leiti kl. 10 og á Kambsvelli kl. 14. 21. júní verður sýnt í Rofabæ I kl. 10 og Rofabæ II kl. 14. 22. júní verður Brúðubíllinn í Safamýri kl. 10 og kl. 14 í Stakkahlíð. 23. júní sýnir bfllinn í Suðurhólum kl. og í Tunguseli kl. 14. 24. júní í Vestur- bergi kl. 10 og í Yrsufelli kl. 14. 27. júní verða sýningar í Suðurhlíð- um, við Birkihlíð kl. 10 og í Breið- holti kl. 14. Þann 28. júní verða sýningar við Dunhaga kl. 14, 29. júní í Fífuseli kl. 14 og 30. júní við Frostaskjól, kl. 14. í júlí verður fyrsta sýningin á Háteigsvelli, 1. júlí kl. 14. 4. júlL _ verður sýnt í Breiðholti kl. 10 og við Gerðuberg kl. 14. 5. júlí verður sýning við Austurbæjarskóla kl. 14 og 6. júlí við Árbæjarsafn kl. 10 og í Barðavogi kl. 14. 7. júlí verður Brúðubfllinn við Dunhaga ki. 10 og í Dalalandi kl. 14. 8. júlí í Fífuseli kl. 10 og við Fannarfold kl. 14. Þann 9. júlí verður sýnt í Frosta- skjóli kl. 10 og við Freyjugötu kl. 14. 12. júlí verður sýning á Kambs- velli kl. 14 og 13. júlí í Hallargarðin- . um kl. 10 og í Hvassaleiti kl. 14^ Þann 14. júlí verða sýningar í Rofabæ I kl. 10 og Rofabæ II kl. 14. 15. júlí sýnir Brúðubfllinn í Stakkahlíð kl. 10 og í Safamýri kl. 14. 16. júlí verða sýningar í Tungu- seli kl. 10 og Suðurhólum kl. 14 og 18. júlí verður ein sýning, við Háteigsveg kl. 14. 19. júlí verður sýnt á gæsluvellinum við Njálsgötu kl. 10 og í Iðufelli kl. 14. Þann 20. júlí verður Brúðubfllinn á gæsluvell- inum við Tunguveg og kl. 14 við Vesturberg. 21. júlí eru sýningar við Ljósheima kl. 10 og við Rauða- læk kl. 14. 22. júlí við Yrsufell kl. 10 og við Vesturgötu kl. 14. Þann 25. verður sýnt á gæsluvellinum við Sæviðarsund og þann 26. f Suður- hlíðum, við Birkihlíð kl. 10 og kl.**>-~ 14 f Bauganesi í Skeijafírði. Sfðasta sýningin verður svo þann 27. júlí á gæsluvellinum við Gullteig kl. 14. Gj aldey r issalan Gjaldeyrissala viðskipta- banka og sparísjóða vegna ann- ars en afborgana og vaxta af erlendum endurlánum 9., 10. og 11. maí 1988. Flokkuð eftir eðli í þús. króna: Ferðakostnaður 184.126 Námsmannayfírf. 9.514 Sjúkrakostnaður 538 Umboðslaun 12.485 Einkaleyfísgjöld 996 Launagreiðslur 3.875 Sérfræðiþjónusta 10.261 Vextir og fjármagnskostn. 1.874 Leiga (ekki fjárm.leiga) 5.927 Kaup- og fjármögnunarleiga 228 Iðgjöld 14.871 Tryggingabætur 1.387 fsl. flugfélög 9.318 Flugþjónusta 11.429 ísl. skipafélög 112.138 ísl. fískiskip (viðg. o.fl.) 3.840 Skipamiðlarar (leigur o.fl.) 24.197 Skipaþjónusta (hafnargj. o.fl.) 1.656 Annað v/skipa (sendingark.) 4.228 Olíufélögv/vamarliðsviðsk. 314 Auglýsingar og kynningarst. 958 Fjarskiptaþj. (Póstur og sími) 115 Utanríkisþj. (sendiráð ísl. erl.) 100 Gjaldeyrisviðsk. erl. sendir. áísl. 431 íslenskirverktakarerlendis 1.317 Ýmsar þjónustugreiðslur 652 Lífeyrisgreiðslur 2.131 Eignayfírfærsla v/búferlafl. 13.589 Endurgreiðslurogendurk. 283 Skattgreiðslur og félagsgj. 1.666 Framlög (arfur, styrkir, gjafír) 4.290 Víxlar og skuldir í opinn reikn. 97.645 Greiðsla á erl. ábyrgðum 11.175 Eldri víxlagreiðslur (’87 og fyrr) 38.383 Erlend lán (aðrar) 15.993 Yfírfærslur v/innflutnings 953.417 ísl. greiðslukortaviðsk. 18.802 Millif. banka 42.297 Samtals kr. 1.616.446 Nýstúdentarnir 43, sem brautskráðust frá Menntaskólanum S Kópavogi síðastliðinn föstudag. Stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Kópavogi MENNTASKÓLANUM í Kópa- vogi var slitið við hátíðlega at- höfn í Kópavogskirkju föstudag- inn 27. maf. Fjölmenni var við athöfnina þar sem 43 stúdentar brautskráðust, 24 stúlkur og 19 piltar. Bestum árangrí náðu þau Andrea S. Harðardóttir úr mála- deild og Auðunn Amórsson úr náttúrufræðideiId.Skólinn braut- skráði fyrst stúdenta áríð 1976 en frá þeim tfma hafa 748 nem- endur lokið námi frá honum. Skólameistari, Ingólfur A. Þor- kelsson, flutti skólaslitaræðuna og afhenti stúdentum skírteini ogverð- laun fyrir ágætan árangur í einstök- um greinum. Skólakórinn söng und- ir stjóm Kjartans Siguijónssonar. Einn úr hópi nýstúdenta, Anna Bima Snæbjömsdóttir, flutti ávarp Auðunn Arnórsson, sem lauk stúdentsprófi af tveim brautum, nátt- úrufræðibraut og málabraut, með 174 námseiningum, tekur hér við verðlaunum úr hendi skólameistara. og áraaði skólanum allra heilla. Helga S. Siguijónsdóttir, meina- tæknir, fulltrúi 10 ára stúdenta ávarpaði einnig samkomuna, en þeir gáfu skólanum við þetta tæki- færi mikla bókagjöf og forláta skál eftir Daða Harðarson með nöfnum allra 10 ára stúdentanna. í ræðu sinni skýrði skólameistari frá því að kennsla á ferðamálabraut hæfist í haust við Menntaskólann í Kópavogi, en það er nýmæli hér á landi. Undirbúningur hefur staðið í tvö ár. Þá sagði skólameistari aá gagngerar endurbætur hefðu farið fram síðastliðið sumar á húsnæði skólans. í meginhluta ræðu sinnar fjallaði hann um lífsstfl og lífsham- ingju. Er hann hafði ávarpað stúd- enta lauk athöfninni með því að allir sungu „fsland ögmm skorið“ eftir Eggert Ólafsson og Sigvalda Kaldalóns. **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.