Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 19 Control Top SOKKABUXUR ■ Vinsælu nuddsokkabuxurnar „Sheer Energy" bjóðast nú stífar að ofan „Control Top". Sameinaðir kostir beggja. [ SILFURBLÁU EGGI. iL SOKKABUXURNAR SEM PASSA W TUNGUHÁLS 11. SlMI 82700 Gloria D. Karpinski heldur námskeið helgina 4. og 5. júní, sem hún kallar „Inside the Looking Glass“ Á námskeiðinu verða tekin til athugunar sambönd okkar við ástvini, hvern- ig við tengjumst líf eftir líf, um tvíburasálir og endurholdgunarmunstur og hvernig dulspekin nálgast ástina og kynkraftinn. Námskeiðið verður haldið í Bolholti 4, 4. hæð, og stendur frá kl. 9.00- 17.00 báða dagana. Námskeiðið kostar 5.500,- kr. Upplýsingar eru veittar í símum 34365 og 612282. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Lúdrasveit Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu spilar undir stjórn Hjálmars Sigurbjörnssonar. Hvammstangi: „Það er leikur að læra - meira“ Hvammstanga. „ÞAÐ er leikur að læra — meira“ Þetta voru einkunnarorð vand- aðrar sýningar sem nemendur og kennarar Grunnskóla Hvammstanga settu upp í skólan- um i tilefni 50 ára afmælis Hvammstangahrepps. Einnig fóru þar fram nemendatónleikar Tónlistarskóla V-Húnavatns- sýslu, en skólinn var að ljúka sínu tuttugasta starfsári. Grunnskólinn á Hvammstanga starfar í 10 deildum, forskóla og 1.—9. bekk. Allt starfslið skólans, 147 nemendur og 16 kennarar, vann stíft í tvær vikur að undirbún- ingi sýningarinnar, sem var 13.—15. maí í vistlegum húsakynn- um skólans. Auðsýnilegt var, hve mikil natni hafði verið lögð í verkið. Gerð voru líkön af Hvamms- tangakauptúni, eins og það leit út árið 1938, einnig af sundlauginni, höfninni og útivistarsvæðinu í Kirkjuhvammi, sem er upp af staðn- um. Þá var búinn til „mini“-ieikvöll- ur, sem unninn var úr hráefni úr fjörunni. í skólanum var sett upp lítil „krambúð" með munum og vörum úr Verslun Sigurðar Davíðssonar og Verslun Sigurðar Pálmasonar, en þessir kaupmenn störfuðu á Hvammstanga í áratugi. Öm Ingi, myndlistarmaður frá Akureyri, hélt námskeið í skólanum fyrir nemendur 6. til 9. bekkjar og prýddu myndir af ýmsum gerðum fjölda veggja. Öm Ingi aðstoðaði einnig við uppsetningu sýningarinn- ar. Einnig máluðu nemendur skond- ið verk á gafl skólahússins og tengdu það öskutunnum skólans. Þá hélt Öm Ingi námskeið fyrir fullorðna og sýndu 10 þátttakendur verk sín í félagsheimilinu auk nem- enda Amar Inga sem komu frá Þórshöfn. Nemendur Grunnskólans prjón- uðu trefil, sem varð 51 m langur, trúlega með þéim lengri sem gerðir hafa verið. Tilgangurinn var að safna fé til kaupa á myndbands- tökuvél, sem skólinn hefur keypt. Sýningin var tekin upp á myndband og einnig tóku nemendur upp ýmsa þætti úr bæjarlífinu. Þá hefur skól- inn eignast tölvu, Macintosh SE, og er hún aðallega notuð til verk- efnagerðar svo og útgáfu skóla- blaðsins og fréttabréfa, sem skólinn sendir frá sér, en þau em orðin 6 á starfsárinu. Samhliða sýningunni voru skóla- slit og nemendatónleikar Tónlistar- skóla V-Húnavatnssýslu, en skólinn er nú að ljúka sínu 20. starfsári. Skólastjóri Tónlistarskólans er Guð- jón Pálsson, en kennarar em 5. Kennt er á fjórum stöðum í sýsl- unni og em nemendur um 80. Lúðrasveit starfar innan skólans, um 25 manns, og er Hjálmar Sigur- bjömsson kennari stjómandi henn- ar. í samtali við Morgunblaðið lýsti skólastjóri Gmnnskólans, Flemm- ing Jessen, ánægju sinni með sam- starf nemenda og kennara við gerð sýningarinnar og gildi hennar til að kynna nemendum sögu staðar- ins. Einnig vekti sýningin áhuga íbúa staðarins á starfsemi skólans. Þá kom fram hjá Flemming að hluti af sýningunni á að standa í sumar, fram yfir afmælishátíð Hvamms- tangahrepps, sem verður 10. júlí. - Karl Nemendur Grunnskólans gerðu m.a. likan af sundlauginni á Hvamm- stanga. tJr „krambúðinni". Gardsláttuvélin Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar Þú slærð betur með uiMtbiAL/i k u-wvú iHi/» H F= . SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.