Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Einar Falur Ms. Saltnes er eitt af stœrri skipum i íslenska skipaflotanum 6.000 smálestir að stærð og lítil von að skipveijar heyrðu bank mannsins sem var lokaður inni fremst í skipinu. Laumufarþegí frá Marokkó með Saltnesi til íslands: Fannst fyrir tilvilj- un nærri dauða en lífi Er nú í vörslu Útlendingaeftirlitsins og verður sendur til síns heima aftur HÉR á iandi er nú í vörslu út- lendingaeftirlitsins Marokkó- búi sem gerðist laumufarþegi með ms. Saltnesi og bíður hann nú þess að verða fluttur aftur til síns heima að sögn útlend- ingaeftirlitsins. Maðurinn laumaðist um borð f skipið í heimabæ sínum Nador í Ma- rokkó þann 2. eða 3. maí sl. og ætlaði að komast með skipinu til Noregs þar sem hann sagðist eiga ættingja. Þrem dögum eft- ir að skipið lagði í haf fannst maðurinn fyrir tilviljun og var þá aðframkominn af vosbúð. Yfirvöld í Noregi hÖfðu ekki áhuga á að taka við manninum og urðu skipveijar þvi að sigla með hann til íslands. Saltnesið kom til Grundartanga á föstu- daginn og hafði þá Marokkó- búinn verið um borð í skipinu f 25 daga frá þvf það lagði úr höfn f Nador þann 3. maf sl. Hér fer á eftir f stórum dráttum frásögn eins skipveija, Guð- mundar Þ. Guðbrandssonar, bátsmanns, af gangi mála. Ágúst ísfeld Agústsson, háseti um borð í ms. Saltnesi, átti sér einskis ills von að morgni föstu- dagsins 6. maí þegar hann var sendur fram undir bakka til að undirbúa gólf undir málningu. Ekki hafði Ágúst verið nema nokkrar mínútur inni í bakkanum þegar hann heyrði torkennilegt uml, hann leit í kringum sig og hugsaði sem svo að sennilega væri bátsmaðurinn að stríða sér. En í því er kallað veikri röddu „Hei monsjör, hei monsjör!". Ágúst leit í áttina sem röddin kom úr og sér svart andlit stara á sig úr myrkrinu. Hann rak upp skelf- ingaróp og andlitið öskraði á móti honum. Ágúst tók síðan til fótanna, hljóp út og skálkaði hurðina fasta þegar hann hafði lokað henni á eftir sér. Að því búnu hljóp hann sem fætur toguðu aftur í og til- kynnti bátsmanninum, Guðmundi Þ. Guðbrandssyni, hvers hann hefði orðið vísari. Varð nú uppi fótur og 6t um borð í skipinu og þegar farið var aftur frammá fannst Marokkóbú- inn aðframkominn við inngang- Marokkóbúinn ásmt björgunarmanni sinum Ágústi ísfeld Ágústssyni um borð f Saltnesinu á leiðinni til íslands. Mikið magn af málingu var geymt undir bakkanum og lekur þynnis- brúsi gerði loftið inni nærri óbærilegt. Guðmundur Þ. Guðbrandsson bátsmaður á ms. Saltnesi við dyrnar þar sem gengið er inn f bakkann. Hann heldur á röri sem Marokkó- maðurinn notaði til að beija á hurðinni og má sjá merki þess á henni efst til hægri. Eðvarð Hreiðarsson háseti á staðnum þar sem Marokkómaðurinn faldi sig. inn, en þangað hafði hann skriðið úr felustað sínum. Greinilegt var á öllum um- merkjum að maðurinn hafði gert örvæntingarfulla tilraun til að láta skipveija vita af sér með því að beija í hurðina sem var skálkuð utanfrá, en hann orðið að gefast upp um síðir. Að sögn skipveija var Marokkóbúinn illa á sig kom- inn og óvíst hvort hann hefði þol- að að vera lokaður inni í felustað sínum alla leið til Noregs. Menn hiupu til og náðu í mat og drykk handa manninum, en hann hélt engu niðri í fyrstu. Hann jafnaði sig þó fljótlega, en aftur kámaði gamanið þegar báts- maðurinn kom eina ferðina frammá. Þá taldi laumufarþeginn að nú hefðu skipveijar kveðið upp dauðadóm og sér yrði líklega kast- að í sjóinn líkt og sögur hermdu að gert væri við laumufarþega sem fyndust í rússneskum, grískum og tyrkneskum skipum. Fór hann að hágráta, reif upp veskið sitt og sýndi skipveijum myndir af fjölskyldu sinni og baðst vægðar. Skipveijar fullvissuðu hann um að engin hætta væri á ferðum og urðu þeir að bera hann út úr bakkanum, en að sögn skip- veija er það óvistlegasta vistar- veran í öllu skipinu, ljóslaust og vont loft vegna leks þynnisbrúsa. Auk þess voru 500 lítrar af máln- ingu geymdir undir bakkanum. Þegar út á dekk kom og hvergi sást til lands náði skelfíngin aftur tökum á arabanum og hann greip krampakenndu taki á björgunar- mönnum sínum til að láta þá fínna að ef þeir ætluðu að kasta honum í sjóinn þá færu þeir með. En eft- ir að hann hafði verið færður undir þiljur og settur f' bað og klæddur í hrein föt lofaði hann Allah fyrir að senda þessa góðu menn til að bjarga sér. Þegar til Norges kom fékk arabinn ekki landvistarleyfí og þegar Saltnes hafði verið í tvo daga í Bergen strauk hann frá borði, en náðist af norsku lögregl- unni og var eftir það lokaður inni og varð skipafélagið að Ieggja fram tryggingu vegna mannsins á meðan Saltnesið var í Bergen. Að sögn Guðmundar Þ. Guð- brandssonar bátsmanns, sem þessi frásögn er unnin eftir, var Marokkóbúinn skipveijum oft erf- iður, hann var uppstökkur og heimtaði að þeir keyptu á sig föt, skó og tóbak. Voru þeir því þeirri stundu fegnastir þegar til íslands var komið og lögreglan hafði tek- ið manninn í sína vörslu. Frá Grundartanga hélt Saltnesið síðan áffarn ferð sinni og er nú á leið- inni vestur um haf. Byggingarnefnd Reykjavíkur: Byggmgarleyfi ráðhúss löglegt Byggingamefnd Reykjavík- ur hefur staðfest umsögn skrif- stofustjóra borgarverkfræð- ings um kæru ibúa við Tjamar- götu á veitingu byggingarleyfis ráðhússins. Samkvæmt um- sögninni er leyfisveitingin í fullu samræmi við lög og regl- ur. Byggingamefnd staðfesti umsögnina með þremur at- kvæðum gegn tveimur. Hefur henni nú verið vísað til félags- málaráðherra og leggur bygg- ingaraefnd tíl að ráðherra vísi kærunni frá. Ráðherra hefur nú einnig í höndum umsögn skipulagsstjóm- ar ríkisins um kæru Tjamar- götubúa. Að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra, var meirihluti fyrir því í skipulagsstjóm að leggja til að ráðherra tæki kærana ekki til greina. Umsagnir byggingamefndar og skipulagsstjómar era tilskildar áður en ráðherra úrskurðar í málinu. Að sögn Lára V. Júlíus- dóttur, aðstoðarmanns félags- málaráðherra, er málið nú í vinnslu í ráðuneytinu, og óvíst er hvenær úrskurðar ráðherra er að vænta. Lára sagðist þó giska á að það yrði innan viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.