Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 55 FriðleifurE. Guð- mundsson fv. skrif- stofustjóri - Minning í dag er jarðsettur Friðleifur Egill Guðmundsson skrifstofustjóri, mágur minn. Hann lést á Land- spítalanum laugardaginn fyrir hvítasunnu, eða þann 21. maí sl. Hann hafði fyrir nokkrum árum orðið var nokkurs heilsubrests og því orðið að minnka við sig störf að einhverju leyti, en var við sæmi- lega góða heilsu úr því þar til nú að hann varð frá vinnu í nokkra daga og dauðinn sótti hann þá skyndilega heim. Friðleifur var fæddur 22. júlí 1920 og ólst upp á fæðingarstað sínum að Holti í Hafnarfírði, sem síðar varð Suðurgata 69b og nú er Hringbraut 64. Hann var sonur sæmdarhjónanna Þóru Egilsdóttur, sem lést 1932, og Guðmundar Sig- urðssonar skósmiðs og síðar mat- sveins. Þau bjuggu að Holti í Hafn- arfirði. Guðmundur lést 18. nóv. 1949. Friðleifur var yngstur systk- ina sinna. Elst var Eyrún, þá Lov- ísa og Guðrún. Þau eru nú öll látin. Allt var þetta listrænt fólk, einkum á sviði tónlistar. Þegar Friðleifur hafði lokið grunnskóla hóf hann nám í Flensborgarskólanum, sem þá var við sjóinn rétt fyrir neðan Holt, heimili Friðleifs. Hann lauk prófi þaðan með ágætum á tilsett- um tíma. Þar kynntist Friðleifur hinni elskulegu eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Ingvarsdóttur. Þau bjuggu síðan í 21 ár að Holti og eignuðust og ólu þar upp 5 böm, 3 drengi og 2 stúlkur, sem öll hafa nú stofnað sín eigin heimili. Elsta bam þeirra er Egill Rúnar Friðleifs- son, sem er kórstjóri Öldutúnsskóla- kórsins og þjóðin þekkir nú öll. Hann er kvæntur Sigríði Bjöms- dóttur. Þá er Erla, sem er þroska- þjálfí og er gift Hallgrími Guð- mundssyni. Ingvar Birgir, doktor í jarðfræði, kvæntur Þórdísi Áma- dóttur. Guðmundur Ómar, doktor í jarðfræði, kvæntur Sigrúnu Jakobs- dóttur, og Þóra Lovísa, mynd- menntakennari, gift Halli Þor- steinssyni. Bamaböm Guðrúnar og Friðleifs em 13. Eftir að þau hjónin fluttu frá Holti hafa þau nú búið í húsi sínu í Ölduslóð 5 í Hafnarfirði í 27 ár. Á þeim tíma hefur mikið vatn mnn- ið til sjávar. Ýmsir erfíðleikar eins og gengur, en líka margt gleðiefni. Þar, eins og í Holti áður, áttu vinir og venslafólk margar ánægjustund- ir á hinu góða og glaðværa heimili þeirra elskulega hjóna Friðleifs og Guðrúnar. Þá var sungið og leikið á hljóðfæri og margt sér til gamans gert. Það var eins og allir gætu þar sungið rétt og vel, en ef útaf brá var það vinsamlega rætt og lagað eftir getu. Friðleifur elskaði landið, útilíf og ferðalög. Hann starfaði mikið f skátahreyfingunni í Hafnar- firði. Löngunin til útivistar hófst mjög snemma. Frá því hann var um 10 ára drengur fóram við stund- um saman í gönguferðir um heiðar og hraun að Reykjanesfjallgarði. Stutt er síðan að hann minnti mig á að við hefðum eitt sinn glejmit að hafa pott með í útileguna svo við sáum ekki fram á að við gætum eldað ávaxtagraut þar eins og til stóð, þótt við hefðum prímus og annað sem til þurfti. Þá var eina ráðið að heita á Strandarkirkju til að við fyndum pott eða einhver ráð. Rétt í því eða strax á eftir datt okkur í hug að hægt væri að t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Ijósmóðir frá Pótursey, lést í Hrafnistu í Hafnarfirði 29. maí. Jóhann Guðmundsson, Ragnar Jóhannsson, Sigurlín Jóhannsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson og barnabörn. t Systir mín, HELGA FRIÐRIKSDÓTTiR, Nóatúni 32, andaðist í Borgarspítalanum 26. maí. María Friðriksdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGAJ. JÓNSDÓTTIR, Bragagötu 38, lést 29. maí. Guðbjörg Egilsdóttir, Róbert Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, MAGNEA JÚLÍA ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Njálsgötu 72, lést i Hátúni 10b, 28 maí. Börn og tengdabörn. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR EGILS- DÓTTUR. Vestfirska harðfisksalan. nota blikkkassann utan af prímusn- um og hafa hann fyrir grautarpott. Það tókst vel og maturinn bragðað- ist ágætlega. Þegar Friðleifur þroskaðist fóm ferðir hans í frístundum að verða meiri og nýtískulegri. Þau hjónin fóm oft saman með bömum sínum ánægjulegar sumarferðir um Borg- arfjörð og víðar. Mestan hluta starf- sævi sinnar vann Friðleifur hjá Rafveitu Hafnarfjarðar eða frá 1. mars 1941 og fram á síðasta dag. I aukastörfum starfaði hann að áhugamálum sínum, leiklist og tón- list, auk þess las Friðleifur mjög mikið sér til fróðleiks og ánægju. Ég á varla minningu um prúðari dreng en Friðleifur var. Hann hafði að jafnaði hljótt um tilfinningar sínar, var stálgáfaður, heilsteyptur starfsmaður og hvers manns hug- ljúfi. Fastur og góður heimilisfaðir var hann svo að þótt hann notaði aldrei stóryrði var vilja hans hlýtt. Dóttir hans sagði mér að aðeins einu sinni myndi hún eftir því að pabbi hennar hafi ávítað hana al- varlega en að þá hafi verið full ástæða til miðað við aðstæður. Eftir að móðir Friðleifs dó (1932) var hann í heimili í Holti með okk- ur Eyrúnu í nokkur ár, enda var faðir hans þá matsveinn á togaran- um Surprise frá Hafnarfirði og því sjaldan heima. Strax sem bam hændist Berg- þóra dóttir okkar mjög að Friðleifí enda var hann henni sem besti bróð- ir í blíðu og stríðu og hefur sá kærleikur ávallt haldist síðan. Söknuður hennar er nú samkvæmt því. Við vinir og venslafólk söknum öll Friðleifs og finnum að farinn er góður drengur, sem skilur eftir verðugt fordæmi. Börn og bama- böm sakna góðs föður og afa og eiginkona Friðleifs, Guðrún Ingv- arsdóttir, kveður hann með virðingu og sámm söknuði. Guð styrki hana. Friðg. G. Tengdafaðir minn, Friðleifur Egill Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hjá Rafveitu Hafn- arfjarðar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Ég kynntist Friðleifi fyrir tæpum fjórtán ámm, og það tók mig ekki langan tfma að komast að því, að þar fór einstaklega vel gefinn og traustur maður, sem gott var að eiga að vini. Friðleifur var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, og þar eyddi hann allri sinni starfsævi. Hann starfaði hjá Rafveitu Hafnarfjarðar í hart- nær fjömtíu og átta ár samfleytt, og var elsti starfsmaður Hafnar- fjarðarbæjar er hann lést. Foreldrar Friðleifs vom Guð- mundur Sigurðsson og Þóra Egils- dóttir, sem bjuggu í Holti, og var hann yngstur fjögurra bama þeirra og eini sonurinn. Hann missti móð- ur sína ellefu ára gamall, en ólst upp eftir það í skjóli föður síns og systra. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaðir, AUGUSTHAKANSSON, varð bráðkvaddur föstudagskvöldið 27. maí. Petra H&kansson, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN G. SIGURÐSSON kaupmaöur, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 29. mai. Jarðarförin auglýst síðar. Laufey Jakobsdóttir, Sigrfður Stefánsdóttir, Garðar Astvaldsson, Elinborg S. Kjærnested, Sfmon Kjærnested, Borghildur Stefánsdóttir, Sverrir Stefánsson, Hrefna Stefánsdóttir og barnabörn. t Ástkær faöir okkar, AGNAR EGGERT VALDIMARSSON, Öldugranda 3, andaðist í Borgarspítalanum 16. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjördfs Eggertsdóttir, Anna Eggertsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR VILHJÁLMSSON, Álfheimum 42, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30. Guöveig Hinriksdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Guðný Gunnarsdóttir, Jón Pálsson, Vigdfs Gunnarsdóttir, Agnar Logi Axelsson, Ágústa Hallsdóttir og barnabörn. Þau Friðleifur og Guðrún Ingv- arsdóttir gengu í hjónaband árið 1941, og eignuðust þau fimm böm. Bamabamahópurinn er orðinn æði stór, og á síðasta ári fæddist þeim fyrsta bamabamabamið. Alla tíð hefur heimili þeirra á Ölduslóð 5 verið opið öllum þessum hópi. Marg- ar góðar minningar em til um sam- verustundir fjölskyldunnar þar, og þá helst á jólunum, en fjölskyldan hefur ætíð komið öll saman á heim- ili þeirra á jóladag. Mér varð fljótt ljóst að Friðleifur var búinn mörgum góðum hæfíleik- um, sem höfðu sem betur fer feng- ið að njóta sín í gegnum árin. Hann var músíkalskur mjög og lék á gítar, en á sínum yngri ámm var hann um margra ára skeið í dans- hljómsveit, og var það sennilega fyrsta hljómsveitin sem fór hringinn um landið og stóð fyrir dansleikja- haldi, en það var árið 1945. Friðleif- ur lék einnig um tíma í Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Árið 1950 hóf Friðleifur að starfa með Leikfélagi Hafnarfjarðar, og um tíu ára skeið tók hann mjög virkan þátt í starfsemi þess. Hann lék þar fjöldamörg veigamikil hlut- verk, en starfsemi leikfélagsins var mjög blómleg á þessum ámm. Einn- ig sat hann lengi í stjóm félagsins. Þessir hæfileikar Friðleifs nutu sín alla tíð á góðum stundum, og oft hefur verið glatt á hjalla á Öldu- slóðinni, þegar fjölskyldan hefur sungið og skemmt sér þar saman. Friðleifur var óvenjulega vel les- inn, og það var aldrei komið að tómum kofunum hjá honum, þegar bókmenntir vom annars vegar. Hann var íhugull og vakandi fyrir öllu í umhverfi sínu, og aldrei heyrði ég hann kasta rýrð á nokkum mann eða málefni. Allt látbragð hans var ætíð fágað og yfirvegað, og nær- gætni einkenndi alla hans fram- komu. í mínum huga var hann sént- ilmaður, sem forréttindi vom að fá að kynnast. Það er erfitt að sætta sig við það, þegar ástvinur er kallaður svo fyrirvaralaust á brott, en eftir sitja góðar minningar sem hlúð verður að. Elsku Rúna mín, ég sendi þér og öllum öðmm ástvinum Friðleifs mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. Hallur Þorsteinsson Það er margs að minnast hjá starfsfólki Rafveitu Hafnarfjarðar þegar Friðleifur Egill Guðmundsson er kvaddur hinstu kveðju. Ferill Friðleifs hjá Rafveitunni er orðinn langur, fiill flömtíu og sjö ár, lengst af sem skrifstofu- stjóri og síðustu árin, eftir að heilsa hans brast, í hlutastarfi, eftir því sem kraftamir leyfðu. Friðleifur í Holti, eins og Hafn- fírðingar nefndu hann gjaman, hlaut góðar og fjölhæfar gáfur í vöggugjöf, listelskur og listfengur. Sem skrifstofustjóri í áratugi naut hann sín vel sökum hæfileika sinna og yfirgripsmikillar kunnáttu í bókhaldi, tungumálum og á fleiri sviðum, sem þekking hans náði yfir og hann hagnýtti af kostgæfni. Friðleifur var vinsæll meðal starfsfólks og annarra sem hann umgekkst, enda jafnlyndur og ljúf- lyndur við hvem sem í hlut átti. Hann var umtalsfrómur maður og það svo, að ég hygg að allir sem til þekkja geti verið mér sammála um það, að hann hafí aldrei lagt lastyrði til nokkurs manns. Friðleifur var allra manna glað- astur á góðri stundu. Hann var gæddur leiklistarhæfileikum og næmri tónlistargáfu. Að leiðarlokum kveðjum við, allir starfsmenn Rafveitu Hafnarfjarðar, hann með virðingu og þökk fyrir samfylgdina, hvort sem hún var lengri eða skemmri. Við biðjum Friðleifí allrar bless- unar á þeim leiðum sem hann hefur nú lagt út á. Eiginkonu hans, Guð- rúnu Ingvarsdóttur, og flölskyld- unni allri, vottum við dýpstu samúð okkar og biðjum algóðan Guð að gefa þeim styrk í sorginni. Blessuð sé minning Friðleifs Eg- ils Guðmundssonar. Jón Ólafur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.