Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Guðrún Egils- dóttir- Minning Fædd 11. maí 1920 Dáin 19. maí 1988 í dag verður borin til hinstu hvfldar í Fossvogskirkjugarði systir mín Guðrún Borgars Egilsdóttir. Hún lést í Borgarspítalanum 19. maí sl. eftir stutta en hetjulega baráttu við krabbameinið, þann banvæna sjúkdóm, sem margan manninn hefur lagt að velli, suma langt fyrir aldur fram. En örlög hennar voru ráðin, er henni eftir uppskurð var tilkynnt að hjá henni yrði lífinu ekki bjargað og skammt eftir ólifað. Þetta kom því eins og reiðarslag yfir fjölskyldu hennar og ástvini, en hún tók þessu af svo ótrúlegri ró og jafnaðargeði og gerði sér strax far um að gera fjöl- skyldu sinni grein fyrir því, að dauð- inn væri aðeins hluti af lífinu og sjáifsagt atriði í gangi lífsins, önnur lífssvið framundan og því ekki ástæða til að vfla. Þvflíkt sálarþrek er sjaldgæft. Guðrún var fædd á Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd 11. maí 1920, dóttir hjónanna Egils Jónssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur, og ólst þar upp í stór- um bamahópi til 12 ára aldurs, að þau fluttu búferlum í Amardal við Skutulsfjörð. Á Hlíðarhúsum var mjög sumar- fagurt, en undirlendi lítið, fjallið hátt og tignarlegt á aðra hönd en ÍsaQarðardjúpið á hina, breitt og fagurt, girt háum formföstum fijöll- um hið ytra en ávölum og iínumjúk- um heiðum hið innra. í þessu um- hverfi sleit Guðrún bamsskónum og átti sína æskudaga bæði f leik og starfi. En þótt sumarfagurt væri á Snæfjallaströnd gat náttúran verið óblíð á vetmm og þeir langir og dimmir með fannkyngi og hörku- veðmm. Það fer ekki hjá því að maðurinn mótast af því umhverfí sem hann vex uppúr, skapgerð hans mótast í samræmi við þau lffskjör sem hann býr við meðan hann er að breytast úr bami í fullorðinn mann. Skapgerð Guðrúnar mótaðist að sjálfsögðu af þeim áhrifum sem fátækt og hörð Iffsbarátta bjóða upp á. Skapfesta, ótrúleg elja og kraftur að hveiju sem hún gekk, samvisku- semi og hjálpsemi við alla sem þess þurftu við. í þessum anda vann hún öll sín störf um ævina. Enda urðu vistaskiptin ekki tíð hjá henni. Eins og áður sagði, fluttist Guð- rún með foreldmm sínum í Arnar- dal 1932, en þar bjuggu þau í fjög- ur ár, en fluttu þá að Kambsnesi við Álftafjörð. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Súðavíkur 1942 og áttu þar heima til dauðadags, síðast í skjóli yngri dóttur sinnar og tengdasonar. Þegar foreldrar Guðrúnar fluttu úr Amardal, var hún orðin 16 ára gömul og á þeim tíma vom ungling- ar á þeim aldri famir að vinna al- gjörlega fyrir sér og mátti jafnvel teljast sjálfsagt að slíkt gerðist al- veg frá fermingaraldri, og var hún því lítið sem ekkert í foreldrahúsum eftir það. Hún stundaði alls konar vinnu sem til féll, var í kaupavinnu á sumrin, í vistum á vetuma og svo sat það oft í fyrirrúmi að hjálpa bæði skyldum og óskyldum, sem áttu í erfiðleikum og var þá oftast ekki komið heim með fullar hendur flár heldur var þakklætið fyrir veitta aðstoð eina greiðslan, enda vom veraldlegar eigur Guðrúnar ekki fyrirferðarmiklar, þegar hún 22 ára gömul fluttist suður, og ég held að hún hafi getað haldið á þeim frá skipshlið, þegar til Reykjavíkur kom. Hún byijaði fljótlega að vinna á Álafossi, fyrst í þvottahúsi og síðan í verksmiðjunni þar, uns hún réðst í vist á bóndabýli í Fossvoginum og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Daníel Níelssyni. Þau réðu sig sfðan til garðyrkjustarfa hjá Sigurbimi Bjömssyni garð- yrkjubónda á Bústaðabletti 23 og þar stofnuðu þau heimili sitt í litlu notalegu húsi, sem Sigurbjöm átti, en fluttu síðan á neðri hæð íbúðar- húss Sigurbjamar og var sambýlið við þau ágætu hjón, Sigurbjöm og Fanneyju, með ágætum og ég full- yrði að mjög góð vinátta hafí skap- ast milli þessara fjölskyldna, sem entist meðan öll lifðu. Á Bústaðablettinum bjuggu þau Guðrún og Daníel í 14 ár. Þar fædd- ust bömin fjögur, Elsabet, foringi í Hjálpræðishemum, búsett í Nor- egi; Guðrún Ámý, dó á 1. ári; Guð- rún Rannveig, fóstra, búsett í Reykjavík, gift Bimi Jóhannssyni, bankastarfsmanni, og eiga þau 3 böm; Níels Egill, vélsmiður, búsett- ur á Seyðisfirði, kvæntur Auði Stef- ánsdóttur og eiga þau 2 böm; Ingi- björg Etel, sem Guðrún eignaðist áður en hún giftist, verslunarmaður í Reykjavík, býr með Jóni Sigurðs- syni, bakara. Ingibjörg á 4 syni frá fyrra hjónabandi. 1962 fluttust Guðrún og Daníel í eigið húsnæði á Grensásvegi 60, sem var svo heimili þeirra alla tíð síðan. Þar var oft margt um mann- inn, skyldir og óskyldir, enda mjög vel tekið á móti öllum sem þar bar að garði, og oft höfum við hjónin og böm okkar átt góðar stundir á því heimili. Það mátti segja að þar væri nokkurskonar miðstöð frænda og vina þegar komið var til Reykjavíkur og alltaf var pláss. Ekki var síður að vænta vinsemdar frá Daníel, enda mannkostamaður í hvívetna, og sambúð þeirra og samheldni var með ágætum og bömin þeirra bera þess vitni, að þau hafa verið allt í senn, foreldrar, fóstmr, félagsfræðingar og sál- fræðingar, en allir þessir aðilar em taldir nauðsynlegir til þess að böm okkar geti orðið nýtir þegnar í þjóð- félaginu. Árið 1959 byijaði Guðrún að vinna f Vestfirsku harðfisksölunni og vann þar alla tíð síðan eða í 29 ár, af sinni alkunnu samviskusemi, þar til starfsþrekið var allt í einu horfið og veikindin búin að taka öll völd. Guðrún þráði alltaf að koma á æskuheimili sitt, Hlíðarhús. Eftir því sem árin liðu varð sú þrá sterkari, þar situr rótin eftir, þó svo að mörgum takist að festa rætur á þeim stöðum sem lífsbarátt- an fer fram á. Jafnvel þó að kotið sé orðið rústir einar, þá er aðdrátt- araflið það sama. Mannlífið í gamla torfbænum er alltaf ljóst fyrir hug- skotssjónum og minningamar hrannast upp í huganum. Þetta gerðist hér, en hitt þar, örnefnin ljóslifandi á hveijum steini og hverri þúfu, þungur niður Möngufoss, belj- andi hávaði og straumþungi Skark- ár, sem rann til sjávar við túnfótinn og var hættuleg smáu fólki sem skapaði sér leiksvæði hvar sem því fannst henta í það og það skiptið. Svo vom það steinamir og björg- in, sem geymdu sína ósýnilegu íbua. Þar varð að fara hljótt um gmndir og móa, svo íbúum þeirra væri ekki skapað óþarfa ónæði. Fyrir 3 ámm gerðum við systkinin okkur ferð, ásamt mökum og skylduliði, að rústum æskuheimilisins okkar, Hlíðarhúsa, og nutum þess að lifa þar í heimi minninganna um stund- arsakir, ógleymanleg stund, en lífið er hverfult og' engan óraði fyrir því, að svo stutt væri til kveðju- stundarinnar, sem nú er komið á daginn. Við óskum okkar kæm systur alls góðs í nýju heimkynnunum og vonum að hún njóti þess sem hún hefur áunnið sér með góðu lífemi, trúfestu og hjálpsemi við samferða- fólkið. Kæri Daníel, Ingibjörg, Beta, Gunna Veiga, Nflsi og §ölskyldur ykkar, við hjónin sendum okkar bestu samúðarkveðjur, þið hafíð mikið misst og erfitt að sætta sig við svo snögg umskipti, en þetta er gangur lífsins og við biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur og vemda alla tíma. Bjarni Egilsson „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta hann hressir sál mína leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Ja&vel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér boið frammi fyrir flendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu. Bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína. Og í húsi drottins bý ég langa ævi.“ (Sálm. 23) Nú er amma, Guðrún á Grensás- vegi, horfin frá okkur og viljum við því þakka henni fyrir það sem hún gaf okkur og var okkur, og biðjum Guð að fylgja henni. Elsku afi, við biðjum Guð að styrkja þig og styðja og muna með okkur góðar minningar um elsku ömmu okkar. Daniel og Guðrún Lisbet Btómastofa Riðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. Er búið var að lesa hún bar þeim kvöldverðinn og breiddi síðan ofan á litla hópinn sinn. A versin sín þau minnti og vermdi kalda fætur en vakti sjálf og pijónaði fram á miðjar nætur. (Guðm. Friðjónsson) Þetta ljóð á vel við þegar við kveðjum elsku ömmu okkar, Guð- rúnu, sem lést 19. þ.m. eftir 2ja mánaða veikindi. Það er svo erfitt að skilja og trúa því að amma sé ekki lengur hérna hjá okkur, en við vitum að nú líður ömmu vel hjá Guði. Hann gaf henni svo mikinn styrk og kraft þessar síðustu og erfiðu vikur. Amma vann allan daginn, og þegar hún átti frístund var sest með pijónana til að við „ungamir" hennar hefðum sokka, vettlinga og peysur til að ylja okkur og svo pijónaði hún lopapeysur á stóru drengina sína. Amma sat aldrei auðum höndum, hún vildi alltaf hafa nóg að gera. Þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu á Grensásvegi var snúist í kringum okkur og ekkert var of gott fyrir okkur og amma var alltaf svo ljúf og góð við okkur. Elsku afi, við vitum að tómleikinn og missirinn er mestur hjá þér, en megi orðin í Sálmi 145, 14—19, verða þér til blessunar og styrktar. Drottinn styður alla þá er ætla að hníga og reisir upp alla niðurbeygða. Allra augu vona á þig og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, þú líkur upp hendi þinni og seður allt, sem lifir, með blessun. Drottinn er réttlátur í öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum verkum sínum. Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann, ölium sem ákalla hann í einlægni. Hann uppfyllir ósk þeirra, er óttast hann, og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim. Amma kvaddi okkur alltaf með orðunum „Guð fylgi þér, elskan mín,“ og megi þau orð vera hinsta kveðja okkar til ömmu. Egill Rúnar, Kristveig, Ásgeir og Ásta. Það er engum vafa undirorpið að mikil gæfa fylgir því að eignast góða vini. Þegar svo þessir vinir hverfa úr þessum heimi, þá ósjálf- rátt staldrar maður við og leiftur frá liðinni tíð þjóta i gegnum hug- ann. Þegar kær samstarfskona og vin- ur, Guðrún Egilsdóttir, lést 19. maí sl. fór ekki hjá því að mér yrði fylli- lega ljóst hvers konar tryggðarvinur var að kveðja þennan heim. Með fáum orðum vil ég nú þakka henni þessa vináttu. Guðrún Egilsdóttir var fædd 11. maí 1920 og var ein af níu bömum hjónanna Guðrúnar Þórðardóttur og Egils Jónssonar, er síðast bjuggu í Súðavík við ísafyarðardjúp. Um ættir hennar verður skráð af öðrum svo því er sleppt hér. Þegar ég hóf rekstur fyrirtækis míns fyrir hartnær þijátíu ámm þá réðst Guðrún til fyrirtækisins og starfaði þar allt til þess að hún lést. Þijátíu ár í samstarfí gerir það að sjálfsögðu að verkum að fólk kynnist náið. Það segir líka um leið að svona langt samstarf á vinnustað á sér ákveðna forsendu, forsenda sem í daglegu amstri er ekki veitt nægjanleg athygli. En þegar að vegamótum kemur, þá kemur það ljóslifandi fyrir hugskotssjónir hvað að baki slíkri tryggð býr. Ég játa það undirhyggjulaust að það var mín gæfa, svo og þess fyrirtækis sem ég rek, Vestfirsku harðfisksöl- una, að Guðrún skyldi koma til starfa. Slflct var framlag þessarar hæversku og traustu vinkonu minnar. Ég vona að hún fyrirgefi það þó' að ég nú að leiðarlokum láti það koma fram hér, að framlag hennar, samviskusemi og alla umhyggjuna mat ég mikils og fyrir þetta allt vil ég nú þakka af heilum hug. Allir eru sammála því, þ.e. þeir sem í fyrirtækjarekstri standa, að frumforsenda fyrir því að slíkur rekstur gangi upp, er að trú- mennska og gagnkvæmur skilning- ur sé fyrir hendi. Guðrún var i ríkum mæli meðvituð um þetta. Hún verð- ur ávallt í mínum huga sú kona sem af lítillæti og af einstakri hjálpsemi þjónaði þeim samferðamönnum sem hún tók ástfóstri við. Þess fengum við að njóta, ég og fjölskylda mín. Ég og konan mín, Hulda, svo og bömin okkar sendum eiginmanni Guðrúnar, Daniel, bömum þeirra og öðmm ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur um leið og við þökkum kærri vinkonu og frænku fyrir sam- fylgdina. Guð veri með henni á þeirri vegferð sem nú er hafin. Garðar Hinriksson Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Guðrúnar Egils- dóttur, í fáum orðum, en hún lést í Borgarspítalanum 19. maí sl. eftir stutta legu. Það em tæp 15 ár síðan ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna, Daníels og Guðrúnar. Elskulegri hjón er vart hægt að hugsa sér. Á heimili þeirra var ég veikominn. Guðrún var sífellt að, iðjuleysi var henni ekki að skapi. Hún pijón- aði mikið og þá einna helst á bama- bömin í Reykjavík og á Seyðisfirði. Ófáar em þær flíkumar sem þau hafa fengið frá ömmu á Grensás- veginum. Henni var mjög umhugað um böm sín, bamaböm og tengdaböm, já, og vildi allt fyrir alla gera. Ég bið Guð að styrkja Danfel tengdaföður minn og fjölskylduna alla á þessum þungu dögum. Ég er ríkari eftir kynni mín af Guðrúnu. Blessuð sé minning hennar. Tengdasonur Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS BJÖRGVINS LÁRUSSONAR, Hvassaleiti 6. Sérstakar þakkir færum viö Brunabótafélagi íslands. Kristfn Gísladóttir, Gísli Eiríksson, Dýrleif Frimannsdóttir, Hilmar Eiríksson, Guðlaug Gísladóttir og barnabörn. ■ t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR, Skála, Seltjarnarnesi. Sérstaklega þökkum við læknum, hjúkrunarfólki og samstarfsfólki á Reykjalundi, einnig læknum og hjúkrunarfólki á deild D-6A, Borgarspítalanum. Guðrún Kristjánsdóttir, Stefán Guðmundsson, Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Elísabet Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson, Anna Stefánsdóttir, Reynir Jónsson, Unnur Duck, J.H. Duck.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.