Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Anna S. dóttir - Fædd 30. desember 1896 Dáin 16. maí 1988 Einn vetur, vist á heimili hús- varðar Flensborgarskóla og hús- móður staðarins. Aldrei gleymist, gleymist. Ég var ungur. Áður geng- in tíð bemskunnar. Hvað veit 16 vetra sveinn? Heimsstyijöld að baki, kreppuár, lífsbarátta. Hvað veit ég um það? Mótlæti, missi ástvina, stopul atvinna, fiskþvottur í frost- köldu vatni. Hvað veit ég um það? Leiftur frá liðinni tíð. Hvemig - minnist ég Önnu Jónsdóttur? Þekkti ég þessa konu yfírleitt? Hvað á að segja að leiðarlokum? Ekki var Anna Jónsdóttir sú kona sem bar vandamál sín á torg. Hennar um- hyggju nutu allir aðrir frekar en hún sjálf. Þeir sem lítils vom meg- andi nutu óskiptrar samúðar henn- ar. Hljóðiát er saga húsmóður kreppukynslóðar. I Hávamálum segin Hugurinn einn það veit er býr í hjarta nær einn er hann sér. Þeir sem nutu skjóls heimilis þeirra Önnu og Stefáns í Flensborg vissu að bjuggu þeir hjarta nær. Eg man ákveðinn undarlegan hugblæ falinn í orðum þeirra foreldra minna í Tungu þegar rætt var um Önnu og Stefán á Bergþórshvoli, en á Berg- þórshvoli í Búðakauptúni í Fá- skrúðsfírði hófu þau búskap. Stundaglas tímans mældi þeim margar stundir austur þar, mislang- ar og misgóðar. Það held ég sem þessi orð skrifa að þar hafí þau einnig munað glaðar stundir og víst er að traust voru tiyggðabönd sem þau hjón tengdust fólki þar á staðn- um. Hveiju örlög ráða enginn veit. Anna og Stefán fluttust til Hafn- arfjarðar þar sem hann gerðist hús- vörður í Flensborgarskóla. Ég dvaldi hjá þeim einn vetur. Stefán var föðurbróðir minn og naut ég hjá þeim hjónum báðum þess atlæt- is sem ég ekki kann orðum yfír að koma. Síst er ofmælt og víst að satt er, að Önnu var mannbætandi að kynnast. Ég tíunda ekki hér dagsetningar eða ártöl. Það hygg ég að aðrir geri sem vel er til þess treystandi. Lofíð þrejittum að sofa. Ég bið þess að hinn mikli eilífi andi vemdi djúpan svefn Önnu Jónsdóttur. Örðvana að leiðarlokum minn- umst við systkinin Önnu, heimilis hennar og Stefáns. Elínborgu Stefánsdóttur og hennar fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Megi mining Önnu, hrein og tær, vaka innra með okkur sem eftir lif- um. Ég kveð Önnu. Friðmar Gunnarsson Anna Jónsdóttir var fædd 30. desember árið 1986 á Borgarfírði eystra. Foreldrar hennar vom Ás- laug Steinsdóttir og Jón Jónsson, sem bjuggu þar lengst af, en síðast á Fáskrúðsfírði. Em ættir þeirra raktar í Ættum Austfírðinga enda vom þau Austfirðingar í húð og ;i hár. Anna, sem var bæði greind og námfús, hefði tæplega átt kost á skólagöngu ef óvænt happ hefði ekki borið að höndum. Árið 1909 settist Þorsteinn M. Jónsson að á Bakkagerði og stofnaði þar ungl- ingaskóla og gerðist árið eftir skóla- stjóri bamaskólans þar. Þorsteinn var, sem kunnugt er, mikill mennta- frömuður og vom því fræðslumál í plássinu í sérlega góðum höndum. Minntist Anna hans með þakklæti jaftian síðan. Árið 1922 giftist Anna Stefáni Pálssyni frá Tungu í Fáskrúðsfírði. ~'Var hann §órði f röð tólf systkina sem upp komust, sonur Elínborgar Stefánsdóttur og Páls Þorsteinsson- ar, sem lengi bjuggu í Tungu við mikia rausn. Þau Stefán settust að á Búðum í Fáskrúðsfírði og þar fæddust þeim tvær dætur, Áslaug, sem þau misstu 10 ára, og Elín- borg, sem gift er Guðmundi Bene- Jóns- Minning diktssyni lækni. Þau Elínborg og Guðmundur eiga fjögur uppkomin böm, Steindór verkfræðing, dr. frá Tækniskólanum í Lundi, Áslaugu, sjúkraþjálfara, Þómnni, við fram- haldsnám í söng- og tónlistarfræð- um í Ameríku, og Guðrúnu, sjúkra- þjálfara. Þau Anna og Stefán fluttu til Hafnarfjarðar árið 1945 er Stefán varð húsvörður við Flensborgar- skólann. Þau bjuggu í rúmgóðri íbúð í kjallara skólahússins og er ég var sendur til náms í Flensborg var mér jafnframt komið í fóstur til þeirra Önnu og Stefáns. Er mér ljúft að minnast þeirra vetra er ég dvaldi hjá þeim, svo menntandi sem þeir vom fyrir mig. Við skólann vom þá ágætir kennarar og í skóla- húsinu var Bæjarbókasafn Hafnar- Qarðar þar sem ég sat löngum stundum. En síðast en ekki síst minnist ég samvistanna við þau Stefán og Önnu og Pál afa minn, sem dvaldi hjá þeim öll þau ár og allt til þess er hann dó 97 ára gam- all. Var Anna að sjálfsögðu mið- punktur heimilisins, sem var nokk- uð sérstakt að því leyti m.a., að aldursmunur elsta og yngsta heimil- ismannsins var um 90 ár, en Stein- dór dóttursonur hennar var oft á daginn hjá henni, þá 2-3ja ára. Anna var mjög vel gefín, fróð og minnug og dvöl mín hjá þeim að öllu leyti lærdómsrík, svo ég hef oft sagt að þessi ár hafí verið minn eini sanni háskóli. Nokkm síðar, eða upp úr 1960, fluttu þau til Kópavogs þar sem þau bjuggu í nábýli við dóttur sína og tengdason. Stefán lést árið 1973 og flutti Anna þá til þeirra og naut sérstakrar umönnunar hjá þeim þar til hún flutti fyrir tveimur ámm í Sunnuhlíð, Dvalarheimili aldraðra í Kópavogi. Hrakaði heilsu hennar hin allra síðustu ár, enda árin orðin mörg. Síðast þegar ég sá hana, sem var að vísu fyrir nokkmm ámm, var hún þó vel málhress og gladd- ist yfír velgengni dótturbama sinna, sem vom henni mjög kær. Blessuð sé minning hennar. Páll Skúlason Góð kona er gengin og í þessu tilfelli góð mágkona. Anna Jons- dóttir, mágkona mín, andaðist á hjúkmnarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 16. maí síðastliðinn á nítugasta og öðm aldursári. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar og þakka samfylgdina að leiðarlokum. í raun gæti ég komist auðveldlega frá því með því aðeins að vitna til orða Benedikts Tómas- sonar, fyrrverandi skólastjóra í Flensborgarskóla, er hann viðhafði í minningargrein um Stefán mann hennar 2. mars 1973, en þar seg- ir: „Hann var frábærlega vel kvæntur eins og allir kunnugir vita og hjónaband hans og heimilislíf var eftir því.“ Anna Sveinhildur, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Brúnavík við Borgarfjörð eystra 30. desemb- er 1896, dóttir hjónanna Áslaugar Steinsdóttur og Jóns Jónssonar er vom bæði borgfírskrar ættar. Vom þær nöfnumar Anna og Anna Guðný Guðmundsdóttir, kona Hall- dórs Ásgrímssonar alþingismanns eldri, bræðradætur og miklar vin- konur alla ævi. Áslaug og Jón eign- uðust 5 börn sem nú em öll látin. Þau vom: Gunnsteinn, Anna Sveinhildur, Sigurborg, Ámbjörg og Sigrún. Snemma á búskaparámm sínum fluttu foreldrar Önnu í þorpið Bakkagerði í Borgarfirði þar sem faðirinn stundaði sjómennsku og daglaunavinnu eftir því sem til féll og þar ólust systkinin upp. Ekki var veraldarauður í búi en systkinahópurinn hraustur, táp- mikill og sérlega vel greindur. Anna átti þess ekki kost að njóta langrar skólagöngu, en það var vel nýtt sem föng vom á. Hún var í unglingaskóla 12 til 14 ára undir handleiðslu Þorsteins M. Jónsson- ar. Þar með var hinni eiginlegu skólagöngu lokið en við tók skóli lífsins. Margir róma Borgarfjörð eystra fyrir náttúmfegurð, má þar til nefna Dyrfjöllin og ekki dregur það úr ljóma þeirra að listamaðurinn Jóhannes Kjarval hefur með sínum meistarahöndum fest mynd þeirra á léreft, en hann var sem kunnugt er uppalinn í Borgarfirði. Þá má nefna Álfaborgina, merkilega klettaborg í jaðri þorpsins. Anna minntist þess að þær nöfnur hefðu oft átt leið út að Álfaborginni með ljóðabækur, sest undir hamravegg- inn og lesið. Ég spurði hvert hefði verið uppáhaldsljóðskáld hennar. Hún sagði að því væri vandsvarað, en á þeim tíma hefði það líklega verið Kristján Jónsson. Borgar- íjörðurinn er stuttur og opinn fyrir úthafínu. Norðaustan hafaldan veður þar inn og brimið svarrar við klettótta strönd. Snjóþyngsli em þar oft mikil á vetmm en sum- ur hlý þegar sunnanþeyrinn andar og sólin vermir. Anna bar ávallt mikinn hlýhug til Borgarfjarðar og Borgfírðinga. Árið 1918 flutti Anna til Fá- skrúðsfjarðar þar sem hún átti eftir að lifa og starfa um árabil. Á undan henni var þangað komin Þorgerður Sigurðardóttir frænd- kona hennar, en hún var gift Stef- áni Jakobssyni, útgerðarmanni og kaupmanni á Búðum. Til þeirra fór Anna og vann við verslunina og heimilishaldið hjá þeim heiðurs- hjónum. Þama kynntist Anna Stef- áni Pálssyni bóndasyni í Tungu, sem þá var ungur og glæsilegur maður, uppalinn í tólf systkina Fæddur 15. febrúar 1913 Dáinn 23. maí 1988 Með nokkmm línum vil ég minn- ast frænda míns Guðmundar Guð- jónssonar. Guðmundur var einn af 13 bömum hjónanna Halldóru Hildibrandsdóttur og Guðjóns Jónssonar sem bjuggu í Garða- stræti 13 í Reykjavík. Systkini hans sem em látin vom Brynhild- ur, Sigríður, Selma, Clara, Heið- veig, Móeiður, Ragnheiður og Birgir. Eftirlifandi systkini hans em Guðleif, María, Regína og Bergþóra. Eins og nærri má geta, hefur oft verið þröngt í búi hjá svo stórri fjölskyldu. Það var því áfall fyrir þennan stóra hóp að missa foreldr- ana þegar stór hluti bamahópsins var ungur að aldri. Það kom því i hlut þeirra eldri að ala önn fyrir þeim yngri. Við þessar aðstæður ólst Guðmundur upp með yngri systkinum sínum. Guðmundur bjó nær alla sína tíð í Garðastræti 13 og var ávallt sannur Vesturbæingur. Ekki var skólagangan löng og fór hann snemma að vinna ýmis störf en hópi við hinar þokkalegustu að- stæður á þess tíma mælikvarða. Hinn 30. september 1922 héldu þau Anna og Stefán brúðkaup sitt og settu saman heimili á Búðum. Lengst af bjuggu þau í húsi sem þau áttu og nefnt var Bergþórs- hvoll. Stefán stundaði þá skrif- stofu- og afgreiðslustörf hjá nafna sínum Jakobssyni meðan sá at- vinnurekstur stóð. Um þessar mundir flytja foreldrar Önnu og flest systkini að Búðum og áttu þar heimili um árabil í sambýli við Stefán og Önnu. Anna og Stefán eignuðust tvær dætur, Áslaugu sem var fædd 20. september 1924 og Elínborgu sem fædd er 30. september 1927. Sú sára raun var lögð á þau hjón að Áslaug lést úr skarlatssótt tæpra 10 ára, mikið efnisbam. Elínborg er gift __ Guðmundi Benediktssyni, lækni. Á þeirra ágæta heimili naut Anna fagurs ævikvölds í rúm 13 ár, eftir að hún missti mann sinn, umvafín elskusemi þeirra hjóna og Qögurra bama þeirra sem vom hennar augasteinar og yndi. En hverfum aftur austur á Fá- skrúðsfjörð. Ég var þá enn heima í Tungu og milli heimilanna Tungu og Bergþórshvols voru tíðar sam- göngur og góð frændsemi. Sagt er að þá ein báran rís sé önnur vís. Eftir dótturmissinn varð Stef- án fyrir því óláni á besta skeiði ævinnar að á hann lagðist þrálátur og erfiður sjúkdómur, liðagigt, sem þjáði hann árum saman svo að hann var löngum lítt eða ekki vinnufær og öðm hvom á sjúkra- húsi. Þótt hann næði síðar nokk- urri heilsu varð hann þó aldrei samur og áður. Við þessar aðstæð- ur sýndi Anna hver afburðakona hún var. Með hyggindum og dugn- aði vann hún fyrir heimilinu, stund- aði mann sinn sjúkan og var þó fremur veitandi en þiggjandi. Mér fannst heimilið á Bergþórshvoli stundum minna á opna greiðasölu þar sem þó var aldrei tekin króna fyrir veittan beina, slík var gest- risnin á heimilinu. Samgöngur vom þá næstum allar með strand- ferðaskipum. Er ég ræddi þessi mál mörgum ámm síðar við mág- konu mína sagði hún: Ég reyndi alltaf að eiga eitthvað með kaffínu þegar von var á skipi. Það lætur að líkum að kona með jafn góða greind og mannkosti, sem Anna hafði til að bera, væri kvödd til starfa í þágu samfélags- ins. Má þar til nefna að um árabil var hún formaður kvenfélagsins á Búðum. Árið 1944 réðst það að þau Stef- án og Anna flytja suður. Var að þeim mikill söknuður fyrir Tungu- vann þó lengst sem hafnarverka- maður hjá Eimskipafélagi íslands. Alltaf var Guðmundur vel að sér um gang þjóðmála og fylgdist vel með. Hann var mikill Dagsbrúnar- maður og studdi málstað verka- fólks. Mér er minnisstætt þegar ég á unga aldri heimsótti systkinin í Garðastræti 13 hve heitar þjóð- málaumræðumar voru hjá Guð- mundi og hve kappið var mikið. Knattspymuáhugi Guðmundar var alltaf mikill og studdi hann KR enda mjög liðtækur knatt- spymumaður á unga aldri. Birgir bróðir hans, oftast kallaður Bommi, var velþekktur knatt- spymumaður. Það var gaman að fara með Guðmundi á gamla Mela- völlinn og fylgjast með þegar hann hvatti sína menn til dáða. Fyrir nokkuð mörgum áram slasaðist Guðmundur við vinnu sína og stundaði ekki vinnu eftir það. Eftir að systumar Heiðveig og Selma féllu frá var tómlegt í Garðastrætinu og ekki heyrðist lengur hinn gamalkunni kliður af samtölum og köllum systkinanna. Nú hafa systkinin kvatt húsið sem afí þeirra Hildibrandur Kol- heimilið og aðra góðvini fyrir aust- an. Þetta veit ég enda þótt ég væri þá farinn að heiman og sest- ur að hér á Blikastöðum. Árið 1945 réðst Stefán sem húsvörður við Flensborgarskólann í Hafnar- fírði. Því starfí gegndi hann í 16 ár. Þar hófust kynni þeirra Bene- dikts Tómassonar, skólastjóra, sem fyrr segir. Enn langar mig að vitna í minningargrein Benedikts: „En þótt ég sé Stefáni þakklátur fyrir gott starf, er mér nú miklu ríkara í huga persónulegt þakklæti til þeirra hjóna beggja fyrir vináttu þeirra. Skólastjóri og húsvörður Flensborgarskóla bjuggu þá í skólahúsinu hvor á sinni hæð. Dætur mínar tvær vora fljótar að uppgötva hjartalag Stefáns og Önnu, enda era böm öllum öðram næmari á slíkt.“ Þetta era fögur ummæli og sönn. En það vora fleiri en dætur skólastjórahjónanna sem kunnu að meta hjartalag þeirra Stefáns og Önnu. Foreldrar mínir báðir nutu síðustu æviárin aðhlynningar og umönnunar hjá þeim í Flensborg og kvöddu þenn- an heim með fárra ára millibili í þeirra farsælu örmum. Fyrir það erum við systkinin Önnu mágkonu ævinlega þakklát. Þegar Stefán lét af störfum sem húsvörður í Flensborg fluttu þau hjónin í Kópavog og bjuggu þar í nágrenni við dóttur sína og tengda- son. Stefán fékk hálfsdagsvinnu í verslun og lífið hélt áfram með farsælum hætti. Það var svo merkilegt að þótt aldursmunur okkar Stefáns væri full ellefu ár, þá fannst mér við ætíð vera sam- stiga, slík var skapgerð hans. Stefán lést hinn 23. febrúar 1973, svo Anna lifði full 15 ár í ekkjudómi lengst af við bærilega heilsu. Að síðustu þegar líkamlegir og andlegir kraftar vora að þrotum komnir og hún þurfti meiri hjúkr- unar við en unnt var að veita í heimahúsum fékk hún vist á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð þar til hún andaðist. Öllu starfsfólki þar eru hér með færðar alúðar þakkir fyrir frábæra hjúkran og umönn- un. Þegar ég nú að leiðarlokum lít yfír farinn veg og rifja upp minn- ingamar finnst mér að Anna hafi verið mér nátengdari en mágkona, mér fínnst hún nánast hafa verið sem ein af okkur systkinunum og trúi ég að svo hafí verið með okk- ur fleiri systkinin. Elsku Ella frænka, við Helga vottum þér og þinni ágætu fjöl- skyldu innilega samúð með þökk fyrir allt. Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum beinsson og Guðjón tengdasonur hans byggðu um síðustu aldamót. Margar minningar era tengdar þessu húsi sem var heimili þessa fjölmenna systkinahóps. Um leið og ég kveð Guðmund Guðjónsson kveð ég þetta hús sem systkinin vora oft kennd við. Guðmundur kvæntist aldrei en átti gott heimili með systrum sínum. Ég kveð frænda minn Guðmund Guðjóns- son hinstu kveðju. Guðjón Magnúson Guðmundur Guðjóns- son - Minningarorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.