Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 _______________ atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hafnarfjörður - blaðberar Listasafn Einars Jónssonar óskar eftir að ráða starfsmann í sumar til að annast leiðsögn og gæslu í safninu. Nokkur málakunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veittar í síma 13797 milli kl. 13.00-16.00. Starfsfólk íheimilishjálp í Garðabæ óskast nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu félagsmálaráðs, sími 656622. Félagsmálaráð Garðabæjar. Trésmiðir Okkur vantar röska trésmiði í uppslátt í Graf- arvogi. Mikil vinna. Matur á staðnum. Upplýsingar í síma 652478 (Bjartur), og á kvöldin í símum 52247 og 53653. "O'Rclsír sf. Starf fyrir þig? Þernustörf og ræstingar Okkur vantar gott og samviskusamt fólk til framtíðarstarfa. Æskilegur aldur 25-45 ára. Um er að ræða: ★ Þernu- og ræstingastörf fyrir hótel. ★ Almenn ræstingastörf á skrifstofuhúsnæði. ★ V2 og 1/i störf virka daga. ★ Kvöld- og helgarvinna (hlutastörf). ★ Sumarafleysingar. Upplýsingar einungis gefnar á skrifstofunni þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. Securitas hf. - ræstingadeild, Síðumúla 23, 2. hæð. Skrifstofustjóri Lögmannsstofa í Austurbænum óskar eftir að ráða skrifstofustjóra til starfa nú þegar. Við leitum að aðila sem hefur reynslu af innheimtu, tölvubókhaldi og á gott með að stjórna fólki. í boði eru góð laun fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar frá kl. 9-15. SfarfsAliðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Laugavegur 18A • 101 Reykjavík • Sími 622200 Tæknimenn - atvinna Hjá Sauðárkróksbæ er laust til umsóknar starf byggingafulltrúa. Umsóknarfrestur um starfið er til 11. júní nk. Umsóknum, er greina menntun og fyrri störf, skal skila á bæjarskrifstofuna á Sauðárkróki. Allar nánari upplýsingar veita bæjarstjóri eða byggingafulltrúi í síma 95-5133. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. WORD ritvinnslukerfi Okkur vantar traustan ritara sem fyrst. Við leitum að starfsmanni - sem hefur góða þekkingu á ritvinnslu, helst „Word", - á gott með að umgangast fólk, - getur tekið að sér mikla vinnu þegar þörf krefur, - æskilegt er að viðkomandi hafi ensku- og dönskukunnáttu. Starfið er krefjandi. Um er að ræða heilsdagsstarf til framtíðar. Umsóknarfrestur er til og me 6. júní nk. Þeir, sem áhuga hafa, eru beí íir að senda nafn og upplýsingar um starfsreynslu til VSÍ, pósthólf 514, 121 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Vinnuveitendasamband íslands. Þroskaþjálfar og meðferðarfulltrúar Eftirfarandi stöður hjá Styrktarfélagi vangef- inna eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Sambýlið Blesugróf 29 1. Staða forstöðumanns. Þroskaþjálfa- menntun eða önnur sambærileg uppeld- ismenntun áskilin. Staðan veitist frá 15. júlí nk. 2. Stöður þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa. Bæði er um heilar stöður og hlutastörf að ræða. Stöðurnar veitast frá 1. ágúst nk. Lækjarás Vegna breytinga á starfsemi stofnunarinnar eru eftirfarandi þroskaþjálfastöður lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast eftir nánara samkomulagi. 1. Staða deildarþroskaþjálfa á dagvistar- deild fyrir eldri einstaklinga í Blesugróf 31. Full staða. Verksvið: Umsjón, verk- stjórn og umönnun átta einstaklinga á aldrinum 49-63 ára. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera tilbúinn að móta starfsemi deildarinnar í samráði við forstöðukonu. 2. Staða deildarþroskaþjálfa á blandaðri deild og full staða. Verksvið: Umsjón, þjálfun og meðferð níu til tíu einstaklinga á aldrinum 26-50 ára. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu og/eða þekkingu á einstaklingum með geðræn vandamál. 3. Staða deildarþroskaþjálfa á fjölfötlunar- deild. Full staða. Verksvið: Umsjón, þjálf- un og umönnun fjögurra einstaklinga á aldrinum 29-35 ára. Æskilegt er að við- komandi hafi innsýn í kenningar um örvun ofurfatlaðra eða reynslu af starfi með fjöl- fötluðum. Við bjóðum ykkur faglegan stuðning, niður- greiðslu á kostnaði vegna barnagæslu og góða vinnuaðstöðu og síðan en ekki síst góðan starfsanda. Nánari upplýsingar um framangreindar stöð- ur veita framkvæmdastjóri styrktarfélagsins í síma 15941 vegna sambýlis og forstöðu- kona Lækjaráss í síma 39944. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Styrkarfélags vangefinna, Háteigsvegi 6, og á stofnunum félagsins. Blaðbera vantar á Hvaleyrarholtið. Upplýsingar í síma 51880. Starf við bókhald Deildarskipt þjónustufyrirtæki í borginni vill ráða ungan og lipran starfskraft til starfa í bókhaldi. Verslunar- eða stúdentspróf skilyrði. Starfsreynsla ekki nauðsynleg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar:,, Bókhald - 2770“ fyrir 3. júní. Véla- og rekstrar- iðnfræðingur með reynslu við hönnun, smíði og uppsetn- ingu fiskvinnslutækja úr riðfríu stáli, tilboðs- gerð o.fl. óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma 623064 eftir kl. 19. Laus staða Við Jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til umsóknar staða sér- fræðings á sviði kaldavatnsrannsókna. Sérfræðingum er ætlað að vinna að jarðefna- fræðilegum rannsóknum á köldu vatni, bæði úrkomu, yfirborðsvatni og grunnvatni. Rann- sóknirnar skulu einkum beinast að því að skýrgreina hvaða þættir ráða efnainnihaldi kalds vatns og hvernig þeir hafa áhrif á gæði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir, 24. júní nk. Menn tamálaráðuneytið, 27. maí 1988. „Au pair“ Svíþjóð Við óskum eftir að ráða barngóða stúlku frá og með 8. ágúst til að hugsa um börnin okkar. Við búum í húsi með stórum garði í Sollentuna rétt fyrir utan Stokkhólm. Starfinu fylgir sérherbergi með sjónvarpi. Hafið sam- band í síma 9046-8-7545854 eða skrifið til Christina Frid, Runbergsvágen 8, 19148, Sollentuna, Svíþjóð. MaSunnuhlíð Kópavogsbraut 1 Sími 45550 Sigurlína forstöðu- maður hættir Litla barnaheimilið okkar (10 börn) leitar að nýjum forstöðumanni. Staðan er laus frá 1. ágúst og er fullt starf. Þá vantar okkur nú þegar eða frá 1. júní annað hvort fóstru, fóstrunema eða aðstoð- armann í 70% starf. Vinnutími er frá kl. 11.45-17.15 alla virka daga. Umækjandi verður að vera orðinn 18 ára. Upplýsingar um störfin veitir Sigurlína, for- stöðumaður, í síma 604166 alla virka daga frá kl. 8.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.