Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 34______ Panama: Noríega kveðst búinn til frekarí viðræðna Panama-borg, Reuter. MANUEL Antonio Noriega, hers- höfðingi og æðsti valdamaður i Panama, tilkynnti á Panama-þingi á föstudag að hann hefði visað úrslitakostum Bandaríkjastjórnar um að hann segði af sér til föður- húsanna. Á hinn bóginn sagðist Noriega enn vera boðinn og búinn til frekari viðræðna við Banda- ríkjamenn. Á sama tima var greint frá þvi i Washington, höf- uðborg Bandaríkjanna, að forset- ar Mið-Ameríkurikjanna og sjálf- stæð stofnun beittu sér nú fyrir því að farin yrði önnur leið til þess að leysa vanda Panama, eft- ir að upp úr viðræðum Noriegas og Bandaríkjasijómar slitnaði í vikunni. Áætlun þessi felur í sér að komið skuli á viðræðum með Noriega og pólitiskum andstæðingum hans og freista þess að koma landinu á lýð- ræðisbraut. Fremstir í flokki þeirra, sem beita sér fyrir þessari lausn mála, eru Vinicio Cerezo Guatemala- forseti, Juan Sosa, sem er helsti for- ystumaður stjómarandstöðunnar í Panama, og Lýðræðismiðstöðin (Center for Democracy), sem er sjálf- stæð stofnun í Washington. Noriega svaraði fyrirspumum Hincrmamia í 3V* tfma í ETær Og sagði meðal annars: „Við erum tilbúnir til þess að ræða við hvem sem er, svo framarlega sem okkur em ekki sett- ir úrslitakostir." Hann sagði að mánaðarlangar samningaviðræður ráðgjafa sinna við Michael Kozak, fulltrúa Bandaríkja- stjómar, hefðu mnnið út í sandinn vegna ákafa Bandaríkjamanna, sem hefðu beitt sig óþolandi þrýstingi í von um að ná skjótum samningum. „Þeir settu okkur þá úrslitakosti að Panama yrði þegar að fallast á síðustu tillögu þeirra ella yrði hún dregin til baka. Þetta veit ég af þvf að ég var þama. George Shultz [ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna] ekki.“ Shultz sagði á miðvikudag að ráð- gjafar Noriegas hefðu fallist á sam- komulag um að Noriega segði af sér. Hins vegar hefði Noriega sjálfur heykst á samkomulaginu á síðustu stundu. Bandaríkjastjóm hefur um langt bil reynt að efla stjómarandstöðuna í Panama í von um að koma Noriega frá völdum. Róðurinn var hertur til muna fyrir skömmu eftir að saksókn- ari í Flórídu ákærði hershöfðingjann fyrir aðild að stórfelldu eiturlyfja- smygli til Bandaríkjanna. Vinningstölurnar 28. maí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.413.192,- 1. vinningur var kr. 2.208.360,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 736.120,- á mann. 2. vinningur var kr. 662.286,- og skiptist hann á milli 302 vinningshafa, kr. 2.193,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.542.546,- og skiptist á milli 7.242 vinn- ingshafa, sem fá 213 krónur hver. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasimi: 685111 Reuter Lögreglumenn rannsaka bilinn sem talið er að mannræningjarair hafi notað til að ræna leiðtoga kólumbíska íhaldsflokksins, Alvaro Gomez Hurtado, á sunnudag. Billinn var sprengdur stuttu eftir mannránið. Stj ómmálamanni rænt í Kolumbíu Bogfota, Reuter. VOPNAÐIR menn rændu Al- varo Gomez Hurtado, einum leiðtoga kólumbiska íhalds- flokksins, og skutu lífvörð hans til bana í Bogota á sunnudag. Talið er að Gomez hafi særst. Ættingjar sögðust hafa þekkt rödd Gomezar á snældu sem send var til útvarpsstöðvar, en þar sagði hann: „Ég er að deyja." Sjónar- votlar sögðu hins vegar að Gomez virtist ekki hafa særst þegar hon- um var rænt. Hringt var í útvarps- stöðina og sagt að skæruliðahreyf- ing sem kennd er við Simon Boli- var bæri ábyrgð á mannráninu. Lögreglan var hins vegar ekki viss um hvort vinstrisinnaðir skærulið- ar eða eiturlyfjasmyglarar, sem fyrirhugað er að framselja til Bandaríkjanna, hefðu rænt Gomez. Daginn áður hafði lögregl- an handtekið Fabio Ochoa, en syn- ir hans eru sagðir leiðtogar eitur- lyfjasmyglhrings. Nokkrum klukkustundum áður en Gomez var rænt hafði sérfræð- ingur í eiturlyfjamálum sagt í sam- tali við fréttamann Reuters að eit- urlyfjasmyglarar myndu hefna sín á kólumbískum embættis- og stjómmálamönnum vegna hand- töku Ocheas. Gomez er fyrrum sendiherra, var framkvæmdastjóri dagblaðs- ins El Siglo og hefur tvisvar verið í framboði í forsetakosningum. JEAN-Pierre Chevenement, varnarmálaráðherra Frakk- lands, segir að franski herinn hafi farið illa að ráði sínu er hann batt enda á umsátur um mannræningja á Nýju Kale- dóníu á blóðugan hátt. Ráð- herrann segir að þeim sem tóku þátt í árásinni skuli refsað. Chevenement segir að samn- ingaleiðin hafi ekki verið fullreynd þegar Jacques Chirac, þáverandi forsætisráðherra, fyrirskipaði ár- ásina, þremur dögum fyrir síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi. í árásinni féllu 19 að- skilnaðarsinnar og 2 franskir her- Svíþjóð: Flotinn sprengir tundurdufl Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKI flotinn sprengdi í gær tundurdufl í sænska sketja- garðinum vegna fregnar um að erlendur kafbátur væri þar á ferli. Einnig var leitað úr lofti nærri Uto, bannsvæði hersins suður af Stokkhólmi, en þar fór viðvörunarkerfi í gang sem gaf til kynna að óþekktur hlutur væri á sveimi neðansjávar. Þijú ár eru nú liðin síðan Svíar sprengdu síðast tundurdufl úti fyr- ir ströndum landsins. Þá lék grun- ur á að kafbátur væri á siglingu nærri Karlskrona í suð-austur Svíþjóð. Þrátt fyrir að fregnum fjölgi af kafbátaferðum erlendra ríkja við Svíþjóð hefur flotanum aldrei tekist að standa slíkan að verki. Árið 1981 sigldi sovéskur kaf- bátur í strand nærri sænskri flota- stöð en Sovétmenn kenndu hafvillu um. Ríkisstjómin hefur fyrirskipað hemum að skjóta á grunsamlega neðansjávarfley í stað þess að reyna að neyða þau til að koma upp á yfírborðið. menn. Chevenement segir að liðs- foringinn sem stjómaði árásinni hafí verið látinn víkja. Menn af ættflokki melanesa, frumbyggja Nýju-Kaledóníu, halda þvi fram að tveir mannræningj- anna hafí verið myrtir með köldu blóði eftir að þeir gáfust upp. Leið- toga þeirra, Alphonso Dianou, hafí verið látið blæða út eftir að hann var fluttur særður til nærliggjandi þorps. Chevenement gefur í skyn að eitthvað hafi verið gruggugt við dauða Dianous. Búist er við því að Frakklandsstjóm fyrirskipi nú opinbera rannsókn á árásinni á Nýju Kaledóníu. Blóðbaðið á Nýju-Kaledóníu: Misgjörðir hers- ins viðurkenndar París, Reuter. LEEDfl MERKI UM GÖDAN ÚTBÚNAÐ f ' f '■ V '.*• (&%?: , FLUGUHJÓL \ • j r • • Fást í nœstu sportvöruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.