Morgunblaðið - 31.05.1988, Side 29

Morgunblaðið - 31.05.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 29 Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksíns. Carl Bildt, formaður Hægri- flokksins. asta með launahækkunum. Stjórn- kerfið í Svíþjóð, sem er tölvuvædd- ara en í nokkru öðru landi, fékk að kenna á samkeppninni við einkafyr- irtækin. Engir tölvunarfræðingar vildu starfa hjá ríkinu og því var gripið til þess ráðs að að hækka laun þeirra.' Þetta er lítill hópur sérfræð- inga og launahækkunin hefur lítil áhrif á efnahagsástandið en þessi hækkun særði sósíaldemókrata, þar sem hún brýtur í bága við réttlætis- kennd þeirra. Og nú hefur óróleikinn breiðst út, sérstaklega meðal heilbrigðisstét- tanna sem eru geysifjölmennar. Hjúkrunarfólk hefur komist að því að hægt er að fá betur launuð störf sem eru miklu léttari hjá einkafyrir- tækjum. Skortur á hjúkrunarfólki hefur orðið til þess að deildum á sjúkrahúsum hefur verið lokað og bið eftir að komast í ákveðnar að- gerðir hefur lengst óhóflega. Þegar það var ljóst að margar deildir við velþekkt sjúkrahús töldu sig ekki hafa ráð á að veita öldruðum sömu þjónustu og áður hitnaði í kolunum. Nú þótti mörgum að vegið væri að rótum velferðarríkisins Svíþjóðar. Lénsþingin, sem fara með yfir- stjórn heilbrigðismála, ákváðu að greiða hjúkrunarfólki laun langt umfram samninga með fullum stuðningi almennings. Afleiðingar þessa hafa ekki komið í ljós en ólík- legt er að aðrir hópar innan heil- brigðisstétta láti sér lynda þessar sérstöku launahækkanir hjúkrunar- fólks. Ef þarf að hækka laun ann- arra starfsmanna á sjúkrastofnun- um mun það hafa í för með sér að ríki og sveitarfélög neyðast til að gera upp við sig án hvers þau geta ekki verið og hvar er nauðsynlegt að skera niður. Þeir sem gagnrýna sænska ríkis- kerfíð segja það vera yfirmannað og spillt. Með því að ætla að sinna öllum hugsanlegum þörfum þjóðar- innar hafí ekki tekist að þræða hinn gullna meðalveg. Rekstur opinberra stofnana og ríkisfyrirtækja getur orðið stærsta kosningamálið að þessu sinni, þar sem tekist er á um hugmyndafræðina sem býr að baki sænska velferðarþjóðfélaginu. Deil- umar munu snúast um það hvar hægt sé að draga saman seglin í ríkisrekstrinum og einnig um rekstur barnaheimila, skóla, hersins og heil- brigðiskerfisins. Borgaralegu flokk- amir vilja gera kerfið afkastameira, minnka miðstýringu og einkavæða rekstur stofnana eins og mögulegt er. Þetta kemur sósíaldemókrötum í mikinn vanda. Opinberir starfs- menn eru í dag kjami þeirra sem kjósa sósíaldemókrata, þó ekki í eins ríkum mæli og í Danmörku, en það er augljóslega stærsti hópur meðal kjósenda sósíaldemókrata í Svíþjóð. Því óttast þeir að tapa fylgi ef þeir skera niður í ríkisrekstrinum. Það sem flokkarnir munu reyna að komast hjá að svara í komandi kosningabaráttu em spumingar sem varða aðild Svía að Evrópubandalag- inu, kjarnorkumálin (bæði sósíal- demókratar og borgaraflokkamir eru klofnir í afstöðu sinni til kjama- vopna) og utanríkismál. Hins vegar eru allir flokkamir sammála um að ferðir erlendra kafbáta í sænskri lögsögu er mikið áhyggjuefni. Á sviði innanríkismála hafa upplýsing- ar um óleyfílega vopnasölu vakið gífurlega athygli og efasemdir um heilindi sænskra stjómvalda. Ef vopnasala til erlendra ríkja verður kosningamál er ríkisstjómin í mikilli hættu, en sé skoðað ofan í kjölinn kemur í ljós að borgaraflokkamir eru engu betur settir þegar vopna- sölumálin eru annars vegar. Grímsbær: Matvöruverslun opnuð að nýju eftir bruna MATVÖRUVERSLUNIN í Grímsbæ við Bústaðaveg hefur nú verið opnuð aftur, en undanfarið hefur verið unnið að viðgerðum á húsnæðinu eftir að kveikt var i því í lok apríl. Aðfaranótt þriðjudagsins 26. apríl kom upp eldur í versluninni og urðu þá miklar skemmdir á henni. Við rannsókn málsins kom í ljós að flösku með logandi bensíni hafði verið kast- að inn um glugga verslunarinnar. „Það hefur myndast gifurlegur hiti og má sem dæmi’nefna að afgreiðslu- kassar bráðnuðu," sagði Þórhallur Steingrímsson, eigandi verslunarinn- ar. „Skemmdimar voru metnar á um 8-9 milljónir króna, en skömmu áður en kveikt var i versluninni höfðu verið gerðar kostnaðarsamar breyt- ingar á henni. Strax eftir að rann- sókn lögreglunnar á upptökum elds- ins lauk var hafist handa við að byggja verslunina upp aftur." Verslunin var opnuð að nýju föstu- daginn 20. maí. „Ég vildi opna eins fljótt og kostur væri, því stór hluti viðskiptavinanna er fullorðið fólk, sem á erfitt um vik með að sækja matvæli langar leiðir. Það gekk í fyrstu treglega að fá vörur, því versl- anir höfðu rifið þær út hjá heildsölum Morgunblaðið/Þorkell Þórhallur Steingrímsson í mat- vöruverslun sinni í Grímsbæ. Verslunin hefur nú verið gerð upp eftir íkveikju í lok apríl. fyrir gengisfellinguna, en nú er allt að komast í eðlilegt horf,“ sagði Þórhallur Steingrímsson, verslunar- eigandi í Grímsbæ. Gullfaxi NK 6 á siglingu á Norðfirði. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Neskaupstaður: Nýr bátur bætist í flotann Neskaupstad. NÚ í vor bættist nýr bátur i flota Norðfirðinga, Gullfaxi NK 6. Þetta er 19 lesta plastbátur, svonefndur Viksund-bátur, smíðaður í Noregi. í bátnum er 240 hestafla Skanía- aðalvél. Báturinn er vel búinn tækjum og í alla staði hin glæsilegasta fleyta. Hann hefur hafíð veiðar með snurvoð og aflað mjög vel. Eigandi er Guðmundur Þorleifsson skipstjóri sem sjálfur er með bátinn. - Ágúst NÝTT 0(3 GLÆSILEGT HÓTEL ( KEFLAVÍK OPNAR í JÚNÍ s(mi 92-15222 Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Stórholt VESTURBÆR Hjarðarhagi 44-64 Stangarholt Meðalholt Skipholt 40-50 o.fl. Háteigsvegur ÚTHVERFI Laugarásvegur21-37 Austurbrún, staka talan o.fl. K0PAV0GUR Skjólbraut GRAFARV0GUR Dverghamrar Fannafold 3H$r@itinftlfoðÍð 3M SLÍPIVÖRUR SANDPAPPÍR SCHOTCH-BRITE ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! PC-tölvur og prentarar á gamla verðinu/ (PC-töIvur frá kr. 49.900) oröunMJum v/Hlemm, s. 621122.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.