Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Orsök arfgengrar heilablæðingar fundin MEÐ erfðafræðirannsóknum í Blóðbankanum hefur tekist að greina afbrigðilegan erfðavísi sem orsakar arfgenga heilablæð- ingu. Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að með þess- ari greiningu verði nú að öllum líkindum hægt að greina sjúk- dóminn í einstaklingum þegar á 7.-8. viku fósturskeiðs og allt til æviloka. Engin lækning er til við sjúkdómnum. Það var sænskur rannsóknar- hópur í Malmö sem bjó til „geisla- þreifara" sem gerir mögulegt að greina genið. Síðustu 3 mánuði hef- ur verið unnið að rannsóknum á erfðavísinum. Ólafur sagði rann- sóknina tvíþætta, annarsvegar væri unnið að því að greina erfðaefnið og hins vegar væri rannsóknin hluti af athugunum á skyldum sjúk- dómum, t.d. Alzheimer. Arfgeng heilablæðing er ríkjandi erfðasjúkdómur og hefur greinst hérlendis í nokkrum ættum úr héruð- unum í kringum Breiðafjörð og í einni ætt í Rangárvallasýslu. Á síðustu 3 til 4 árum hafa einnig greinst nokkur sjúkdómstilfelli í Jap- an sem benda til þess að um svipað- an sjúkdóm sé að ræða. Ekki er þó víst að þar sé nákvæmlega sami sjúkdómurinn á ferðinni. Einkenni hans koma yfírleitt fram á milli þrítugs og fertugs og sagði Ólafur að hann væri talinn banvænn. Ekki er þó full vissa fyrir því þar sem skort hefur á rannsókhir á eldra fólki með heilabilanir vegna æða- skemmda, en þessi nýja greiningar- aðferð gerir mögulegt að kanna það. Sjúklingar veikjast yfírleitt skyndilega með lömunum og skyn- truflunum og fá áföll ítrekað. Sjúk- dómurinn er talinn orsök 15-20% dauðsfalla af völdum heilablæðingar innan við 35 ára aldur hérlendis. Ólafur sagði ekki fullkannað hversu margir væru með arfgenga heila- blæðingu þar sem ekki er hægt að greina sjúkdóminn með fullri vissu nema við krufningu. Staðfest grein- ing er til á 9 fjölskyldum þar sem 160 manns hafa látist á síðustu rúm- um 100 árum. Forsætisráðherra situr þing um afvopnunarmál ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra fór síðastliðinn sunnu- dag til New York þar sem hann mun sitja III. aukaallsheijarþing Sameinuðu þjóðanna um afvopn- unarmál. Hann heldur ræður á þinginu fimmtudaginn 2. júní. Þorsteinn og kona hans frú Ingi- björg Rafnar hafa þegið boð Harri Holkeri forsætisráðherra Pinnlands um að koma í opinbera heimsókn til Finnlands 9.—10. júní næstkom- andi. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) 1/EÐURHORFUR í DAG, 31. MAÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Lægðarsvæði fyrir sunnan og suð-austan land, en hæð milli Svalbarða og Grænlands. SPÁ: Austan- og norð-austanátt um land allt, sums staðar all- hvasst eða hvasst á Vestfjöröum og við austurströndina, annars kaldi eða stinningskaldi. Súld eða rigning á Austfjörðum og á an- nesjum norðanlands, en sums staðar skúrir á Suð-Austurlandi. Hiti 4 til 13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDA6 06 FIMMTUDAG: Austan- og norfi- austanátt um land allt. Þokuloft við austurströndina og á annesjum norðanlands, en annars skýjað með köflum og víðast þurrt. Frem- ur svalt við norður- og austurströndina, en sæmilega hlýtt að degin- um annars staðar. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl vaður Akureyri S súld Reykjavfk 13 akýjaft Borgon 16 léttskýjaó Helsinkl 26 léttskýjað Jan Mayen vantar Kaupmannah. 20 léttskýjað Narssarssuaq 3 alskýjað Nuuk 0 súld Osló 21 léttskýjað Stokkhólmur 24 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 21 lóttskýjað Amsterdam 14 rignlng Aþena vantar Barcelona 21 iéttskýjað Chicago 20 léttskýjað Faneyjar 22 láttskýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 20 skýjað Las Palmas 23 léttskýjað London 13 rigning Los Angeles 15 helðskírt Lúxemborg 13 rigning Madrfd 22 skýjað Malaga 28 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Montreal 14 rigning New Yorit rigning Paría 15 skúr Róm 23 akýjað San Diego 15 léttskýjað Wlnnipeg 21 heiðskfrt Bandaríkin: Lést í bílslysi NÍTJÁN ára gömul islensk stúlka, Þóra Lilja Burnett lést í bílslysi í Bandaríkjunum 14. maí siðastliðinn. Þóra var að aka með eigin- manni sínum frá San Fransisco á vesturströnd Bandaríkjanna til Sacramento þar sem móðir hennar býr þegar slysið varð. Þau voru nýgift. Hann lifði slysið af og meiddist lítið. Þóra var fædd 10. maí 1969. Hún fluttist með móður sinni, Emu Kristinsdóttur, til Bandaríkjanna fyrir ellefu árum. Þóra Lilja Bumett. Fjölsótt Lions- þing á Húsavík ^ Húsavík. ÁRSÞING Lionshreyfingarinnar á íslandi var haldið á Húsavík um síðustu helgi. Þar vora mætt- ir 300 fulltrúar og með getum sátu þingið milli 500 og 600 manns. Þinghaldið stóð í 2 daga og voru þar mikið rædd ýmis verkefni sem hreyfíngin vinnur að og hugsar sér að styrkja. Ágóði af sölu næstu rauðu fjaðrar áforma Lionsmenn að nota til að styrkja fyrirhugaða byggingu við Reykjalund sem ætluð er til endurhæfíngar ungs fólks sem orðið hefur fyrir slysum. Ákveðið var að auka og efla það starf sem hreyfíngin hefur hafíð meðal skóla- æskunnar til forvama notkunar vímuefna. Þótt erfítt hafí verið að hýsa svo fjölmennt þing sem þetta tókst það með ágætum með því að nota alla þá gistiaðstöðu sem í sýsl- unni er í Mývatnssveit, að Laugum og í veiðihúsum en veitingar allar voru veittar á Hótel Húsavík og voru menn almennt ánægðir með þjónustuna. - Fréttaritari Post- og símamálastofnunin: Ný símaskrá komin út SÍMASKRÁIN 1988 er komin út og verður hún afhent simnotend- um á póst- og símstöðvum næstu daga gegn framvisun afhending- arseðla sem póstlagðir hafa verið. Nýja simaskráin tekur gildi S.júni n.k. að öðru leyti en þvi að núm- erabreytingar á svæðum 98 og 99 verða nokkrum dögum siðar. Ein helsta breytingin á númera- kerfinu er að svæðisnúmer 99 hefur verið fellt niður og sameinast svæðis- númeri 98. Simaskráin hefur fengið nýtt útlit og er nú ljósmynd af Gullfossi fram- aná kápunni. Brot hennar er hins vegar óbreytt. Upplag skrárinnar er að þessu sinni um 145 þúsund ein- tök. Blaðsíðutal hefur aukist um 64 síður og eru nú 832 síður í skránni. Með aðalskránni eru gefnar út sérstakar svæðaskrár eins og undan- farin ár og verða þær til sölu á póst- og símstöðvum um leið og afhending símaskrárinnar fer fram. Stefán Guðjón Sigurðs- son kaupmaður látinn STEFÁN Guðjón Sigurðsson kaupmaður í Hafnarfirði lést i Borgarspítalanum sunnudag- inn 29. mai á 77. aldursári. Stefán fæddist i Hafnarfírði 21. september 1911. Hann rak versl- unina Stebbabúð frá árinu 1933 til 1973, hann vann við verslunar- störf hjá Náttúrulækningafélagi íslands 1974 til 1978 og á skrif- stofu Alþingis frá því í júlí 1978 til dauðadags. Hann var alla tíð virkur þátttakandi í félagsstörf- um. Stefán var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Elínborg Matthild- ur Sigurðardóttir, hún lést 1937. Þau eignuðust tvö böm. Eftirlif- andi kona hans er Laufey Jakobs- dóttir. Þau eignuðust fjögur böm. Stefán Guðjón Sigurðsson kaup- maður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.