Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 31.05.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Þrotabú Hermanns Björgvinssonar: Kraf ist greiðslu á 182 milljónum Skiptafundur í þrotabúi Her- manns Gunnars Björgvinssonar, sem ákœrður var fyrir okurlána- starfsemi, var haldinn hjá bæjar- fógetaembættinu í Kópavogi í gær. Á fundinum kom fram að ákveðið hefur verið að höfða 27 mál af hálfu búsins til að reyna að fá greiddar ýmsar skuldir mannn við búið. Þar á meðal er krafa búsins á hendur Sigurði Kárasyni, til greiðslu á tæplega 182 miiyóna króna ávísun. Lýstar kröfur í þrotabúið eru 67 og nema þær samtals rúmum 319,6 milljónum kr. Skiptastjóri hefur við- urkennt 61 kröfu að upphæð rúmar 135 milljónir sem réttmæta. Hæsta krafan er frá Sigurði Kárasyni, tæp- ar 182 milljónir, en hún var ekki viðurkennd af skiptastjóra. Það var á skiptastjóranum, Magnúsi M. Norðdahl hdl., að heyra, að ekki væri mikil von til þess að þrotabúið næði að innheimta nema lítinn hluta skulda. Heildarmati verði lokið fyrir 1990 - sagði sjávarútvegsráðherra á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins „ÞESSI fyrsti dagur var heldur tíðindalítill. Það var farið yfir hvalastofna og við gerðum grein fyrir ástandi okkar stofna,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið f gær, en hann situr nú 40. fund Alþjóðahvalveiðiráðsins i Auckland á Nýja-Sjálandi. í ávarpi Halldórs kemur meðal annars sínum að beina vísindastarfsemi á þess vegum inn á stjómmálalegar brautir. Vísindanefndin hefði hins vegar sýnt á ársfundi sínum í San Diego að hún starfaði bæði á fag- mannlegan og uppbyggilegan hátt og því færði sendinefiid íslands vísindanefndinni og formanni henn- ar, dr. Kirkwood, þakkir sínar. Morgunblaðið/KGA Skólaskipið Georg Stage á ytri höfninni f Reykjavík f gærmorgun. Danskt skólaskip í heimsókn DANSKT þriggja mastra segl- skip, Georg Stage að nafni, er komið til landsins í tilefni af sjómannadeginum. Þetta segl- skip, eða barkskip öðru nafni, er skólaskip í eigu Minningar- stofnunar Georgs Stages f Dan- mörku. í áhöfn seglskipsins em sextíu nemendur á aldrinum 16 til 20 ára og auk þeirra 10 yfirmenn. Skipið er gert út sjö mánuði á ári og er notað til að þjálfa sjómanns- efni. Að sögn Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar skólasfjóra Stýri- mannaskólans er þetta danska seglskip minnsta barkskip f heimi og er það smíðað í Fredrikshavn árið 1934. Það em 20 segl á skút- unni og er heildarseglflöturinn 800 fermetrar. Vera skólaskipsins Georg Stage á íslandi aið þessu sinni tengist hátíðahöldum sjómanna- dagsins. Tvær færeyskar skútur verða einnig í heimsókn á sjó- mannadaginn og munu seglskipin þijú sigla inn á ytri höfnina um kl 16.30 á fimmtudaginn. Skóla- skipið verður gestum til sýnis í Reykjavíkurhöfn á laugardag og sunnudag. fram að ríkisstjóm íslands leggi á það afar mikla áherslu að fyrir árið 1990 verði lokið þvf heildar- mati, sem ákveðið var á 34. árs- fundi ráðsins að fram færi. Fyrir sitt leyti hafi rfkisstjóm íslands hafið vísindalegt rannsóknar- starf, sem hafi það að markmiði að ákvarða stærð og ásigkomulag hvalastofna fyrir árið 1990. Hugsanlega finnst olía í set- lögnm á Rockall-svæðinu í ávarpi sjávarútvegsráðherra seg- ir ennfremur að sendinefiid íslands komi til þessa fundar með bjartsýni um að Alþjóðahvalveiðiráðið muni takast á við þau mikilvægu mál sem á dagskrá eru í anda víðtæks sam- starfs og samvinnu. Á sfðasta ári hafi íslendingar haft af þvf áhyggj- TANKBÍLL sem var á leið með heita asfaltolfu frá Borgaraesi til Hellissands f gær stórskemmd- ist þegar eldur kviknaði f honum við Haffjarðará. Litlu mátti muna að tankurinn spryngi í loft upp en slökkviliðið f Kolbeins- staðahreppi kom skjótt á vett- vang og tókst að koma í veg fyr- ir að illa færi. Bílinn er í eigu verktakafyrirtæk- isins Borgarverks hf. í Borgamesi og var á leiðinni til Hellissands með fullan tank af asfaltsolíu sem var 140 gráðu heit. Við Haffjarðará veitti bifreiðarstjórinn því athygli MÖRG mál voru tekin fyrir á fundi utanrfkismálanefndar Alþingis f gær, að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns nefndarinn- ar, en mest snerist þó umræðan nm hafréttarmálin og Hatt- on/RockalI-deiluna. Var meðal annars rætt um skýrslu stjórnar- að kviknað var í bílnum að aftan. Haft var samband við lögregluna í Stykkishólmi og slökkviliðið í Kol- beinsstaðahreppi sem var komið á staðinn 15 mínútum síðar. Tók slökkvistarfið um 45 mínút- ur og hafði þá lok á tankinum sprungið upp vegna hitans. Telur lögreglan í Stykkishólmi að litlu hafi mátt muna að eldur kæmist f farminn. Afturhluti bifreiðarinnar er gjörónýtur, en stýrishúsið er að mestu óskemmt. Að sögn lögregl- unnar f Stykkishólmi er talið að kviknað hafi í út frá sprungnum hjólbarða. nefndar sameiginlegs rannsókn- arverkefnis íslendinga og Dana, þar sem fram kemur að á Rockall- svæðinu er að finna setlög sem uppfylla öll skilyrði til þess að hafa að geyma olfu. Guðmundur Pálmason, jarðeðlis- fræðingur, sat fund utanríkismála- nefndar og gerði grein fyrir skýrslu stjómamefndar sameiginlegs rann- sóknarverkefnis íslendinga og Dana um rannsókn hafsbotnsins á Hatt- on/Rockall-svæðinu. í nefnd þessari sitja 3 menn frá hvoru landi og skip- aði Alþingi Karl Gunnarsson og bandaríska hafsbotnssérfræðinginn dr. Talwani ásamt Guðmundi til setu í nefndinni af íslands hálfu. Nefndin hefur starfað síðan snemma árs 1987 og er áætlað að hún skili af sér loka- skýrslu um næstu áramót. Stjómamefndin kom saman í sfðustu viku í Kaupmannahöfn og gaf stöðuskýralu til stjómvalda ríkjanna um verkefnið. í skýrlu þess- ari kemur fram að á svæði rétt utan við Rockall-klettinn hafa fundist á miklu dýpi þykk setlög, sem eru skyld setlögum þeim sem olía hefur verið unnin úr f Norðursjó. Hér er um sokkið land að ræða þakið þykku hrauni. Það skapar ákjósanlegustu skilyrði til myndunar olíu sem felast í gömlum gróðurleifum og þunga af hrauninu. Rannsóknir standa enn yfír og ætti þá að skýrast betur hvort raun- verulega sé um olíu að ræða á þessu svæði. Hins vegar yrði mjög erfítt og nánast óhugsandi að vinna olíu úr svo miklu dýpi, að minnsta kosti f nánustu framtfð. Að sögn Eyjólfe Konráðs urðu nefndin og utanríkisráðherra sam- mála um eftirfarandi ályktanir og bókanir. „Nefndin beinir þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar að hún leiti sam- ráðs við dönsku ríkisstjómina um að ríkin tvö knýi á um viðræður við Breta um hafsbotnsréttindin á Hatt- on/Rockall-svæðinu. Utanríkismálanefnd Alþingis ályktar að beina þeim tilmælum til breskra stjómvalda að þau kveði þegar í stað niður fáránlegar hug- myndir um að gera Rokkinn (Rock- Morgunblaðið/Blængur Alfreðsson Slökkviliðsmenn í slökkviliði Kolbeinsstaðahrepps höfðu snör hand- tök við að slökka eldinn. Kolbeinsstaðahreppur: Asfaltbíll stór- skemmist í eldi all) að geymslustað fyrir geislavirk úrgang8efni. Utanrfkismálanefnd Alþingis bein- ir þvf til ríkisstjómarinnar að hraðað verði umræðum við Norðmenn og Dani um eignarréttinn að hafsbotns- svæðum á norðuralóðum. Utanríkismálanefnd Alþingis bein- ir því til ríkisstjómarinnar að náið verði fylgst með veiðum útlendinga á 150 mílna hafsbotnssvæði íslands á Reykjaneshrygg utan 200 mílna efnahagslögsögu. Verði Landhelgis- gæslu falið að afla upplýsinga um veiðamar." Islandkynntí alheimssjónvarpi um ólympíueldinn ÍSLAND verður I hópi fjögurra þióða, sem fá sérstaka kynningu i alþjóðasjónvarpi i tengslum við Olympíuleikana i Seoul i Suður- Kóreu á hausti komanda. Það var fyrir milligöngu Ingólfs Guð- brandssonar að ákveðið var að taka hluta kvikmyndar um ólympíu- eldinn hér á landi, og verður myndin sýnd viða um heim í tengslum við undirbúning Ólympiuleikanna. Fyrir skömmu var Ingólfur Guð- brandsson á ferð í Suður-Kóreu og birti Morgunblaðið grein eftir hann um undirbúning Oljrmpíuleikanna í Seoul í haust. Erindi hans var fyret og fremst að ljúka undirbún- ingi að ferð íslendinga á leikana. Eftir viðræður við ýmsa ráðamenn austur þar var þess farið á leit við hann að hann kæmi fram í við- talsþætti í kóreska sjónvarpinu og varð úr þvf 15 mfnútna þáttur þar sem tvinnað var saman við viðtalið myndum frá íslandi. f framhaldi af þessu óskuðu framleiðendur við MBC sjónvarps- stöðina eftir viðtali við Ingólf, en sú stöð verður aðalframleiðandi efnis um Ólympíuleikana og efnis sem tengist þeim. Ákveðið hafði verið að gera sérstaka mynd um eldinn og þátt hans f lífebaráttu og menningu þjóðanna í aldanna rás og tengja á táknrænan hátt ólympíueldinum, sem borinn verður að þessu sinni til Seoul og tendrað- ur á aðalleikvanginum þar hinn 17. september næstkomandi. Áformað var að taka klukkustundarlanga mynd í flórum löndum undir titlin- um -Flame and Fire". „Eg reyndi af fremsta megni að sannfæra starfsmenn sjónvarps- stöðvarinnar um að á íslandi gætu þeir náð mjög sératæðu og áhuga- verðu myndefni," sagði Ingólfur í samtali við Morgunblaðið. „Árang- urinn var sá að nú liggur fyrir ákvörðun um að koma til fslands í kringum 20. júní og taka hluta myndarinnar hér. Hér komu Flug- leiðir einnig til hjálpar með já- kvæðri fyrirgreiðslu. Ef vel tekst til mun mynd þessi kynna ísland um víða veröld f tengslum við efni er snertir undirbúning Ólympíuleik- anna. Að toppfundi Reagans og Gorbatsjovs undanskildum verður þetta ein mesta landkynning sem fsland hefur fengið í alþjóðasjón- varpi," sagði Ingólfur Guðbrands- son, en hann verður umboðsmaður hinnar erlendu sjónvarpsstöðvar og myndatökumönnunum til aðstoðar meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.