Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 8. 'NÓVEMBER 1986' 59 • Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sem tekur þátt í Evrópumeistara- móti félagsliða á Spáni. Frá vinstri: Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson, Hannes Eyvindsson og Björgúlfur Lúðvíksson, liðsstjóri. Sveit GR til Spánar — tekur þátt í EM ígolfi SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur heldur til Spánar í dag þar sem hún tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða á næstunni. GR-sveitin tók einnig þátt i þessari keppni í fyrra og náði þá mjög góðum árangri. Keppnin fer fram á Alohavellinum í Marbella. Sveina skipa Hannes Eyvinds- son, Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson. Þeir voru einmitt í lið- inu sem náði 4. saeti í fyrra. Liðsstjóri verður Björgúlfur Lúðvíksson. 21 félag frá 20 löndum taka þátt í mótinu. Þó svo að ekkí hafi verið haegt að æfa á golfvellinum í Grafar- holtinu i meira en mánuð vegna veðurs þá hefur sveitin æft af full- um krafti í golfherminum í Öskjuhlíð. „Golfhermirinn hetur reynst ómetanlegt hjálpartæki og verður spennandi að sjá hvernig þessar æfingar skila sér á golf- vellinum, “ sagði Björgúlfur, liðs- stjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Handknattleikslandsliðið: Tap gegn Hollendingum Frá Jóni Ólafssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Hollandi. ÍSLENDINGAR urðu að lúta í lægra haldi fyrir ágætu hollensku hand- knattleikslandsliði f gærkvöldi. Vörnin íslenska var verri en oftast áður og gildir það sama um sóknina. Hollenska liðið lék mjög vel og leikreyndasti maður liðsins, Jaques Josten, varði ótrúlega og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Lokatölur, 26:24, fyrir heima- menn. Okkar menn voru ótrúlega sein- ir í gang og skoruðu sitt fyrsta mark þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Þá voru Hollendingar búnir að setja knöttinn fjórum sinn- um í netið. Ef ekki hefði komið til ágætis markvarsla Kristjáns Sig- mundssonar í fyrri hálfleik hefði getað farið illa. .Um miðjan fyrri hálfleik náðu íslendingar að kom- ast yfir í fyrsta sinn og höfðu eins marks forskot í hálfleik, 11:10. En þrátt fyrir að vera yfir eiga piltarn- ir allt annað en hrós skilið. Því á köflum var eins og þeir væru að grípa broddgölt í stað knattar, svo mikið var fumið og ekki síður fátið. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Steinar missti boltann eft- ir sex sekúndur og Hollendingar náðu forystunni eftir 3 mínútur og héldu henni til leiksloka og unnu Islendinga í fyrsta sinn. Áhorfend- ur risu úr sætum og fagnarðarlæt- in í Haarlem voru mikil. Ljósi punkturinn hjá íslenska lið- inu var þegar hinn ungi og efnilegi, Héðinn Gilsson, skoraði 3 mörk á þeim 10 mínútna kafla sem hann fékk að leika með. Hann var ásamt Bjarna og Þorgils Óttar bestu leik- menn Islands. Bjarni var öruggur í vítaskotunum og lék vel allan leik- inn og vítaköstin voru flest fiskuð af fyrirliðanum. Mörk Islands: Bjarni Guðmundsson 9/5, Steinar Birgisson 6, Héðinn Gilsson 3, Þorgils Óttar 3/1, Árni Friöleifsson 2 og Júlíus jónasson 1. Dregið í (JEFA-keppninni Bayer Uerdingen mætir Barcelona Atli Eðvaldsson, Lárus Guð- mundsson og félagar þeirra í liði Bayer Uerdingen fengu erfiða mótherja í 16 liða úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða, UEFA- keppninni svokölluðu. Uerdingen mætir Barcelona. Eftirtalin lið drógust saman í keppninní: •Dundee United frá Skotlandi mætir Hadjuk Split frá Júgóslaviu. •Ghent frá Belgíu mætir Gauta- borg frá Svíþjóð. •Groningen frá Hollandi mætir Guimares frá Portúgal. -Dukla Prag frá Tékkóslóvakíu mætir Inter Milano frá ítaliu. •Spartak Moskva frá Sovétríkj- unum mætir FC Tyrol frá Aust- urríki. •Bayer Uerdingen frá V-Þýska- landi mætir Barcelona frá Spáni. •Torino frá Ítalíu mætir Beveren frá Belgíu. •Borussia Mönchengladbach frá V-Þýskalandi mætir Glasgow Rangers frá Skotlandi. Körfubolti: ÍBK sigraði ÍBK sigraði UMFN, 38:32, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 20:13 fyrir ÍBK. Guðlaug Sveinsdóttir var stigahæst í liðið ÍBK, skoraði 10 stig. Hjá Njarðvík skoruðu Sigríður Guðbjörnsdóttir og Þórunn Magnúsdóttir 7 stig hvor. KR—Njarðvík í dag ÞAÐ er ekki mikið um að vera í íþróttunum hér heima um þessa helgi. Bæði kvenna- og karla- landsliðin í handknattleik hafa verið á ferðinni erlendis og á meðan hefur ekkert verið leikið í 1. deild í handknattleik. Keppnin Ásgeir skorinn upp Frá Jóhannl Inga Gunnarssyni, frótta- manni Morgunblaðsins f V-Þýskalandi. ÁSGEIR Sigurvinsson var skorinn upp á sjúkrahúsi í Stuttgart f fyrradag vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum gegn Torpedo Moskva f Evrópukeppn- inni á miðvikudaginn. Ásgeiri var brugðið mjög harka- lega í leiknum og þegar hann skall á vellinum rifnuðu liðþófar í öxl hans. Talið er að hann verði frá í að minnsta kosti 6 vikur. Fram: Uppskeruhátíð KNATTSPYRNUDEILD Fram heldur sína árlegu uppskeruhátfð á mánudaginn og hefst hún klukk- an 18 f Átthagasal Hótel Sögú. Bestu leikmenn og markakóng- ar hvers flokks verða verðlaunaðir, dómari ársins og leikmaður Fram. Velunnarar Fram eru hvattir til að mæta og gæða sér á (slands- meistarakökunni og öðrum kaffi- veitingum. Sjónvarpsleikurinn í dag: Upplausn hjá Stuttgart Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttamanni Morgunblaðsins í V-Þýskalandi. ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir Stuttgart þessa dagana. Liðið hefur nú leikið átta leiki f röð án sigurs, er fallið úr bikarkeppninni, er fallið úr Evrópukeppni og á litla möguleika á sæti í UEFA-keppninni á næsta ári. Þar við bætist að lykilmenn liðsins, þeirra á meðal fyrirlið- inn Asgeir Sigurvinsson, eru meiddir, allt logar f innbyrðis deilum og ósætti og áhorfendum fer hraðfækkandi. Fjölmiðlar í Vestur-Þýskalandi hafa gert mikið úr vandræðum Stuttgart að undanförnu. Óánægjuna má líklega rekja til þess þegar tekin var ákvörðun um að ráða Egon Coordes, aðstoðar- þjálfara Bayern Munchen, sem þjálfara liðsins, en liðinu gekk mjög vel á síðasta keppnistímabili undir stjórn Entenmanns - sem lengi hefur verið innanbúðarmaður hjá félaginu. Aðdáendur áttu erfitt með að sætta sig við að ráðinn skyldi maður frá erkifjandanum Bayern Munchen, og þegar liðinu fór að ganga illa fór ekki hjá því að Coordes yrði sökudólgurinn. Þar við bætist að Coordes þykir mikið hörkutól. Hann er einræðis- herra og hefur lent opinberlega upp á kant við marga leikmenn liðsins, einkum þó þá Allgöwer og Pasic. Hann hefur svarað ásökun- um fjölmiðla fullum hálsi og bar nýlega meintar árásir á sig saman við perónuárásir á tímum nasis- mans í Þýskalandi. Síðar reyndi hann að draga þau ummæli til baka. Áhorfendur eru fyrir nokkru farnir að heimta að Coordes verði rekinn, og eftir tap Stuttgart gegn Torpedo Moskva á heimavelli á miðvikudaginn, varð þjálfarinn að fá lögregluvernd til að komast óskaddaður frá leikvanginum. En formaður Stuttgart hefur neitað því að til standi að reka Coordes, enda á hann tvö ár eftir af samn- ingi sínum. Og áðurnefndur Entenmann, sem nú starfar við unglingaþjálfun hjá Stuttgart, hef- ur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á því að taka að sér aðallið- ið á ný. í leiknum gegn Bremen í dag verður Stuttgart að tefla fram nokkrum varamönnum. Liðið verð- ur þannig skipað: Immel, Schröd- er, Schafer, Buchwald, Múller, Zietsch, Nushöer, Klinsmann, Merkle, Pasic, Bunk. Lið Werder Bremen hefur verið í sókn að undanförnu og fór létt með að sigra Bayer Uerdingen um síðustu helgi. i síðasta leik síðasta keppnistímabils tapaði Bremen á útivelli gegn Stuttgart og missti af meistaratitlinum fyrir vikið. Þeir koma því til leiks staðráðnir í að hefna sín. I liö Bremen vantar nokkra leikmenn, t.d. Pezzey, Sitka og fyrirliðann Möhlmann. Líkleg- asta liðskipan í dag er þessi: Burdenski, Sauer, Kutzop, Otten, Schaaf, Votava, Mayer, Hermann, Walter, Ordenewitz, Völler. í körf uknattleik er hinsvegar bæði jöfn og spennandi. í dag klukkan 16.00 leika KR- ingar og Njarðvíkingar í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Bæði þessi lið eru í baráttunni um meist- aratitlinn. Meistarar UMFN hafa reyndar átt í erfiðleikum að und- anförnu en KR kom á óvart um síðustu helgi með góðum sigri á Val. Athugið að leiknum hefur ve- rið seinkað frá áður auglýstum tíma, vegna beinnar útsendingar í sjónvarpinu. Annað kvöld klukkan 20.00 leika Fram og Haukar í úrvalsdeildinni í Hagaskólanum. I Seljaskóla leika hinsvegar ÍR og Þór í 1. deild. Þar berjast tvö sterkustu lið deildarinnar og er því um einn úrslitaleikjanna í 1. deild að ræða. Leikurinn hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn. Þór sigraði ÞÓR sigraði HK, 26:21, í 2. deild karla i handknattleik á Akureyri í gærkvöldi. Staðan ■ háifleik var 13:11 fyrir heimamenn. Sigur Þórs var sanngjarn og höfðu þeir undirtökin í leiknum all- an tímann. Mörk Þóra: Sigurður Pálsson 10/1, Kristinn Hreinsson 5, Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 4, Gunnar Gunnarsson 2, Aðalbjörn Svanlaugsson 2, Jóhannes Samúelsson, Ingólfur Samúelsson og Baldvin Heiðarsson eitt mark hver. Mörk HK: Elvar Óskarsson 7/4, Ársaell Snorrason 4, Guðjón Guömundsson 3, Rúnar Einarsson 3, Ólafur Pétursson 2, Bergsveinn Þórarínsson 1 og Brian Harri- son 1. Ferguson til Man. United ALEX Ferguson, sem stjórnaði skoska landsliðinu í Mexfkó í sumar, tók við framkvæmda- stjórastöðunni hjá Manchester United í gær. Ron Atkinson, sem hefur setið við stjómvölinn hjá United í 5 ár, var rekinn frá félaginu á fimmtudaginn. Ferguson hefur verið fram- kvæmdastjóri hjá Aberdeen síðan 1978 og náð að skapa liö- inu nafn. Hann náði þeim merka áfanga að gera liðiö að Evrópu- meisturum bikarhafa 1983. Hann tók við skoska landsliðinu eftir að Jock Stein lést skyndilega í september 1985. Hann afþakkaöi landsliðsþjálf- arastöðuna hjá Skotum vegna þess að honum fannst hann vera of ungur. Archie Knox, sem hefur verið aðstoðarmaður hans hjá Aberdeen, fylgir honum til Un- ited. „Manchester United er eina félagið sem gat tekið mig frá Aberdeen, “ sagði Ferguson. Ferguson, sem er 45 óra og lék áður sem framherji hjá Gtas- IfSiÉjÍllll • Alex Fergison hefur átt vel- gengi að fagna hjá Aberdeen. Nú tekur hann vlð fram- kvæmdastjórastöðunni hjá Manchester United af Ron Atkinson. gow Rangers, hefur þrisvar sinnum gert Aberdeen af skosk- um meisturum og fjórum sinnum af bikarmeisturum. ................. ...........
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.