Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 21 Hlúaþarf að félagsstarfi æskufólks og efla for- varnir gegn fíkniefnum - segir Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstof nunnar og formaður framtíðar- nefndar ríkisstj órnarinnar á ráðstefnunni „Ungt fólk í nútíð og framtíð“ BÚIST er við að mjög dragi úr fólksfjölgun hér á landi á næstu árum og eftir 25 ár er því spáð að íslendingar verði á bilinu 260 til 287 þúsund. Um miðjan ára- tuginn var því hinsvegar spáð að íslendingar yrðu um 300 þús- und um aldamót. Þetta kom m.a. fram í máli Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar og formanns framtíðar- nefndar ríkisstjómarinnar, á ráðstefnunni „Ungt fólk í nútíð og framtíð“ í gær, en undanfarin tvö ár hefur verið unnið að framtíðar- könnun á vegum forsætisráðuneyt- isins. Til þess að fá hugmynd um það hvemig ungt fólk hugsar til framtíðarinnar, fékk framkvæmda- nefnd framtíðarkönnunar Félagsví- sindastofnun HÍ til þess að gera könnun á meðal 18 og 19 ára ungl- inga. Þegar þau vom spurð urri bameignaáform, ætluðu þau flest að eignast tvö böm. Bameignaá- form ungs fólks em þó tengd almennu viðhorfi til framtíðarinnar og athugunin sýndi að meðal ungs fólks segjast fleiri en þrír af hveij- um fjórum vera bjartsýnir á framtíðina hér á landi. Unga fólkið virtist bera kvíðboga fýrir atvinnuleysi og umhverfis- spjöllum í framtíðinni. Flest óttuð- ust að glæpir verði hér miklu alvarlegra vandamál í byijun næstu aldar en nú er, en líklegt er að unga fólkið tengi saman glæpi og fíkniefni, að sögn Jóns. Þá mátti lesa að piltum og stúlkum bar sam- an um að kynjamisrétti væri ekki meðal alvarlegustu vandamála á okkar tíð og verði að mestu úr sög- unni sem þjóðfélagsvandamál í byijun næstu aldar. Jón sagði að lokum: „Hugmynd- imar, sem við getum nú gert okkur um framtíðina næstu áratugi, virð- ist vera þannig að í æskulýðsstarf- inu þurfí menn fyrst og fremst að beina kröftunum gegn þeim hætt- um, sem ungmennin sjálf skynja á líðandi stundu og telja að framtíðin beri í skauti sér. I æskulýðsstarfinu ættu menn ekki að þurfa að búa sig undir að sinna fleira fólki á næstu árum. Þeim mun ríkari ástæða er til þess að hlúa vel að fijálsu félagsstarfí æskufólks - ekki síst starfí íþróttafélaga - og efla forvamir gegn fíkniefnum." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Krístjana F. Arndal ásamt tveim verka sinna á sýningunni. Morgunblaðið/Július Hluti ráðstefnugesta. Skólakór Kársnes- og Þingholtsskóla söng við upphaf ráðstefnunnar „Ungt fólk í nútíð og framtíð“: Um 200 fulltrúar á ráðstefnunni HÁTT í 200 þátttakendur eru á ráðstefnunni „Ungt fólk í nútið og framtíð“, sem hófst í gær að Borgartúni 6. Ráðstefnan er haldin á vegum menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Það eru fulltrúar hinna ýmsu æskulýðsfélaga og ungmenna- hreyfinga, sem sitja ráðstefnuna, sem hófst laust eftir hádegi í gær og lýkur um miðjan dag í dag. Auk flutnings fjölda erinda i gær, var farið með ráðstefnugesti í kynnisferð í félagsmiðstöðvar í Reykjavík, Skátahúsið við Snorra- braut og íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal. í dag hefst ráðstefnan að nýju kl. 9.00 með erindi Þor- bjöms Broddasonar lektors um áhrif tölvutækni á heimilislíf, skóla, íjölmiðla og á félagslíf. íþróttasamband fatlaðra og Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjavík efna til kynningar á starfsemi íþróttasambands fatlaðra’ í Laugardalshöll kl. 14.00. Fulltrúar frá íþróttasambandi fatlaðra rnunu halda fyrirlestra, sýna stutt mynd- band og svara fýrirspumum. Síðan fer fram íþróttakeppni þar sem þátttakendum gefst kostur á að reyna sig í hinum ýmsu íþrótta- greinum sem fatlaðir leggja stund á. Kristjana F. Arndal sýnir í Hafnarborg KRISTJANA F. Arndal opnar sýningu á verkum sínum í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Á sýn- ingunni eru um 30 verk, olíumál- verk, svartkrítarmyndir, vatnslita - og pastelmyndir. „Hluti af þessum myndum var á sýningu í Konstfrámjandet í janúar og febrúar á þessu ári“ segir Krist- jana, en þetta er fjórða sýning hennar á þessu ári, hún sýndi í Bergendal í Stokkhólmi, Lofoten í Noregi og tók þátt í samsýningu hjá Folksam trygg- ingarfélaginu í Stokkhólmi fyrr á þessu ári auk sýningarinnar í Konst- frámjandet. Kristjana hefur verið búsett í 11 ár í Svíþjóð og verið þar við nám og störf. Hún segir að henni fínnist skemmtilegast að fást við grafík- myndir, en hafí enga vinnuaðstöðu sem stendur þar sem hún er nýflutt hingað til landsins aftur. Sumarið 1983 fékk Kristjana styrk frá heildarsamtökum bygingariðnað- armanna í Svíþjóð til að koma til íslands og safna efni. Hún var hér í tvo mánuði, aðallega á Austfjörðuin því þangað segist hún aldrei hafa komið áður og það hafi verið einstak- lega gaman að koma aftur til Islands eftir langa dvöl erlendis og dveljast á áður ókunnum stöðum. Viðfangs- efni hennar eru sum nokkuð sérstæð, á einni myndinni er t.d. eplahýði „þetta eru ummerki um eitthvað, flestir skilja eitthvað eftir sig, sem ég er að reyna að setja niður á strig- ann. Auk þess verður maður fyrir áhrifum sem ég er að reyna að túlka, lífskrafturinn birtist t.d. í þessu tfe sem ég sá vaxa á klöpp, en rætur þess höfðu sprengt sig í gegnum klöp- pina." Sýning Kristjönu er opin milli 14 og 21 alla daga og eru flestar mynd- anna til sölu. m ER UM AÐ GERA AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA Á ÞENMANN HEIMSVIÐBURÐ MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í SÍMA 77500 - DAGLEGA sögövi Jerry Lee Lewis þekkja allir sem einn af frumkvöðlum rokksins ásamt Elvis, Little Richard, Chuck Berry og Fats Domino Jerry Lee Lewis „The Killer" mun skemmta ásamt sjóðheitri hljómsveit sinni f rá Memphis BCCACW' í kvöld og annað kvöld MATSEÐILL Humarsúpa Lamba-piparsteik mcð villikrydduðum sveppum Hcínutilbúinn kaifiis með konfekti Munið hina ódýru Broadway/heigarpakka Fluglelða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.