Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 29
Svíar feimnir og vilja vera aleinir Tennisstjaraan Björa Borg er að margra matí hinn dæmigerði Svíi. Þegar sól hans skein sem hæst datt hvorki af honum né draup á tennisvellinum: Borg var alltaf rólegur og yfirvegaður. Stokkh61mi, Reuter. SVÍAR eru feimnir, þunglyndir og innhverfir. Þeir vilja fremur fara einir í gönguför í skóginum en að blanda geði við starfs- félaga sína. Og þeir bijótast aðeins út úr skelinni þegar þeir eru drukknir eða í rúminu. Prófessor Áke Daun við Stokk- hólmsháskóla hefur gert miklar rannsóknir á geði landa sinna og orðspori af þeim meðal annarra þjóða. Hann ætlar að birta rannsóknir sínar í bók á næsta ári. Hæpið er að bókin nái metsölu í Svíþjóð vegna þeirrar myndar, sem Daun dregur upp af Svíum. Hann hefur komist að þeirri nið- urstöðu að Svíar séu rólyndir, hógværir og „vilji vera einir“ svo að vitnað sé í Grétu Garbo. „Vissulega er hættulegt að al- hæfa um heila þjóð, en ég hef komist að þessum niðurstöðum með því að nota viðurkennd próf, sem hefur verið beitt víða annars staðar í heiminum," sagði Daun. „Með því að nota viðurkennd próf má komast að því hvemig Svíar eru og bera þá saman við aðrar þjóðir," sagði prófessorinn í viðtali. Daun hefur tekið viðtöl við mörg hundruð sænska námsmenn til að komast að því hvað þeir halda um sjálfa sig. Hann spurði einnig inn- flytjendur í Svíþjóð um álit þeirra á Norðurlandabúum. Á óvart kemur að Daun heldur þvf fram að Svíar séu síður en svo feimnari en hinir opinskáu og masgjömu Bandaríkjamenn. „Svíar líta ekki svo á að feimni sé slæm. Við lítum fremur á hana sem dyggð og þar em Bandaríkja- menn á öndverðum meiði. Innst inni em Bandaríkjamenn þó jafn feimnir og við,“ sagði Daun. Suður-Kóreumenn hafa reynst opinskáastir þeirra þjóða, sem kannaðar hafa verið á undanfom- um ámm, að sögn Dauns. En Japanar em þjóða feimnastir. „Japanar þola ekki að vera niður- lægðir fyrir framan ókunnuga. Þetta hefur í för með sér að þeir em feimnari en flestir aðrir - og þeir em ömgglega feimnari en Svíar," sagði Daun. Undantekningar em þó á hinni gullnu reglu þagnarinnar, þegar Svíar taka til við uppáhaids tóm- stundaiðju sína, ástir og drykkju- skap. „Tilfinningar virðast vera leyfi- legar bæði í svefnherberginu og eftir áfengisneyslu. Dmkknum Svíum finnst sem þeir séu undan- þegnir boðum og bönnum," sagði Daun. Daun var spurður hvort þessar niðurstöður, sem ekki em sérlega jákvæðar, væra til einhverra hluta nytsamlegar. „Ég tel að þær séu mjög mikil- vægar fyrir Svía f viðskiptum við útlendinga. Oft hefur mikilvægur samningur mnnið út í sandinn vegna þess að við vitum ekki hvemig á að fara að útlendingum. Til dæmis ræðum við viðskipti meðan við borðum stað þess að geyma það umræðuefni þar til kaffi er borið á borð. Þetta finnst útlendingum þrautleiðinlegt," sagði Daun og bætti því við að Svíum myndi ganga betur í al- þjóðlegum viðskiptum ef þeir legðu sig fram um að kynna sér siði annarra þjóða. Fá ekki að fara frá Sovétríkjuniim Moskvu, AP. FJÓRIR bandarískir borgarar, sem ekki hafa fengið leyfi til þess að flyljast burt frá Sov- étríkjunum, óskuðu eftir aðstoð á miðvikudag. Héldu þeir þvi fram, að þeir „væru skildir eftir upp á náð og miskunn Sovét- manna.“ Menn þessir hafa alizt upp i Moskvu eða verið þar bú- settír um langt skeið. í þessum hópi em fjórir karlmenn og ein kona. Héldu þau þvi fram á Stinger-flaugarnar í Afganistan: Þjálfunin ekki leyfð í Pakistan Islamabad, AP. HAFT var eftír embættismanni í Pakistan á fimmtudag að stjórn- völd þar leyfðu það ekki, að bandarískir sérfræðingar þjálfuðu afganska skæruliða i Pakistan i að nota Stinger-loftvaraaflaugar. Brezka blaðið The Sunday Tele- graph skýrði frá því um helgina, að bandarískir sérfræðingar væm í Pakistan til að kenna afgönskum skæmliðum þar að fara með Sting- er-flaugarnar. Var því ennfremur haldið fram, að þessi vopn væm flutt í gegnum Pakistan til Afgan- istan. Blaðið hafði það eftir fréttaritara sínum í Afganistan á sunnudag, að hann hefði séð skæruliða með Stinger-flaugar. Jafnframt birti blaðið mynd af afgönskum skæm- liða, sem hélt á eldflaug, er sögð var vera Stinger-loftvamaflaug. fundi með bandarískum blaðamönn- um, að stjóm Reagans hefði ekki gert nóg til þess að hjálpa þeim. „Ef starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins em þess ekki megnugir að tryggja frelsi okkar, þá er það verk- efni hátt settra embættismanna í ríkisstjóminni eða jafnvel forsetans að taka þetta mál upp og leysa það,“ sagði líffræðingurinn Kim Lewis, sem fæddur er í New York en fluttist með móður sinni til Moskvu sem bam árið 1955. Fimmmenningamir sögðust hafa það eftir starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Moskvu, að þeir gerðu nú allt, sem unnt væri að til þess að fá sovézk stjómvöld til þess að veita þeim vegabréfsáritun til brottfarar. Fimmmenningamir við- urkenndu þó, að málið væri flókn- ara en ella fyrir þá sök, að Sovétmenn héldu því fram, að þau væm öll sovézkir þegnar. Sri Lanka: 17 líkum Nýtt afbrigði alnæmisveiru San Francisco, AP. NÝ alnæmisveirutegund, sem fannst á fyrra ári í Vestur-Afríku, er líklega jafn hættuleg og upphaflega afbrigðið og gætí orðið alvarleg ógnun í framtíðinni. Skýrði franskur vísindamaður frá þessu á ársfundi bandarísku blóðbankanna. Dr. Luc Montagnier sagði á ársfundinum, að óhjákvæmilegt væri, að veiran, sem kallast Lav- II, bærist til Bandaríkjanna fyrr eða síðar. Veimna fundu frönsku vísindamennimir í 63 sjúklingum í Vestur-Afríku en í fyrstu var talið, að hún ylli aðeins alnæmi einstöku sinnum. Síðar komust þeir á aðra skoðun. Fyrsta alnæmisveiran, sem fannst, er nefnd Lav-I en síðan komu fram tvö önnur afbrigði, Lav-II og HTLV-IV. Virðast þær tvær síðamefndu vera líkari hvor annarri en upphaflegu veiranni og ekki er vitað til, að HTLV-IV- veiran valdi neinum sjúkdómsein- kennum. Sagði dr. Montagnier, að Lav-II-veiran bærist milli manna við eðlileg kynmök ekki síður en með öðmm hætti. skolar á land Colombo, Sri Lanka.AP. SAUTJÁN líkum Tamila skol- aði nýlega á land við borgina Mannar á norður hluta Sri Lanka og er talið að þeir hafi drukknað. Mikil átök hafa átt sér stað á eyjunni undanfama mánuði. í gær sögðu stjómvöld að fjórir skæralið- ar úr hópi Tamíla hefðu verið felldir í bardaga við stjómaher: menn á austurhluta eyjarinnar. í yfirlýsingu stjómvalda sagði enn- fremur að 182 skæruliðar hefðu verið handteknir á fimmtudag er gerð var árás á bækistöð þeirra nálægt Batticaloa á austurhluta Sri Lanka. Sagt er að hinir hand- teknu og felldu hafi barist með stærstu skæruliðahreyfingu Tamfla. Barnið skírt 140 nöfnum Chesterfield, Englandi, AP. HJÓNIN John og Margaret Nelson skirðu dóttur sína 140 nöfnum en samkvæmt reglum komast aðeins 20 þeirra á fæðingarvottorðið. Nú eiga for- eldrarair i mestu vandræðum að ákveða hvaða nöfn þau eiga að velja. Margaret Nelson segir að þau hjónin muni reyna að fá öll 140 nöfnin á vottorðið. „Ef nafnið vantar á fæðingarvottorðið heitir bamið ekki því nafni“ sagði frú Nelson. Aðspurð sagðist hún ekki muna öll 140 nöfnin en kvaðst sannfærð um að nafnamnan myndi koma dóttur sinni að notum í framtíðinni. Samkvæmt Heimsmetabók Gu- inness var Don Alfonso de Borbon y Borbon, einn afkomenda Karls III Spánarkonungs, skírður 94 nöfnum árið 1866. - NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Ný sending! af vinsælu Benger-fötunum komin. Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.