Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Ikonar Myndlist Valtýr Pétursson Það er sjaldgæft hér í borg að sjá sýningu á íkonum, en einmitt þessa stundina er slík myndlist til sýnis í anddyri Norræna hússins. Það er fínnsk listakona, sem þar er á ferð, og hún hefur sérhæft sig í þessari aldagömlu helgi- myndagerð, sem er upprunnin í heimi rétttrúarkirkjunnar austur á sléttum Rússlands og suður í §öllum Balkanskagans. Eg gleymi því ekki er við félag- ar í Rússlandsreisu, hér á árum áður, komum niður í kjallara í Tretiakov-galleríinu í Moskva og sáum þar eitt merkilegasta safn af íkonum, sem mun vera til. Sov- étmenn voru ekkert að halda þvílíkri list að okkur ferðalöngum og vildu sem minnst um þær ger- semar íjalla, en við vorum þeim mun ákveðnari í að skoða þær betur. Þarna gat að líta helgi- mjmdir af öllum mögulegum tegundum, frá Novgorod, Kiev og Moskvu, svo að eitthvað sé nefnt, og ekkert sá ég af myndlist er jafnaðist á við þær gersemar, gerðar' af þarlendum. Allt var þetta málað á trégruhn, og sumir íkonanna voru gullslegnir, en silf- urumgerðir um aðra. Allt voru þetta svo stórbrotin listaverk, að heimamönnum þótti nóg um hrifningu okkar héðan úr norðr- inu. Hvað um það — nú er þetta aðeins endurminning, sem riíjast upp við að sjá verk þessarar finnsku listakonu og hennar íkona. Liisa Makela vinnur helgimynd- ir sínar af píslarvottum og helgum mönnum úr Biblíunni eftir hefð- bundnum aðferðum, sem eru ekki aldeilis gripnar úr lausu lofti. Lit- imir eru gerðir úr muldum jarð- efnurh og festir á tréð með eggjarauðu eins og tempera. Þama í anddyrinu eru afar falleg- ir hlutir og allt er þetta í sérstök- um litaskála sem fellur afar vel að hinni bysantísku teikningu. Liisa Makela mun vinna í rúss- neskum stíl, en ekki þekki ég það vel til þessarar listgreinar, að ég þori að fara með hvaða skóla þess- ar myndir tilheyra. Þama eru hlutimir nýir og ferskir, litimir hreinir og lifandi, en í mörgum gömlum íkonum má sjá þreytu tímans — þeir eru sumir mattir og lúnir eftir að hfa hangið lang- an aldur í návist kerta, en sú var tíðin, að hvert heimili í rétttrún- aði átti sinn íkon og sitt lifandi kerti upp á vegg. Þess er getið í sýningarskrá, að fæstir þeir lista- menn, sem gerðu íkona fýrr á tímum, gátu nokkm sinni nafns síns. Minnir það ekki svolítið á höfunda íslendingasagna? Hver veit, hver er höfundur Njálu? Þessi sýning í Norræna húsinu er bæði forvitnileg og einstök hér á landi. Hún er feikna vel úr garði gerð og hefur skemmtilegan boð- skap að færa, sem á rætur í ævafomri hefð og trúarbrögðum. Ung'verji sýnir í Gallerí Gangskör við Amt- mannsstíg stendur nú yfír sýning á teikningum eftir Ungveija að nafni Janos Probstner. Hann hef- ur komið við sögu hér á landi áður, hélt sýningu í Hafnarfirði á verkum sínum á seinasta ári, en hann er búsettur í borginni Kecs- kémét í heimalandi sínu, þar sem hann rekur keramískt verkstæði. Upphaflega mun hann hafa verið leirlistarmaður, en bytjað að teikna fyrir einum 6 ámm. Probstner er gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands um þessar mundir og starfar þar við keramíkdeild, en kennir ennfremur teikningu við auglýs- ingadeild. Eins og allir vita, sem til þekkja í Gallerí Gangskör, er ekki vítt til veggja þar í sveit, en engu virð- ist hafa verið breytt þar, frá því er staðurinn var nefndur Lang- brók, og eins vinalegt fannst mér að koma þar inn úr dymm og áður. Þama em 13 teikningar á veggjum og láta ekki mikið yfír sér. Probstner er liðtækur teikn- ari, en ekki stórkostlegur að neinu leyti. Verk hans em lipurlega gerð og búa yfír vissum þokka, en nokkuð laus í sér á köflum. Probstner leggur auðsjáanlega mikið upp úr að fá línuna til að dansa á myndfletinum og gæða hana lífí. Honum tekst einnig að ná upp spennu milli vissra svæða í myndfletinum og koma þannig hreyfíngu á hiutina. Þessi litla sýning ber þess vitni, að hér er á ferð maður, sem legg- ur. mikla alúð í það, sem hann er að gera. Því miður sá ég ekki sýningu listamannsins í Hafnar- fírði á seinasta ári, svo að ekki get ég gert á því samanburð, hver breyting hefur orðið á verkum hans á þeim tíma, sem liðinn er frá henni. Það verður þvi að nægja að segja lesendum, að hér er snot- ur sýning á ferð, sem er þess vel virði að skoða hana. Monotýpur Gunnar Öm kom fyrst fram á sjónarsviðið sem myndlistarmaður fyrir einum 16 árum og vakti þegar f upphafí athygli með kraftmiklum og litríkum verkum sínum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, sýningar Gunn- ars eru orðnar margar, og verk hans hafa víða farið. Hann er einn þeirra fáu listamanna okkar, sem stundað hefur þá grafík, sem nefnd er monotýpur, það er að segja grafík, sem aðeins er þrykkt í einu eintaki af plötu, sem teikn- að hefur verið á, en frumteikning- in eyðileggst um leið og þrykkt er. Þessi aðferð skapar vissa áferð, sem oft á tfðum heillar þá, er að vinna, og ekki verður annað séð en að Gunnar Öm sé einn þeirra. Hann hefur áður haldið sýningu á slíkri myndlist einvörð- ungu, en það var á Vesturgötu 17 fyrir skömmu. Nú sýnir Gunnar Öm 16 mono- týpur í nýju Galleríi að Skipholti 50C. Þessi sýning Gunnars er fyrsta einkasýning á staðnum, aðeins ein sýning hefur verið hald- in þar áður, og var það samsýning. Þetta sýningarpláss er viðkunnan- legt og virðist hið ákjósanlegasta til sýningarhalds. Húsnæðið nýtt af nálinni og allt í röð og reglu, en undarlegt þótti mér, að þar voru lokaðar dyr á sunnudegi, þótt sýning Gunnars Amar hefði aðeins staðið frá laugardegi. Von- andi aðeins slys, þar sem aðsókn er best að sýningum um helgar. Þessar myndir Gunnars eru all- ar gerðar á þessu ári, en nú veit ég ekki hvort þær eru gerðar eft- ir að hann gerðist dreifbýlismaður og fluttist austur í sveitasæluna með sitt fólk, en það verður ekki séð á þessum verkum, sem mjög svipar til þess, er hann sýndi áð- ur. Gunnar er kraftmikill teiknari, sem hefur lagt mikla stund á þá listgrein og oftlega sýnt, hvað hann getur á því sviði. Þessi verk eru ekki mjög frábrugðin þeim, sem hann sýndi á Vesturgötunni forðum, nema hvað þau eru yfír- leitt meiri að flatarmáli, ef mig minnir rétt. Af yngri mönnum er Gunnar Örn í fremstu víglínu myndlistar- manna okkar, og miklar vonir hafa verið bundnar við hann. Hann er vinnusamur og tekst á við viðfangsefnin af miklum krafti og áræðni, en einmitt af þeim ástæðum fannst mér eins og ekki væri nægilega mikið að gerast í þessum monotýpum Gunnars. Það er gömul og gild saga, að við umhverfisbyltingu verður yfírleitt breyting á verkum listamanna, en ég fæ ekki séð slíkt í þessum nýju verkum Gunnars. Má vera, að þau séu gerð meðan hann enn bjó og vann við Ægisgötuna. En ekki vantar kraftinn og hina breiðu línu í þessar myndir. Var Pearl forspá? Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Pearl S. Buck: Dætur frú Liang. Arnheiður Sigurðardóttir íslenskaði. Útg. Aimenna bókafélagið 1986. Við erum stödd í Kína, skömmu áður en menningarbyltingin hefst. Frú Liang rekur veitingahúsið sitt í Shanghai og hún hefur nokkum veginn áreitnilaust komizt í gegnum þær breytingar sem fylgdu valda- töku kommúnista og breyttri hugmyndafræði. Einkum vegna þess að hún hefur lengi haft tengsl við ýmsa frammámenn. Á yngri árum var hún sjálf byltingarsinni þótt hún hneigðist ekki að kommún- isma Maos. Frú Liang hefur séð fyrir löngu hve ástandið er að breyt- ast. Hún kom þremur dætrum sínum til náms í Bandaríkjunum. Með því vildi hún forða þeim frá að þurfa að lifa þær breytingar sem þjóðin verður nú að ganga í gegn- um. Hún horfír með trega til liðins tíma. En veit jafnframt að sá tími kemur að þjóðin muni snúa af braut Maos. Frú Liang þekkir og skilur kínverska þjóðarsál og trúir statt og stöðugt að þetta muni ekki standa. En ekkert gerist af engu og þótt hún vilji helzt sitja með hendur í skauti og bíða að byltingin hafí runnið sitt skeið, gerir hún sér og grein fyrir því að hún verður að einhveiju leyti að berast með straumnum. Það setur strik í reikninginn þeg- ar tvær dætra hennar snúa heim. Önnur er til þess neydd. Menntun hennar er nauðsynleg i nýja þjóð- félaginu. Hin fyllist þjóðemismetn- aði og stolti yfír því sem er að gerast í hinu nýja Kína. Hún vill leggja fram sinn skerf til að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag. Ákvarðanir þeirra dætra skipta Pearl S. Buck sköpum fyrir örlög þeirra og þeirra sem næstir þeim standa. Báðar bíða þær skipbrot, hvor með sínum hætti og verða að fínna lausnir, sem fjar- lægar virtust. Pearl S. Buck skrifaði þessa bók sem sagt um það bil sem menning- arbyltingin hófst og átti síðan eftir að tröllríða kínversku þjóðfélagi og valda ómældum sársauka. Framtíð- arsýn hennar — um að Kína muni rísa úr öskunni á ný — er í meira lagi eftirtektarverð og er vissulega að rætast á ótrúlega nákvæman hátt nú. Sagan um frú Liang og dætur hennar verður, með þetta í huga og raunar án þess líka — áhrifamik- il og vel gerð. Þýðingin er vönduð og þýðandi virðist leggja sig fram um að ná blæbrigðum Pearl S. Buck. Almennt er þetta falleg útgáfa eins og AB er von og vísa. Vestur-íslenzkar æviskrár Békmenntir Sigurjón Björnsson Vestur-íslenzkar æviskrár. Jónas Thordarson bjó undir prentun. V. bindi. Bókaforlag Odds Bjömsson- ar, Akureyri 1985. 307 bls. Á árunum 1961—1972 komu út á forlagi Odds Bjömssonar fjögur bindi af Vestur-íslenzkum ævi- skrám, sem Benjamín Kristjánsson hafði tekið saman. Þetta mikla verk, unnið að langmestu leyti af einum manni, hefur hlotið mikið og verðskuldað lof og vafalaust átt dijúgan þátt í að tengja íslendinga í Vesturheimi nánari böndum við landana hér heima. Enda þótt stórvirki síra Benj- amíns losaði 1700 bls. og innihéldi geysimiklar upplýsingar um mikinn fjölda íslenskra landnema og niðja þeirra, var þó fyllilega ljóst að það tók ekki nema til hluta þeirra Is- lendinga, sem staðfestust vestra. Sr. Benjamín segir raunar sjálfur í formála IV. bindis að því hafi aldr- ei verið ætlað að vera annað en „eitthvert úrtak landnemanna í Vesturheimi og afkomenda þeirra, smátt eða stórt eftir atvikum, er nánast bæri að líta á eins og lítið sýnishorn af Islenzu mannlífí í dreif- ingunni vestan hafs, valin sem víðast og án manngreinarálits". Taldi Benjamín að „ef geta skyldi allra sem héðan fluttust af íslandi vestur um haf á seinni hluta 19. aldar og allt fram yfír aldamót, einkum ef jafnframt ætti að gera einhveija viðhlítandi grein fyrir uppruna þeirra, æviferli og niðj- um“, væri það seinunnið og reyndar ótæmandi verkefni, því að það „fólk myndi skipta tugum þúsunda, ef öll kurl kæmu til grafar". í bindunum fjórum voru tæplega 1000 æviþættir. Langflestir voru í I. bindi eða um 450. En í næsta bindi var breytt um skráningar- stefnu og í stað þess að rita stuttan æviþátt um hvern landnema og geta bama hans, var nú sá háttur upp tekinn að skrá eins ýtarlegt niðjatal og auðið varð. Við það lengdist hver þáttur oft verulega og varð stundum margar bls. I III. bindi urðu þættimir t.a.m. ekki nema rúmlega 100, er þó það bindi lengra en hið fyrsta. Á síðastliðnu ári birtist V. bindi Vestur-íslenzkra æviskráa og er nú höfundur annar: Jónas Thordarsen, sem ég kann ekki deili á. í öllum aðalatriðum hefur sömu skráning- arreglu verið fylgt og í þremur seinni bindum af verki sr. Benj- amíns. Þættir em því oft langir, því að þeim fylgir niðjatal, langt eða skammt eftir atvikum. I þessu bindi verða því þættimir ekki fleiri en 100 talsins. Raunar er oft um meira en niðjatal að ræða. Algengt er að fyrst komi æviþáttur tiltekins manns. Síðan er gerð grein fyrir systkinum hans, bömum þeirra og jafnvel bamabömum. Niðjatal við- komanda kemur svo inn í röð systkinanna. Stundum fínnst mér raunar þetta verða hálf ruglingslegt og varla alls kostar rökrétt miðað við það nafn sem þátturinn hefur að yfírskrift. Við fljóta sýn virðist mér að þeir sem um er fjallað í þessari bók séu yfírleitt yngri en þeir sem þætti áttu í fyrri bókum. Einungis tæpur helmingur þessara eitt hundrað ein- staklinga er fæddur fyrir síðustu aldamót og einungis 25 fyrir 1880. Fátt er því um eiginlega „land- nema“. Miklu meira ber á 2. kynslóð Vestur-íslendinga. Vel er vandað til þessa rits hið ytra sem hið innra. Er þar vissulega miklar ættfræðilegar upplýsingar að fínna. Ritið er því hið gagnleg- asta og eigulegasta, sem vonandi verður framhald á. Enn er af nógu að taka. Ég bíð t.a.m. enn eftir fregnum af allmörgum Islending- um, sem ég veit að fóru vestur um haf á öldinni sem leið og ílentust þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.