Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Sársauki í afhöggnum fæti Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Matthías Johannessen: Konungnr af Aragon og aðrar sögur. Almenna bókafélagið 1986. Konungur af Aragon og aðrar sögur er fjölbreytt smásagnasafn. i safninu eru sögur af ýmsu tagi, sumar líkjast fremur frásögnum en hefðbundnum smásögum. Eitt sam- einar þó allar þessar sögur. Þær eru hver og ein með einhveijum hætti brot úr ævisögu, endurminn- ingar. Vissulega má segja það sama um allan markverðan skáldskap, en í öllum sögum Konungs af Aragon er minningaþráður sem höfundur- inn leggur rækt við. Maren, fyrsta saga bókarinnar, er til dæmis ættarsaga. í henni koma saman á einum stað þjóðlegur fróðleikur og listræn aðferð sagna- skálds. Þess er freistað að semja ritstýrða sagnfræði í anda fomra höfunda og á sagan reyndar að sýna fram á að svona sé ekki ólík- legt að fombókmenntir hafi verið ritaðar. Nöfnum er ekki breytt í þessari ættarsögu Matthíasar, en ekki er víst að allt hafi verið með sama hætti og sagt er frá í sög- unni. Handan vemleikans ríkir skáldskapurinn þrátt fyrir allt. Þótt sagan lýsi aðdraganda og hermi frá því þegar þeir verða úti Jóhannes sýslumaður Guðmundsson og Guð- mundur bóndi á Hamraendum verður Maren Lámsdóttir minnis- stæðust. Ekki síst þegar henni em færðar fréttir um að sýslumaðurinn, maður hennar, hafi fundist látinn. Andsvar hennar er: „Þá verð ég að lifa.“ í Naglanum og Pelsinum er Matt- hías enn á slóðum sem við þekkjum úr ljóðum hans: Hólmgönguljóðum og Morgni í maí. Þessum sögum áttar lesandinn sig betur á með því að lesa viðtal Matthíasar Viðars Sæmundssonar við skáldið í bókinrii Stríð og söngur sem kom út í fyrra. Báðar þessar sögur bera persónu- legum sársauka vitni, enda ólíklegt að góðar sögur séu verk manna sem ekki hafa fundið til. í þessum sögum og mörgum öðmm birtist sá hæfi- leiki Matthíasar að geta tjáð sinn eigin hug, speglað dýpstu tilfínning- ar sínar, í umfjöllun um aðra en sjálfan sig þegar hann skrifar um foreldra sína. Náskyld fyrrgreindum sögum er María, eða sagan um Mörtu, en í henni er reynt að lýsa sambúð Knuts Hamsun og Maríu, konu hans, þegar öll sund em lokuð í lífi þeirra og aðeins dauðinn framund- an hjá skáldinu. I þessari sögu er m.a. tekið til umræðu hvemig lífið leysist upp í draum sem á ekkert skylt við vemleika og hvemig lífíð væri óbærilegt án skáldskapar. En aðalvandi sögunnar eins og fleiri sagna í bókinni er sambúð karls og konu, þetta einkennilega sambland af himnaríki og helvíti. Biblíuefni em áberandi í bókinni eins og fleiri verkum Matthíasar. Með þau er farið einkar smekklega í sögum eins og Sálmur Davíðs, Rut, Lúkas og Naðra í hendi Páls. Þær sögur sem mesta athygli vekja í konunginum af Aragon em draumsögumar, sögur sem em á mörkum draums og vemleika, stundum martraðarkenndar. Þessar sögur em nýjung í skáldskap Matt- híasar og að mínu viti leggja þær sitt af mörkum til íslenskrar smá- sagnagerðar yfirleitt. Sögumar em ekki beinlínis framandlegar, en ljóst er að án kynna skáldsins af súrreal- isma væm þær óhugsandi. Ómaksins vert er að reyna að skýra þetta. Það viðhorf eða réttara sagt aðferð sem kemur fram í draumsögunum er fyrir hendi í öll- um sögum bókarinnar með mismun- andi áherslum. En undir lok hennar gerist aðferð skáldsins aðgangs- hörðust, krefst nokkurs af lesand- anum, ekki síst þess að sjá allar sögumar og þar með viðleitni höf- undar í samhengi. * I tilefni Munch- sýningarinnar Myndlist Bragi Ásgeirsson Nú fer hver að verða síðastur að skoða hina einstæðu sýningu á verkum norska snillingsins Edvards Munch í kjallarasölum Norræna hússins. Ekki er hér meiningin að bæta nokkm við mín fyrri skrif um Munch og líf hans, heldur að leið- rétta ýmsar missagnir, sem fram hafa komið í fjölmiðlum, og minna í leiðinni á sýninguna. Fyrir tilviljun rak ég augun í furðulegt viðtal í Þjóðviljanum á dögunum, en blaðið var þá nokk- urra daga gamalt og eintakið hafði farið fram hjá mér. Þar var langt og mikið viðtal við ungan nýbylgjumálara og vil ég láta nafnið liggja á milli hluta, en leiðrétta nokkrar missagnir, er geta valdið misskilningi. Er mér ráðgáta, hvar maðurinn hefur fiskað upp þennan fróðleik. Leitt er einnig, að þessi ummæli koma frá manni, sem telur sig mik- inn aðdáanda meistarans og hefur meira að segja komist svo langt að vera gestakennari við listaskóla í Osló og fengið að skoða ýmsar hirsl- ur í kjallara Munch-safnsins, sem mjög fáir hafa aðgang að. Ég álít, að hugarfarið og afstað- an gagnvart listinni hafí verið harla frábrugðin fyrir réttum hundrað árum frá því sem það er í dag á þessari yfirþyrmandi tækniöld. Rétt er það, að Munch var undir sterkum áhrifum frá kennara sínum, Cristian Krogh, en rangt að rekja sjúkdómsmyndir hans alfarið til lærimeistarans — myndefnið var mjög algengt á þessum árum og nóg um veikindi í fjölskyldu Munchs sjálfs. Þá varð Munch frægur í Þýska- landi árið 1892, en ekki 1905 eins og sagt er í viðtalinu sem breytir að sjálfsögðu mjög miklu. Skráðar heimildir segja, að expressjónistar 20. aldarinnar hafi orðið fyrir áhrif- um af van Gogh og Gauguin, Ferdinand Hodler og James Ensor, en framar öllu Edvard Munch. Fauvistamir með Matisse í farar- broddi komu fram miklu seinna. Munch var mjög duglegur við sýn- ingahald um alla Evrópu fyrir og eftir aldamót, hafði víðtæk áhrif og fékk alstaðar góða dóma nema í París og Osló, sem teljast frábær meðmæli á þeim tímum. — Það má vel vera, að haldið hafi verið fram, að Munch hafi ekki haft neinn stíl, en það er naumast réttur framsláttur, því að þrátt fyr- ir ótrúlega fjölhæfni hans í málverk- inu og grafíkinni, eru myndir hans auðþekkjanlegar á söfnum og sýn- ingum í langri fjarlægð. Sjö stílar í list hans er hrein ijarstæða. Furðulegastur er þó sá framslátt- ur, „að Munch hafi ekki verið mjög afkastamikill í málverkinu en að eftir hann liggi ógrynni af teikning- um, skissum og grafíkmyndum". Rétt er að Munch var símálandi allan sinn lífsferil og uppgötvaði fyrst möguleika grafílistarinnar kominn á fertugsaldur. Hér sá hann möguleika til að víkka út tjásvið málverka sinna, sem hann gerði með miklum ágætum og varð heimskunnur fyrir. Var einn þeirra, sem endurreisti grafíkina sem list- rænan tjámiðil. Þótt finna megi ýmislegt líkt með expressjónistum á hinum ýmsu tímaskeiðum aldarinnar (einnig ab- strakt-expressjónistum), byggist það öðru fremur á óheftri tjáningu. Hins vegar er öll tækni Munchs svo sérstæð og skýr, að fáu er við að jafna. Hann var slíkur brautryðj- andi og áhrifavaldur á sínum bestu árum, að hver og einn, sem rann- sakar list hans, hýtur að undrast stórlega. Okkur ber að halda á loft réttum heimildum um þennan mikla son Norðursins, en ekki læða að röngum fullyrðingum, er vísast eiga uppruna sinn hjá þeim, sem sjá sér hag í þvi að minnka hlut hans í lista- sögu Evrópu, — en af þeim er nóg. Að lokum vil ég vísa til og árétta, að Munch sótti áhrif til meginlands Evrópu — symbólistanna, Art Nouveu og Jugendstil, en gerði margar sínar nafnkenndustu mynd- ir á heimaslóðum í Noregi. Mynd- efnið sótti hann iðulega til síns nánasta umhverfis við sumarhúsið sitt í ÁsgárdStrand. Þannig var myndefnið í hæsta máta upplifað, en ekki sótt í mal annarra — einungis áhrifin. Þessi atriði öll þykja mér ákaf- lega mikilvæg og kæri mig engan veginn að sjá þau rangfærð í íslenskum íjölmiðlum. Matthías Johannessen. Henrik Ibsen orti um þann dóm sem hvert skáld kveður upp yfír sjálfu sér með því að yrkja. Það er að vísu hægt að dyljast lengi, leika listir sínar frábærlega. En ekki endalaust. Fyrr eða síðar kemur að því að skáldið stendur nakið. Bak við orðin skín í líf þess. Þetta orð- aði Tómas Guðmundsson með eftirfarandi hætti: Og vei þeim sem ei virðir skáldskap þann, sem veru- leikinn yrkir í kringum hann. í Konungur af Aragon, sögu samnefndri bókinni, segir frá rithöf- undi sem er ýmist vakandi eða sofandi. Hann er staddur í svefnrof- um, reynir að flýja á vit einverunn- ar, en er sífellt truflaður af lífinu í kringum hann, ekki síst vitneskj- unni um að vera orðinn afi. Það er heilinn sem heldur fyrir honum vöku, ekki hjartað vel að merkja. Þegar draumurinn kemur „hægt inn í ómeðvitaða vitund hans" breytist hið fágaða yfirborð þar sem hann er í hlutverki afans í algjöra ringulreið. Meðal þess sem lagt er á rithöfundinn að skynja i_ þessu ástandi er forsætisráðherra Islands og draugur ættaður frá Svíþjóð, vitanlega Glámur sem líka kvaldi Gretti sterka. í Draumi er sagt frá konu sem skilur mann sinn eftir í „myrkum frumskógi ótta síns“. Draumurinn í sögum Matthíasar er ekki fagur, hann er ekki lausn frá hversdags- leika eða flótti. Hann er aftur á móti árétting þeirrar hversdagslegu og oft næstum því bugandi tilveru sem mönnum er lögð á herðar. Það er kannski kominn tími til að gefa ljóðskáldinu orðið.Jjví skáldi sem skrifar smásögur. I upphafi sögunnar Eins og einfættur maður stendur þetta erindi: Eins og einfættur maður finnur til sársauka í afhöggnum fæti, þannig finnum við til í öðru fólki Þessi merkilega draumsaga er efnislega í sömu syrpu og sögumar sem áður var minnst á: Naglinn, Pelsinn. Minningin um þunglyndan föður og að annarra mati kúgaða móður ber ávöxt í dálítilli sögu þar sem engin vopn eru til nema vopn skáldskaparins: „Um nóttina dreymdi hann móð- ur sína. Hún var í sjúkrarúmi sem breyttist í líkkistu og hann sá hana ekki. Hann heyrði að hún hvfslaði til hans að hann tæki hana upp og hann opnaði kistuna og sá þá móð- ur sína lítið bam og tók þetta bam upp í draumnum, hræddur og hik- andi og þótti með ólíkindum að hann skyldi halda á móður sinni sem litlu bami og reyna að hugga hana. Hann ætlaði að losa sig við bamið, en það hélt dauðahaldi í hann og honum var ekki undankomu auðið." Lokaorð þessarar stuttu sögu era íhugunarverð: „Hann ætlaði að hrista af sér þennan óþægilega draum og rejmdi að vakna, en gat það ekki.“ í staðinn fyrir að vakna yrkja menn ljóð og skrifa sögur, stefna sjálfum sér fyrir dóm. Það er eina leiðin til að vakna, aðrar era ekki færar. Konungur af Aragon og aðrar sögur er annað smásagnasafn Matthíasar Johannessen. Áður hafa komið út eftir hann Nítján þættir (1981). Þeir sem þekkja viðtöl Matt- híasar vita líka að mörg þeirra eru byggð upp eins og um skáldskap sé að ræða. Konungur af Aragon þykir mér að mörgu leyti vitna um breytt viðhorf Matthíasar til skáld- skapar. Þessi breyttu viðhorf era líka áberandi í ljóðum hans, til að mynda ljóðabókinni Flýgur öm yfir (1984). Skáldið stefnir að meiri hnitmiðun en áður, mælskan sem einkenndi hann svo oft hefur nú breytt um svip. Nú skrifar hann smásögur í anda ljóða og nær einna bestum árangri þegar þær líkjast ljóði. Það sem veldur er m.a. hið vandaða málfar sem á rætur sem teygja sig víða. En best heppnaða stefnumótið er á milli hins gamla og nýja. Enginn skyldi þó halda að skáld- skapur sé bara tungumál. Einu má ekki gleyma og það er tilfínningin. Henni gleymir Matthías aldrei. Ensk orð og orðtök Okkur langar til að vekja at- hygli á tveimur bókum, sem hafa verið ófáanlegar um árabil, en margir þekkja.. Þetta era tvær bækur, sem Sigurður heitinn Páls- son menntaskólakennari á Akureyri tók saman, og reynzt hafa afar gagnlegar í enskunámi og kennslu. „Ensk orð og orðtök“ er nú fáanleg í sinni þriðju útgáfu og „Ensk málfræði“ Sigurðar í sinni áttundu og er það líklega met, ef frátaldar era guðs- orðabækur. „Ensk orð og orðtök" er að því leyti einstök í sinni röð, að í henni er miðlað reynslu, sem einungis lærist á löngum starfsferli. Það er ekki lítill akkur í því að eign- ast það, sem í kolli Sigurðar heitins bjó, því að maðurinn var annálaður kennari og smekkmað- ur á enska tungu. Hér er því um að ræða happafeng fyrir alla þá, sem unna því sem óbijálað er og fagurt á enskri tungu. Menntaskólanum í Reykjavík, 6. nóvember, 1986. Guðni Guðmundsson, Magnús Fjalldal. Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið á mánudaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.