Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 > * I ■i \ 4 ■ I $ j I f í 1 Sveitarfélögin á Suðurnesjum: Hugmynd um stofn- un einskonar fylkis Vogum. SAMSTARFSMÁL sveitarfélag- anna á Suðurnesjum voru til umræðu á nýafstöðnum aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem var haldinn í Njarðvíkum. Nefnd um „Endur- skoðun á starfsháttum og samþykktum S.S.S. og samstarfs- mál sveitarfélaganna á Suður- nesjum“ skilaði áliti á fundinum í þrennu lagi. í fyrsta lagi breyt- ingar á stofnsamningi S.S.S., í öðru lagi hugmynd að stofn- samningi fyrir Suðurnesjabyggð — einskonar fylkishugmynd — eða þriðja stjórnsýslustigið, og í þriðja lagi framhaldsaðgerðir um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Á fundinum voru tillögur nefndarinnar um breyt- ingar á stofnsamningi S.S.S. samþykktar, en hér gerð nokkur grein fyrir hugmyndum um Suð- uraesjabyggð og sameiningar- mál. Það var Tómas Tómasson for- maður endurskoðunamefndarinnar sem gerði grein fyrir störfum nefnd- arinnar á fundinum og tillögum. Hann sagði um hugmyndina um Suðumesjabyggð — eins konar fylki: „það var því ekki að ófyrir- synju að hugmynd um einskonar fýlki — Suðumesjabyggð, kæmi fram hjá nefndinni, enda mikið rætt um slíkar hugmyndir, í mis- ■i. munandi formi þó, um allt land þessa mánuðina. Nefndin leggur hér fram hug- mynd að stofnsamningi fyrir Suðumesjabyggð í 9 greinum, sem umræðugrundvöll um þessi mál. Við skýrgreinum tilgang og verk- svið sambandsins, hvemig kosið skuli til stjómar og hvert verksvið hennar sé. Við leggjum líka til að allir sveitarstjómarmenn á svæðinu hittist árlega á byggðarþingi, og við gerum tillögu um hveijir tekju- stofnar Suðumesjabyggðar skuli vera. í mínum huga er ekki nokkur vafi á því, að svæðið okkar er kjör- inn vettvangur til þess að gera slíka tilraun, ef menn vilja ekki strax stíga skrefið til fulls með samein- ingu sveitarfélaganna. Ég tel það einnig vel farið. ef þannig æxlaðist, að Suðumesja- menn riðu á vaðið, og létu reyna á það hjá Alþingi og stjómvöldum, hvort okkur yrði heimilt að stofna hér slíka byggð, einskonar fylki. Ég hvet því sveitarstjómarmenn til þess að velta þessum málum alvar- lega fyrir sér, og gera það upp við sig, hvemig yrði best skipað í ein- stökum atriðum. Nefndin setur hér fram stuttorða hugmynd sem gæti orðið umræðugmndvöllur og rammi. Ég teldi það aukinn hróður fyrir Suðumesjamenn, ef þeir gætu komið sér niður á fullmótaða skipan mála í þá vem, sem hér er sett fram fyrsta hugmynd um, og komið þeirri skipan á framfæri við Alþingi og rikisstjóm, þannig að við gætum orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitar- félög út um hina dreifðu byggð landsins. En hvort sem nokkuð verður úr hugmyndinni um Suðumesjabyggð — fylki — eða ekki, þá leyfí ég mér að vekja sérstaka athygli á 3. grein hugmyndardraganna um stjóm Suðumesjabyggðar og hvemig hún skuli kosin, og leyfi ég mér að lesa hana: Morgunblaðið/Eyjólfur Tómas Tómasson formaður endurskoðunaraefndar um starfshætti og samþykktir S.S.S. og samstarfsmál sveitarfélaganna á Suðumesjum. „3. grein: Stjóm Suðumesja- byggðar skal skipuð 15 mönnum. 8 fulltrúar skulu kosnir bundinni hlut- fallskosningu. Byggðakosning skal fara fram í öllum sveitarfélögunum á Suður- nesjum samtímis almennum sveit- arstjómarkosningum. Framboðs- listar skulu vera sameiginlegir fyrir öll sveitarfélögin (alla byggðina). 7 fulltrúar í byggðarstjóm skulu kosnir af sveitarstjómunum, úr hópi kjörinna sveitarstjómarmanna, einn frá hverri, á fyrsta fundi sveitar- stjómar að afloknum sveitarstjóm- arkosningum. Kjörtímabil byggðarstjómar skal vera fjögur ár. Stjómin skiptir sjálf með sér verkum og kýs sér formann, vara- formann og ritara." Þessa grein myndi ég mjög gjaman vilja sjá í stað 5. greinar stofnsamnings S.S.S. um stjóm þess. Þá myndi stefnt markvisst í lýð- ræðisátt um skipan stjómar S.S.S. Þama hefir lengi verið ásteytingar- efni í samstarfínu, og hefí bæði ég og fleiri bent á þann agnúa. Ég hefí persónulega ekki lengur til- lögurétt á þessum vettvangi en ég vænti þess að einhver taki upp þessa tillögu innan S.S.S., ef við öðlumst þá ekki annað og betra form fyrir samstarf okkar.“ Um framhaldsaðgerðir í samein- ingarmálum sagði Tómas: „Og þá kem ég að því hvert skuli stefnt í sameiningarmálunum. Að þessu leyti leggur nefndin fram þá til- lögu, að kosin verði 7 manna undirbúningsnefnd. Ég leyfí mér að lesa fyrsta hluta þeirrar tillögu, en þið hafíð hana hjá ykkur. „Kosin verði 7 manna undirbún- ingsnefnd, sem skipuð verði 1 fulltrúa frá hverri sveitarstjóm. Hlutverk nefndarinnar verði m.a.: — að vinna að kynningu á kost- um og göllum sameiningar sveitarfélaganna meðal al- mennings, m.a. með því að kynna í íjölmiðlum skýrslu Hagvangs. — að vinna áfram að úrvinnslu gagna er varða sameining- una.“ Ég vil vekja athygli nýrra sveit- arstjómarmanna á því, að sam- starfsformið í núverandi mynd er að komast í þrot. En þrátt fyrir það erum við nánast þvingaðir til enn aukins og nánara samstarfs í stór- mikilvægum málum og viðkvæm- um. Ég nefni vatnsbúskaparmál, skipulagsmál og atvinnumál, at- vinnuuppbyggingu, þar með talin ferðamál og uppbyggingu við Bláa lónið. Þessi mál eru hér til umræðu á þessum aðalfundi, vitanlega vegna mikilvægis þeirra og hversu nauðsynlegt það er fyrir íbúana á Suðumesjum að skynsamleg lausn finnist á samstarfsskipulagi í þess- um málum. Ég segi bara, Guð hjálpi okkur Suðumesjamönnum, ef við náum ekki fullri samstöðu um lausn sumra þessara mála, t.d. vatns- búskaparmálsins svo viðkvæmt sem það getur orðið bæði vegna ásóknar í vatnsforðabúrið og mengunar- hættu, eða ef við gloprum tæki- fæmnum úr höndum okkar, vegna samstarfsskorts, t.d. í skipulags- og atvinnumálum. M.a. með hliðsjón af þessu sem hér hefur verið sagt er tillaga nefndarinnar fram sett. það væri ósanngjamt af mér að geta þess ekki, að auðvitað vom nefndarmenn með mismunandi áherslur á þessum málum og reyndar Suðumesja- byggðar-hugmyndinni einnig, án þess þó að þá hafí greint á um af- greiðslu þeirra." Þá vildi Tómas að sveitarstjóm- armenn, sérstaklega þeir sem nú hafa verið kosnir í fyrsta skipti, veltu alvarlega fyrir sér eftirfarandi spumingum. Hver er tilgangurinn með samstarfí sveitarfélaganna? Hvemig verður þeim tilgangi náð? Hann sagði: „Ég fyrir mitt leyti fullyrði, að hið mikla og mikilvæga samstarf, sem tekist hefur milli sveitarfélaganna hér á þessu svæði, er ekki einvörðungu tilkomið bara samstarfsins vegna. Nei, auðvitað hafa menn áttað sig á því, að í samstarfí hefur náðst árangur langt umfram það, sem hveiju einstöku sveitarfélagi hefði verið kleift að ná. Árangur til heilla og hagsbóta fyrir fólkið á svæðinu, bæði í efnahagslegu og menningar- legu tilliti. Ég þarf ekki að nefna ykkur þessi dæmi, ykkur em þau öll kunn. Tilgangur samstarfsins er því ótvírætt sá í mínum huga, Hvað segja þeir um Suðurnesjabygffð? Voeum. FRETTARITARI Morgunblaðs- ins bað oddvita og forseta bæjarstjórna á Suðurnesjum sem staddir voru á aðalfundi S.S.S. að segja álit sitt á hugmyndum um stofnun Suðurnesjabyggðar eða hugsanlegri sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Spurningin var þannig: Hvert er þitt álit á hugmyndum um stofn- un Suðurnesjabyggðar eða hugsanlegri sameiningu sveitar- félaga á Suðurnesjum? XXX „Ég tel að skoða verði mjög vel öll atriði hvað varðar sameiningu, sem þegar er orðið tímabært," sagði Bjami Andrésson bæjarfulltrúi í Grindavík. „Þar verður að taka til- lit til allra sjónarmiða. Við rekum nú þegar mörg fyrirtæki sameigin- lega, sem eru til fyrirmyndar. Hvort við eigum að stíga skrefíð til fulls eða ekki til sameiningar sveitarfélaganna, það verður allt að vera í höndum fólksins í byggð- arlögunum.“ XXX „í annarri grein í hugmyndum að stofnsamningi fyrir Suðumesja- byggð segir að tilgangurinn sé að taka að sér að leysa þau verkefni sveitarfélaganna sem hagkvæmast þykir að leysa sameiginlega," sagði Olafur Gunnlaugsson oddviti Mið- neshrepps. „Ég tel mikið eðlilegra að breyta starfssviði S.S.S. í þá veru að það geti tekið að sér þessi verkefni, frekar en að koma upp nýju kerfi, sem aðeins myndi verða til að auka á yfírbygginguna. Á undanfömum árum hefur sameigin- legum verkefnum íjölgað og er greinilegt að sum þeirra eru komin í algjört óefni. Ennþá em verkefni framundan sem þarf að taka sam- eiginlega á, til dæmis í atvinnumál- um, skipulagsmálum, vatnsmálum og mengunarmálum. Varðandi sameiningu sveitarfé- laganna á Suðurnesjum vil ég taka fram að ég er henni algjörlega mótfallinn. Ég tel ótímabært að ræða þær hugmyndir nema fyrir liggi áhugi sveitarstjóma á samein- ingu.“ XXX „Ég tel heppilegra að stíga skref- ið til fulls og sameina sveitarfélög- in,“ sagði Guðfínnur Sigurvinsson forseti bæjarstjómar í Keflavík. „Miðað við skýrslu Hagvangs, þá er ótvírætt hagræði í sameiningu. Minni stjómarkostnaður, og það er hægt að koma við ýmiskonar hagræðingu, sem jafnframt þýðir aukið framkvæmdafé til hagsældar öllum íbúum svæðisins". XXX „í fyrsta lagi vil ég tjá mig um þær breytingar sem gerðar voru á samþykktum S.S.S. sem ég tel mjög til bóta og þá fyrst og fremst hvað varðar samræmingu útgjalda sam- eiginlegra stofnana," sagði Finn- bogi Bjömsson oddviti Gerða- hrepps. „Varðandi hugmyndir um Suðumesjabyggð og sameiningu sveitarfélaganna þá þurfa þau at- riði frekari umfjöllunar við. Loka- punktur þess máls hlýtur að vera almenn könnun meðal allra íbúa svæðisins á málinu". XXX „Ég tel að í framtíðinni verði sveitarfélögin öll sameinuð. Ég tel eðlilegt að málin verði skoðuð áfram samkvæmt tillögu endurskoðunar- nefndarinnar sem samþykkt var á aðalfundinum," sagði Þórarinn St. Sigurðsson sveitarstjóri í Hafna- hreppi. XXX „Ég tel að Suðurnesjabyggð sé það sem komi næst. Ég tel að sam- eining sem slík sé of mikið tilfínn- ingamál til þess að ná fram að ganga á þessu stigi," sagði Ragnar Halldórsson forseti bæjarstjómar í Njarðvík. Hann bætti við; „Efling á samvinnu sveitarfélaganna verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.