Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 41 Morgunblaðið/Gunnar Þorateinsson „Rafmagnsflugvélin svokallaða. þessi Airbus A 300-þota er notuð til að prófa rafeinda- og tölvustýrt stjórnkerfi Airbus A 300-þotunnar. Þotan á myndinni er þriðja Airbus-vélin sem var smíðuð og um miðjan ágúst sl. hafði heni aðeins verið flogið 2.235 klst. í 1.057 flugferðum, sem er hlægilega lítið fyrir þessa 13 ára gömui vél. Morgunblaðið/Gunnar Þorsteinsson Ein útgáfa af fyrirbæri sem margir telja að verði flugvélarhreyfiU framtíðarinnar og muni marka aldahvörf, a.m.k. í farþegaflugi. A myndinni er líkan af 578-X-hreyflinum sem fyrirtækin Pratt & Whitney og Allison standa að, en hann verður prófaður á Douglar MD 80-tilraunaþotu á næsta ári. Þegar er hafið tiiraunaflug með hreyfil frá General Electric og hefur það gengið betur en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. fyrst opinberlega fyrir tveimur árum þegar bandaríska General Electric-fyrirtækið afhjúpaði líkan í fullri stærð af sinni útgáfu hreyf- ilsins, GE 36. Þá voru margir vantrúaðir á þetta nýja fyrirbæri en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Enda er nú svo komið að því sem næst allir helstu fram- leiðendur hreyfla og stórra far- þegaflugvéla eru komnir með sína eigin útgáfu af hreyflinum og hvar beri að staðsetja hann á flugvélun- um. Það er ekki lengur spurning um tækni hvort „Prop-fan“-hreyfillinn verður að raunveruleika heldur ein- ungis tímaspursmál hvenær það verður. Um þetta eru flestir sam- mála. Talsmenn General Electric segja að þegar þar að kemur verði umskiptin frá þotuhreyflinum yfir í „Prop-fan“-hreyfilinn jafn þýðing- armikil fyrir flugið og þegar þotuhreyfillinn leysti bulluhreyfíl- inn af hólmi. En á hverju byggist „Prop-fan“- hugmyndin? í grundvallaratriðum er um að ræða nýja útfærslu á hinni þrautreyndu tækni sem skrúfuþotu- hverfíllinn byggist á, þ.e. loftskrúfa sem tengd er við gashverfil. Skrúfu- blöð nýja hreyfílsins eru í laginu eins og blöð á skipsskrúfu og að auki er búið að betrumbæta gas- hverfilinn svo meiri afköst fást með minni eldsneytiseyðslu. Þetta er auðvitað mikil einfoldun en verður að duga að sinni en að öðru leyti vísast á ljósmynd hér á síðunni sem sýnir eina útgáfu „Prop-fan“-hreyf- ilsins. Annars eru margar mismun- andi hugmyndir um hvernig beri að útfæra hreyfilinn og á margt eftir að skýrast í þeim efnum. Sem eðlilegt er hefur General Electric talsvert forskot eftir nokk- urra mánaða árangursríkar tilraun- ir með GE 36-hreyfíl sinn á jörðu niðri og kannski ekki síst eftir að tilraunaflug í samvinnu við Boeing hófst í ágúst sl. Árangur tilrauna- flugsins er betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona og m.a. hefur komið fram að „Prop-fan“-hreyfíll- inn er um 40% spameytnari en algengustu gerðir þotuhreyfla og allt að 25% spameytnari en nýir þotuhreyflar sem verða teknir í notkun á næstu ámm. Fast á hæla GE koma fyrirtækin Allison og Pratt & Whitney með 578X-hreyfil- inn, en líkan af honum var í fyrsta sinn sýnt á flugsýningu nú á Fam- borough. Verið er að reyna 578X- hreyfílinn á jörðu niðri núna og hefur það gengið vel en á næsta ári heíj'ast flugprófanir í samvinnu við McDonnel Douglas. Þá er að geta þess að breska Rolls Royce- fyrirtækið hóf á þessu ári viðamikla rannsókn og tilraunir á hagkvæmni og notagildi „Prop-fan“-hreyfla og á þessu fyrsta stigi málsins hefur fyrirtækið aðrar hugmyndir en keppinautarnir. „Prop-fan“-kapphlaupið er sem sé í algleymingi núna. Á sl. tveimur ámm hafa verið stigin stórstíg skref, auknum mannafla og auknu fyármagni hefur verið varið til rann- sókna og þróunar á þessu nýja fyrirbæri. Ef framhaldið verður með svipuðum krafti er aldahvarfa í far- þegaflugi að vænta fyrr en síðar, Það verður því gífurlega spennandi að fylgjast með framvindunni. Athyglisverð sýning í París næsta sumar Næsta alþjóðaflugsýning verður í París í júní á næsta ári og hún verður alveg ömgglega mjög at- hyglisverð. Þá verður að öllum líkindum búið að taka stóran hluta þeirra mikilvægu ákvarðana sem flugiðnaðurinn stendur nú frammi fyrir. Þá skýrast línumar með „Prop-fan“-hreyfíllinn sem allt snýst nú um og sömuleiðis með nýju þotumar sem em á teikniborð- um „risanna", svo tvö dæmi af mörgum séu nefnd. Sömuleiðis er líklegt að gestir á Parísar-sýning- unni fái að beija augum athyglis- verða gripi á borð við tilraunaflug- vél með „Prop-fan“-hreyfli og líklega hina svokölluðu X-vængju frá Sirkosky-þyrlufyrirtækinu sem gæti þýtt byltingu í þyrluflugi. Og ekki má gleyma því að þátttaka flugiðnaðarins í fyrirhugaðri geim- vamaáætlun Reagans Bandarikja- forseta mun setja æ meiri svip á umræður og baktjaldamakk á næstu flugsýningum. Flugiðnaður- inn mun gegna veigamiklu hlut- verki í að móta þetta tækniundur sem enginn veit í dag hvemig kem- ur til með að líta út. „Utan einu sinni“ eftirEið Guðnason Stórskemmtilegur kafli í ævi- minningum Vilmundar Jónssonar landlæknis ber yfírskriftina „Utan einu sinni“. Þar greinir frá viður- eign á Alþingi á vordögum 1933, „einn þessara ömurlega mollulegu þingdaga, þegar deildin, sem í er setið, er orðin að súrefnisvana, fúl- um stöðupolli og þingmennirnir að geispandi fiskum, sem bera varla við að bæra tálknin af því að þeir ná hvort sem er engum anda“. Mergjuð lýsing atama. Til sögunnar eru nefnd auk Vilmundar þau Hriflu-Jónas og frú Guðrúnu Lárus- dóttir. Deiluefnið var hvort tiltekinn klerkur hefði auglýst að hann væri hættur að gefa sóknarbömum sínum kaffí eftir messu. Frú Guðrún var málið skylt og hún vitnaði í símskeyti sóknamefndar, sem lauk með svofelldum orðum: „Algerlega tilhæfúlaust hann hafi nokkurn tíma auglýst að kirkjugestum yrði ekki gefið kaffi, utan einu sinni vegna sykurleysik'. Svo mörg voru þau orð. Um þetta sagði Hriflu- Jónas við Vilmund: „Enginn okkar karlmannanna í þinginu hefði heimskað sig á því að fara að rek- ast í þessari auglýsingu. Jú, við hefðum getað spurzt fyrir um hana. Við hefðum kannski beðið um skeytið. En eftir að við hefðum séð, hvemig það hljóðaði hefðum við ekki verið svo einfaldir að fara að lesa það upp á Alþingi. Áreiðanlega hefði enginn okkar verið svo vit- laus. Það er að segja: Við hefðum lesið upp skeyti, — en við hefðum sleppt aftan af því“. Lýkur hér tilvitnun í æviminningar Vilmundar andlæknis. Svona áttu stjómmála- menn nú til að hugsa í þann tíð, — árið 1933, að sögn Vilmundar land- læknis. Nú er árið 1986 og þótt ótrúlegt sé, fínnast enn dæmi um svipaðan málflutning á Alþingi Islendinga. Við fyrstu umræðu um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1987, sem fram fór á fímmtudag í fyrri viku, vitnaði sá sem þetta skrifar meðal annars í erindi prófessors Þorvaldar Gylfasonar á ráðstefnu Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga 16. þ.m. um að hætt væri við að í ijár- lagafrumvarpinu fælist þenslu- stefna sem stofnaði jafnvægi Eiður Guðnason efnahagsmála í hættu á næsta ári. Var þetta stutt gildum rökum. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra svaraði og taldi þetta fjar- stæðu. Vitnaði hann í erindi Bolla Þórs Bollasonar aðstoðarforstjóra Þjóðhagsstofnunar, flutt á sömu ráðstefnu, máli sínu til stuðnings. Hér fer á eftir tilvitnum Þor- steins Pálssonar í erindi Bolla. Þetta er tekið orðrétt úr ræðu Þorsteins, í sameinuðu þingi 30. október: „Niðurstaðan af þessari umfjöll- un um áhrif hallabúskapar hins opinbera á efnahagslífíð almennt er því sú að á undanfömum árum hafí hann fremur aukið þenslu í þjóðarbúskapnum en dregið úr henni. Þessi þróun hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni ekki síst í ljósi þeirra þrálátu vandamála sem einkennt hafa íslensk efna- hagsmál þetta tímabil, verðbólgu viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Aftur á móti er rétt að taka fram að síðustu áætlanir benda til þess að veru- lega muni draga úr lánsfjárþörf hins opinbera á þessu ári. Gildi þá einu hvort litið er á þrönga skilgreiningu þess eða í víðara samhengi, þ.e. að meðtöldum opinberum fyrirtækjum og sjóð- um. Þannig virðast í fyrsta sinn allgóðar líkur á að ríkisfjármálin færist nær því marki að stuðla að bættu jafnvægi í efnahags- málum. Þetta yrði mikilsverður árangur ekki síst þegar þess er gætt að nú stefnir í vérulegan hallarekstur á ríkissjóði vegna kostnaðarauka í tengslum við kjarasamninga fyrr á árinu." Svona vitnaði Þorsteinn P&lsson fjármálaráðherra í erindi Bolla Þórs Bollasonar aðstoðarforstjóra Þjóð- hagsstofnunar. En, — „Utan einu sinni“, tilvitnuð málsgrein í erindi Bolla var einni setningu lengri og sú setning er^ svona: „Hinu má þó ekki gleyma, að heiidaráhrifin eru enn til þess fallin að auka þenslu fremur en draga úr henni". Þessari setningu kaus fjármálaráðherra að sleppa, enda gekk hún í öndverða átt við málflutning hans. Hann hafði sem sé þann háttinn á að vitna ekki lengra en honum þótti henta. Dæmið frá 1933 sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar kemur sjálfsagt ekkert sérstaklega á óvart. En dæmið frá 30. október 1986, þar sem í hlut átti ungur formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- ráðherra, kemur hinsvegar áreiðan- lega mörgum á óvart. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn. Rannsóknar stofnun uppeldismála: Fyrirlestur . um sögu iðn- menntunar LÝÐUR Björnsson, sagnfræðing- ur, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- mála nk. þriðjudag. Fyrirlesturinn nefnir Lýður: „Saga iðnmenntunar á íslandi fyrir 1900“, fer hann fram í Kennara- skólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Aðgangur er öllum heim- ill. Afmæliskveðja: Magnús Bjarna- son skipasmiður Einn af mörgum starfsmönnum Bátalóns hf. á nálega 40 ára starfs- ferli er Magnús Bjamason skipa- smiður, sem í dag, 9. nóvember, verður 75 ára. Magnús hóf smíðar snemma á árinu 1952 í Bátasmíða- stöð Breiðfirðinga, er síðar varð Bátalón hf., þar sem hann vann fram á mitt ár 1986. Fyrir þennan langa starfstíma, 34 ár, og dugnað í starfí færi ég honum kærar þakkir. Eins og við, sem stofnuðum Bátasmíðastöð Breiðfirðinga, er hann Breiðfírðingur að ætt og upp- runa. Hann er fæddur í Akureyjum í Helgafellssveit, en sú eyja til- heyrir suðureyjum Breiðafjarðar. Foreldrar hans voru Ólöf Sigmunds- dóttir, fædd og uppalin í Akureyjum og Bjarni Jónsson frá Sellátri við Stykkishólm. Magnús fluttist til Hafnarfjarðar árið 1943 og hóf nám í Skipasmíða- stöð Júlíusar Nýborg og lauk þar námi. Magnús giftist Sigurfljóð Ól- afsdóttur, ættaðri úr Tálknafirði. Voru þau fyrstu 6 árin búsett í Reykjavík, en fluttu svo til Hafnar- fjarðar, þar sem þau byggðu sér myndarlegt íbúðarhús og hafa búið þar síðan. Eru þau hjón mjög sam- hent og eiga myndarheimili með vel ræktaðan garð, sem þau bæði leggja mikla vinnu í allt sumarið, enda ber hann þess glögg merki. Hef ég fyrir satt að hann hafí ver- ið nefndur í sambandi við verð- launaúthlutun, sem einn af fegurstu görðum Hafnarfjarðar. Sigurfljóð er fyrirmyndarhúsmóðir og bráð- lagin, enda mikið fengist við ýmislegt, svo sem saumaskap. Á því tímabili sem Magnús starf- aði í fyrirtækinu voru smíðaðir 400 bátar af ýmsum stærðum úr tré og stáli, fyrir utan allt viðhald og við- gerðir, en mikið var unnið á tímabili við viðgerðir á plankabyggðum bát- um og munaði þá um þátttöku Magnúsar við þau oft erfiðu störf. Hin frábæra ástundun Magnús- ar, hæfíleiki og dugnaður í starfí nýttist vel og jók það traust fyrir- tækisins útávið. Það kom greinilega fram í því, að oft var ég spurður af viðskiptamönnum: „Vinnur ekki Magnús Bjamason í fyrirtækinu?" Hann varð hluthafí I Bátalóni hf. og komst ekki hjá því stundum að vera með í að taka mikilvægar ákvarðanir, en það einkennir hans lífsstarf hvað hann er samvinnuþýð- ur. í góðra vina hópi á Magnús það til að koma manni á óvart með því að setja fram vel rímaðar vfsur um það sem til umfjöllunar er. Fyrir störf hans í 37 ár hjá fyrir- tækinu, frábæra samviskusemi og ágætt samstarf færi ég honum kærar þakkir á 75 ára afmælinu. Konu hans og öllum hans nán- ustu óska ég til hamingju með afmælið. Þórbergur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.