Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 6
MHfilUjMGWS p.,NftYEMMS.|HB6 í6 Fimmtudags- leikritið Nú eru breyttir tímar, sjónvarp á fímmtudögum og af sem áður var þegar leikritin á rás 1 voru nán- ast einráð á öldum ljósvakans, meira að segja risið nýtt útvarpsieikhús „Sakamálaleikhúsið" á Bylgjunni og svo má ekki gleyma rás 2. Fjölmiðla- rýnirinn hlýtur að taka tillit til þessara breyttu aðstæðna. Þannig hef ég að undanfömu vikið lítillega frá þeirri reglu að fjalla um hvert og eitt einasta útvarpsleikrit rásar 1. Það er svo margt spennandi að gerast á fjölmiðlasviðinu að stöku útvarpsleikrit verður að nema staðar á rissblöðum undirritaðs. Þó mun ég kappkosta að fylgjast náið með starf- semi leikhússins við Skúlagötu og ekki síður með Sakamálaleikhúsinu sem ég vona að vaxi og dafni. Það er C' mikils að vinna fyrir leikara- stéti \a að eignast sem flest útvarps- leikh 5. Pétur ogRúna Fimmtudagsleikritið hét að þessu sinni því hversdagslega nafni Pétur og Rúna, ritað 1972 af Birgi Sigurðs- syni fyrir svið Iðnó. Og ekki er efni leikritsins, á ytra borði að minnsta kosti, síður hversdagslegt en nafnið. Þar er lýst ungum hjónakomum, Pétri og Rúnu, er streytast við að hanga í einhverskonar öreigaróm- antík, þó svo fari nú að lokum að Rúna heimtar að komast í íbúð og óléttustand. Er yrkisefnið gamal- kunnugt? Vissulega, en þó leynist í verki Birgir Fenrisúlfur í mynd Pét- urs. Pétur er sum sé ekkert venjuleg- ur öreigarómantíkurhippi er stefnir að blokkaríbúð í Breiðholti með veg- legri hljómtækjasamstæðu er heldur vöku fyrir hinum smáborgaralegu nábúum um helgar. Nei, aldeilis ekki. Pétur er hálgerður galdramaður sem tekst jafnvel að leiða starfsfélagana frá yfírvinnubaslinu í fýrirtæki Rúnubróður í fimmbíó að sjá Chapl- in. En þar með lýkur ekki Október- byltingunni hans Péturs. Undir lok verks er áhorfandinn í vafa um pilt- inn og hallast helst að þeirri skoðun að Pétur verði trúr þeirri hugsjón að vinna ekki yfirvinnu. En sú hug- sjón virðist hafa hrifið mjög höfund á ritunartíma ef hugsjón skyldi kalla. Reyndar fínnst mér höfuðkostur þessa verks hversu áttavilltur höf- undur var í raun og vem. Hann hæðist í aðra röndina að steinsteypu- kapphlaupinu en dregur jafnframt upp heldur dökka mynd af lífí þeirra Péturs og Rúnu. Er líður að lokum leikritsins kemst höfundur þó að þeirri niðurstöðu að hamingjan sé máksi fólgin í gleðinni yfír leggjum og skeljum æskuáranna. Rómantísk lífsafstaða sem kann að höfða til ákveðinna þjóðfélagshópa. Skora ég á Birgi Sigurðsson að rita nýtt leik- húsverk er lýsir lífí þeirra Péturs og Rúnu í dag á því herrans ári 1986. Er ég handviss um að margir bíða spenntir eftir að frétta frekar af lífssögu þessara litríku hjónakoma. Leikurinn Ég var ekki alveg nógu ánægður með frammistöðu sumra leikaranna í útvarpsleikhúsinu síðastliðið fímmtudagskvöld, fannst gæta lestr- arsóns. Þó fór Guðbjörg Thoroddsen á kostum í hlutverki Rúnu og Arni Tryggvason einnig í hlutverki Manna, heimilisvinar þeirra Péturs og Rúnu, og ekki má gleyma Mar- gréti Helgu Jóhannsdóttur er lék móður Rúnu, hina kjarnyrtu ástand- skerlingu. Leikritið verður endurflutt næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 22.20 og geta hlustendur þá sjálfír dæmt um frammistöðu teikaranna. Sá er hér ritar er bara að lýsa sinni persónulegu skoðun á frammistöðu þessa ágæta fólks og getur svo sann- arlega skjátlast. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP RÚV Sjónvarp: Klerkur í klípu BB Á dagskrá sjón- 45 varpsins í kvöld — er fyrsti þáttur bresks gamyndaflokks, sem ber nafnið Klerkur í klípu. Þátturinn fjallar Sveitaprestinn Philip Lambe, sem fær þá köllun að þjóna „erfiðara" brauði en hann hefur áður gert, bæði til þess að efla trú annarra, en ekki síður til þess aðstyrkja sjálfan sig í trúnni. En hann þarf að yfírotiVa nokkur vandamál áður en af því verður. Eiginkona hans, Emma, er ekki sérlega áfjáð í að flytja, svo vægt sé til orða tekið og kirkjuvörðurinn í sókninni hyggst nota hæfí- leikaleysi prestsins í golfí til þess að koma nýju þaki yfír þorpskirkjuna. Þokka- leg vélabrögð það! Margskonar vandi annar hrjáir klerkinn, en því verða sjónvarpsáhorfendur kynnast af eigin raun. Rás 1: Sinna, þáttur um listir og menningarmál Klerkurínn í stólnum. ■■ Í þættinum 00 Sinnu fjallar Árnir Siguijóns- son um hina nýju bók Einars Más Gupmundsson- ar, „Eftirmála regndrop- anna“. Þá fjallar Kjartan Árnason um nýja unglingabók eftir Andrés Indriðason, sem heitir „Með stjörnur í aug- unum“. Leikhúslíf á Akureyri verð- ur reifað í pistli Finns M. Gunnlaugssonar og Har- aldur Ingi Haraldsson ræðir um sýningu Kristins G. Jóhannessonar og ræðir við listamanninn. Þorgeir Ólafsson segir frá nýrri bók um Ásgrím Jóns- son, listmálara og þættin- um lýkur með umræðum um myndlistargallerí. ÚTVARP LAUGARDAGUR 8. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar 9.30 í morgunmund Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar Klarinettukonsert op. 57 eft- ir Carl Nielsen. Josef Deak leikur með Ungversku filharmoníusveitinni; Oth- mar Maga stjórnar. 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklað á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón:Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.45 Fréttir. 13.30 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- ménntir á líöandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki" eftir Stefán Jónsson. Sjötti þáttur: „Veislan". Leikstjóri: Klem- ens Jónsson. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Brynjólfur Jóhannesson, Borgar Garðarsson, Jón Aðils, Árni Tryggvason, Herdís Þorvaldsdóttir, Inga Þórðardóttir, Anna Kristín Arngrimsdóttir, Hákon Waage og Anna Guð- mundsdóttir. Sögumaður: Gísli Halldórsson. Áður út- varpað 1968. 17.00 Að hlusta á tónlist Sjötti þáttur: Um pólífónísk- an stíl. Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 íslenskt mál Guðrún Kvaran flytur þátt- inn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. SJÓNVARP LAUGARDAGUR 8. nóvember 14.25 Þýska knattspyrnan Bein útsending. Stuttgart — Werder Bremen. 16.20 Hildur Fimmti þáttur. Dönskunám- skeið í tiu þáttum. 16.45 (þróttir Umsjónarmaöur Bjarni Fel- ixson. 18.25 Fréttaágrip á táknmáli 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International). 17. Morwen skógardís. Þýðandi Jóhanna- Jóhanns- dóttir. Sögumaður Helga Jónsdóttir. 18.55 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Smellir Breskar nútimahetjur. Um- sjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 19.30 Fréttir og veður 19.55 Auglýsingar 20.05 Kvöldstund með Shadows Einar Kristjánsson rabbar við félagana í bresku gítar- hljómsveitinni The Shadows við komu þeirra til íslands i sumar. Einnig flytja Skuggarnir nokkur lög sem tekin voru upp á hljóm- leikum þeirra í Bretlandi. 20.45 Klerkur í klípu (All in Good Faith). Nýr fiokk- ur — Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk Rich- ard Briars. Sveitaprestur einn fær þá kóllun að þjóna erfiðu brauöi en honum gengur illa að fá prestsfrúna til að flytja búferlum. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.15 Fornbilakeppnin (Genevieve). Bresk gaman- mynd frá 1954. Leikstjóri Henry Cornelius. Aðalhlut- verk: Dinah Sheridan, John Gregson, Kay Kendall og Kenneth More. Ungur mála- færslumaöur tekur þátt í fornbílaakstri ásamt konu sinni. Honum verður sund- urorða við kunningja sinn og keppinaut og þeir veðja með sér hvor verði fljótari heim. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. JFpPSTÖDTVÖ LAUGARDAGUR 8. nóvember 16.30 Hitchcock. Bandariskur spennuþáttur. Með aðalhlutverk fara Gig Young, Gene Evans og Ro- bert Redford. 17.30 Myndrokk. 18.00 Undrabörnin (Wiz Kids). Bandariskur unglingaþáttur. 19.00 Allt í grænum sjó (Love Boat). Bandarískur skemmtiþáttur- sem fjallar um lif og fjör um borð i skemmtiferöaskipi. 20.00 Ættan/eldið (Dynasty) Steven hittir fyrrum herberg- isfélaga og vin sinn, Ted. Atvinnurekandi Stevens fréttir um kynvillu hans og þaö gæti kostaö vinnu hans. 22.40 Forlagamyndin (Paint Me a Murder). Bandarísk sjónvarpsmynd. Leikstjóri Alan Cooke. Aðal- hlutverk: Michelle Phillips, James Laurenson og David Robb. Listamaður málar sjálfsmynd og hverfur siðan í öldur hafsins. Hann er tal- inn af og stíga verk hans mjög i verði við þessi tíöindi. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar varðandi afdrif málarans. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 00.20 Dagskrárlok 20.50 Belarus-skjölin (The Belarus File). Bandarísk * kvikmynd meö Telly Savalas og Max Von Sydow i aðalhlutverkum. Liðsforinginn Theo Kojack snýr aftur til lögreglunnar í New York eftir 7 ára fjarveru og tekur að rannsaka nokk- ur morð á öldruðum land flótta Rússum. 22.50 Pretty Baby. Bandarisk kvikmynd. Myndin fjallar um uppvöxt ungrar stúlku í vændishúsi í New Orleans árið 1917. Aðalhlutverk eru leikin af Keith Carradine og Brooke Shields. 00.40 Sextánára(16Candles) Gamanmynd með alvarlegu ívafi, sem fjallar um unga stúlku á vori lífsins. Aöal- hlutverk eru leikin af Molly Ringwald, Paul Dooley, Justin Henry og Anthony Michael Hall. 02.00 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Hundamúllinn" Gamansaga eftir Heinrich Spoerl. Guömundur Ólafs- son les þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur (8). 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 21.00 íslensk einsöngslög Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Maríu Brynjólfs- dóttur og Sigurð Ágústsson frá Birtingarholti. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. 21.20 Guðaö á glugga Umsjón: Pálmi Matthías- son. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Mannamót Leikið á grammófón og litið inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn Marinós- son. 1.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 1. nóvember 9.00 Óskalög sjúklinga Flelga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Þorgeirs Ástvalds- sonar. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. 15.00 Við rásmarkið Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig- urður Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma. Svavar Gests rekur sögu islenskra popphljóm- sveita i tali og tónum. 18.00 Hlé 20.00 Kvöldvaktin — Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómassyni. 03.00 Dagskrárlok SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. 8. nóvember 08.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00, 9.00 og 10.00. 12.00-15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauður punktur. Fréttir kl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi. Vilborg leikur notalega helg- artónlist og les kveðjur frá hlustendum. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 í fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg- vinsdóttir og Randver Þorláksson bregða á leik. 19.00—21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir litur á atburði siðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir i laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.