Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLÁfelÐ,' LAUGARÐAGUR' 8: NÓVEMBER 1986 27 Rudin c^p' ffltnílv K~" I~~1' Komiðímark AP/Símamynd Það var mikill fögnuður þegar Bob Wieland komst í mark í New York-maraþonhlaupinu, sem fram fór sl. sunnudag. Ekki setti hann þó neitt met, fór vegalengdina á rúmum fjórum dög- um, en þess er líka að gæta, að hann vantar báða fæturna. Wieland segist bara hafa gert þetta að gamni sínu en fyrr á árinu fór hann yfir þver Bandaríkin í sérsmíðuðu farartæki og safnaði um Leið fé fyrir fólk á hungursvæðunum í heiminum. Æstur múgur brennir húsgögn og skjöl er rænt hafði verið úr sendi- ráði Malawi i Maputo sl. þriðjudag. Mozambique og Zimbabwe: Samsæri gegn stjórn Malawi ? Pretóría,^ AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Suður-Afríku, Pik Botha, sagði á frétta- mannafundi á fimmtudag, að gögn sem fundust í flaki flugvélar Samora Machel, forseta Mozambique, sönnuðu að Machel og stjórn- völd í Zimbabwe hafi unnið að því að steypa stjórninni í Malawi. Rikisstjórnir beggja landanna neita þessum ásökunum. Er Botha kom á slysstaðinn er eina ríkið í Afríku sem hefur skömmu eftir að flugvél Machel fórst 19. okt. sl. lýsti hann Machel sem „manni sem leitaði friðar". Hann sagði á fréttamannafundin- um, að gögnin er fundust hafi komið sér mjög á óvart og valdið sér mikl- um vonbrigðum. Botha sagði að stjóm Suður-Afríku hefði haft sam- band við Hastings Banda, forseta Malawi og látið hann vita um sam- særið gegn honum, einnig hefði verið haft samband við ríkisstjómir Mozambique og Zimbabwe. Malawi stjórnmálasamband við Suður- Afríku. Suður-afríska blaðamannasam- bandið segir að starfsmenn sendi- ráðs Malawi í Maputo í Moz- ambique, hafi flúið til Swazilands, á fimmtudag, eftir að sendiráðið hafði orðið fyrir árás æsts múgs fyrr í vikunni, er sagði yfirvöld í Malawi styðja skæmliða er beijast gegn marxistastjórninni í Moz- ambique. Afganistan: Stinger-skeyti í höndum skæruliða gætu gerbreytt gangi styijaldarinnar UMRÆÐAN um átökin í Afgan- istan hefur tekið breytingum í þessari viku. Skæruliðar, sem beijast gegn heijum stjórnar- innar i Kabúl og Sovétmanna, hafa nú fengið Stinger-loftvarn- arskeyti í hendur frá Banda- rikjamönnum. Sovétmenn hafa fordæmt þetta og segja að nú verði erfitt að finna lausn á málefnum Afganistans. Þetta hefur verið túlkað sem svo að Sovétmenn séu hræddir um að missa yfirburði sína í lofti og þar með yfirhöndina í barátt- unni gegn skæruliðum. Fyrst var greint frá því að skæruliðar hefðu fengið þessi fullkomnu skeyti í breska blaðinu Suaday Telegraph á sunnudag. Blaða- maður þess blaðs, Radek Sik- orski, var í Afganistan og Pakistan og hefur Morgunblað- ið fengið heimild til að birta frásögn hans, og fer hún hér á eftir. Þess skal getið, að Pakist- anar hafa mótmælt því, að Bandaríkjamenn þjálfi skæru- liða í að nota skeytin eins og haldið er fram í greininni. Mujahedin skæruliðar í Afganist- an hafa nú fengið í hendur fyrstu sendingu loftvarnarskeyta af Sting- er-gerð og gæti þetta breytt gangi baráttu skæruliða gegn sovéska innrásarliðinu. Fá þjálfun hjá Banda- ríkjamönnum Bandarískir sérfræðingar þjálfa nú skæruliðana í að nota skeytin í leynilegum búðum skammt frá Isl- amabad í Pakistan. Ætlunin er að skæruliðamir verði það hæfir til að nota þessi vopn að skeyti þeirra hitti mark sitt undantekningar- laust. Bandaríkjamenn hafa ákveð- ið að ákvörðun um frekari birgðir Stinger-skeyta handa skæruliðum velti á þvi hvernig þeim gengur að nota þau. Skæruliðarnir hafa þegar fengið 200 skeyti og fyrir hvert loftfar, sem skotið er niður með Stinger-skeyti, fá þeir tvö til við- bótar. Þeir, sem missa marks, verða aftur á móti sendir aftur til æfinga- búðanna til yfirheyrslna og frekari þjálfunar. Ég sá skeytin í höndum skæru- liða úr „Hezb-e-islami“-flokknum í Nangrahar-héraði. Þetta var í búð- um mujahedin um 70 km vestur af Khyber-skarði. Þeir höfðu notað fimm skeyti með áttatíu prósent árangri. í október skutu hermenn andspymuhreyfingarinnar niður þijár sovéskar þyrlur og eina þotu skammt frá Kama og Bisut, sem eru í Nangrahar-héraði. Ekki hefur verið flogið frá Jelalabad flugvelli síðan þetta gerðist. Skæruliðar notuðu múlasna til að flytja níu loftvamarskeyti frá Pakistan til búðanna, sem ég dvald- ist í suður af Jelalabad. Tveimur þeirra var komið fyrir í skotstöðu, en þotumar létu ekki sjá sig aftur eftir þann árangur, sem skæmliðar náðu með skeytunum í upphafi. Stinger-skeytum er skotið úr hólki, sem maður ber á öxlum sér. Skeytin hafa mjög fullkomið leið- beiningarkerfi og elta flugvélar Sunday Telegraph/Sfmamynd Afganskur skæruliði með vopnið, sem gæti valdið straumhvörfum í átökunum í Afganistan: Stinger-loftvarnarskeytið. Myndin var tekin í æfingabúðum skæruliða í Pakistan. óvinarins þótt reynt sé að afvega- leiða þau með tálbeitum. Ef skeytin verða notuð með sama árangri og hingað til (fjögur skeyti af fimm hittu í mark) em sovéskar flugvélar, sem em innan sex km frá búðum skæmliða, í skotfæri. Talið er að Stinger-skeytin dragi svo langt. Ætli Sovétmenn að rejma að halda yfirburðum sínum í lofti yfir Afganistan er hætt við að þeir eigi eftir að missa mörg hundmð ormstuþotur og þyrlur á næstu mánuðum. Sovésku herforingjamir eiga eft- ir að komast að því að skeytið getur dregið vemlega úr hemaðarmætti þeirra. Hingað til hafa ormstuþotur Sovétmanna verið notaðar til að gera árásir á birgðalestir skæmliða og bækistöðvar þeirra á fjöllum uppi. Birgðir hafa verið fluttar til afskekktra herdeilda og varðstöðva í þyrlum. Þyrlur hafa einnig verið notaðar til að flytja liðsauka og koma særðum mönnum undir lækn- ishendur. Sérsveitir hafa verið fluttar með þyrlum til að gera skæmliðum fyrirsát. Nú eiga skæmliðar mótleik gegn þessu for- skoti Sovétmanna. Þeir þurfa nú að kosta miklu til að styrkja vamir sínar í grennd við flugvelli til að hindra að skæruliðar geti komið sér fyrir í skotfæri við flugvélar, sem taka á loft. Einnig þyrfti að setja rándýran búnað í mörg hundmð flugvélar til að afvegaleiða Sting- er-skeytin. Og eftir er að finna upp og framleiða slíkan búnað. Bandamenn stjórnar- innar hugsa sig um tvisvar Talið er líklegt, að helsti ávinn- ingurinn af þessum nýju vopnum mujahedin skæmliða verði pólitísks og sálfræðilegs eðlis. Til þessa hafa margir afganskir stjómmálaleið- togar verið á bandi Sovétmanna eða hlutlausir af þeirri einföldu ástæðu að Sovétmenn hafa yfirburði í tæknibúnaði og talið hefur verið hæpið að gera mætti þeim slíka skráveifu með andstöðu að þeir hyrfu á braut. Margir leiðtogar ættbálka hafa til þessa sætt sig við takmarkaðri fjárráð en áður og þegið vopn frá stjóminni til að stofna sveitir þjóðvarðliða gegn skæmliðum. Þegar þessar sveitir hafa ekki lengur stuðning úr lofti og neyðast til að notast við ævagömul vopn, sem Sovétmenn láta þá hafa (ég sá eitt sinn að skæmliðar höfðu gert upptæka „pepesha“-riffla, sem notaðir vom í orrustunni um Berlín, hjá vopnuð- um sveitum innfæddra), er hætt við að margir forystumenn ættbálka telji það sér og undirsátum sínum í hag að söðla um og ganga í lið með skæmliðum. Sovétmenn hafa stefnt að því að vinna stríðið með því að þreyta andstæðinga sína til uppgjafar. Sprengjuárásir á þorp vom ætlaðar til þess að fækka fólki í stijálbýli. Hinir menntuðu borgar- og bæj- arbúar, sem em á valdi stjómarinn- ar áttu að lifa af. Þeim væri auðveldara að kenna hvað má og hvað má ekki samkvæmt kenning- um Marx og Leníns. En geti skæruliðamir vemdað ákveðið svæði og jafnvel heilt hérað fyrir loftárásum gætu einhverjir þeirra Qögurra milljóna manna, sem flúið hafa Afganistan, tekið að snúa aft- ur til að styðja andspymusveitimar. Þá gæti farið svo að skæmliðar næðu á sitt vald frelsuðu svæði, þótt ósennilegt sé að þar verði kom- ið á bráðabirgðastjóm fyrir óeining- ar sakir. Nangrahar-hérað er ákjósanlegt til þess. Ef skæmliðar gætu varist loftárásum yrðu þeir þess umkomnir að loka eina vegin- um frá Kabúl til herbúða Sovét- manna í Samarhel. Ef hægt væri að vinna Samarhel með umsátri myndu stjómarherinn og sveitir þjóðvarðliða í Nangrahar gefast upp og herstyrkur kommúnista í héraðinu yrði enginn. Ef Sovétmenn misstu yfirburði sína í lofti þyrfti mörg þúsund hermenn til að ná héraðinu aftur. Sovétmenn þurfa innan skamms að taka mikilvæga ákvörðun: annað hvort fjölga þeir vemlega í heijum sínum í Afganistan til að vega upp á móti hinu nýja vopni, eða þeir reyna að bjarga andlitinu og semja um brottkvaðningu hermanna sinna með skilmálum, sem Afganar geta sætt sig við. Ef nokkúð er að marka stefnu Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sov- étríkjanna, í utan- og innanríkis- málum, eiga Afganar þess nú kost, eftir að Ronald Reagan Bandaríkja- forseti uppfyllti loforð sitt um loftvamarflaugarnar, að frelsa land sitt. Eftir Radek Sikorski, blaða- mann Sunday Telegraph. PULSAR Nissan 1500GL’86. Blár, 15 þ.k. 5 gíra. Kr. 375 þús. Aíiaft SUBARU I CHARADE 4x4 St. 1800 '85. Hvítur, 34 þ.k. Sjálfsk. Kr. 550 þús. >i(a£atait Daihatsu ’86. rauður 7 þ.k. Kr. 300 þús. VIÐ MIKLATORG HONDA Civic Sedan '85. Kopar- brúnn, 20 þ.k. Kr. 385 þús. S: 15014og 17171. LANCER M.M.C. GLX '85. Gull- brúnn, 32 þ.k. Kr. 380 þús. ELSTA BILASALAN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.