Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 31
 ítilefniaf • ">r *■ ^ a bsst Opio bret til Gorbachevs Hr. Mikhail Gorbachev, aðalrítari. Ég hef setið hér í herbergi mínu og velt því fyrir mér hvers vegna fór sem fór í Reykjavík. Þér og Reagan forseti hafið báðir sagt að þið hafið verið komnir á fremsta hlunn með að taka sögulega ákvörð- un. Nú sakfellið þið hvor annan á víxl. Þið hafið báðir flutt ávörp til þjóða ykkar. Ég hef lesið ávörpin ykkar vandlega og fundið ýmsilegt sameiginlegt í þeim en einnig ólík viðhorf. Þau eru allrar athygli verð. Áður en lengra er haldið langar mig til að skjóta inn í að við, sem fylgjumst með stórveldispólitíkinni af áhorfendapöllunum, erum smátt og smátt komin með hálfgert of- næmi fyrir orðinu „sögulegt." I hreinskilni sagt þá var nú ekki mik- ið sögulegt við þær tillögur sem þið rædduð. Það hljómar glæsilega að ræða um 50% minnkum á birgðum langdrægra kjarnavopna en það breytir ekki gangi sögunnar. Þið eigið báðir nóg, hvor um sig, til að eyða allri jörðinni okkar. Það er rétt að þið rædduð einnig möguleikann á að eyðileggja síðan afganginn af þessum vopnum á fimm árum en mér skilst að þessi hugmynd hafi aðeins verið reifuð. Auk þess hefði öll áætlunin tekið 10 ár og það er lengri tími en svo að hægt sé að sjá alla atburðarás- ina fyrir. Það getur svo margt orðið til að kollvarpa öllum áætlunum. Mér kemur í hug fundur fyrir- rennara yðar í embætti, Leonid Brezhnevs aðalritara, og Fords, for- seta, í Vladivostok árið 1974 en þar náðu þeir samkomulagi um grund- vallaratriði SALT-II samningsins. Samningamenn beggja aðila þurftu síðan fimm ár í viðbót til að semja texta sjálfs samningsins. Árekstrar, sem urðu á þessu árabili og ekkert komu samningnum við, urðu til þess að slökunarstefnan beið skip- brot. Þetta sýnir okkur, að fimm ár geta verið langur tími. Eins og þér vitið urðu afleiðingarnar þær, að bandaríska þingið neitaði að staðfesta samninginn. Við hljótum að draga þá ályktun af þessu, að nauðsynlegt sé að bregðast skjótt við, þegar búið er að taka ákvörðun í þessum málum — og jafnframt að ekki sé hægt að semja um afvopnun án þess að taka tillit til annarra atriði í al- þjóðasamskiptum. Þér viljið stöðva Geimvamaáætl- unina (SDI), skilst mér. Hinir snjöllu vísindamenn Sovétríkjanna vita auðvitað mikið um þá mögu- leika og vandkvæði sem SDI hefur í för með sér. Enda þótt hugmynd- in sé óljós þá getur hún haft gífurlegar afleiðingar séu langtíma- sjónarmið höfð í huga. Augljóst virðist, að Bandaríkjamönnum hef- ur tekist að leysa ýmis vandamál, sem gagnrýnendur áætlunarinnar töldu fyrir ári að væru óleysanleg. Jafnvel þótt svo færi að mönnum tækist að semja um útrýmingu allra kjamavopna þá réði forseti Banda- ríkjanna eftir sem áður yfír SDI. Þegar þér þrengduð að honum gaf hann þá skýringu, að hann vildi hafa SDI sem tryggingu gegn „bijálæðingum" og hugsanlegum svikum af hálfu Sovétmanna. Hreint út sagt: Ef Sovétmenn reyndu að fela nokkrar eldflaugar þá fengju þeir ekki tækifæri til að nota þær í þvingunarskyni. Forset- inn treysti ekki Sovétmönnum. Bandaríkjamenn hafa ekki einok- un á tortryggni. Ef forsetinn hefði sagt, að SDI væri skaðlaus, ef Sov- étmenn feldu engin kjamavopn, hefðuð þér vafalaust svarað, að Sovétmenn yrðu að hafa sams kon- ar tryggingu gegn svikum — svikum af hálfu Bandaríkjamanna. Það finnst mér eðlilegt, því að gagn- kvæm tortryggni krefst gagn- kvæmra trygginga. Afsakið að ég vík frá efninu. Forsetinn notaði ákveðna rök- semdafærslu gegn yður. Sams konar röksemdafærslu og Kom- missarov, sem ég hygg, að sé fulltrúi sovéska utanríkisráðuneyt- isins, notar í skoðanaskiptum varðandi kjamavopnalaust svæði á Norðurlöndum. Kommissarov vill að Danmörk og Noregur — það em í reynd þessi NATO-lönd sem verið er að ræða um — afsali sér mögu- leikanum á að vera varin með kjamavopnum gegn því að Sovét- menn heiti því að nota ekki kjama- vopn sín gegn þeim. Vopnabúr Sovétríkjanna yrði aðeins minnkað lítillega. Nikita Khmschev vakti á sínum tíma athygli á því, að viðfangsefnið væri raunar tæknilega óframkvæm- anlegt. Sovétríkin gætu nefnilega ekki afsalað sér kjarnavopnum að- eins vegna Norðurlandanna. Auk þess væri enginn vandi að beina eldflaugum, sem ætlaðar væm til árása á Vestur-Þýskaland, gegn Norðurlöndum. Þess vegna lagði ég eitt sinn til að Sovétríkin skæm niður þann vígbúnað sem ætlaður er til skyndiárása en þessi vígbún- aður veldur Norðurlandabúum miklum áhyggjum. Þetta yrði svar Sovétmanna við afsali Norðurland- anna á kjarnvopnum. Kommissarov var jafn skilningslaus gagnvart þessari tillögu og Reagan forseti var í SDI-viðræðunum. Víkjum aftur að Reykjavíkurvið- ræðunum. Þegar ég las ávarp yðar til þjóð- arinnar tók ég eftir því hve öll tímasetning skipti miklu máli. Hefðuð þið ekki getað leyst mörg af þeim vandamálum sem þið rædd- uð ef þið gætuð útrýmt öllum — bókstaflega öllum — kjamavopnum á fimm árum í staðinn fyrir tíu? Tæknilega er ekkert sem hindrar þetta. Séð með augum samninga- manna myndi þetta einfalda málin afskaplega mikið þar sem stjómar- erindrekar og hershöfðingjar þyrftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af burðargetu eldflauganna, sprengjustærð og marksækni, stað- setningu vopnanna og hvað þetta nú heitir allt saman. SDI-áætlunin mun ekki komast af rannsóknastiginu næstu fimm árin. Þér teljið ef til vill, að persónu- legur áhugi forsetans á áætluninni sé hindmn á veginum. En þér vitið einnig að Reagan forseti yfirgefur Hvíta húsið í janúar 1989. Verði afvopnun þá í framkvæmd, get ég að minnsta kosti ekki ímyndað mér, að nýkjörinn forseti, og því síður þingið, vilji halda áfram mað SDI-áætlunina og taka þar með þá áhættu að kjamavopnakapphlaupið hefjist á ný. — Dobrynin, sendi- herra, hefur áreiðanlega sitthvað um þetta að segja. Skyndileg útrýming kjamavopna gæti einnig leyst deiluna um til- raunasprengingar. Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri ákvörðun yðar að stöðva tilraunir með kjamavopn í Sovétríkjunum. Ég er ekki fær um að meta staðhæfíngar Banda- ríkjamanna þess efnis, að nauðsyn- legt sé að gera tilraunir með þau kjamavopn, sem fyrir hendi eru, til að sannreyna notkunargildi þeirra. Þessi þörf hlýtur að hverfa ef út- rýming vopnanna tekur skamman tíma. \ Þetta myndi að sjálfsögðu ekki leysa þann vanda sem gagnkvæm tortryggni veldur. Þvert á móti, hugmyndin ein út af fyrir sig, að hinum aðilanum hafi tekist að fela nokkrar eldflaugar, getur leitt til ofsóknarbijálæðis. Þess vegna held ég, að Bandaríkjamenn séu rök- hyggjumenn, þegar þeir kreíjast raunhæfs eftirlits. Þér hafið marg- sinnis sagt í ræðum, að þér samþykkið raunhæft eftirlit. Ég vil gjarnan trúa yður, en verð að benda á, að afstaða sovéskra ráðamanna við önnur tækifæri veldur mér óró- leika. Það, sem þér gáfuð kost á við Stokkhólmsviðræðumar forð- um, olli miklum vonbrigðum. Skyndileg útrýming kjamavopna — og þá á ég við öll kjamavopn — mun ekki vekja stórkostlegan fögn- uð hjá bandamönnum Bandaríkja- manna í Vestur-Evrópu. Þeim finnst að núverandi aðstæður þeirra séu svo erfiðar, að þeir óttast jafn mikið óbreytt ástand og breytingar á því. Slíkur ótti leiðir til þess kon- ar stöðnunar, sem þér hafið svo oft ávítað andstæðinga efnahagslegra og pólitískra endurbótatilrauna yð- ar í Sovétríkjunum fyrir. Vestur-Evrópumenn telja sig hafa ástæðu til að óttast. Þeir álíta lönd Varsjárbandalagsins hafa yfir- burði í hefðbundnum vopnabúnaði. Varsjárbandalagið ræður yfir nokkru sem þeir hafa ekki, á sama hátt og Reagan forseti ræður yfir SDI-áætluninni, sem þér hafið ekki. Ég veit hversu erfitt það er að bera saman styrkleika. Vínarviðræðum- ar um jafnan og gagnkvæman samdrátt venjulegs herafla hafa líka verið árangurslausar. Einnig þar er þörf á að byija á nýjum grunni. I Vestur-Þýskalandi hafa verið ræddar hugmyndir, um að hervarnir beggja aðila yrðu ein- skorðaðar við vamarvopn. Þetta gæti verið heppilegri viðræðu- grundvöllur en sá sem hingað til hefur verið notaður; talning her- deilda og skriðdreka. Takmarkið er að báðir aðilar geti fundið öiyggi. I því andrúmslofti tortryggni sem nú ríkir gerir enginn sig ánægðan með loforð; vamarmátturinn er það sem allir treysta á. Hugsið yður bara hve ömggari Vestur-Evrópumenn yrðu ef þér létuð eyðileggja alla skriðdrekana yðar! Þá er það deilan um meðaldrægu flaugarnar. Þar olluð þér mér von- brigðum. Sovétríkin em nú að setja upp nýja kynslóð eldflauga við vest- ur-þýsku landamærin — ég á fyrst og fremst við SS-21 og SS-23. Þar með hefur þörf þeirra fyrir SS-20 stórminnkað. Ég veit að ákvörðun um uppsetninguna var tekin áður en þér urðuð leiðtogi Sovétríkjanna en samt berið þér ábyrgð á ástand- inu. Ég er hræddur um, að þessar nýju flaugar raski hemaðaijafn- væginu jafn mikið og SS-20-flaug- amar gerðu á sínum tíma og þetta geti orðið til þess, að afvopnunar- viðræðumar steyti aftur á skeri. Núna kem ég að atriði, sem Re- agan forseti lagði áherslu á í ávarpi sínu til þjóðarinnar, þ.e. svæðis- bundnar deilur. Ég held ekki — og vitna í því sambandi til reynslu sög- unnar — að hægt sé að framfylgja nokkm samkomulagi um afvopnun án þess að því sé fylgt eftir með samkomulagi um ákveðnar „hegð- unarreglur" varðandi önnur al- þjóðamál. Áttundi áratugurinn fyllti okkur vonum í upphafi — en endaði illa. Ég veit, hve erfitt er að orða slíkar hegðunarreglur — að ekki sé minnst á að framfylgja þeim — en Mikhail Gorbachev flytur ávarp í sovéska sjónvarpið. það breytir ekki því, að þér og for- setinn verðið að forðast að fara yfir „mörk þess sem leyfílegt er“ eins og þér sögðuð á blaðamanna- fundi í Genf. Handan við þessi mörk em ekki aðeins hemaðarlegir árekstrar heldur einnig aðgerðir, sem gætu stefnt í voða afvopnunar- samningum, sem búið væri að samþykkja. Þegar öllu er á botninn hvolft er því nauðsynlegt að bæði risaveldin hætti að leika hin hefð- bundnu hlutverk stórvelda. Raunar er það skilyrði þess að hægt sé að ná takmarkinu, heimi án ótta, heimi þar sem sameiginlegt öryggi ræður ríkjum. Stjómarerindrekar munu auðvit- að segja, að þessar hugmyndir mínar séu óraunhæfar, ekki í tengslum við vemleikann. Innst inni veit ég að þeir hafa rétt fyrir sér. En þar með er ekki sagt að þeir hafi sjálfir verið raunhyggjumenn. SALT-I og SALT-II samningamir hafa leitt til aðstæðna sem báðir aðilar telja óviðunandi. Tillögur um takmörkun á fjölda eldflauga með marga sprengiodda em orðnar að lélegum bröndumm. Stokkhólms- ráðstefnan olli vonbrigðum — svo sannarlega. Viðræður um stýri- fiaugar, sem annars hafa verið á öðmm nótum, hafa ekki enn leitt til árangurs. Þetta ætti að duga til að sanna að þær aðferðir, sem kenndar hafa verið við „skref fram á við“, hafa fram til þessa reynst óraunhæfar. Mér skildist, að þér hefðuð viljað reyna djarflegri leiðir í Reykjavík. Ég veit að fyrsta skrefið er erfitt. En ef til vill var það fremur stöðn- uð varfærnin en djarfleikinn sem eyðilagði fundinn. Það vantaði of margt í tillögunum yðar. Að einhveiju leyti getur ástæðan verið sú, að tillögumar hafí komið um of á óvart. Ég minnist fundar þáverandi utanríkisráðherra risa- veldanna, Vance og Gromykos, í New York árið 1979. Vance lagði óvænt til, að ríkin minnkuðu birgð- ir sínar af langdrægum kjamavopn- um um 50%. Dagblöðin héldu því fram að Gromyko hefði orðið fok- vondur og hann hefði gmnað Vance um að vilja eyðileggja samninginn,| sem gerður var í Vladivostok. Reið- ina er ef til vill hægt að útskýra með þvf, að skort hafí undirbúning. Hugsanlegt er að það sama hafi verið uppi á teningnum í Reykjavík. Þér hafið sagt, að Bandaríkjamenn hafi komið tómhentir til fundarins. Þér hafið einnig sagt, að Sovétmenn hafi undirbúið sig afar vel. Ég hef reynt að meta þær upplýsingar sem „láku“ frá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu og Hvíta húsinu, skömmu eftir að kunngert var um fundinn. Það er ekki auðvelt að átta sig á því, hveiju Bandaríkja- menn gerðu ráð fyrir, en ég hygg, að þeir hafi átt von á hefðbundnum viðræðum. Það liggur í hlutarins eðli að stjómmálamenn vilja, að þeirra sé minnst í sögunni sem mikilmenna rétt eins og rithöfunda dreymir um Nóbelsverðlaunin. En hvomgs ykk- ar verður minnst í sögunni nema þið leysið vandamálin varðandi vopnin og friðinn — og þar að auki þann efnahagsvanda, sem _ þjóðir ykkar eiga við að stríða. Ég hef lesið ræðumar, sem þér fluttuð í Kabarovsk og Vladivostok, og geri mér grein fyrir því, hversu um- fangsmikil þessi vandamál em. Eg á erfitt með að skilja niður- stöðuna í Reykjavík með tilliti til þessa. Þér sparið ekki mikið með þvi að nota meðaldrægu flaugamar í brotajám. Langdrægu vopnin hafa meiri þýðingu — samt minni en flestir gera sér í hugarlund og enn þá minni, ef útrýming vopnanna gengur hægt fyrir sig. Mun meira er í húfí, ef SDI-áætlunin kemst aldrei af rannsóknastigi. Lang mestur spamaður væri þó fólginn í vemlegri fækkun hefðbundinna vopna og varfæmi í sambandi við hemaðarlega íhlutun í öðmm lönd- um, sbr. Víetnam og Afganistan. í þessum tilvikum em smávægilegar breytingar einnig gagnslausar. „Of lítið, of seint" em mistök sem stór- menni sögunnar hafa ekki gert sig sek um. Með von um nýtt og djarflegra frumkvæði, virðingarfyllst, Áke Sparring Höfundur er fyrrverandi forstjóri sænsku UtanríkismAlastofnunar- innar en skrifarnú greinarfyrir blöð á Norðurlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.