Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NOVEMBER 1986 47 Jólafrímerki 1986 FRÍMERKI Jón Aðalsteinn Jónsson Síðustu frímerki Póst- og síma- málastofnunarinnar á þessu ári koma út 13. þ.m. eða næstkom- andi fimmtudag. Eru það svo- nefnd jólafrímerki. Hefur útgáfa þeirra verið árviss atburður í íslenzkri frímerkjaútgáfu síðan 1981. Fyrir stuttu kom tilkynning póststjórnarinnar út, smekkleg að vanda, þar sem litmyndir þeirra tveggja jólafrímerkja, sem nú eiga helzt að prýða jólapóst lands- manna, eru birtar. Verðgildi merkjanna eru tvö: 10 og 12 krón- ur. Eru þau „sólprentuð" hjá Courvoisier SA í Sviss og 50 frímerki í örk. Björg Þorsteinsdóttir hefur teiknað þessi jólafrímerki. Nefnir hún annað þeirra Friðarjól (10 kr.) og hitt Jólanótt (12 kr.). Síðan er svo almennings að túlka mynd- efnið nánar eftir sínum skilningi. Eins og menn muna vafalaust, urðu allmikil skrif um jólafrímerk- in 1985, enda fáir ánægðir með þau að því er virtist. Af viðbrögð- um margra, sem ég hef hitt á liðnum dögum og séð hafa lit- myndir hinna væntanlegu merkja, er helzt svo að skilja sem þeim þyki mælirinn nú næstum fullur. Ljóst er, að þeir eru margir, sem kunna hvorki að meta myndefni það, sem boðið var upp á í fyrra, né það, sem nú er í vændum í næstu viku. Raunar eiga þessi jólafrímerki eftir að koma fyrir augu alþjóðar, því að tiltölulega lítill hópur fær tilkynningu póst- stjómarinnar í hendur fyrir útgáfudag. Þó geta menn farið nærri um útlit merkjanna af þeim litmyndum, sem hér birtast. Ég greip penna í hönd, þegar jólafrímerkin 1985 höfðu séð dagsins ljós og menn fóru að hafa allhátt um útlit þeirra. í þeim umræðum var nokkuð sveigt að útgáfunefnd póststjórnarinnar, og auðvitað á hún hér sinn hlut að máli. Um það leikur enginn vafí. En málið er ekki eins einfalt og margur hyggur. Menn tala um það að sam- keppni um tillögur um jólafrí- merki eigi að fara fram, þar sem mörgum listamönnum gefist þá tækifæri til að keppa til verðlauna með teikningum sínum og eins verði væntanlega við það úr mörgu að velja fyrir útgáfunefnd- ina. Víst er töluvert til í þessu. Hins vegar var þessi leið farin í fyrstu, en þótti ekki gefa nógu góða raun. Varð það svo til þess, að síðan hefur einum listamanni verið falið þetta verkefni fyrir hver jól. Sá listamaður, sem tekur að sér að teikna og „útfæra" myndefnið, verður vitaskuld að hafa frjálsar hendur um túlkun sína og þær getur hvorki útgáfu- nefnd né aðrir bundið. Þó verður að gera ráð fyrir, að myndefnið höfði með einhverjum hætti til jólanna. Ekki dreg ég í efa, að það telja listamenn sig einmitt Alþýðubandalagið í Austfjarðakjördæmi: 15 frambjóðendur ákveðnir KJÖRNEFND Alþýðubandalags- ins í Austfjarðarkjördæmi hefur tekið ákvörðun um þá 15 ein- staklinga sem taka þátt í seinni hluta forvals flokksins sem fram fer í lok nóvembermánaðar. Eftirtaldir taka þátt í forvalinu; Oddný Vestmann, Borgarfirði eystra, Sigurður Ingvason, Eski- firði, Sigurjón Bjamason, Egilsstöð- um, Unnur Sólrún Bragadóttir, Fáskrúðsfirði, Þorgrímur Sigfús- son, Breiðdalsvík, Þóra Guðmunds- dóttir, Seyðisfírði, Þórhallur Jónasson, Höfn í Homafírði, Þuríð- ur Bachmann, Egilsstöðum, Aðal- bjöm Björnsson, Vopnafirði, Alfhildur Ólafsdóttir Vopnafirði, Bjöm Grétar Sveinsson, Höfn, Ein- ar Már Sigurðarson, Neskaupstað, Elma Jónsdóttir, Egilsstöðum, Her- mann Guðmundsson, Seyðisfírði og Hjörleifur Guttormsson, Neskaup- stað. 0] Electrolux 0] Electrolux 0] Electrolux Ryksugur í úrvali lánað til allt að 11 mánaða með IEURO KRkDI l samningi Til handhafa Mikill sogkraftur I Frábær ending —] ~l B ] Electrolnx Vörumarkaðunnn hl. ! | Eiöistorgi 11 -sími 622200 gera, en einungis á sinn hátt. Um það má svo deila, hvemig til tekst, ekki sízt þegar um óhlut- bundna (abstrakt) stefnu er að ræða, eins og hefur orðið raunin á nú um tvenn jól. Hér hygg ég, að listamaðurinn vilji leyfa ímynd- unarafli skoðandans að ráða því, hvemig hann túlkar það, sem augað sér. Enda þótt ég sé ekki hrifinn af mörgu í nútímalist, dett- ur mér ekki í hug að fordæma allt í henni eða halda, að ég viti, hvemig eigi að teikna eða mála. Þetta eiga menn líka að hafa hugfast, áður en þeir fella dóm sinn. Ég hef spurt hina óánægðu, hvað þeir vilji fá í stað þess, sem þeir fordæma í gerð jólafrímerkj- anna. I sannleika hefur orðið fátt um svör, önnur en þau, að þeir vilja bara eitthvað annað en þeir hafa fengið. Og það em næsta haldlítil rök. Frímerkjaútgáfunefnd póst- stjómarinnar hlustar eðlilega á alla gagnrýni, sem er jákvæð, og dregur síðan sínar ályktanir þar af. Hún getur vissulega verið ánægð með dóm manna um þau íslenzk frímerki, sem út hafa kom- ið á þessu ári, því að menn virðast almennt samdóma um það, að vel hafí tekizt til. Það er og einlægur vilji nefndarinnar, að frímerki íslenzku póststjórnarinnar veki athygli bæði notenda þeirra á póstsendingar og eins þeirra, sem safna þeim. Þess vegna er bæði reynt að velja fallegt myndefni, sem höfðar til manna, og eins að fá þau unnin af fæmstu mönnum undir vandaða prentun, svo að þau verði lítil listaverk. Og ummæli mín frá í fyrra eiga enn við: „Af sjálfu sér leiðir, að fjölbreytni íslenzkra frímerkja vex við það, að sem flestir leggi þar hönd á plóginn og fái að koma hugmynd- um sínum á framfæri." — Þetta skyldu menn ætíð hafa í huga, áður en þeir fella harðan dóm um einhveija tiltekna útgafu. Suðurnes: Forskráning fasteigna vegna mats tekin upp Grindavik. SÚ BREYTING á sér nú stað á Suðurnesjum að tekin verður upp forskráning fasteigna vegna fasteignamats. Að sögn Jóns Sigurðssonar, bæj-^ artæknifræðings í Grindavík, kemur þessi nýbreyting til með að auðvelda allt starf byggingafulltrú- anna í byggðarlögunum auk þess sem húsbyggjendur þurfa ekki lengur að senda teikningar af vænt- anlegri byggingu til Húsnæðis- stofnunar ríkisins þegar sótt er um ^ lán. Fyrir breytinguna var venjan sú að byggingafulltrúar þurftu að senda Fasteignamati ríkisins allar teikningar og upplýsingar um ný- byggingar þegar þær vom fok- heldar, þá fyrst fór matið fram. Nú verða þær sendar jöfnum höndum þegar bygginganefndir samþykkja og veita leyfí fyrir bygg- ingu svo matið geti átt sér stað áður en bygging hefst. Þessi vinnu- brögð hafa verið við lýði í Reykjavík í nokkur ár og em mun skilvirkari og auðvelda Húsnæðisstofnun og Þjóðhagsstofnun að fá allar upplýs- ingar um fasteignamat strax. Á sama -tíma og þessi breyting á sér stað á Suðumesjum verður einnig gerð sama breyting í Hafnar- fírði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjam- ■ amesi og Mosfellssveit. Kr.Ben. HUH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.