Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LATJG’ARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 t Mimúng: SigurðurG. Theodórs- son, yfirverksijóri Fæddur 3. október 1929 Dáinn 19. október 1986 Tengdafaðir okkar Sigurður Guðmundur Theodórsson fæddist í Reykjavík 3. október 1929. Foreldr- ar hans voru hjónin Theodór Magnússon bakarameistari og Málfríður Jónsdóttir sem bjuggu á Frakkastíg 14, en þar rak Theodór bakarí um árabil. Sigurður ólst þar upp á mannmörgu heimili í stórum systkinahópi. A unglingsárum vann hann ýmis störf til sjós og lands en að loknu gagnfræðaprófí hóf hann nám í rafvélavirkjun hjá Halldóri Ólafs- syni rafvirkjameistara og lauk sveinsprófí í þeirri grein 1953 og fékk meistarabréf 1958. Snemma árs 1954 réðist hann til starfa hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli og vann þar óslitið til dauðadags, eða í næstum 33 ár. Fyrst sem rafvélavirki og síðan sem verkstjóri og yfírverkstjóri rafmagnsdeildar. Hafði hann mikinn áhuga á starfí sínu og var vel látinn af samstarfs- mönnum sem margir hafa unnið með honum frá íyrstu tíð. Sigurður gekk í hjónaband hinn 22. september 1956 með tengda- móður okkar Ástu Nínu Sigurðar- dóttur og höfðu þau því verið gift í 30 ár er hann lést. Böm þeirra eru fímm að tölu; Börkur Helgi fæddur 1954, Ingi- björg fædd 1957, er hún gift Ingólfi Torfasyni og eiga þau þrjú böm, Torfa, Ástu Nínu og Margréti, Ell- ert Helgi fæddur 1960, er hann kvæntur Díönu Ármannsdóttur og eiga þau einn son, Amar Sigurð, Hlynur Helgi fæddur 1962 og Auð- ur Herdís fædd 1970. Er við tengdaböm hans komum til sögunnar og ljóst varð að sam- bönd okkar yrðu til frambúðar, var okkur bætt í bamahópinn og alla tíð studd með ráðum og dáð eins og þeirra eigin böm. Og er bama- bömin fæddust urðu þau honum kærkomin viðbót við afkomenda- hópinn. Aldrei var hann ánægðari en þegar allur hópurinn var saman- kominn á heimilinu og naut afrakst- urs af matargerðarlist hans, en hún var honum mikið áhugamál. Bæði urðum við fyrir því sitt á t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi INDRIÐI SIGURÐSSON, Melabraut 16, Seltjarnarnesi, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 6. nóvember sl. Erla Árnadóttir, Sigurður Stefánsson, Anna SigríAur Indriðadóttir, Jón Ögmundsson, Arni Indriðason, Kristfn Klara Einarsdóttir, Sigurður Indriðason, Kári Indriðason, og barnabörn. t Frænka okkar, SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR frá ísafirði, andaðist á Elliheimilinu Grund 24. október. Jarðarförin hefur farið fram. Kristjana Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sólveig Engilbertsdóttir. t Sonur okkar, bróðir og mágur, JÓN ÓTTAR BJÖRGVINSSON, Holtagerði 48, Kópavogi, lést laugardaginn 1. nóvember. Útför hefur farið fram. Þökkum sýnda samúð við andlát hans og útför. Kristfn Guðmundsdóttir, Björgvin Jónsson, börn og tengdabörn. t Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Ásabraut 14, Sandgerði, andaðist á heimili sínu að kvöldi 3. nóvember. Guðmundur Sörensen, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Oddsson, Eggert Sigurðsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MATTHILDUR MATTHÍASDÓTTSR, Kirkjuvegi 66, Vestmannaeyjum, andaöist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 6. nóvember. Sveinbjörn Snæbjörnsson, börn, tengdabörn og barnabörn. hvoru tímabili að lenda í húsnæðis- vandræðum með flölskyldur okkar vegna tafa við húsbyggingar og þótti þá tengdaforeldrum okkar sjálfsagt að við flyttum til þeirra. Óg þótt þröngt væri á þingi var sambýlið hið besta og naut hann þess að hafa bamabömin hjá sér. Snemma árs 1983 veiktist hann, og eftir uppskurð og langvarandi geisla- og lyfjameðferð komst hann til allgóðrar heilsu í þijú ár. Urðu þau ár honum ánægjuleg um margt, honum fæddust tvö bamaböm og yngsta dóttirin fermdist. Þau hjónin ferðuðust allmikið á þessum árum en það var sameiginlegt áhugamál þeirra. Meðal annars fór hann í tvær námsferðir til Bandaríkjanna á þessum tíma, vegna starfs síns og leitaði þar lækninga. í maí síðastliðnum fóm þau í sérlega ánægjulegt leyfi til Bandaríkjanna með Auði dóttur sína, þar sem þau ferðuðust um og dvöldu hjá góðu vinafólki sínu svo sem oft áður. Reyndist það verða síðasta ferðalag þeirra saman því að skömmu eftir heimkomuna kom í ljós að sjúk- dómurinn hafði tekið sig upp og þrátt fyrir uppskurð og lyfjameð- ferð varð ekki við neitt ráðið. Og Minning: Paul W. Smith Fæddur 22. október 1923 Dáinn 2. nóvember 1986 Látinn er á heimili sínu í Banda- ríkjunum mágur minn, Paul W. Smith. Hann var sonur Helgu og Ira Smith, skipaverkfræðings, hans móðurætt var af sænsku bergi brot- in. Ungur að árum hóf hann störf fyrir sjóherinn í upphafí seinni heimsstyrjaldar. Eftir styijaldarlok vinnur hann vélvirkjastörf fyrir áð- umefnda vinnuveitendur, til Islands kemur hann 1948 og kynnist eftir- lifandi konu sinni, Ingibjörgu, og eiga þau fjögur böm og eitt bama- bam, sem er sólargeisli ijölskyld- unnar. Hér á Islandi starfar hann á Keflavíkurfiugvelli til 1967, er hann var kallaður til starfa við flotamálaráðuneytið í Washington. Komu þar ótvfrætt í ljós þeir hæfí- Ieikar sem hann hafði til að bera og eftir að hann hóf störf í Wash- ington starfaði hann mikið við eftirlitsstörf víða um heim. Paul var þeim mannkostum búinn, að hann var fljótur að sjá ef eitthvað fór úrskeiðis á þeim stöðum er hann hafði eftirlit með. Vinnuveitendur hans veittu þessu fljótt athygli og var honum veitt deildarstjórastaða stuttu eftir komuna til Washington. Mín persónulegu kynni við Paul vom einlæg. Með tilhlökkun beið ég og ijölskylda mín eftir að faraa í heimsókn vestur um haf og dvelja þar í góðu yfírlæti og fínna þar þann vinarhug sem beið okkar þar. Þakka vil ég honum fyrir þá góð- vild sem fjölskylda tengdamóður hans naut meðan hann og fjölskylda hans dvaldi hér á landi. Þakklátur er ég forsjóninni fyrir að fá að kynn- ast honum. Hann var mjög víðles- inn, það var sama var hvaða mál voru til umræðu, ávallt vissi hann eitthvað um þau málefni og var það áhugavert hvað hann var heima í öllu sem um var rætt. Ég veitti því athygli hversu mikla virðingu kunningjar hans, er ég kynntist, báru fyrir honum, því slíkum manni verður aldrei gleymt. Paul var meðlimur frímúrararegl- unnar í Bandaríkjunum. Hefur hann borið virðingu fyrir þeim málefnum er sú regla vann að og var hann um skeið yfírmaður reglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hann átti við vanheilsu að stríða síðastliðin tvö ár. Minnugur er ég rósemi hans og Minning: GunnarB. Guðmunds- son, Stykkishólmi Laugardaginn 8. nóvember 1986 verður jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju Gunnar Backmann Guðmundsson, Aðalgötu 17, Stykk- ishólmi, en hann andaðist í Lands- pítalanum í Reykjavík 28. október sl. Gunnar var fæddur 6. október 1898 og var því fullra 88 ára er hann lést. Gunnar var borinn og bamfæddur Hólmari og ól í Stykkis- hólmi allan sinn aldur. Það segir sig sjálft að þegar svo háaldrað fólk fellur frá hefur það skilað dijúgu dagsverki. Það reyndi líka tímana tvenna, allt frá því að flest- ir lifðu við sárustu fátækt og til þess að fólk og byggðarlög heíja sig upp úr eymdinni til mikilla fram- fara; í þeirri uppbyggingu eiga allir sinn þátt hvert sem ævistarfíð er. Gunnar mun hafa alist upp við alla almenna vinnu eins og hún gerðist á uppvaxtarárum hans og því hélt hann áfram eftir að hann giftist og stofnaði heimili. Gunnar kvæntist Kristensu Valdísi Jóns- dóttur árið 1924 og saman eignuð- ust þau íjórtán böm, tólf bamanna komust á legg, en þau hjón misstu tvíbura, yngstu bömin. Það safnað- ist ekki að þeim veraldarauður, en þau hjónin voru einstaklega sam- hent og mesta ánægja þeirra var, að sjá bömin vaxa úr grasi, velferð þeirra var þeim fyrir öllu, alltaf var fylgst með og spurst fyrir um hvemig gengi hjá hveijum og ein- um. Það var líka auðfundið hve allir voru velkomnir heim í Fögmhlíð, það þótti heldur ekkert tiltökumál þó komið væri með barnabömin til lengTÍ eða skemmri dvalar ef með þurfti. Það urðu því mikil viðbrigði er bömin vom öll flutt að heiman, en þá komu gamlir kunningjar og vinir og vom um tíma, sumir í fæði en aðrir dvöldu á heimilinu að fullu. Gunnar hafði alltaf mikla ánægju af dýmm, var með kindur fram á síðustu ár. Sjálfsagt hefur það m.a. verið forsenda lífsafkomunnar í gegn um árin. Hann hafði gaman af að segja frá verklagi og vinnu- brögðum sem viðhöfð vom við heyskap og flutning á skepnum og öðmm nauðsynjum á meðan heyjað var í Breiðafjarðareyjum. Það segir sig sjálft að þar sem fyrir svo fjölmennri fjölskyldu var að sjá hafa frístundir ekki verið margar. Gunnar mun alltaf hafa haft yndi af lestri góðra bóka og þegar um hægðist eignaðist hann margar bækur og naut þess að lesa og ræða um það sem hann var að grúska hveiju sinni. Það var líka nú er hann lagður í síðustu ferðina sem enginn getur umflúið. Tengdafaðir okkar tók sjúkdómi sínum af æðmleysi og talaði ætíð hreinskilnislega um hann. 011 von- uðum við þó að takast mætti að halda honum niðri einhvem tíma. En andlát hans bar þó fyrr að en nokkum óraði fyrir. Hann andaðist á Landakotsspítala 19. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík þann 27. október. Öll höfum við misst mikið er máttarstólpi fjölskyldunnar er frá okkur tekinn, tengdamóðir okkar, bömin, við tengdabömin, og ekki síst bamabömin sem ekki fá að njóta Sigga afa lengur. Með miklum söknuði kveðjum við okkar kæra tengdaföður með orð- unum, Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Diana Armannsdóttir, Ingólfur Torfason. karlmennsku sem hann sýndi þó helsjúkur væri, svo staðráðinn var hann að sigra sitt sjúkdómstríð, en örlögin em ráðin því verður ekki breytt. Ég og fjölskylda mín viljum þakka honum einlæga tryggð og vináttu, sem hann veitti okkur á liðnum ámm. Inga mín, ég og fjölskylda mín vottum þér og þinni fjölskyldu okk- ar dýpstu samúð vegna fráfalls Pauls. Minningin er björt um góðan dreng. Haraldur Stefánsson gaman að sjá hvað hann var ánægð- ur þegar hann síðastliðinn vetur var genginn í Blindrafélagið og hafði keypt sér hljómtæki til að geta fengið að njóta góðs upplestrar af hljóðsnældum. Með Gunnari og samferðafólki hans kveðjum við aldamótafólkið sem vann að velferð okkar sem nú emm að taka við og eigum að halda merkinu á lofti. Lífsstarfí Gunnars er lokið, hann lagði stóran skerf til ijölskyldu sinnar og samfélagsins. Fjölskylda og ættingjar minnast hans með hlý- hug og virðingu. Blessuð sé minning hans. J.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.