Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Pétur í uppskurð — óvíst hvenær hann getur leikið á ný með Los Angeles Lakers , • Pétur Guðmundsson mun gangast undir skurðaðgerð í baki á mánudaginn og óvíst að hann geti nokkuð leikið með Lakers í vetur. Þetta er mikið áfail fyrir Pátur og lið hans. Los Angeles. Frá Sveinblml I. Bsldvlnssyni, fréttsritsrs Morgunblsðsins. PÉTUR Guðmundsson körfuknattleiksmaður mun gangast undir smásjárskurðaðgerð vegna brjóskloss á mánudag. Óvíst er hvenær hann getur leikið á ný með liði sínu Los Angeles Lakers. Keppnistímabilið í NBA deildinni er nú að hefjast og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hér, er fjarvera Péturs liðinu mikið áfall. í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld, sagði einn liðsmanna Lakers, Kurt Rambis, að skarð það, sem Pétur skildi eftir í liðinu nú um sinn yrði ekki fyllt og yrðu aðrir liðsmenn að leggja harðar að sér fyrir vikið. Pétur hefur átt við meiðsli í baki að stríða síðan í byrjun október, er hann meiddist á æfingu. Það kom hins vegar ekki í Ijós fyrr en síðastliðinn þriðjudag hvers eðlis meiðslin voru og þá var ákveðið að taka fremur þann kost að gangast úndir aðgerðina, en að beita lyfjameðferð. Pétur hefur gert tveggja ára samning við Lakers og tryggir samningurinn honum laun allt til ársloka 1987, jafnvel þótt honum verði sagt upp fyrr. Eng- in sérstök ástæða er þó til að ætla að til þess komi. Að sögn Péturs sjálfs er ómögulegt að segja til um hvenær hann getur hafið leik með Lakers að nýju, eða hvort hann getur yfirleitt leikið nokkuð með liðinu á þessu keppnistímabili. Sjálfur er hann bjartsýnn og vonast til að vera kominn í slag- inn á ný í febrúar, en keppnis- tímabilinu lýkur í apríl. Aðgerðin, sem Pétur gengst undir á mánudag, verður gerð á sjúkrahúsi, sem var miðstöð lækna á ólympíuleikunum 1984, af þekktum sérfræðingi á þessu sviði. Pétur mun væntanlega dvelja þrjá daga á sjúkrahúsi vegna hennar. Eftir það er næsta víst að hann verður að halda algerlega kyrru fyrir í þrjár til fjórar vikur, en vonir standa til að hann geti farið að stunda léttar æfingar á ný að því loknu. Pétur kveðst ánægður með að loksins skyldi fást úr því skor- ið hvað amaði að honum í bakinu og segir að hann hefði orðið að gangast undir aðgerð af þessu tagi fyrr eða síðar, þótt lyfja- meðferð hefði hugsanlega getað hjálpað eitthvað upp á sakirnar í bili. Þess má að lokum geta, að fyrir sjö vikum gekkst þekktur leikmaður fótboltaliðsins San Francisco Forty-niners undir brjósklosaðgerð af þessu tagi og er hann þegar byrjaður að leika á ný með liði sína. UMSB vann Æskusundið ÆSKUSUNDIÐ, sem er keppni Borgfirðinga, Skagfirðinga og Vestur-Húnvetninga í sundi unglinga, fór fram á Sauðár- króki um síðustu helgi. Ung- mennasamband Borgarfjarðar sigraði í keppninni eins og sam- bandið hefur gert frá upphafi og vann til eignar bikar sem Hvammstangahreppur gaf við upphaf Æskusundanna. UMSB sigraði með aðeins tveggja stiga mun, og hefur keppnin aldrei verið jafnari. Hlaut sambandið 210 stig, USVH fékk 208 stig og UMSS 135 stig. Fjöldi héraðsmeta var settur hjá öllum ungmennasamböndunum. Mikilvæg þjónusta við íþróttahreyfinguna — segir Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ISÍ, um hina nýju og bættu aðstöðu í íþróttamiðstöðinni í Laugardal „SÚ aðstaða, sem við getum boðið upp 6 í fþróttamiðstöðinni f Laugardal, hefur mælst mjög vel fyrir, og fþróttahreyfingin nýtir sár hana æ meira,“ sagði Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, í samtali við Morgunblaðið, aðspurður um nýtingu gistirýmisins og fundar- salanna sam ÍSÍ tók f notkun í sumar. ÍSÍ hefur yfirumsjón með hús- næöinu, skrifstofufólk ÍSÍ sér um bókanir og uppgjör vegna gist- ingarinnar, en Unnur Karlsdóttir er forstöðukona hótelsins og sér um daglegan rekstur. í síðustu viku og um helgina var mikiö um að vera í íþróttamið- stöðinn;. Um 60 fulltrúar voru á haustþingi Skíðasambands ís- lands og þrír fundir á vegum norrænna sambanda haldnir, en þeirra fjölmennastur var fræðslu- fundur fimleikasambanda Norðurlandanna, Einnig var fræðslufundur íþróttasambanda fatlaöra og fulltrúar heildarsam- takanna þinguðu. Vegna þessa var Sigurður spurður, hvernig reksturinn hefði gengið fyrstu fjóra mánuðina. „Öll þjónusta kostar peninga og svona íþróttamiðstöð þekkist ekki á Norðurlöndum nema i Bröndby í Danmörku og |>ar greiða þeir 2,5-3 milljónir dan- skar krónur á ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Við erum með 13 tveggja manna herbergi og matsal, sem opinn er dag- lega, og fyrstu þrjá mánuðina var um 70 þúsund króna tap á mán- uði, en það var eitthvað minna í október. En tölurnar segja ekki allt. Okkar markmið með þessum rekstri er að aðstoða íþróttafé- lögin, þetta er mikilvæg þjónuste við íþróttahreyfinguna, sem á ekki aö skila hagnað í krónum fyrir ÍSÍ. Við bjóðum upp á gist- ingu og fæði fyrir mun lægra verð en gengur og gerist um sams konar þjónustu, gisting með morgunmat kostar 750 krónur, og útlán á sölum, tækjum og áhöldum er án endurgjalds. Við gerum þetta til að létta und- ir með félögunum og því er afstætt að tala um tap eða gróða." Hverjir hafa helst nýtt sér þessa nýju aðstöðu? Morgunblaðið/Einar Falur • Fundaraðstaðí er mjög góð f fþróttamiðstöðinni f Laugardai og nýtur vaxand vinsæida. Myndin er frá fræðslufundi fimleikasambanda Norðurlanda. sem var haldinri um sfðustu helgi. „Keppnislið utan af landi, landslið og þjálfarar erlendis frá í ýmsum íþróttagreinum, fulltrúar héraðssambanda, sem hér hafa verið á fundum eða námskeiðum og einnig höfum við haft náið samstarf við Ferðaskrifstofu ríkrsins og Háskólann. Fleiri og fleiri átta sig á að þessi þjónusta er hér fyrir hendi og sem dæmi ætlar HSÍ aö láta erlend landsliö búa hér eins og kostur er. Nefndir innan ÍSl funda hér mikiö og einnig sérsamböndin, en við getum boðið upp á sali fyrir 65 til 70 manns. Salirnir njóta vaxandi vinsælda innlendra sem erlendra aðila og pantanir hafa þegar borist fyrir gistingu, fundi og námskeið næstu tvö árin."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.