Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 15 Stykkishólmur; Greiðslustöðv- un kaupfélags- ins framlengd Stykkishólmi. SÝSLUMAÐUR Snæfellinga hef- ur framlengt til áramóta greiðslustöðvum Kaupfélags Stykkishólms. Greiðslustöðvunin hefur þegar staðið í þrjá mánuði og mun sýslumaður ekki fram- lengja hana þegar hún rennur út um áramótin. Eins og fram hefur komið óskuðu stjómendur Kaupfélags Stykkis- hólms eftir - þriggja mánaða greiðslustöðvun frá 1. ágúst síðast- liðinn. Núna um mánaðarmótin lágu ekki fyrir niðurstöður um áfram- haldandi rekstur, og var því farið fram á framlengingu um tvo mán- uði, eins og heimilt er samkvæmt gjaldþrotalögunum. Veitti sýslu- maður hana eftir athugun á aðstæðum. Allir pappírar Kaupfélags Stykk- ishólms eru nú fyrir sunnan til athugunar á vegum SÍS. Frá 1. ágúst hefur Kaupfélag Hvamms- fjarðar í Búðardal rekið verslun kaupfélagsins undir heitinu Kaup- félagið í Stykkishólmi. Sauðárkrókur; Sjö nýjar verkamanna- íbúðir Sauðárkróki. STJÓRN Verkamannabústaða á Sauðárkróki afhenti sjö nýjar íbúðir föstudaginn 31. október. íbúðimar em í fjölbýlishúsi sem stendur við Víðimýri 8—10 á Sauð- árkróki. í húsinu em fjórtán íbúðir og verða hinar sjö afhentar 1. júní 1987. Framkvæmdir hófust í júlí 1985 og aðalverktaki við húsið er Friðrik Jónsson sf. Sá hluti, sem nú er afhentur nýjum eigendum, er 654,8 fermetr- ar að stærð. Lóð er frágengin og bílastæði malbikuð. Endanlegt upp- gjör vegna byggingarinnar liggur ekki fyrir og því ekki hægt að gefa upp verð hverrar íbúðar. Ibúðimar em misstórar; 1 tveggja herbergja með sérinngangi en án bílgeymslu, 1 tveggja her- bergja, 3 þriggja herbergja og 2 fjögurra herbergja og þeim íbúðum öllum fylgir bílgeymsla. Stærð íbúð- anna er frá 49 til 99 fermetrar. Kári Sýnum að Nóatúni 2 í dag kl. 10—17 nýjustu bílana frá RENAULT KRISTINN GUÐNASON HF. BILATORG Nóatúni 2, sími 621844 0REAIAULT5 ORENAULT9 ORENAULT11 ORENAULT21 oRENAULTEspace ORENAULTExpress ORENAULTTraffic 4x4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.