Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 Reykjavík: Dagvistunar- gjöld hækka um 10% Á FUNDI borgarstjóraar Reykjavíkur á fimmtudag var ákveðið að hækka dagvistunar- gjöld i borginni um 10% frá og með 1. desember nk. Borgarráð hafði áður samþykkt þessa hækkun. Davíð Oddson, borgarstjóri, sagði þessa hækkun tilkomna vegna meiri verðbólgu en gert hefði verið ráð fyrir. Nauðsynlegt hefði verið að hækka gjöldin til að minnka rekstrahalla. Einnig benti hann á að svipaðar hækkanir hefðu þegar átt sér stað í nágrannasveitarfélög- unum, t.d. hefðu dagvistunargjöld í Kópavogi nýlega hækkað um 15%. Minnihluti borgarstjómar gagn- rýndi þessa hækkun harðlega og taldi hana stríða gegn grundvelli þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðasta vetur. Hækkunin var samþykkt með níu atkvæðum meirihlutans gegn sex atkvæðum minnihlutans. Hreindýra- veiðin langt undir kvóta SAMKVÆMT upplýsingum Hreindýraeftirlitsnefndar voru ní í haust veidd 496 hreindýr. Leyfilegt var að veiða 705 hrein- dýr á þessu sumri. í 23 hreppum, af þeim 32 þar sem veiði var leyfð, var veiðin und- ir kvóta. Ekkert dýr var veitt í tíu þeirra. Fjórir hreppar fóru yfir kvót: ann og fimm voru innan marka. í Mjóíjarðarhreppi var t.d. leyft að veiða 20 hreindýr, en ekkert var fellt. Vallhreppingar veiddu hins- vegar sex dýrum meira en leyfilegt var. Mest var veiðin í Norðfjarðar- hreppi, þar sem 69 dýr féllu fyrir kúlum veiðimanna. Veiðin var um 70% af kvóta. Hestasýning í Madison Square: Íslenski hóp- urinn beðinn að endurtaka æfingarnar Frá Valdimar Kristinssyni, fréttamanni Morgunblaðsins, New York ÍSLENSKU hestarnir, sem sýnd- ir verða í Madison Square Garden um helgina, komu á stað- inn í morgun og var svo til strax farið með þá á æfingu í sýningar- höllinni. Þetta er í 103. skiptið sem hestasýning þessi er haldin í Madison Square Garden og í fyrsta skipti sem íslenskir hestar eru með. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með æfingunum og vöktu hestamir mikla athygli manna, þar á meðal framkvæmdanefndar sýningarinn- ar, sem lét endurtaka æfingamar fyrir sjónvarpsmenn sem þama vom staddir. Einnig fylgdust að- standendur amerísku töltaranna með æfingunum og vom stórhrifnir af íslensku hestunum sem þeir telja að hafi 6 eða jafnvel 7 gagntegund- ir. í Ameríku er talað um hægt tölt og hratt tölt sem tvær gagnteg- undir. Nokkrir tugir íslendinga em komnir til að fylgjast. með þessari frumraun íslenska hestsins í Madi- son Square Garden, sem margir telja lykilinn að frægð íslenska hestsins í Bandaríkjunum. Sjón- varpað verður beint frá sýningunni á sunnudag og er það sennilega besta kynning sem íslenski hestur- inn hefur fengið til þessa. Auglýsingar22480 83033 Rýmingarsala Allt að 40.000 kr. afsláttur af FORD árgerð 1986. Aðeins örfáir bílar í boði. 7 bílar eftir FORD SIERRA 3°-000 kr afs'áttur 15 bílar eftir FORD ESCORT 6 bílar eftir FORD FIESTA 2°-°ook7 afsláttur Missið ekki af upplögðu tækifæri til að eignast nýjan bíl á hagstæðu verði og kjörum. SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. Opiö: laugardag 13-17 sunnudag 13-17 PÁV • Prentsmidja Ama Valdemarssonar hl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.