Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 84

Morgunblaðið - 14.12.1985, Side 84
o o <§tlll & ^ilfur l)/f I-.\l'(i.WTXil :*ft KKYK.IAYIK- S L»(Hi2n tfgtmliljifrifr EVTT KDRT AUS SIADAR LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Samningur Eimskips og hafnarstjóman Uppsegjan- —legur eft- ir fimm ár HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða í gær sam- komulag sem hafnarstjóri gerði við Eimskipafélag íslands vegna rétt- inda Hafskips í Austurhöfninni, sem Eimskip mun yfírtaka ef af kaupum þess á eignum þrotabúsins verður. Það felst í samkomulaginu að Eimskip yfirtekur hafnaraðstöðu Hafskips i Austurhöfninni með _ ákveðnum skilyrðum. Samningur- ‘ ^inn er uppsegjanlegur eftir 5 ár, með eins árs fyrirvara, en samn- ingur Hafskips gilti til aldamóta. Ákvæði er um heimild til ákveð- innar skerðingar svæðisins af skipulagsástæðum. Þá er ákvæði um nýtingu svæðisins, þar sem Eimskip lofar að leitast við að nýta vöruafgreiðsluna sem mest, þann- ig að tekjur hafnarinnar skerðist sem minnst. Danska uppboðshúsið: 20—30% lækkun minkaskinna 20-30% verðlækkun hefur orðið á minkaskinnum á uppboði i uppboðs- húsi danska loðdýraræktarsam- bandsins í Kaupmannahöfn sem staðið hefur yfír undanfarna daga. Sigurjón Bláfeld loðdýraræktarráðu- nautur sagði að endanlegar upplýs- ingar hefðu ekki borist, en sér sýnd- ist að meðalverðið væri rúmar 200 danskar krónur (900 íslenskar) en í fyrra hefði meðalverðið verið 276 krónur danskar (1.250 íslenskar). Salan var fremur dræm, eða 70-80% framboðinna skinna. Eng- in eða mjög fá íslensk skinn fóru á uppboðið, þau eru aðallega seld á febrúaruppboðinu í Kaupmanna- höfn. Sigurjón sagði að menn hefðu reiknað með lækkun vegna aukins framboös minkaskinna á heimsmarkaði í ár og þeir spádóm- ar hefðu nú komið fram. Hann taldi að menn gætu þó við verðið unað, ef það lækkaði ekki meira. „Sjáiði hvað kórónan er flott“ MorRunblaöiö/Arni Sœberj? Hólmfríði Karlsdóttur, fegurðardrottningu heimsins, var vel fagnað þegar hún kom til landsins í gær. Fyrsta verk Hólmfríðar var að heimsækja krakkana á barnaheimili Vífílsstaða, þar sem hún vann sem fóstra áður en hún fór í „Miss World“ keppnina. Og eins og sjá má voru þau ánægð með að sjá „Hófí sína“ aftur. Þrotabú Hafskips: Danskur skipamiðlari spyrst fyrir um skipin Eimskip framlengdi gildistíma tilboðs til þriðjudags DANSKUR skipamiðlari spurðist í gær fyrir um skip Hafskips hjá ein- um bússtjóra þrotabúsins. Var hon- um sagt að skipin væru til sölu en í svarinu var jafnframt tilgreint að fyrir lægi tilboð í eignirnar sem skiptaráðendur þyrftu að taka af- stöðu til á þriðjudag. í gær bauðst Eimskipafélagið til að framlengja gildistíma tilboðs síns í eignirnar og varð það að samkomulagi á millí Eimskip og skiptaráðenda að fram- lengja tilboðið til klukkan 17 á þriðjudag. í bréfi Eimskipafélagsins til skiptaráðanda segir að vegna gagnrýni í fjölmiðlum og á Alþingi á vinnubrögð við sölu á eignum þrotabúsins sé Eimskip reiðubúið til að gefa eðlilegan frest á tilboði sínu, til að láta á það reyna hvort aðrir kostir séu betri fyrir Útvegs- bankann eða skattgreiðendur. Markús Sigurbjörnsson skiptaráð- andi þrotabúsins sagði í gær að rétt hefði þótt að taka þessu boði þannig að aðrir eigi kost á að gera tilboð í eignirnar, en það hefði alltaf verið opið. Hann tók fram að ekkert tilboð hefði enn borist en fyrirspurnir frá danska skipa- miðlaranum og Stefáni Árnasyni Öryggisbúnaður að Bessastöðum: „Eindregið þeirrar skoðunar að það þurfí öryggisbúnað“ ■— segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „VITANLEGA er þaö algjörlega óviöunandi að hver sem er geti gengiö inn og út hjá forseta íslands, að eigin vild. Þess vegna er það mjög nauðsynlegt að einhvers konar öryggiskerfí verði komið upp aó Bessastöðum,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið, um þann öryggisbúnað sem fyrirhugað er að setja upp á Bessastöðum. Forsætisráðherra sagði að það hefði einu sinni gerst í forsetatíð tKristjáns heitins Eldjárns, að ókunnur maður hefði verið kominn ínn að rúmstokk eins barna hans, áður en uppgótvaðist um ferðir hans. Slíkt væri með öllu óviðun- andi. nÉg er mjög eindregið þeirrar skoðunar að það verði að setja upp öryggiskerfi á Bessastöðum. Það er hægt að setja upp alls konar öryggiskerfi, t.d. sem hringja bjöllu á lögreglustöð, ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Steingrimur. Steingrímur sagðist ekki vita nákvæmlega hvers konar öryggis- útbúnaði yrði komið upp á Bessa- stöðum. Fyrrverandi lögreglu- stjóri Reykjavíkur hefði verið fenginn til þess að gera tillögur í þessu efni, en sú fjárveiting sem hér um ræddi, 2,4 milljónir króna, nægði engan veginn til þess að framkvæma allar hans tillögur. Hann hefði m.a. gert tillögu um sérstakt sjónvarpsauga, þannig að það sæist á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, hvaða umferð færi iim Rpssast.afti. sem áður hefur verið greint frá. Drög að samningi Eimskips og skiptaráðanda eru að mestu til- búin og bíða ákvörðunar skipta- ráðanda á þriðjudag. Samnings- upphæð er um 9,3 milljónir Banda- ríkjadollarar, sem samsvarar rúm- um 390 milljónum kr. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að Éimskipafélagið taki við eignunum kvaðalausum og greiði samningsupphæðina með skuldabréfum, um 55% með láni til 10 ára í erlendri mynt með markaðsvöxtum og um 45% með láni til 15 ára, verðtryggðu en vaxtalausu. Ákvæði er um að Skaftá, sem er föst í Antwerpen vegna kyrrsetningar, verði afhent 15. janúar, en kaupin á henni gangi að öðrum kosti til baka og samn- ingsupphæðin lækki sem því nem- ur. Markús Sigurbjörnsson sagði að erfitt væri að losa skipið og taldi ekki ólíklegt að það yrði selt á nauðungaruppboði ytra. DAGAR TILJÓLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.