Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 H Okur skip — eftir Halldór Jónsson Loksins hefur almenningur fengið nóg undir tönn. Búið er að finna þann, sem ber ábyrgðina á vandamálum hús- byggjenda, sem ekki geta lengur borgað það sem þeir fengu lánað. Búið er að finna sökudólginn sem ber ábyrgðina á útþenslu verzlun- 's arinnar og allskyns gróðaafla í landinu. Þessi aðili, og allt það, sem hann stendur fyrir, ber aðal- ábyrgðina á því spillta fjármála- kerfi, sem verður þess valdandi að aumingja Útvegsbankinn gat ekki lánað Hafskip meira. Og um leið, að Þorsteinn getur ekki selt meiri ríkisskuldabréf upp í afborganir eldri bréfa, jafnvel þó að hann bjóði „all-hermannleg“ kjör á skuldabréfum sínum í fyrstu per- sónu, að því er virðist í trássi við okurlögin. Þessi vondi aðili hefur greitt okkar föðurlega forsjárkerfi í fjár- málum högg fyrir neðan beltisstað. Hann hefur verslað með peninga v beint eftir forskrift frjálshyggj- unnar, — framboði og eftirspurn. Allir sjá að þetta getur ekki gengið. Þennan skálk verður að hengja á hæsta tré öðrum til við- vörunar. Þá verður allt gott og fagurt á ný. Bankakerfið mun fljóta út í spöruðum vaxtalitlum peningum. Allir litlu gjaldþrota húsbyggjend- urnir, og allir feitu braskararnir, geta fengið nóg af lánum á lágum vöxtum, sem þeir geta kannski ». fallist á að borga. Eða hvað? Bankar við Lækjartorg Við Lækjartorg þrumir hin öld- urmannlega marmarahöll Útvegs- bankans. Þar inni hamast a.m.k. 3 bankastjórar á Sóknarskúruðum gólfum með legíó af starfskröftum sér við hlið, að stýra ríkistryggðu sparifé landsmanna í atvinnuveg- ina, undir árvökru auga Alþingis- kjörins bankaráðs. Öll alþýða, sem einhvern tíma hefur reynt að fá víxil í Útvegs- bankanum, hefur grátið með góðu bankastjórunum þar yfir því að geta ekki fengið hann. Útvegs- bankinn þyrfti að lána svo mikið í útgerðina, sem væri víst það sem þessi þjóð lifði á og forgang yrði að hafa, að „engir peningar væru til“ í víxillán. Þetta fólk var hálf hissa á því, þegar uppdagaðist á dögunum að ein kaupskipaútgerð var jafnvel búin að tapa hálfum bankanum eða rúmum 600 milljónum. Það var þá ekki útgerð á sjávarþorsk, sem menn höfðu haldið að vandanum ylli. Það var útgerð, sem gerði út á þurrlendisþorska, eins og þá sem Páll Ólafsson kvað um á sinni tíð. En góðu bankastjórarnir full- vissuðu hæstvirta sparisjóðseig- endur um það, að öllu væri óhætt. Sparifjáreigendur myndu engu tapa. Það væri ríkisábyrgð á öllu sparifé í þeirra banka. Þeir myndu því halda áfram að stýra bankan- um með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Þetta væri eitthvert fjárans óhapp með þetta Hafskips- mál og bankaráðsmenn virtust alveg steinhissa á því, hvernig málum var komið. Þeir hefðu bara ekkert vitað um þetta. Og til þessa hefur bara enginn sökudólgur fundist, sem er þó venja að hengja við svona tæki- færi, ef um minni mál er að ræða, öðrum til eftirbreytni. Það var meiri fart á Bankaeftir- liti Seðlabankans hér um árið þegar bankastjórar lánuðu tveim- ur fyrirtækjum svo sem hálfan Alþýðubanka. Þá voru þeir og bankaráðið reknir útá götu og skellt á eftir þeim. Kannski finnur Bankaeftirlitið bara ekki hurðina á nýju Seðlabankahöllinni og kemst ekki út á Lækjartorg þess vegna. Hinumegin við Lækjartorg var annar banki, sem lét lítið yfir sér. Ég verð náttúrulega að taka það fram eins og allir hinir, að ég þekki hann bara af afspurn. Þar var bara einn bankastjóri, sem hafði Halldór Jónsson „Hver er svo mórallinn fyrir alþýðumanninn? Honum getur sýnzt, aö þaö fari bezt á því, aö hver passi sína pen- inga sjálfur. Þaö virðist gefast illa að Alþingi eða stjórnarkontórar séu að vasast of mikið í því.“ hvorki bankaráð né starfslið. Klukkan 5 á hverjum degi sást til hans skúra gólfið í banka sínum, sem var til húsa í einu herbergi. Skyndilega gerir lögregla fólks- ins innrás í þennan banka og her- tekur hann, en stingur bankastjór- anum í steininn. Það kemur á daginn, að útlán hans nema um 200 milljónum. Eða svipuðum upphæðum og hver bankastjóri í Útvegsbankanum lánaði Hafskip. Bókhald þessa banka reynist með ágætum allt aftur til 1964, að því að sagt er. Viðskiptamenn í spari- sjóðsdeild eru sagðir um 100 tals- ins en lántakendur eitthvað færri. Innlánsvextir eru sagðir nema tvöföldum refsivöxtum Seðlabank- ans en útlánsvextir fjórföldum sömu vöxtum. Þarna er þá komin skýringin á tregðunni í sparifjár- myndun landsmanna í hinum bönkunum, blankheitum hús- byggjenda og lánleysi. Það atriði, að banki Hermanns stendur víst illa vegna taprekstrar, vefst lítið fyrir mönnum. Náttúra útlána slíks banka er sú, að skuld- arar fá fyrst verulega umbun, þegar þeir fara í vanskil. En þá lækka útlánsvextirnir úr fjórföld- um dráttarvöxtum niður í einfalda Seðlabankavexti. Já, sælir eru einfaldir stendur skrifað. Það gef- ur augaleið, að mikið á bankastjóri slíks banka undir heiðarleika og skilvísi sinna viðskiptavina, sem NB biðja sjálfir um lánin, þar eð þessi banki hefur aldrei auglýst svo vitað sé. Og enga hefur hann heldur ríkisábyrgðina á sparifé sínu. Samt streymir það inn. Það er mikið talað um ágæti frjálsrar verzlunar í þessu þjóð- félagi. Það má vera frjálst verðlag á farmgjöldum skipafélaga, ham- borgurum, skuldabréfum og öllu mögulegu. Það má bara ekki vera frjálst verð á leigu fyrir peninga. Það heitir okur. — Ennþá. En óbein verzlun með peninga er frjáls. Eins og þegar Mjólkur- samsalan í Reykjavík lætur Mjólk- urbú Flóamanna selja Landsbank- anum bréf á undanrennumusteri þessara mjólkurfélaga í Reykjavík. Aðeins fjármálaráðherrann má sniðganga þessi okurlög með því að selja ríkisbréfin beint með af- föllum. Og allar þær stofnanir, sem sumir kalla okurbúllur, eru sjálfsagt þrællöglegar þegar þær selja bréf fyrir útgefendur með afföllum, sem þeir taka af þeim beint. Það er í rauninni ekki furða þó að lagaprófessornum vefðist hálf- partinn tunga um höfuð, þegar hann reyndi að lögskýra fyrir okkur hvað væri okur. Og nú er talað um að útrýma okrinu, eða gera það löglegt með því að gefa vextina frjálsa um leið og verðtrygging verður bönnuð í almennum viðskiptum. Þetta fræga okurmál verður þá kannske bara glæpur í þátíð, þegar það kemur til dóms. Rétt eins og þótt einhver talaði nú illa um Dana- kóng. En fyrir það mátti langafi minn til dæmis eitt sinn flýja land sem snarast, til þess að forðast rasphúsvist. Snöfurmannleg framganga þeirra Þorsteins og Steingríms í því að skuldbreyta verðtryggðum skuldum til minna en þriggja ára í löng verðtryggð lán en banna verðtryggingu styttri lána og gefa skammtímavexti frjálsa, mun leiða ómælda vaxtablessun yfir þennan fjármálasinnaða lýð, ís- lendinga. Mikið munu þeir spara í þeirri blíðutíð. Mikið eiga banka- stjórar okkar eftir ólært í al- mennri fjármálafræði. Að þeir skuli vera með múður þegar slík stjórnvizka er á ferð. Það er talað um að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að sameina Útvegsbankann einhverjum öðrum til hagræðingar. Búnaðarbankinn vill hann ekki. Skyldi Hermanns- banki vilja hann? Þá gæti hann kannski „unnið sig útúr vandan- um“ eins og það er kallað. Okurfallítt Það er sorglegur atburður þegar einhver getur ekki borgað lengur og fer á hausinn. Vegna skorts á tekjum er það víst kallað. Hafskipsmálið svonefnda hefur borið ægishjálm yfir önnur mál á síðustu vikum. Félagið er sagt skulda æruverðugum Útvegsbank- anum á 7. hundrað milljóna, auk annarra skulda. Ular tungur segja, að mikið af Útvegsbankaskuldinni séu uppsafnaðir dráttarvextir og þóknanir. Með öðrum orðum eitt- hvað, sem er í ætt við þennan illa okurgróða, sem allir eru að tala um. Fallítt Hafskips verður þá eiginlega hálfgert okurfallítt í hús- byggjendastíl. Hinir ungu og glæsilegu at- hafnamenn, sem Hafskipi stýrðu, hafa sýnt meiri sölumannshæfi- leika en almennt gerist og gengur. Margir fylgdust með því í andagt, þegar þeir voru hérumbil búnir að selja flestar íslenzkar kaupmanns- sálir yfir til SÍS, sem kaupbæti með fallíttskipum sínum. Manni skildist, að kaupmenn teldu mestu máli skipta fyrir sig, að lenda ekki í óargagini „óskabarns þjóðarinn- ar“. Þjóðin fylgdist spennt með því Hvers vegna Frá stjórn Kvenréttindafélags íslands Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi greinargerð frá stjórn Kven- réttindafélags íslands vegna greinar Gunnars G. Schram, alþingismanns, um jöfnun á skattbyrði hjóna, sem birtist í Morgunblaðinu 21. nóvem- bersl. Vegna greinar Gunnars G. Schram alþingismanns, „Jöfnun á skattbyrði hjóna“, sem birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember sl. vill stjórn Kvenréttindafélags fs- lands (KRFÍ) taka fram eftirfar- andi: Fjárhagslegt sjálfstæði allra einstaklinga án tillits til kynferðis og hjúskaparstöðu er grundvallar- atriði í þeirri viðleitni að ná jafn- rétti kvenna og karla í þjóðfélag- inu. Það hefur því verið stefna KRFÍ um langan tíma að hver einstaklingur greiði tekjuskatt af sjálfsaflafé sínu. Þar með leggur félagið áherslu á sérsköttun og * hafnar alfarið öllum hugmyndum um samsköttun hjóna og sambýlis- fólks. Við umræðu um tekjuskatt hlýt- ur sú spurning að vakna hverjir eigi að greiða hann. Eru það allir, sem hafa aflað tekna á tekju- skattstímabilinu eða á að miða við eitthvað annað? Það er að segja, hvernig á að ákvarða skatt- greiðslueininguna. Hér er grund- vallarspurningin hvort litið er á tekjur einstaklinganna eða á tekj- ur fjölskyldunnar sem stofn til skattgreiðslu. Sérsköttun — samsköttun Það kallast sérsköttun ef sá einstaklingur er skattlagður sem teknanna aflar. Þessi skattlagn- ingaraðferð var lögleidd hér á landi 1978. Hins vegar kallast það sam- sköttun ef litið er á heimilið sem skattlega einingu. Hægt er að fara nokkrar leiðir við samsköttun og verða hér nefndar þær tvær aðferðir sem annars vegar giltu hér á landi til ársins 1978 og hins vegar sú aðferð sem til stóð að taka upp árið 1977. 1 Tekjur hjóna (sambýlisfólks) lagðar saman og þær skattlagð- ar í einu lagi. Þetta er sú leið sem farin var hér á landi fram til ársins 1978 er lög nr. 40/1978 tóku gildi. 2. Tekjur hjóna (sambýlisfólks) eru lagðar saman og síðan deilt í þær með tveimur og þær skatt- lagðar hjá hvoru hjóna fyrir sig, án tillits til þess hvort aflar teknanna (helmingarskipta- regla). Þegar frumvarp að nýjum sérsköttun? „Með hliðsjón af fram- ansögðu telur stjórn KRFI að með sérskött- un náist það réttlæti sem að er stefnt milli einstaklinga og sambúð- arfólks. Nota á barna- bætur til að minnka skattbyrði þeirra heim- ila, þar sem framfærslu- byrðin er þyngst og möguleikinn til tekju- öflunar er minni.“ skattalögum var lagt fram á Alþingi á árinu 1977 var þetta sú aðferð sem fara átti. Að vandlega yfirveguðu máli hafn- aði stjórn KRFÍ þessari leið með þeim rökum að hugmyndir af samsköttun hjóna ætti rætur að rekja til verkaskiptingar þar sem karlinn aflaði tekna en konan starfaði eingöngu innan veggja heimilisins. Tölur hér á landi sýna að á langflestum heimilum starfa báðir aðilar utan heimilis. Á árinu 1983 voru um 80% kvenna á aldrinum 16 til 74 ára með einhverjar at- vinnutekjur. Barnabætur fyrir allt barnafólk Því verður ekki mótmælt að þeir sem sérstaklega hafa fjárhagsleg- an ávinning af helmingaskipta- reglunni eru hjón (sambýlisfólk) þar sem annar aðilinn aflar tekn- anna, enda nýtist þá neðsta skatt- þrepið að fullu. „Á hvernig heimilum má í dag gera ráð fyrir að sú verkaskipting ríki, að annar aðilinn vinni utan heimilis og afli tekna en hinn sinni eingöngu heimilisstörfum? Það eru annars vegar heimili þar sem annar aðilinn er bundinn yfir umönnun ungra barna. Slík heim- ili eiga að njóta skattaafsláttar. Hægt er að ná þeim afslætti með því að greiða öllu barnafólki góðar barnabætur." Hins vegar eru heimili þar sem annar aðilinn er mjög tekjuhár en hinn tekjulaus. Sá hópur hefur valið slíka verkaskiptingu á sínu heimili og er það einkamál hvers og eins. Fyrir það á ekki að veita fólki skattaleg verðlaun, enda eru heimilisstörf unnin á öllum heim- ilum hvort sem þau eru unnin í dagvinnu eða kvöld- og helgar- vinnu. Sú hætta er einnig fyrir hendi ef tekjur annars aðila fara að hafa áhrif á skattlagningu hins, vegna þess að viðbótartekjur lenda í hærri skattþrepum, að það hafi letjandi áhrif á atvinnuþátttöku. Þetta atriði hlýtur að teljast óheppilegur fylgifiskur samskött- unar. Skattaálögur einstakl- inga og hjóna ekki sambærilegar „Mörg önnur vandamál fylgja samsköttunarleiðinni. Má þar nefna að samsköttun er háð sam- búð tveggja einstaklinga af gagn- stæðu kyni. Margir fleiri en hjón eða sambúðarfólk halda heimili saman, má þar nefna mæðgur, mæðgin, feðga, feðgin, systkini, vinkonur, vini o.s.frv. svo ekki sé minnst á einstæð foreldri með börn sín. Erfitt er að finna rök sem réttlæta slíka mismunun." Enda er það einn af aðalgöllum sam- sköttunarkerfisins að skattaálög- ur einstaklinga og hjóna með sömu tekjur eru ekki sambærilegar. Kostir sérsköttunar Eins og áður kom fram kallast það sérsköttun ef sá einstaklingur er skattlagður sem teknanna aflar. Er það talið einn af aðalkostum sérsköttunar að samræmi næst milli skattlagningar hvors hjóna um sig og einstaklinga. Sérskött- unin hvetur einnig maka til að skipta með sér tekjuöflun. Stjórn KRFl fagnaði því lögum nr. 40/1978 um tekju- og eigna- skatt en með þeim var lögleitt að tekjur skyldu sérskattaðar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.